Morgunblaðið - 27.08.1988, Side 56

Morgunblaðið - 27.08.1988, Side 56
EIGNA 1 MIÐUJMN 27711 _ > J N C H 0 L T S S I H H T \ 3 Swrif Kristin&síifi, söustjón - Þorteilur Guðrnundsson, sókm. Þóróiiur HaWórsson, IwA,- Uitnstsinn Beck M., simi 12320 HRtSSANDI. FRISKA BRtIGÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Bráðabirgðalög um efnahagsaðgerðir: Skilyrði fyrir 10-12% vaxta- lækkun um mánaðamótin RÍKISSTJÓRNIN ákvað í gær- dag að setja bráðabirgðalög sem fresta til loka september launa- hækkunum og hækkun búvöru- verðs sem annars hefðu orðið 1. september. Jafnframt var ákveð- in almenn verðstöðvun frá 27. ágúst til 30. september og verður miðað við verð í verðkönnun Verðlagsstofnunar um miðjan ágúst. Þá var Seðlabankanum falið að hefja viðræður við banka og sparisjóði um 10-12% lækkun vaxta, sem talin er eðlileg með hliðsjón af lækkun verðbólgu. Leiði þær viðræður ekki til vaxtalækkunar hefur ríkisstjórn- in veitt Seðlabankanum opna heimild til að Iækka vextina ein- hliða. Eftir ríkisstjórnarfund í gær- kvöldi, þar sem gengið var frá bráðabirgðalögunum, sagði Þor- steinn Pálsson forsætisráðherra við Morgunblaðið að ríkisstjómin væri sammála um það að kanna og reyna niðurfærsluleiðina til þrautar og viðhafa þau vinnubrögð að hafa samráð við Alþýðusambandið. A það yrði látið reyna nú og líta mætti svo á að ákvarðanir ríkis- stjómarinnar í gær væru fyrsta skrefíð að þessu marki. Formenn stjómarflokkanna sátu fund með miðstjóm Alþýðusam- bands íslands í gærmorgun og þar féllst fomsta ASÍ að haida áfram viðræðum um niðurfærsluleið. A fundi miðstjómar Sjálfstæðis- flokksins var samstaða um að reyna skyldi niðurfærsluleiðina til þraut- ar, með þeim formerkjum sem þing- flokkurinn hafði áður sett. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið hvað vaxtaþáttinn varðaði að til að koma í veg fyrir að hin snögga lækkun verðbólgunnar ylli hækkun raunváxta og þyngdi þar með greiðslubyrði heimila og fýrir- tækja væri nauðsynlegt að laga vextina tafarlaust að hinum breyttu verðlagsskilyrðum. Verðlagsstofnun hefur verið falið að fylgja verðstöðvuninni eftir með viðtækum verðkönnunum. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráð- herra sagði við Morgunblaðið að almenningur yrði að styðja við verð- Flogið með bráðabirgða- lögin norður til f orsetans FLUGVÉL Flugmálastjórnar var send með bráðabirgðalögin um efnahagsaðgerðirnar norður í land seint í gærkvöldi. Til að lög- in öðluðust gildi þurfti forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadótt- ir, að skrifa undir þau en forset- inn er sem kunnugt er nú í heim- sókn í Húnavatnssýslum. Strax að loknum fundi ríkis- stjómarinnar fór flugvélin af stað. Hún ienti á Blönduósi, lögunum var komið í hendur forsetans, og síðan flaug vélin aftur til Reykjavíkur. Flugvélin kom til borgarinnar um hálfeittleytið í nótt. lagseftirlitið: „Það eru aðeins 25 manns sem vinna við þetta eftirlit en útsölustaðir skipta þúsundum og því þurfum við á því að halda að öll þjóðin leggi okkur lið, veiti aðhald og komi upplýsingum á framfæri." Þorsteinn Pálsson sagði að stjómin ætlaði sér ekki lengri tíma en mánuð til að undirbúa niður- færsluleið en sumir telja að jafnvel þurfi allt að tvo mánuði til að hnýta lausa enda. Þorsteinn sagði m.a. að ýmislegt kæmi til álita að gera, umfram það sem þegar liggur fyrir í beinum tengslum við launalækk- un. Til greina kæmi lækkun opin- berrar þjónustu umfram það sem launaliður lækkar. Einnig yrði skoð- að hvort breyting á innheimtu sölu- skatts hefði í för með sér lækkun á vaxtakostnaði hjá verslun sem gæti gefíð tilefni til frekari lækkun- Mikil óvissa í loðdýrarækt ENGIN ákvörðun liggur fyrir hjá stjórnvöldum um hvað gert verð- ur viðvíkjandi þeim vanda sem er tíl staðar i loðdýrarækt. Svein- bjöm Eyjólfsson, deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, sagði á aðalfundi Sambands islenskra loðdýraræktenda, sem lauk í gær, að ef ekki yrði gripið til varanlegra úrlausna fljótlega væri rekstrargrundvöllur brost- inn bæði hjá loðdýrabændum sjálfum og fóðurstöðvunum. Þeim lausnum, sem gripið hefur verið til að undanförnu, var ætl- að að duga fram í desember. Sveinbjörn sagði að allar þær lausnir sem leitað hafi verið að hingað til væru bráðabirgðalausnir sem væru til