Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988 Formið hefur lengi þvælst fyrir mér - segir Sigurður Arni Signrðsson Veruleg hagræðing fylgir færanlegum steypustöðvum - segir Aðalgeir Finnsson byggingaverktaki Morgunblaðið/Rúnar Þór Ónnur steypustöðin er staðsett við Melasíðu þar sem Aðaigeir Finns- son hf. er að reisa þijár blokkir. NÝLEGA var listaverki eftir Sig- urð Arna Sigurðsson komið fyrir á veitingastaðnum Súlnabergi á Akureyri. Verkið er óvenjulegt að þvi leyti að það er i lengra lagi, alls fimmtán metrar að lengd, og í niu hlutum. Sigurður Ámi er 25 ára Akur- eyringur og stundar nám við lista- skóla í París á vetuma. Hann útskrif- aðist frá Myndlista- og hand- íða- skólanum í Reykjavík vorið 1987. Hann sagði i samtali við Morgun- blaðið að í listaverkinu fælist form, sem hann hefur lengi verið að glíma við. „Formið er sagað í tréplötur og samanstendur af tveimur bogum, sem eru hlutar úr tveimur hringum. Bogamir skerast á tveimur stöðum og mynda sameiginlegt mengi í miðj- unni. Einskonar fískar, sem eru að mætast á miðri leið,“ sagði listamað- urinn. Verkið er unnið með ollu. „Ég hef lengi verið að velta hinum ýmsu formum fyrir mér. Þetta ákveðna form hefur verið að þvælast fyrir mér og þegar ég ákvað að fást við það, vildi ég afgreiða það svona stórt. Vissulega passa svona verk ekki hvar sem er, en Súlnaberg er kjörinn staður fyrir það. Hugmyndin Fyrirlestur umsamstarf fyrirtælga í SAMBANDI við ráðstefnu nor- rænna iðnráðgjafa, Idebörs ’88, sem haldin verður á Akureyri 1.-3. september og aðalþema er samstarf fyrirtækja, mun Iðn- þróunarfélag Eyjafjarðar hf. standa fyrir fyrirlestri um sama efni. Fyrirlesturinn er öllum opinn, en einkum er hann ætlaður forráða- mönnum fyrirtælcja og sveitar- stjómarmönnum. Fyrirlesturinn fer fram laugardaginn 3. september frá kl. 14.00 til 16.00 á Hótel KEA. Fyrirlesari verður Sven Erik Öst- engen frá Noregi. Hann hefur 20 ára reynslu í ráðgjöf við minni fyrir- tæki í gegnum starf sitt hjá Norsku iðntæknistofnun ríkisins og hefur verið deildarstjóri hjá INKO-þjón- ustunni síðastliðin Qögur ár. Hann er íslandi vel kunnur og hefur með- al annars leiðbeint á kennslufræði- námskeiði á vegum Fræðslumið- stöðvar iðnaðarins. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar sér um innritun á fyrir- lesturinn í síma 26200 fyrir 31. ágúst. að umgjörðinni kom þó fram löngu áður en staðarvalið var ákveðið, en svo varð það úr að Súlnaberg styrkti verkefhið með því að greiða fyrir efnið og ég sá um alla vinnu. Ég er sérstaklega ánægður með hvemig til hefur tekist með skuggana í verkinu enda eru hlutlausu litimir valdir með tilliti til skugganna í myndverkinu. Góð lýsing á veitingastaðnum hjálpar vel til að ná þvf út úr verkinu sem ég var með í huga við vinnuna. Ég vildi fyrst og fremst að verkið nyti sín vel utan frá og að skuggamir kæmu vel fram með réttri lýsingu," sagði Sigurður Ámi Sigurðsson. - segir Sigffús Jónsson „Akureyrarbær hefur einfald- lega ekki efni á að þiggja auka- fjárveitingu ríkisins til handa Verkmenntaskólanum jafnvel þó svo að bærinn þurfi ekki að jafna reikningana fyrr en eftir tvö ár,“ sagði Sigfús Jónsson bæjarstjóri I samtali við Morgunblaðið um málefni Verkmenntaskólans. Sigf- ús sat i nefnd ásamt fulltrúum menntamálaráðuneytis og fjár- málaráðuneytis sem ætlað var að kanna hvemig leysa mætti hús- næðiseklu Háskólans á Akureyri. