Morgunblaðið - 27.08.1988, Page 20

Morgunblaðið - 27.08.1988, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988 Ljósmyndir/Guðm. Ingólfsson Leirbrúnn vasi, með hijúfu yfirborði, hæð 19 cm. Þrístrend strýta, með mosagrænum gleijungi, hæð 23 cm. Þríhyrningsform eru ríkjandi í verkum Kristinar ísleifs- dóttur. Vasinn er með sérstæðum gleijungi, grænt útí blátt, hæð ca. 18 cm. Þegar austrið og vestrið mætast Kristín ísleifsdóttir, sýning á keramik í Japan Hönnun Stefán Snæbjörnsson „Þegar litið er á sýningu þessa, þá er það ljóst að tvö öfl eru að verki. Tveir andstæðir pólar tog- ast á. Hinn austræni, hinn vest- ræni. Áleitin verk, en þó með hlýrri stemmningu. Hvöss form með mjúkri áferð. Kristín hefur hlotið listræna menntun sina i Japan, en nýtir hana á persónulegan hátt. Það er engum blöðum um það að fletta, að hún hefur sinn eigin stil.“ Ósjaldan heyrist það sagt að landinn fari víða. Þessu verður víst varla móti mælt. íslendingar eru ferðaglaðir og fróðleiksfúsir. Við- brögð við þeim tíma er þjóðin bjó við einangrun og naumt skömmtuð kjör. Þó að ferðalög og heimshoma- flakk íslendingsins séu ekki alveg ný af nálinni, verður að teljasí til nokkurrar nýlundu að á síðustu árum hefur hann oftar en áður með sér í farteskinu ýmislegt það er vitn- ar um menningu þjóðarinnar til að sýna öðrum þar sem leið hans ligg- ur. Hér er öðm fremur átt við þann ótrúlega dugnað sem íslenskir lista- menn, hverju nafni sem nefnast (hönnuðir nytjahluta ekki undan- Krístín ísleifsdóttir, í Tokyo De- signers Journal. skildir), hafa sýnt við að kynna verk sín erlendis. Það er ekki alltaf að slíkar kynningar eigi vlsan stuðning fjársterkra aðila eða opin- berra sjóða. Áræði og bjartsýni er oftar en ekki sá höfuðstóll sem sótt er í. Stuttu eftir að Norræna menn- ingarkynningin Scandinavia Today hófst í Japan á síðasta ári opnaði Kristín Isleifsdóttir leikritakona einkasýningu í Tókýó (11. nóv.). Sýning Kristínar stóð í Gallery Abe í Akasaka-hverfinu, sem mun vera eitt elsta og virtasta borgarhverfi Tókýóborgar. Þó að undirritaður hafi ekki séð þessa sýningu Kristín- ar ísleifsdóttur eða muni þá er hún sýndi þar, nema á ljósmyndum, tel- ur hann maklegt að vekja athygli á þessu framtaki hennar, jafnvel þó að nokkuð langt sé um liðið. Sýning þessi var eina framlagið frá íslandi, tengt Menningarkynning- unni, sem kalla mætti landabundið verkefni. Það er að segja viðfangs- efni, sem fellur utan hins sameigin- lega kostnaðarramma Norður- landaráðs, en tengist að öðru leyti hinni sameiginlegu menningar- kynningu. Danir, Finnar, Norð- menn og Svíar hafa jafnan lagt mikla áherslu á að tengja ýmsar landabundnar kynningar, á menn- ingarsviði, sameiginlegum kynning- arverkefnum á borð við Scandinavia ALPAFÍFILL - EDELWEISS Leontopodium alpinum Það má víst með sanni segja að ekki fyrirfinnist margar jurtir sem sveipaðar eru öðrum eins ævintýraljóma og alpafífillinn frægi, hið eðla hvíta blóm sem ber latneska nafnið Leontopodium alpinum. Aðalheimkynni hans eru Alpaíjöllin og svo ákaflega var þar sóst eftir að ná þessari jurt úr snarbröttum skriðum og nær ókleifum klettum, að lá við útrým- ingu. Það var sem sé siður fjalla- garpsins að hika ekki við að Ieggja líf sitt í hættu við að ná þessari „eðalhvítu" jurt