Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 37
MÆÐUR! læsið dætur ykkar inni, KISS er á leiðinni í bæinn Itjálpar iandsHðinu íSeoul Tll að ná langt á Olympluleikunum i Seoul þá þurla handknattleiksmenn okkar að leggja hart að sér. Þú getur hjálpað þeim með því að kaupa Boltabrauð. At hverju brauði sem keypt er renna 3 krónur til handknattleikslandsliðsins. - MORGUNBLAÐIÐ; -iAÐGARÐAGUR-27. AGUST1988 GENE SIMMONS, BASSALEIKARI KISS í VIÐTALIVIÐ MORGUNBLAÐIÐ NÆSTKOMANDI þriðjudag mun hljómsveitin KISS halda hljóm- leika í Reiðhöllinni. KISS er ein af þekktari hljómsveitum heimsins og ekki síst fyrir tónleika sína, sem þykja í villtara lagi. Af þessu tilefni sló Morgunblaðið á þráðinn til Bretlands þar sem Gene Simmons sat í hótelíbúð sinni á Hiiton, sötrandi Jack Daniels. Hljómsveitin var þá nýbúin að spila á Donington-hátíðinni og að sögn íslendinga, sem þar voru, voru kapparnir í þrumustuði. Það þótti því ekki seinna vænna að slá á gleðina og spyrja: Hvernig líst þér á að vera á leið- inni til íslands? „Það hljómar meiriháttar spennandi ... svo framarlega sem það eru fallegar stúlkur þarna. Ég hef heyrt að það sé sandur af sætum stelpum þarna norður frá. Er það rétt?“ Jú, ég geri ráð fyrir því. „Já eða nei?“ Jújú, sandur af sætum stelpum. „Fínt. Við komum." Seg mór, nú eruð þið búnir að vera að lengur en elstu menn muna og teljist til stórstjarna rokksins, en vinsældirnar virt- ust alltaf bundnar við Banda- ríkin. Núna eruð þið hins vegar að slá í gegn f Evrópu. Hvað heldur þú að valdi þessum sein- teknu viðbrögðum? „KISS varð vinsæl í Evrópu fyrir 15 árum. Og við erum það ennþá. Það sem þú átt væntan- lega við er plötusalan. Við náðum okkur aldrei á strik í plötusölunni hérna megin hafsins fyrr en núna, en hér í Evrópu er bara voða lítið mark takandi á vin- sældalistabullinu. Útvarpsstöðv- arnar spila alla tónlist í belg og biðu og það er vonlaust að ná slá í gegn þannig nema með ein- hverri sykurvellu og það er ekki KISS. En við höfum alltaf selt upp á öllum tónleikum hérna. Og það skiptir máli, því KISS er fyrst og fremst hljómleikaband. Við höf- um alltaf lagt mikla áherslu á tónleikana tónleikanna vegna, en ekki bara til þess að reyna að dæla út einhverri plötu í meira magni." En núna er þetta að takast. Hvers vegna? „Það er náttúrulega Ijóst að markaðurinn er miklu tilbúnari en fyrr til þess að hlusta á þunga- rokk og það hefur geysts upp list- ana að undanförnu. Við njótum þess og leggjum okkar til.“ En er tónlistin þá ekki Ifka popp- aðri en fyrr og Ifklegri til vin- sælda? „Það eru þannig tög á plöt- unni [Crazy Nightsj, en lag eins og Crazy Nights er bara venju- legt KlSS-lag ..." Venjulegt KlSS-lag? Er þá ekki farið að skorta á frumleikann? „Heyrðu vinur, reynd þú að semja lög og selja í 70 milljónum eintaka!" Er plata á leiðinni — kannski þriðja tónleikaplatan eins og heyrst hefur? „Það getur vel verið, annars höfum við ekkert ákveðið í því, en jólaplatan í ár verður tvöföld safnplata með KISS og á henni verða tvö ný lög, auk þess sem við höfum endurhljóðblandað öll gömlu lögin stafrænt." Nú eruð þið nýbúnir að spila á Donington. Hvernig var stemmningin? „Meiriháttar. Frábær. Geggj- uð. Það voru 107.000 manns þarna, sem er nýtt met. Gamla metið var sett í fyrra, en þá komu 67.000 manns. 