Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988 23 Norrænt grafík þríár NORRÆNT grafík þriár er nafn sýningar sem opnar í Norræna húsinu í dag, laugardaginn 27. nágúst klukkan 15. Verk á sýn- ingunni eiga grafíklistamenn frá Norðurlöndunum en sérstakur gestur sýningarinnar er ítalinn Mimmo Paladino. Sýning þessi í Norræna húsinu er sett upp í samráði við félagið íslensk grafík. Sem fyrr segir ber hún nafnið Norrænt grafík þríar en þríár er þýðing á erlenda orðinu „triennal". Eins og nafnið gefur tii kynna er ætlunin að sýning þessi verði fastur liður í sýningarhaldi Norræna hússins þriðja hvert ár héðan í frá. Hugmynd sú er liggur að baki er að sýna ákveðið við- fangsefni í grafíklist á Norðurlönd- unum og víðar. Að þessu sinni var einum grafík- listamanni frá hveiju Norðurland- anna boðið til sýningarinnar. Að sögn Valgerðar Hauksdóttur, form- anns íslenskar grafíkur, og Knut Odegárd, forstjóra Norræna húss- ins, er þetta í fyrsta skipti sem sýning af þessu tagi er haldin hér á landi. Boðið var einum grafíklista- manni frá hveiju Norðurlandanna en haft var samráð við samtök lista- manna í hveiju landi um val á lista- manni. Verk á sýningunni eiga Vignir Jóhannesson, Yngve Næs- heim frá Noregi, Finn Richardt Jörgensen frá Danmörku, Krystyna Piotrowska frá Svíþjóð og Tuomo Saali frá Finnlandi. Sem fyrr segir verður ítalski grafíklistamaðurinn Mimmo Paladino sérstakur gestur sýningarinnar. Verkin á sýningunni eru öll ný. Þema sýningarinnar er notkun listamannanna á manninum og mannsmyndinni í verkum sínum. I tengslum við sýninguna flytur Leslie Luebbers, listfræðingur, fyr- irlestur í fundarsal Norræna húss- ins sunnudaginn 11. september en hún skrifar grein um listamennina og verk þeirra í sýningarskrá. Sýningunni lýkur sunnudaginn 18. september. Morgunblaðið/KGA Knut Odegárd, forstjóri Norræna hússins, og Valgerður Hauks- dóttir, formaður íslenskrar grafíkur, standa hér við eitt verka ítalska graf íklistamannsins Mimmo Paladino. Palladino er sérstak- ur gestur sýningarinnar Norrænt grafík þríár sem hefst á morg- un í Norræna húsinu. Nýir hjóna- garðar tekn- ir í notkun FYRSTU íbúðirnar í nýjum Hjónagörðum við Suðurgötu verða afhentar í dag, laugardag. Þær verða sýndar almenningi um helgina. Alls verða 93 tveggja og þriggja herbergja íbúðir í húsinu og verða 15 þeirra afhentar nú. Framvkæmdum verður fram hald- ið í vetur og þá lokið við 60 íbúðir til viðbótar. Síðustu íbúðimar verða afhentar haustið 1989. í áfanganum, sem nú er lokið við, er einnig les- stofa og önnur sameiginleg aðstaða fyrir íbúa. Félagsstofnun stúdenta leigir í vetur út 100 herbergi á einstaklings- görðum og 69 tveggja og þriggja herbergja íbúðir á hjónagörðum. Rúmar húsnæðið um 5% háskóla- stúdenta. 400 umsóknir um garðvist hafa borist fyrir veturinn. Nýju íbúðimar verða opnar al- menningi til sýnis frá klukkan 16-18 laugardag og frá klukkan 14-18 sunnudag. Nokkrar húsgagnaversl- anir munu búa 6 íbúðanna hús- gögnum meðan á sýningunni stend- ur. HJÁ OKKUR MERKIR NÝR BÍLL 1989 ÁRGERÐ MiTSUBtSHM GÆMJkNT Nh'TT UTLIT — NY TÆKNl VERÐ FRÁ KR. 771.000 Innifalinn I verðinu er m.a. eftirtalinn búnaður: VökvastýriP/eltistýri — Rafknúnar rúöuvindur — Rafstýröir útispeglar Samlæsing á huröum — Dagljósabúnaöur — Lúxusinnrétting — Rafdrifin sóllúga (super saloon) — Ökuhraðastilli (super saloon/GLSI) — Léttmálmsfelgur (super saloon) Nú um helgina eru árlegir söng- dagar haldnir í Skálholti. Söngdagar í Skálholti: Requiem eftir Fauré flutt við messu á morgun ÁRLEGIR söngdagar í Skálholti hófust í gærkvöld og lýkur klukk- an 16.30 á morgun með tónlistar- flutningi í kirkjunni. Söngvinir syngja og Sigurður Halldórsson Ieikur á selló svítu nr. 5 eftir Bach. Stefnt er að flutningi á Requiem eftir Fauré við guðs- þjónustu sem hefst klukkan 17. Söngdagar í Skálholti em nú haldnir í tíunda sinn og á þeim hafa viðfangsefni verið margvísleg að því er segir í fréttatilkynningu. Nefna má Litlu orgelmessuna eftir Haydn, Pange Lingua eftir Kodaly, Rejoice in the Lamb eftir Britten og G-dúr messu Schuberts. Að þessu sinni verður tekist á við nýtt kórlag eftir John Speight, sem samið er í tilefni söngdaganna, og Requiem eftir G. Fauré. Söngstjóri er Jónas Ingimundarson, í guðs- þjónustunni á morgun predikar séra Guðmundur Óli Ólafsson og organ- isti er Gústaf Jóhannesson. GALANT GTÍ É6 VENTLA Bíll með búnað ■ sérflokki (8,7 sek. í 100 km./klst.) Fjölinnsprautun (ECS Multi) — Hemlalæsivörn (ABS) Rafstýrt fjöðrunarkerfi (ECS) — Rafknúið, hraðanæmt aflstýri (EPS II) KLA Hl }i 170 -172 Simi 695!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.