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu að hraða þyrfti byggingu Verkmenntaskólans svo háskólinn fengi gamla Iðnskólahúsið við Þórunnarstræti undir sína starf- semL Baldvin Bjamason skólameistari Verkmenntaskólans segir að sú 22 milljóna króna auka^árveiting sem Ámi Gunnarsson alþingismaður hafði lofað til byggingaframkvæmd- anna samkvæmt samþykki fjármála- ráðherra á svokölluðum „Opnum dögum" í Verkmenntaskólanum í mars sl. væri gjörsamlega týnd og tröllum gefín. Framkvæmdir stæðu nú yfir við miðálmu VMA og allar líkur benda til að Fjölnismenn geti ekki lokið þeim verkþætti er þeir buðu í vegna fjárskorts, en aukafjár- veitingunni var einmitt ætlað að nægja til að ljúka þeim þætti bygg- ingarinnar. Taka átti í notkun fímm kennslustofur í nýbyggingunni um Aðalgeir Finnsson bygginga- verktaki á Akureyri hefur tekið í sína þjónustu tvær svokallaðar færanlegar steypustöðvar, sem hann flutti inn frá Ítalíu í fyrra og hefur hann þar með náð að lækka steypukostnaðinn hjá sér verulega miðað við það sem hann áður greiddi. „Aðeins einn aðili á Akureyri, Möl og sandur hf., seldi steypu hér á Akureyri og var hún mun dýrari heldur en í Reykjavík. Ég tel sam- keppni nauðsynlega enda hefur það komið á daginn. Mér hefur tekist að lækka hjá mér steypukostnaðinn verulega," sagði Aðalgeir í samtali við Morgunblaðið. Sement frá Sem- entsverksmiðju ríkisins er geymt i Krossanesi. Það er flutt þaðan með tankbflum á byggingarstað og þar sjá færanlegu steypustöðvamar um að hræra út steypuna. „Þetta fyrir- komulag hefur mikla hagræðingu í för með sér. Það lækkar ekki aðeins kostnaðinn, heldur flýtir það jafn- framt fyrir verkinu og það kemur ekki fyrir að menn þurfí að bíða eftir steypunni, eins og svo oft kom fyrir áður. Steypuframleiðslan er nú eingöngu bundin við eigin bygginga- starfsemi, en við höfum jafnframt hug á steypusölu síðar meir.“ Aðalgeir Finnsson hf. er nú að reisa 47 íbúðir við Melasíðu 1, 3 og 5. Hús númer 5 er frágengið, unnið er að uppsteypu húss númer 3 og að hönnun húss númer 1. Um er að ræða tvær 17 íbúða blokkir og eitt 13 ibúða hús. íbúðimar verða seldar fullfrágengnar að utan sem innan. Aðalgeir sagði að nýlega hefðu Verkamannabústaðir keypt tólf íbúðanna við Melasíðu. Ennþá væru áramót, en þær vonir em að verða að engu, segir Baldvin. „Nefndin er búin að skila sínu áliti inn í ráðuneyt- in, en síðan þá hafa engin viðbrögð komið," sagði Baldvin. Sigfús sagði að nokkurs misskiln- ings hefði gætt varðandi aukaflár- veitinguna. „Kostnaður við upp- byggingu skólahúsnæðis skiptist þannig að ríkinu ber að greiða 60% og viðkomandi sveitarfélagi 40% og samkvæmt því ætlaði fjármálaráð- þó átján íbúðir þar óseldar og sagðí Aðalgeir ástæðuna þá að svör vant- aði frá Húsnæðisstofnun ríkisins. Kaupendur héldu að sér höndunum á meðan lánsloforðin létu á sér standa. Þá er fyrirtækið að reisa fímm íbúða, tveggja