Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988 Fyrirtæki gætu létt undir með ríkinu — segir Matthías A. Mathiesen samgönguráðherra Seyðisfirði. „ÉG TEL að framkvæmdirnar við Ólafsfjarðarmúlann séu að- eins byrjunin á víðtækum jarð- gangaframkvæmdum á íslandi í framtíðinni, sérstaklega á Vest- fjörðum og á Austurlandi," segir Matthías Á. Mathiesen sam- gönguráðherra. Hann var nú nýverið á ferð um Austurland og hélt þá meðal annars fundi með samgöngunefnd og fram- kvæmdastjórn Sambands sveit- arféiaga á Austurlandi og bæjar- stjórn Seyðisfjarðar og ræddi við þá um möguleika á jarðganga- gerð á Austurlandi. í samtali við Morgunblaðið eftir þessa fundi sagði Matthías: „Það hefur verið ljóst í nokkurn tíma að sú mikla re}msla og þekking, sem fæst við jarðgangaframkvæmdimar í ÓlafsQarðarmúla, á eftir að skila miklu til jarðgangagerðar á ís- landi. Þessa rejmslu verður að fá áður en farið verður út framkvæmd- ir annars staðar. Það hefur verið stefna samgönguyfírvalda og þing- mannanna, sem ráðstafa vegafé hvers kjördæmis, að klára hring- veginn með bundnu slitlagi áður en farið verður I að stytta vegalengdir milli einstakra byggðarlaga. Auð- vitað eru jarðgöng ein af þeim leið- um sem verða notaðar til þess í framtíðinni bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum og annars staðar. Þá verður þetta gert með langtíma vegaáætlun eins og aðrar vega- framkvæmdir hafa verið gerðar", sagði Matthías. Hann sagði að einn- ig kæmi til greina að fyrirtæki og einkaaðilar komi inn í þær fram- kvæmdir eins og gert hefur verið í Noregi, tekið vegagjald í einhvem ákveðinn tíma en afhent svo ríkinu vegamannvirkin að þeim tíma liðn- um. Það gæti orði til þess að flýta fyrir þessu og létta undir með ríkinu sjái menn sér hag í því og álíti það arðsama fjárfestingu en hann taldi að slíkt yrði að gerast í samvinnu Björn Hafþór Guðmundsson formaður Sam- bands sveitar- félaga á Aust- urlandi. Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra á fundi með bæjarstjórn Seyðisfjarðar. Á myndinni sjást bæjarfulltrúarnir Arnbjörg Sveins- dóttir, Hermann Guðmundsson, Jónas Hallgrímsson og Guðmundur Sverrisson auk ráðherra. við og undir eftirliti Vegagerðar ríkisins. „Seyðfírðingar hafa verið miklir talsmenn jarðganga og ég skil þeirra afstöðu mjög vel. Þeir hafa verið hvað einangraðastir á Austurlandi, þangað er ekkert áætl- unarflug frá Egilsstöðum eins og er til flestra byggðarlaga þar. Einn- ig hefur þetta hugsanlega þýðingu fyrir ferðamannaiðnaðinn sem er í miklum vexti á Seyðisfírði og orð eru til alls fyrst,“ sagði Matthías. . - Garðar Rúnar Morgunblaðið/Garðar Rúnar Björn Jóhann Björnsson jarð- og verkfræðingur hefur unnið við rannsóknir vegna hugsanlegra jarðgangaframkvæmda á Aust- urlandi. Frá ráðstefnunni um jarðgangamál á Seyðisfirði. Austurland: Rannsóknir hafnar vegna hugs- anlegrajarðgangaframkvæmda Seyðisfirði. BJORN Jóhann Björnsson jarð- og verkfræðingur hefur unnið í sumar að rannsóknum vegna hugsanlegra jarðgangafram- kvæmda við Seyðisfjörð og Norð- fjörð með tengingu þessara bæj- arfélaga við nærliggjandi byggð- arlög i huga. Þessar rannsóknir eru kostaðar af Sambandi sveit- arfélaga á Austurlandi, Seyðis- fjarðarbæ og Neskaupstað. Björn Jóhann mun skila niður- stöðum ásamt frumkostnaðar- áætlun á aðalfundi SSA sem haldinn verður i Neskaupstað síðustu helgina í ágúst. Hann vann sams konar rannsóknir fyr- ir fjórðungssamband Vestfirð- inga með fjárstyrk frá Byggða- stofnun sumarið 1986 