Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988 Morgunblaðið/Þorkell Vigdís kaupir sér stígvél í kaupfélaginu á Hvammstanga. Kristín Sigurbjörnsdóttir sem sér um hárgreiðslu og fatnað forsetans fylg- ist með. Ungir Húnvetningar og forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Heimsókn forseta í Húnavatnssýslu: Fjölmeimi fagnar forseta Frá Urði Gunnarsdóttur blaðamanni Morgunblaðsins á Blönduósi. FORSETI íslands, Vigdís Finn- nógan mat, og gáfust upp á biðinni. bogadóttir, hefur hvarvetna hlotið höfðinglegar móttökur á ferð sinni um Húnavatnssýslur. Hefur um og yfir helmingur íbúa þeirra hreppa sem hún hefur heimsótt fagnað forseta sínum og frænku, því Vigdis á margt skyldfólk i Vestur-Húnavatnssýslu. Sumir hafa flutt ávörp i tilefni komu hennar og aðrir sungið, t.d. karla- kórinn Lóuþrælar er söng á Laug- arbakka á fimmtudag. Séra Ro- bert Jack sagði m.a. i ávarpi í Víðihlíð í Víðidalstungu i gær að Vigdis væri jámfrú“ okkar ís- lendinga, slikur væri dugnaður hennar. „Hún er glæsileg, hún Vigdís, og nú er hún hjá okkur, drottning íslands." Dagskrá heimsóknarinnar hófst kl. 8.30 í gærmorgun er Vigdís gróð- ursetti tré við bamaskóla á Hvamm- stanga. Var fjöldi manna samankom- inn til þess að sjá forsetann svo snemma dags. Síðan var haldið í skoðunarferð um Hvammstanga og komið við í kaupfélaginu þar sem Vigdís festi kaup á stígvélum. Sagð- ist hún þurfa að vera vel skóuð er hún brygði sér út úr bflnum og skoð- aði sig um á Vatnsnesi. Nokkrir ungir Hvammstangabúar fylgdust spenntir með stígvélakaupum forset- ans og sýndu henni stoitir sín eigin stígvél sem voru sömu tegundar. Einnig var skoðuð kirkjan í Kirkju- hvammi sem er gömul trékirkja sem nú hefur verið friðlýst. Lengur en elstu menn muna hefur það verið hefð að festa útfararkransa upp á veggi kirkjunnar og er ekki vitað til þes_s að það sé gert annars staðar. Áfram var ekið út á Vatnsnes. Er bflalestin keyrði framhjá prests- setrinu á tjörn stóð séra Robert Jack við hliðið og tók ofan fyrir forseta er hún ók hjá. Leiðin lá aið klettinum Hvítserk sem sagnir herma að sé steinrunnið nátttröll er ætlaði að grýta Þingeyrarklaustur. Þaðan var haldið að Vestur- Hópsskóla þar sem Agnar Levy, odd- viti í Þverárhreppi, tók á móti gest- um. Þar var kaffisamsæti fyrir Ibúa hreppsins. Sagði hreppstjóri að þetta væri í fyrsta sinn sem svo háttsettur gestur kæmi í heimsókn. Vigdís sagðist gera sér æ betur grein fyrir hvflík sérréttindi það væru að fá að hitta fólkið sem byggði landið, „ég er þeirra erinda að hitta ykkur og heyra hvað ykkur líður“. Þá gróðursetti forseti tré við skól- ann og um hádegisbil var haldið upp á Borgarvirki. Virkið var hlaðið á söguöld og munnmælasögur segja að í virkinu hafi eitt sinn varist maður sem eftir langa umsát kastaði síðasta matarbitanum út úr virkinu. Er andstæðingar hans sáu það töldu þeir að ekki myndi vera hægt að svelta hann inni, þar sem hann ætti Úr virkinu er víðsýnt og fallegt út- sýni þó þoka hafi hulið Vatnsnes- íjöllin fyrir forsetanum. Á leiðinni úr virkinu að Víðihlíð var stöðvað nokkrum sinnum, meðal annars til að tína krækiber sem freistuðu for- setans. Einnig var komið við í Kolug- ijúfrum í Víðidalsá og farið að Breiðabólsstað þar sem skoðað var minnismerki um fyrstu prentsmiðju landsins. í Víðihlíð þáði forseti kaffiboð hreppsnefndar Þorkelshólshrepps. Hreppstjórinn, Ólafur Óskarsson, færði Vigdísi að gjöf níu árganga af ársritinu Húna sem ungmennafé- lag sveitarinnar gefur út. Víðhlíð var síðasti viðkomustaður forseta í Vestur-Húnavatnssýslu. Þaðan hélt hún að sýslumörkum Austur-Húnavatnssýslu við Gljúfurá þar sem sýslunefnd tók á móti henni. I gærkvöldi var svo ekið til Skaga- strandar þar sem gestimir skoðuðu bæinn og þáðu kaffiveitingar. Forseti og fylgdarlið koma í Borgarvirki. Verktakastarfsemi á Keflavíkurflugvelli: Utanríkisráðherra segir engra breytinga að vænta á næstunni Hreinn hagnaður íslenskra aðalverktaka 518 milljónir króna á síðasta ári ÍSLENSKIR aðalverktakar högnuðust um 551 milljón króna á vinnu fyrir varnarUðið og á síðasta ári og nutu 356 milljóna króna vaxtatekna. Tekju- og eignaskattar eru áætlaðir 321 milljón króna. Eigið fé var metið á 2.813 milljónir króna um síðustu áramót og eru tæpar 800 miUjónir af þeirri upphæð óskattlagðar. Þetta kom fram á fundi Steingríms Hermanssonar utanríkisráðherra með frétta- mönnum þegar hann kynnti skýrslu um verktakastarfsemi á