þess eins fallnar að halda lífinu í framleiðslunni á þessu ári. Hann sagði að miklar upplýs- ingar væru fyrirliggjandi, sem hægt væri að byggja á bæði varðandi fjárhagslega stöðu einstakra bænda og fóðurstöðvanna, en takmarkaður áhugi virtist vera fyrir hendi, t.d. hjá fjármálaráðuneytinu og Byggðastofnun, til að nýta þær upplýsingar. Jón Ragnar Bjömsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra loðdýraræktenda, sagði aðspurður að ef þetta væri rétt, þá væri fullvíst að refarækt í landinu myndi hrynja og það síðan leiða til hækkandi fóð- urverðs, sem fyrirsjáanlega myndi ríða minkaræktinni að fullu. Með keflin á lofti Morgunblaðið/Bjami Yfir hundrað Kvennalistakonur gengu á fund forsætisráðherra, Þorsteins Pálssonar, siðdegis í gær og lásu fyrir hann bréf þar sem þess var farið á leit að hann skipaði nefnd kvenna til ráðgjafar ríkisstjórn- inni í efnahagsmálum. Konurnar höfðu kökukefli á lofti og héldu á lökum og bleyjum með áletruðum heilræðum. Ekki annað að gera en að stökkva frá borði og leggjast til sunds - segir Daníel Sigurðsson sem synti til lands er bátur hans sökk í Hornafjarðarósi „ÉG FÉKK á mig hnút sem skall á bátnum sljórnborðsmeg- in að aftan og síðan fylgdu tvær holskeflur í kjölfarið. Við það fór báturinn á hliðina og náði sér ekki upp enda voru í honum 1.300 kíló af fiski.“ Þannig sagðist Daníel Sigurðssyni frá aðdraganda þess að 5 tonna bátur hans, Hafmey SF 100, fékk á sig brotsjó og sökk í Hornafjarðarósi laust eftir miðnætti aðfaranótt föstudags- ins. Daníel vann það afrek að ná landi á Austurtangafjöru eftir að hafa synt í 20-30 mínút- ur í köldum sjónum. Daníel er liðlega fertugur véltæknifræð- ingur og vélskólakennari úr Reykjavík, sem í sumar hefur verið við handfæraveiðar frá Hornafirði. „Þetta gerðist allt frekar snöggt og þegar ég gerði mér grein fyrir að hann næði sér ekki upp aftur var ég með hugann við að koma mér út,“ sagði Daníel. „Það gekk ekki alltof greiðlega, það var orðið koldimmt í bátnum og það tók tíma að finna dymar og ná hurðinni upp. Síðan lá leið- in upp á þak á bátnum þar sem ég reyndi að ná björgunarbátnum. Ég náði ekki að losa ólina enda hafði ég nauman tíma og ákvað að losa mig úr gúmmígalla og stígvélum, var hræddur um að það drægi mig niður. Báturinn stóð lóðrétt upp á endann og ég hélt mér í handrið framan á stefninu. Síðan var ekki annað að gera en að stökkva frá borði og leggjast til sunds. Ég tók stefnuna á Aust- urfjörutanga og hugsa að ég hafi verið á sundi í 20-30 mínútur, én mér fannst það vera heil eilífð. Þegar ég nálgaðist land sá ég að ég mundi ekki ná í gegn þar sem ég kom að, það var svo mikið brim. Þá varð mér hugsað til þess að Guðlaugur Friðþjófsson, Vest- manneyingur, hafði notað síðustu kraftana tii að leita að heppilegum lendingarstað áður en hann reyndi landtöku. Það varð mér sjálfsagt til bjargar. Ég var allur farinn að stirðna og orðið fálmkennt hjá mér sundið en það munaði tals- verðu að ég komst innar í ósinn Daníel Sigurðsson þar sem var minna brim og öldu- rót þannig að ég stóð af mér út- fallið og það gaf mér kraft að fínna fast land undir fótum. Ég reyndi ekki að ganga af stað á sokkaleistunum, það eru 20-30 kílómetrar í Stokksnes, en ákvað að bíða eftir að bátar kæmu út í dagskímunni. Á meðan hljóp ég um á nærbolnum og blautum bux- unum, og barði mér til hita. Það hvarflaði sem betur fer ekki að mér að reyna að sofna. Ég sá þijá báta fara hjá án þess að verða mín varir en þegar sá fjórði kom var ég búinn að finna spýtu með endurskinsmálningu og Eiríkur á Fáfni sá endurskinið, kom og náði í mig.“ „Jú, ég var orðinn ansi þrekað- ur en ég ólst upp á Hallormsstað og þegar heitast var á sumrin lét maður sig hafa það að fá sér sprett í Lagarfljóti. Það var ansi kalt og ég er ekki frá því að ég búi að því ennþá." Bátnum skolaði á land í gær og er talsvert brotinn á stjóm- borðssíðunni, drifið farið undan að aftan, rúður brotnar. „Þetta var úrvalsbátur og mér hafði gengið vel á honum, fengið 20 tonn frá því í júlí. Það þykir gott í þessari tíð sem verið hefur. Ég hafði traust á bátnum og þótti vænt um hann, en ég held að enginn bátur hefði staðist þessi ósköp, maður getur ekki ímyndað sér það nema reyna sjálfur," sagði Daníel Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.