til þess að færa elskunni sinni svo hún mætti sannfærast um karlmennsku hans og þor. Um þetta voru svo skráð- ar sögur, ljóð ort og lög samin, ennfremur mun vara til helgisögn um uppruna alpafífilsins, þó ekki kunni ég nógu.góð skil á henni. Ferðamenn allra tíma hafa jafnan haft mikinn hug á að eignast þessa jurt, sem sumir kölluðu „drottningu alpablómanna" og flytja heim í garða sína og af þessum ferðalöngum stafaði henni hvað mest útrýmingarhætta, sem gerði það að verkum að hún var friðuð a.m.k. á vissum svæðum. Nú þarf enginn að stofna lífi og limum í hættu til þess að eignast þessa jurt því hún er fyrir margt löngu orðin vinsæl garðjurt sem hægt er að kaupa í gróðrarstöðv- um víða um lönd, líka hér á landi. Sú saga komst á kreik í Dan- mörku fyrir mörgum árum, að edelweissplöntur sem seldar væru dýrum dómum suður í Sviss í fag- urlega máluðum blómapottum, og sem m.a. Danir keyptu þar, væru í rauninni framleiddar í tiltekinni danskri gróðrarstöð og fluttar þaðan út á suðlægari breiddargr- áður til þess að seljast þar fyrir góðan skilding. Ekki mun sú sögusögn samt hafa fengist stað- fest. Vaxtarstaðir eru fleiri en Alpafjöllin þó jurtin sé við þau kennd, eða allt vestan frá Spáni og austur til Japans í 500—3.500 m. hæð. Alpafífillinn er af körfublóma- ætt og verður við góð skilyrði 20—25 sm hár. Blöðin eru grá og sitja flest í hvirfingu niður við jörð. Stönglamir sem einnig eru gráir, uppréttir og stinnir, bera líka blöð en þau eru gisin og mjórri en hin. Sjálft blómið er heldur óásjálegt, gulleitt, en það er umlukið hvítum loðnum blað- kransi, einskonar háblöðum sem er aðalpiýði og sérkenni jurtarinn- ar. Blómgast að jafnaði í ágúst. Ekki gerir alpafífíllinn miklar kröfur til lífsins. Hann þrífst best í þurrum fremur ófrjóum jarðvegi móti sól, t.d. í steinhæð, hrauni eða gijóthleðslum enda líkjast slíkir staðir hvað mest hans eðli- lega umhverfi. í mjög fijórri rakri mold missir jurtin sinn fallega gráhvíta lit og verður græn. Jarð- vegsbieytu á vetrum þolir hann illa. Þar sem vel tekst til um vaxt- arstað getur alpafífillinn dafnað vel og lifað árum saman. Haust og vor má skipta plöntunum til fjölgunar og endumýjunar, en sé fræsáning við höfð er ekki öruggt að allir kostir móðurplöntunnar haldi sér. Einnig má taka hliðar- sprota og nota sem græðlinga til íjölgunar. Náskyldur alpafífli er mong- ólafífill (Eeontopodium sibiric- um) ættaður frá Síberíu eins og nafnið bendi til en vex einnig villt- ur í Mongólíu og Kóreu. Hann er öllu stórgerðari og enn loðnari en hinn og má heita að öll jurtin sé klædd hvítum loðfeldi einkum ef hún er ræktuð í mögrum þurrum jarðvegi. Alpafífíllinn á sér ættingja í íslensku flórunni, það er fjanda- fæla (Gnaphalium) sem vex í laut- um og bollum til fjalla, einkum þar sem snjóþungt er. Að sögn þeirra sem séð hafa alpafífilinn I heimkynnum sínum, en þar er hann ekki eins tígulegur og í ræktaðri mold, er talsvert svipmót með þeim frændsystkinum. Alp- afífillinn er vissulega þess virði að rækta í garði sínum. Einn af kostum hans er sá, að hann er heppilegur til þess að þurrka og nota í vönd eða smærri skreyting- ar, einnig má pressa hann og líma t.d. á kort. E.t.v. meira um það síðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.