Morgunblaðið - 27.08.1988, Page 44

Morgunblaðið - 27.08.1988, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988 GIRÐINGA- STREKKJARAR. ÞÚR^ ÁRMULA 11 SÍMI 681500 Fullkomið hreinlæti Alsjálfvirka handþurrkan Gangsetning meö geisla án snertingar G æöi, Þ ekking, Þ jónusta A. KARLSSOn HF. HEILDVERSLUN, BRAUTARHOLTI28 SÍMI: 91 -27444 fclk f fréttum Konur og hattar Nú er í tísku að hafa hatt á höfði. Konur sýna oft mikla djörfung og stundum góðan smekk, og það sýndu þær sem mættu á Ascot veðreið- amar hér á dögunum. Þar voru meðal annars Fergie og drottningarmóð- irin að spóka sig, Díana prinsessa og fleiri konur sem eiga það sameig- inlegt að ganga oft með hatt á höfði. Morgunfrú á göngu. ?ergie og drottningarmóðirin með fremur hefðbundna hatta. Ef ofvöxtur hlypi í heilann, sæist það að minnsta kosti ekki með þennan hatt á höfðinu. Hver stenst jarðarber með ís? Það eru engin takmörk í fant- asíulandi. Díana er hér með einn af sínum 400 höttum. Víðir Óli Guðmundsson er hér í hlutverki „hundsins" á hátíðinni í Hollandi. Gamanleikhús: Hvað er að gerast hjá Gamanleikhúsinu? Gamanleikhúsið hefur starfað í þrjú ár, þann 29 ágúst. Þeir sem standa að starfs- seminni eru 45 krakkar úr Reykjavík á aldr- inum 10 — 15 ára. Magnús Geir Þórðarson, 14 ára, hefur verið leikhússtjóri frá stofnun leikhússins, og fjármagna þau starfssemina að mestu leyti með því að safna auglýsing- ,um. Nýjasta verkefni þeirra er leikritið „Kött- urinn sem fer sínar eigin leiðir“ eftir Ólaf Hauk Símonarson og er það sjötta leikritið sem þau setja upp. Lög og textar eru eftir Ólaf en Gunnar Þórðarson útsetti lögin. í sumar fóru krakkamir með sýninguna á leikhátíð í Hollandi, þar sem voru saman komnir sjö hópar frá mismunandi löndum. Hópurinn frá Islandi hafði nokkra sérstöðu, þar sem leikstjóm og uppsetning verksins var eingöngu í höndum krakkanna sjálfra og var Magnús Geir yngsti leikstjórinn. Sjö manns, ásamt fararstjóra, voru í hópnum sem fór til Hollands. Leikritið höfðu þau æft síðan í janúar og er það í þremur mislöngum útgáfum. í Hollandi sýndu þau á sviði, í skólum og á bamaheimili fyrir munaðarlaus böm svo og á götum úti. Var þeim hvarvétna mjög vel tekið. Eftir rúma hálfsmánaðardvöl í Hollandi bættust þrír krakkar frá Hólmavík í hópinn og fóru þeir þaðan á leikhátíð í Vín í Aust- urríki. Slíkar hátíðir eru haldnar hvert ár í mismunandi löndum og koma krakkarnir víða að úr Evrópu. íslenski hópurinn var einn af fáum hópum sem starfar saman að staðaldri í heimalandi sínu. Hvert land var með landkynningu og setti íslenski hópurinn meðal annars upp sýningu þar sem þau kynntu þjóðsönginn. Alls vom 480 mánns frá 21 landi sem bjuggu í Al- þjóðlegum skóla Sameinuðu Þjóðanna, við bestu aðstæður. , Á næstunni sýnir Gamanleikhúsið á Ver- -öld ’88, í Laugardalshöll, leikritið „Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir" í styttri útgáfu. Verða sýningar bæði virka daga og um helgar. Er þar kærkomið tækifæri til þess að sjá þessa ungu og framtakssömu leikara á sviði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.