hæða raðhús í Stapasiðu 11 og annað í Múlasíðu. „Mikil tregða er í húsnæðislánakerf- inu og sala er þar af leiðandi dauf. Því er afar brýnt fyrir okkur bygg- ingaverktaka að fá framkvæmdalán- um úthlutað hjá Húsnæðisstofnun til að geta staðið undir kostnaðinum við byggingamar. Mín skoðun er sú að þeir staðir á landinu, sem verið hafa í lægð, ættu að sitja fyrir fram- kvæmdalánum. Á Akureyri lágu framkvæmdir nánast niðri á ámnum herra aðeins að veita 60% af 22 milljónum gegn 40% mótframlagi Akureyrarbæjar. Þegar þetta lá fyrir bað ég ráðherra að bíða með fjárveit- inguna til að kanna hvort ekki væri hægt að ná samstöðu um greiðs- lusamning til 4-5 ára. Það var hins- vegar ekki hægt þar sem ríkið neitar að greiða vexti og hefði því allur vaxtakostnaður lent á Akureyrarbæ. Þá vom menn aftur famir að tala um aukafjárveitinguna. Ríkið var til- búið að láta okkur hafa framlagið 1982 til 1987 og það var ekki fyrr en þá um vorið að rofa fór til og nú er svo komið að eftirspum eftir hús- næði er margfalt meiri en framboð hér á Akureyri," sagði Aðalgeir að lokum. Katrín Atladóttir framkvæmda- stjóri Byggingasjóðs ríkisins sagði umsóknir um framkvæmdalán ber- ast árið um kring enda væri enginn eindagi á þeim. Fjallað væri sér- staklega um hveija umsókn fyrir sig. Ekki gat Katrín þó sagt til um hversu margar umsóknir lægju fyrir frá Akureyri, þar sem bærinn væri jafnframt að semja við bygginga- verktaka þar í bæ um íbúðir er næðu til kaupleigu- og verkamanna- bústaðakerfísins. strax án þess að reikningar yrðu jafnaðir fyrr eftir tvö ár. Bærinn gat hinsvegar ekki þegið þetta boð þar sem sú ákvörðun hefði kostað bæinn aðra eins upphæð vegna þeirra upp- gjörsaðferða, sem ríkið vinnur eftir. ByKSÖnKadeild menntamálaráðu- neytisins reiknar hlutdeild ríkisins í svokölluðum norm-kostnaði, en fer ekki eftir raunverulegum bygginga- kostnaði. Norm þessi eru löngu orðin úrelt þar sem rúmmetragjald hefur hækkað mun meira en numið hefur verðlagsbreytingum. Það er m.ö.o. miklu dýrara að byggja í dag heldur en fyrir tiu árum og kemur þvi mun meira af byggingakostnaðinum á bæinn heldur en sem nemur 40%.“ Sigfús sagði að ef takast ætti að ljúka frágangi á mið- og vesturálmu og innrétta til bráðabirgða fimm kennslustofur I vesturhluta, vantaði 19,5 millj. kr. þegar búið væri að nota flárveitingu ríkis og bæjar ( ár. „Áfanginn kostar 50 millj. kr., en aðeins voru 30,5 milljónir til ráðstöf- unar á árinu. Ríkið er tilbúið með sína fjárveitingu, en þá þarf bærinn að standa undir 8-10 millj. kr. á yfír- standandi ári. Akureyrarbær getur hinsvegar ekki orðið sér úti um slíka aukafjárveitingu. Þess má jafnframt geta að þak miðálmunnar er óvenju- vandað og lendir að verulegu leyti utan við normin og þar með beint á bæjarsjóði Akureyrar. Ljóst er að VMA og háskólinn verða að búa þröngt í vetur og menn verða bara að vona að úr rætist á næsta ári,“ sagði bæjarstjóri að lokum. V erkmenntaskólinn: Bærinn hefur ekki efni á því að þiggja aukafjárveitingTina Morgunblaðið/Rúnar Þór Unnið við byggingu miðálmu Verkmenntaskólans á Eyrarlandsholti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.