Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988 GIRÐINGA- STREKKJARAR. ÞÚR^ ÁRMULA 11 SÍMI 681500 Fullkomið hreinlæti Alsjálfvirka handþurrkan Gangsetning meö geisla án snertingar G æöi, Þ ekking, Þ jónusta A. KARLSSOn HF. HEILDVERSLUN, BRAUTARHOLTI28 SÍMI: 91 -27444 fclk f fréttum Konur og hattar Nú er í tísku að hafa hatt á höfði. Konur sýna oft mikla djörfung og stundum góðan smekk, og það sýndu þær sem mættu á Ascot veðreið- amar hér á dögunum. Þar voru meðal annars Fergie og drottningarmóð- irin að spóka sig, Díana prinsessa og fleiri konur sem eiga það sameig- inlegt að ganga oft með hatt á höfði. Morgunfrú á göngu. ?ergie og drottningarmóðirin með fremur hefðbundna hatta. Ef ofvöxtur hlypi í heilann, sæist það að minnsta kosti ekki með þennan hatt á höfðinu. Hver stenst jarðarber með ís? Það eru engin takmörk í fant- asíulandi. Díana er hér með einn af sínum 400 höttum. Víðir Óli Guðmundsson er hér í hlutverki „hundsins" á hátíðinni í Hollandi. Gamanleikhús: Hvað er að gerast hjá Gamanleikhúsinu? Gamanleikhúsið hefur starfað í þrjú ár, þann 29 ágúst. Þeir sem standa að starfs- seminni eru 45 krakkar úr Reykjavík á aldr- inum 10 — 15 ára. Magnús Geir Þórðarson, 14 ára, hefur verið leikhússtjóri frá stofnun leikhússins, og fjármagna þau starfssemina að mestu leyti með því að safna auglýsing- ,um. Nýjasta verkefni þeirra er leikritið „Kött- urinn sem fer sínar eigin leiðir“ eftir Ólaf Hauk Símonarson og er það sjötta leikritið sem þau setja upp. Lög og textar eru eftir Ólaf en Gunnar Þórðarson útsetti lögin. í sumar fóru krakkamir með sýninguna á leikhátíð í Hollandi, þar sem voru saman komnir sjö hópar frá mismunandi löndum. Hópurinn frá Islandi hafði nokkra sérstöðu, þar sem leikstjóm og uppsetning verksins var eingöngu í höndum krakkanna sjálfra og var Magnús Geir yngsti leikstjórinn. Sjö manns, ásamt fararstjóra, voru í hópnum sem fór til Hollands. Leikritið höfðu þau æft síðan í janúar og er það í þremur mislöngum útgáfum. í Hollandi sýndu þau á sviði, í skólum og á bamaheimili fyrir munaðarlaus böm svo og á götum úti. Var þeim hvarvétna mjög vel tekið. Eftir rúma hálfsmánaðardvöl í Hollandi bættust þrír krakkar frá Hólmavík í hópinn og fóru þeir þaðan á leikhátíð í Vín í Aust- urríki. Slíkar hátíðir eru haldnar hvert ár í mismunandi löndum og koma krakkarnir víða að úr Evrópu. íslenski hópurinn var einn af fáum hópum sem starfar saman að staðaldri í heimalandi sínu. Hvert land var með landkynningu og setti íslenski hópurinn meðal annars upp sýningu þar sem þau kynntu þjóðsönginn. Alls vom 480 mánns frá 21 landi sem bjuggu í Al- þjóðlegum skóla Sameinuðu Þjóðanna, við bestu aðstæður. , Á næstunni sýnir Gamanleikhúsið á Ver- -öld ’88, í Laugardalshöll, leikritið „Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir" í styttri útgáfu. Verða sýningar bæði virka daga og um helgar. Er þar kærkomið tækifæri til þess að sjá þessa ungu og framtakssömu leikara á sviði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.