Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988 I ÞINGHLÉI STEFÁIM FRIÐBJARNARSON Niðurfærslan 1959 Eftirköst fyrstu vinstri stjórnar lýöveldisins son. Rauði þráðurinn i skýrslu ráðg'efandi nefndar um efna- hagsmál til ríkisstjórnarinnar er af tvennum toga. Annars- vegar svokölluð niðurfærsla kaupgjalds og verðlags. Hins- vegar að rifa segl í ríkisbú- skapnum: draga verulega úr rikisumsvifum og rikisútgjöld- um. Tilgangurinn sýnist sá að halda þjóðareyðslu innan ramma þjóðartekna, stemma stígu við verðbólgu, viðskipta- halla og erlendri skuldasöfnun, og skapa undirstöðugreinum í þjóðarbúskapnum starfsskil- yrði. Ef til vill má skilgreina skýrslu ráðgjafamefndarinnar svo að hún leggi vissa áherzlu á niðurfærsluleið, en geri sér jafnframt grein fyrir vankönt- um hennar. Þetta má lesa út úr varlegu orðalagi skýrslunn- ar. Nefndin er hinsvegar bein- skeyttari í tillögum sinum um sparnað í rikisbúskapnum og eiginfjármyndun í atvinnu- rekstri. Minnihlutastjóra F.mils Jóns- sonar fór niðurfærsluleið i verðbólguvanda ársins 1959. Hér verður ekki að ráði fjallað um efnisatriði né framkvæmd niðurfærslunnar þá. Hinsvegar verður litillega rakinn pólitisk- ur aðdragandi hennar. Rikis- stjórn Emils Jónssonar var und- anfari viðreisnarstj órnarinnar, sem sat að völdum i tæp tólf ár, 1959-1971. I Hver var pólitískur aðdragandi verðbólguvama ársins 1959, nið- urfærslunnar svokölluðu, sem minnihiutastjóm Alþýðuflokksins stóð að? Kosningaárið 1956 efndu Al- þýðuflokkur ogFramsóknarflokk- ur til svokallaðs „hræðslubanda- lags“. Flokkamir buðu ekki fram hver gegn öðrum í ýmsum kjör- dæmum, en kjördæmin vóru fleiri og smærri þá en nú. Framsóknar- menn studdu frambjóðendur Al- þýðuflokks í 11 kjördæmum (en buðu þar ekki fram sjálfír). Jafn- aðarmenn studdu frambjóðendur Framsóknarflokks í 17 iq'ördæm- um (en stóðu þar ekki að framboð- um sjálfir). „Hræðslubandalagið" stefndi að þingmeirihluta en fékk ekki. Þrátt fyrir yfirlýsingar Haraldar Guðmundssonar, þá formanns Alþýðuflokksins, fyrir kosning- amar, þess efnis, að ekki yrði gengið til stjómarmyndunar með Alþýðubandalagi að kosningum loknum, varð þó raunin sú. Að kosningum loknum myndaði Her- mann Jónasson, formaður Fram- sóknarflokksins, ríkisstjóm flokks síns, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags, fyrstu vinstri stjóra- ina á lýðveldistímanum. „Ég átti kost á því að vera með í þessari ríkisstjóm en afþakkaði það,“ segir Emil Jónsson, síðar formaður Alþýðuflokksins, í minningaþáttum sínum. Árferði var gott þau tvö og hálft ár sem þessi ríkisstjóm sat að völdum: uppsveifla í sjávarút- vegi og viðskiptakjör við um- heiminn hagstaeð. Verðbólga óx hinsvegar með ólíkindum. Víxlhækkanir verðlags og launa stuðluðu að mikilli dýrtíð. Efna- hagsvandi hlóðst upp, m.a. rekstr- arvandi atvinnugreina. Þar kom að verðbólgan knúði Hermann Jónasson, forsætisráð- herra, til að leita „ásjár" þings Alþýðusambands íslands síðla árs 1958. Hann sótti heim þing ASÍ og bar fram beiðni um frestun á greiðslu visutöluhækkunar á laun í landinu meðan ríkisstjómin væri að ganga frá endanlegum tillög- um sínum um lausn á efnahags- vandanum. Alþýðusambandið synjaði beiðninni. Hermann Jón- asson baðst þá lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Þessi fyrsta vinstri stjóm lýð- veldisins, ávöxtur hræðslubanda- lagsins svokallaða, sem kallaði sjálfa sig „stjóm hinna vinnandi stétta", var í raun kistulögð á þinp Alþýðusambands íslands. Það er athyglisverð sagnfræðileg staðreynd. n Ólafur Thors reyndi fyrstur stjómarmyndun eftir uppgjöf vinstri stjómarinnar um áramótin 1958/59. Síðan Emil Jónsson, Alþýðuflokki. Ekki tókst að mynda meirihlutastjóm. Niður- staðan varð minnihlutastjóm Al- þýðuflokks, sem Sjálfstæðisflokk- ur varði vantrausti. Meginverk- efni stjómarinnar vóm tvö. I fyrsta lagi að breyta ranglátri kjördæmaskipan. í annan stað