Keflavíkurflugvelli. Utanríkisráðherra tilnefnir á hveiju ári aðalverktaka til að ann- ast allar nýframkvæmdir fyrir vam- arliðið. Frá stofnun íslenskra aðal- verktaka árið 1957 hafa þessi verk- efni ávalt verið falin þeim. Á þessu ári hafa aðalverktakar samið við vamarliðið um framkvæmdir að ijárhæð um 2,7 milljarðar króna, nokkm lægri upphæð en í fyrra. Steingrímur kveðst enga ákvörð- un hafa tekið um breytingar á skipulagi verktakastarfseminnar. Segir hann að núverandi kerfi hafi veigamikla kosti og þurfi að fara varlega í allar breytingar. „Þetta Landakotsspítali: Samstarfsnefnd- in er fullskipuð GUÐMUNDUR Bjarnason heil- brigðisráðherra hefur skipað Pét- ur Jónsson, forstöðumann stjórn- unardeildar Ríkisspítalanna formann þriggja manna sam- starfsnefndar um fjármál Landa- kotsspítala. Fjármálaráðuneytið hefur skipað Rúnar Bj. Jóhanns- son rekstrarhagfræðing í nefnd- ina en fulltrúi Landakotsspítala er Logi Guðbrandsson fram- kvæmdastjóri spitalans. Nefndin hefur ekki ráðið sér starfsmann eins og heimild er fyrir. Guðmundur Bjamason sagði við Morgunblaðið að hann hefði skipað Pétur Jónsson vegna þess að hann hefði talið mikilvægt að maður, sem væri vel kunnugur starfsemi sjúkra- húsa, leiddi þetta starf. „Þar sem framkvæmdastjóri Landakots situr í nefndinni af hálfu sjúkrahússins, er auðvitað mjög mik- ilvægt að nokkurs jafnræðis sé gætt og af okkar hálfu sitji í nefndinni menn sem þekkja þetta kerfi mjög vel,“ sagði Guðmundur Bjamason. Samstarfsnefndinni er ætlað að framkvæma þau atriði samkomulags ráðherra heilbrigðis- og fjármála sem þeir urðu sammála um til lausn- ar rekstrarvanda Landakotsspítala. Nefndin á að starfa til marsloka 1990. hleypur ekkert frá okkur. Samning- ar eru bundir til margra ára, jafn- vel þijú ár fram í tíman þannig að engar breytingar verða alveg á næstunni," sagði utanríkisráðherra. Skýrslan er afrakstur af vinnu starfshóps sem Steingrímur skipaði á síðasta ári. Hópurinn fékk það verkefni að lýsa starfsemi verktaka í þágu vamarliðsins og safna saman tillögum og hugmyndum um breyt- ingar. Benedikt Gröndal sendiherra, Helga Jónsdóttir aðstoðarmaður utanríkisráðhera og Sigurður Þórð- arson vararíkisendurskoðandi skip- uðu hópinn. Að jafnaði starfa um 700 manns hjá íslenskum aðalverktökum. Fyr- irtækið er sameignarfélag í eigu Regins, sem er í meirihlutaeigu Sambands íslenskra samvinnufé- laga, Sameinaðra verktaka og ríkis- ins. Sameinaðir verktakar, sem er í 150 aðila, eiga helming hlutafjár en ríkið og Regin fjórðung hvor. í fyrra var greiddur arður af hlutafénu eftir nokkurt hlé, um 100 milljónir fyrir árið 1987 og 400 milljónir vegna uppsafnaðs arðs frá þremur fyrri árum að sögn Steingríms. Nefndin bendir á fimm leiðir til breytinga á verktakastarfseminni, en tekur enga afstöðu að öðru leyti. í hveiju tilviki eru tíundaðir kostir og lestir hugmyndarinnar. ■Tillaga verktakasambands ís- lands er að allar framkvæmdir á vegum varnarliðsins verði boðnar út til íslenskra fyrirtækja. Samhliða hví vrði sett á stofn ..InnkauDa- stofnun varnarliðsframkvæmda" sem sæji um meginhluta samskipta vamarliðsins og undirverktaka. Þessi leið er talin hafa mikla ókosti, þar á meðal að Bandaríkjamenn eða Atlantshafsbandalagið samþykki trauðla slíka Innkaupastofnun sem fengi í hendur „milliliðagróða". Einnig raskaðist atvinnuöryggi á Suðumesjum. ■ í öðru lagi kæmi greina að leggja Islenska aðalverktaka s.f. niður og stofna hlutafélag með sama nafni. Fyrirtækið tæki við mannvirkjum aðalverktaka innan varnarsvæðis- ins, tækjum, bifreiðum og birgðum. Núverandi eigendur fengu greiddar út eignir utan vallar og fengu minni hlutdeild í hinu nýja fyrirtæki. Erf- itt er talið að meta eignimar til raunvirðis, áhrif utanríkisráðherra minnkuðu og einokun fyrirtækisins yrði engu minni. ■Utanríkisráðherra kvaðst á þessu stigi hrifnastur af þriðja kostinum sem er að gera fyrirtækið að al- menningshlutafélagi. Ríkið seldi t.d. 3% hlutabréfa sinna til sveitar- félaga á athafnasvæðum vamar- liðsins. Peningaeign aðalverktaka og eignum utan vamarsvæðis yrði skipt til eigenda og 20-40% hluta- bréfa boðin á fijálsum markaði. ■Síðustu tveir kostimir miða að því að veita aðalverktökum meira aðhald. Annars vegar með því að fyrirtækið feli undirverktökum stærri hluta verkefnanna, hins veg- ar að ríkið veiti fyrirtækinu meira aðhald. Hópurinn finnur þó engar greiðfæra leið til þess að ná slíkum markmiðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.