40.000 manna aukning er ekki slæmt. Hins veg- ar dóu tveir þarna og það skemmdi náttúrulega nokkuð fyr- ir gleðinni. Sem betur fer fréttum við ekki af því fyrr en í hátíðar- lok, þannig að það setti okkur ekki út af laginu áður en við spil- uðum." Hvernig stóðu hljómsveitirnar sig? „Ég held að allar hljómsveitirn- ar geti verið harðánægðar með sitt. Mér fannst mjög gaman af Guns and Roses, en annars er náttúrulega vonlaust fyrir mig að reyna að leggja dóm á þetta. Ég var baksviðs mestan tímann." Gamla KISS ekki á leiðinni saman aftur Nú hefur maður heyrt orðróm um að gamla KlSS-gengið kunni að koma saman á ný með farða og öllu. Er eitthvað hæft í þessu? Ekki flugufótur fyrir þessu. Fáránlegar getgátur. Peter [Crissj og Ace [Frehleyj eru báð- ir á kafi f eigin sólóferli og við Paul [Stanleyj erum alsælir með okkar. Ég skal annars ekki segja; það getur vel verið að við komum einhverntíman saman upp á grín og kýlum á það. En það yrði bara í eitt skipti." Nú gerir þú alla skapaða hluti fyrir utan að spila í KISS, þú leikur í kvikmyndum, útsetur plötur fyrir aðra og leitar uppi nýjar hljómsveitir [Simmons uppgötvaði bæði Van Halen og Cinderellaj. Hvernig samræm- ist alft þetta? Gene Simmons með 12 cm langa tunguna. „Ágætlega. Ég verð alltaf að vera að og ég vil spreyta mig á sem flestu. Mér finnst afskap- lega gaman að láta reyna á það hvað ég get. Og ég get sagt þér það að þú hefur ekki séð helm- inginn ennþá. Ég vil skrifa bók, leika í sjónvarpi, mála myndir og hvað ekki. Allt sem mér dettur í hug. Ég er ekki að segja að ég geti hvað sem er, en ég vil reyna. Annars kemst maður aldrei að því hvort maður getur eithvað eða ekki. Það nýjasta sem ég er að gera er að stofna plötuútgáfu, Simmons Records. Fyrsta platan verður með nýrri hljómsveit sem heitir House of Lords, en í henni er fyrrum meðlimir úr Giuffria, Quiet Riot og hljómsveit Aiice Coopers. Allt það besta á tónleikunum Snúum talinu að íslandi. Hvað er á dagskránni? Gömlu lögin, nýju lögin, bland beggja? Allt. Það verður allt spilað. Allt það besta. KISS. Við tökum svona 30% af gamla draslinu, 50% af þessu nýrra og restin verður ný. En „show-ið“. „Við höfum ekki getað tekið helminginn af draslinu okkar með frá Ameríku út af allskonar reglu- gerðum og kerfisvafstri, þannig að það verður í minna lagi. A okkar mælikvarða. Ég hef ekki hugmynd um hverju þið eruð vanir þarna norður frá." Ein persónuleg spurning: Hefur tungan á þár verið mæld? „Oft. Hún hefur oft verið mæld." Hvað mældist hún löng síðast? „121/2 cm." Vekur hún enga sérstaka eftir- tekt svona i daglega Iffinu ... ég meina utan sviðs?" „Jú. Að minnsta kosti myndi ég ekki kynna mig fyrir kær- ustunni þinni ef ég væri þú.“ Það var og. Viltu koma ein- hverju sérstöku á framfæri við íslenska aðdáendur ykkar að lokum? „Já. Eða nei ... þetta eru skilaboð til íslenskra mæðra: Mæðurl Læsið dætur ykkar inni, KISS er á leiðinni í bæinn!" AM vinninga aðeins 50krónur. SKYNDiHAPPDRÆTTi PAS MORGDNBLADID Á MORGUN SPORTBÍLL OG SPÍTTBÁTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.