að gera ráðstafanir til að stöðva vöxt dýrtíðarinnar. Stjómin valdi niðurfærsluleið, sem ekki hefur verið farin síðan, en er viðrað í áliti ráðgafamefnd- ar ríkisstjómarinnar á dögunum, eins og fyrr segir. Laun og verð- lag vóru sum sé færð niður með stjómvaldsaðgerðum. Emil Jóns- son segir þar um í æviminningum sínum: „Með þessum aðgerðum tókst að halda þróun verðlagsmála, bæði framfærslukostnaði og kaupgjaidi, stöðugu alit árið 1959 — og raunar nokkuð fram á árið 1960. Vísitala framfærslukostn- aðar hækkaði ekki um eitt einasta stig í eitt ár, frá marz 1959 til marz 1960. Þannig var víxlhækk- un verðlags og launa algerlega stöðvuð árið 1959 — um sinn.“ Árið 1959 laut þjóðarbúskapur okkar miðstýringu í verulega ríkari mæli en nú er. Höftin héldu enn velli. Öll atvinnustarfsemi var meira og minna í stjómvalds- strengjum. Þessvegna var „auð- veldara" þá (en nú yrði) að beita niðurfærslu. Meira máli skiptir máske, þegar horft er til efnahagsaðgerða árs- ins 1959 og þróunar í þjóðarbú- skapnum næstu misseri og ár, að niðurfærslunni var fylgt eftir með nýjum efnahagsaðgerðum við- reisnarstjómar (1959-71). Sú langlífa og happasæla ríkisstjóm færði þjóðarbúskapinn langa vegu í frjálsræðisátt. Viðreisnarstjóminni tókst allvel að hemja verðbólguna, þó hún væri að vísu nokkra meiri hér en í grannríkjum. Verðbólga var inn- an við 10% að meðaltali á ári - og stundum vel innan þeirra marka — öll viðreisnarárin, tæp tólf talsins. Það var ekki fyrr en með nýrri vinstri stjóm, 1971-74, að verðbólgan tók umtalsverðan vaxtarkipp, sem raunar hefur íþyngt atvinnulífi og efnahags- búskap okkar allar götur síðan. m Það er í sjálfu sér ekki óeðiilegt að nú sé hugað að niðurfærslu, þar eð aðrar leiðir úr vandanum: uppfærsla (gengislækkun) og millifærsla (hækkun skatta og færsla ijármuna milli atvinnu- greina), era margreyndar — og með misjöfnum árangri. Fram- kvæmdin yrði hinsvegar erfiðari nú en 1959, m.a. vegna þess að stjómvöld hafa ekki „sömu tök“ á atvinnulífinu, verðlaginu og launaþróuninni og þá. Ekki er hægt að tryggja — við núverandi aðstæður — að „niður- færsla launa“ komi jafnt við alla iaunþega. Hún gæti jafnvel aukið á launamisrétti. Niðurfærsla verð- lags væri og erfíðleikum bundin. Erfítt er að „færa niður" verð innfluttrar vöra, nema helzt með lækkun skattheimtu í vöruverði (tollar/vörugj ald/söluskattur). Semja mætti að vísu um lækkun verzlunarálagningar, en þolir stijálbýlisverzlun, svo dæmi sé tekið, minni álagningu? Og hvað um áhrif erlendra skulda á orku- verð í landinu? Á hinn bóginn er og vprt að hafa í huga að aðrar hugsanlegar „lausnir" á vandanum hafa einnig sína galia, suma ósmáa. Það er enginn sársaukalaus kostur fyrir hendi. Mergurinn málsins er máske sá að standa saman um þá leið sem valin verður. Samátak skiptir máske meira máli en lækn- isaðferðin sjáif. Það er áreiðanlega rétt sem Morgunblaðið hefur eftir Þorsteini Pálssyni, forsætisráðherra, síðast- liðinn miðvikudag, að „niður- færsluleið sé þess eðlis að um hana þurfi þjóðarsátt til þess að hún heppnist". Af þeim sökum hefur þingflokkur sjálfstæðis- manna bundið stuðning sinn við aðgerðina i samráði við aðila vinnumarkaðarins. í efnahagsstöðunni sýnasttveir kostir fyrir hendi — og hvoragur góður niðurfærsla eða gengis- lækkun með einhveijum hliðar- ráðstöfunum. Báðar leiðir fela í sér einhverja kjaraskerðingu sem og samdrátt (spamað) í ríkis- og þjóðarbúskapnum. Hafni aðilar vinnumarkaðarins, til dæmis Al- þýðusambandið, alfarið niður- færslunni, er það þá ekki „krefj- ast“ gengislækkunar ef grannt er gáð? Annað er vandséð. Sá hefur kvölina sem á völina. Hvar er allt draslið? Undan skiln- ingstrjenu Egill Egilsson Undirritaður staddur í norð- lenskum sveitum, lítur þær loks eftir langan dag. Suðumesjabúi þar staddur snýr sér að mér: „Það sem ég sakna mest hjá þeim er allt draslið. Hvað gera þeir eiginlega