vegna jarðgangahugmynda á Vest- fjörðum og skilaði ítarlegri skýrslu og kostnaðaráætlun um það vorið 1987. Upphaflega leitaði samgöngu- nefnd SSA eftir fjárstyrk hjá Byggðastofnun til að kosta þetta verkefni og auk þess átti að gera úttekt á þeim félagslegum áhrif- um sem bættar samgöngur hefðu fyrir byggðarlögin á Austurlandi en Byggðastofnun hafnaði þeirri beiðni. Áður hefur verið unnið að athug- un og rannsóknum vegna hugsan- legra jarðganga og jarðgangafram- kvæmda á Austurlandi, það var sumarið 1983. Þá var gerð frum- athugun á jarðfræðilegum aðstæð- um við nokkra jarðgangamöguleika á AustQorðum. Þær athuganir voru framkvæmdar og kostaðar af Vega- gerð ríkisins, þá var aðaláherslan lögð á svæðin Seyðisíjörður-Mjói- fjörður-NorðQörður, Norðflörður- Eskifjörður og Reyðarfjörður- FáskrúðsQörður. Mældar voru þykktir og halli jarðlaga á þessum stöðum og helstu einkenni basalt- laga voru skoðuð. Auk þessara staða voru skoðaðar aðstæður við jarðgangagerð á nokkrum fleiri stöðum án þess að jarðlög væru skoðuð. Það var undir Fjarðarheiði, Mjóifjörður-Eyvindarárdalur eða Slenjudalur upp á Fagradal til Hér- aðs, Skógdalur í Reyðarfírði-Norð- urdalur í Breiðdal, FáskrúðsQörð- ur-StöðvarQörður og Stöðvarfjörð- ur-Breiðdalsvík. Niðurstöður þess- ara rannsókna voru birtar í skýrslu sem Vegagerðin sendi frá sér haust- ið 1984, skýrslunni fylgdu teikning- ar af þessum svæðum sem sýndu hinar ýmsu leiðir þar sem mögulegt er að leggja jarðgöng og jarðlaga- snið við og í hugsanlegum jarð- göngum. Það kemur fram í niður- stöðu þessarar skýrslu að mögulegt er að gera jarðgöng á flestum þeim stöðum sem skoðaðir voru, með til- liti til jarðfræðilegra aðstæðna. „Við kostnaðaráætlun voru engin áreiðanleg gögn til sem unnt var að byggja á og verður varla fyrr en reynslutölur koma frá jarð- gangagerð hér á landi eins og við Blöndu og Ólafsfjarðarmúla því í stórum dráttum eru jarðfræðilegar aðstæður á þessum leiðum svipaðar og í Ólafsfjarðarmúla," segir í nið- urstöðu skýrslunnar. Haustið 1986 skipaði svo Matthías Bjarnason þáverandi samgönguráðherra nefnd til að gera langtímaáætlun um jarð- göng á íslandi. Þessi nefnd átti meðal annars að leggja mat á röðun verkefna og setja upp áætlun sem gæti fallið að langtímaáætlun í vegagerð. Áætlunin skyldi hefjast með jarðgöngum í Ólafsfjarðarmúla sem þegar í upphafí voru tekin með í langtímaáætlun í vegagerð. Það var niðurstaða þessarar nefndar að allmörg byggðarlög verði ekki tengd við vegakerfí landsins, og eða við nærliggjandi byggðarlög nema með jarðgöngum. Nefndin lagði ennfremur til að röðunin skyldi vera sú að á eftir Ólafsfjarðarmúla kæmi Botnsheiði og Breiðadalsheiði á Vestfjörðum og síðan Fjarðarheiði og Oddskarð á Austurlandi. Aðrir fjallvegir sem nefndin skoðaði komu að hennar mati fyrst til greina með jarðgöng eða önnur álíka mannvirki þegar ofangreindum samgöngu- tálmunum hefði verið rutt úr vegi. Þessi nefnd setti fram nokkrar hug- myndir um leiðir til fjármögnunar, meðal þeirra voru fjárveitingar af vegaáætiun, sérstakur skattur vegna jarðgangagerðar og gjald- taka af vegfarendum um jarðgöng. Nefndin taldi að lántökur væru eðli- legar að því marki að tekjur af veggjaldi gætu endurgreitt þær. Einnig benti nefndin á að undirbún- ingstími við jarðgangagerð væri langur og því nauðsynlegt að ákvarðanir væru teknar með góðum fyrirvara og fjármagn útvegað til rannsókna og annars undirbúnings- starfs. - Garðar Rúnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.