við allt draslið," spyr vinnuþræliinn úr Hraununum. „Henda því,“ svara ég. „Hvar,“ spyr hann. „Fyrir sunnan," segi ég. Maðurinn ók leiðar sinnar. Sjálf- ur sat ég eftir með þá skrýtnu kennd að vita ekki hvort mér eða honum hafi verið alvara. Hélt svo áfi-am að alhæfa út frá alvöruhlið þessa máJs: Getur verið að f þessu landi búi tvær þjóðir, önnur sé nægjusöm, hirðusöm, tekjulág, vinni ekki meira en góðu hófi gegnir, nýti það sem gengnar kynslóðir hafi lagt henni í hendur, mótist af ábúð sinni á landinu, f stað þess að móta landið af vild sinni. Hin sé eiðarlaus, óeirin, vinnu- söm, tekjuhá, slitin úr tengslum við upprana sinn efnislega, móti landið að vild sinni sem sannir herr- ar jarðarinnar og umgangist hana eins og þeir eigi alls kostar við hana. Ég læt téð samtal skýra út hvar þessar tvær þjóðir búa á landinu. Eg þarf tæplega að taka fram að ég er ranninn upp á þeim hluta landsins sem fer betur út úr þessum samanburði. Þangað geta þeir sótt skýringar sem hafa ekki áhuga á hinu málefnalega. Ég hefi oft fylgt útlendingum með giöggt gests auga um þetta land, og það hefir styrkt gran minn í þessa vera. í þeim hlutum lands- ins þar sem efnahagsundrið birtist í öllu sínu veldi í líki jarðýtunnar en síðar traktorsgröfunn ar, er því „rutt umhugsunarlítið til hliðar sem fyrir er, en ekki hirt um að ganga frá á eftir svo að sæmandi sé. í öðrum pörtum hefur allt farið hægar fram, og land ekki sært meir en svo að sár grói jafnóðum, en vanti þar á, hjálpa umhyggju- samar hendur tfl. í'fullu samræmi við það sé svo umhyggjan fyrir því sem menn leggja frá sér. Sé haldið enn lengra, er niður- staðan að því er virðist þversögn. í þeim hlutum þessa lands þar sem efnahagur hefur staðið með meiri blóma, er eins og ekki hafi verið til fé til þess að hirða um um- hverfi sitt. í hinum hlutunum, þar sem kann á tíðum að hafa jaðrað við atvinnuleysi hafa menn ráð á því. Þversögnin er auðvitað engin þversögn. Því að auðvitað snýst málið ekki eingöngu um það hvort til sé fé. Heldur má þekkja innri gerð mannanna af því hvemig þeir gera hið ytra umhverfi sitt. Ég er ekki að gera einn að söku- dólg umfram annan, heldur er um að ræða eiginleika einstaklinga jafnt og samtaka þeirra. Og þar- með hefst málið upp á það stig að geta kallast menningarlegt atriði. Og fær á sig þunga alvörunnar þess vegna. Þó get ég ekki látið lfða að benda á nokkra aðila málsins sem ég tel bera meiri ábyrgð en aðra. En það eru stjómir bæjarfélaga hinna of- vöxnu byggða Suðvesturhomsins. Að þeim iítur mikil mannvirkja- gerð, og það sem mest ber á er gerð gatna og umferðarmann- virkja. Sjálft eftirlætisbamið, ris- inn, afmælisbamið, steinbamið, Reykjavík. Marglofuð fyrir fegurð. Hvað- blasir við okkur nú tveimur áram síðar, þegar glýja afmælisins er farin úr augum okkar? Það er góðra gjaida vert að reisa Viðey úr rústum. Enn frekar er góðra gjalda vert að koma frá sér skólpi borgarinnar þannig að það liggi ekki við fætur okkar. En eins er á vant: Það er engin afsökun til fyrir því, eins og fjárhag borgar- innar er háttað, að ekki sé gengið að fullu frá öllum mannvirkjum. Og frágangur er ekki sómasamleg- ur, fyrr en grædd hafa verið þau sár sem framkvæmdimar valda. Ég nefni til dæmi: Um veralegan hluta borgarinnar er gerð gatna ekki lokið. Telja má upp langarunu stórra og fjölfarinna gatna. Ég ek gjaman leiðina Skúlagötu Sætún Kleppsveg. Áratug eftir áratug er ófrágengið við þessar götur. Svo að hvergi sér heillega mynd gróins boigarlandslags. Nái einhver sár að gróa, er lagt í nýjar fram- kvæmdir, sem ýfa þau upp að nýju. Um alla borg eru steyptir gagn- stéttarkantar, eyjar, gatnamót, en allt skilið eftir ógrætt. „Ðer er ikk noget græs paa Is- land,“ sagði Dani nokkur við mig. Skyidi þetta vera ástæðan. Farið til Akureyrar. Sjáið hvem- ig gengið er frá öllu. Lærið af þvL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.