Morgunblaðið - 27.08.1988, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 27.08.1988, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988 41 Einkenni- leg máls- meðferð hjá Byggða- stofnun — segirBjörn Hafþór Guð- mundsson form- aður SSA Seyðisfirði. „BYRJUNIN á þessari rannsókn Bjðrns Jóhanns Björnssonar vegna jarðgangagerða á Austur- landi er samþykkt Sambands sveitarfélaga á Austurlandi á aðalfundi þess á Fáskrúðsfirði í fyrra. Þar var samþykkt að sam- göngunefnd SSA beitti sér fyrir þvi að láta gera úttekt á mikil- vægi bættra samgangna fyrir byggðaþróun á Austurlandi í samráði við Byggðastofnun og Vegagerðina," segir Björn Haf- þór Guðmundsson formaður Sambands sveitarfélaga á Aust- urlandi. í samtali við Morgun- blaðið sagði hann ennfremur að megintilgangur þessa verkefnis hefði átt að vera sá að lagt yrði mat á hagkvæmnr og arðsemi mikilla fjárfestinga i jarðganga- gerð. „Það tel ég nauðsynlegt fyrir þjóðarbúið að gert verði,“ sagði Björn Hafþór. Að sögn Bjöms Hafþórs Guð- mundssonar átti að leggja mat á áhrif bættra samgangna á alla þætti mannlegra samskipta, félags- lega og menningarlega. Einnig átti að leggja mat á hvaða áhrif það hefði á atvinnuuppbyggingu byggð- arlaganna. Samhliða þessu átti að gera úttekt á því hvar hagkvæmast væri að gera jarðgöng og leggja vegi. Arðsemi framkvæmdanna sfðan reiknuð út frá þeim forsend- um sem fram kæmu í þessari út- tekt. SSA áætlaði f þetta ákveðna fjárupphæð og síðan var sótt um fjárstyrk frá Byggðastofnun en þeirri beiðni var hafnað. „Okkur þykir þetta afar einkennileg máls- meðferð á erindi okkar, sérstaklega með tilliti til þess að Fjórðungssam- band Vestfirðinga fékk styrk til samskonar verkefnis árið 1986 og það er yfírlýst stefna stjómvalda að Byggðastofnun sé sá aðili sem á að styrkja verkefni sem eru gerð til að viðhalda byggðajafnvægi í landinu," sagði Bjöm Hafþór. Hann sagði að síðan hefði bæjarstjóm Seyðisfjarðar farið þess á leit við stjóm SSA að þeir í sameiningu héldu ráðstefnu um jarðgöng og jarðgangagerð á Austurlandi. Þessi ráðstefna var svo haldin á Seyðis- firði nú í vor. í framhaldi af henni var svo ákveðið að SSA, Seyðis- fjarðarbær og Neskaupstaður færu sameiginlega í þessar rannsóknir sem Bjöm Jóhann Bjömsson jarð- og verkfræðingur hefur verið að vinna við í sumar og era kostaðar af þessum aðilum. Þessar rannsókn- ir eru gerðar í framhaldi af þeim rannsóknum og athugunum sem áður hafa verið framkvæmdar á þessum svæðum. „Seyðfirðingum hefur sennilega þótt málið vera komið í einhverja biðstöðu þegar Byggðastofnun var búin að hafna erindi samgöngunefndar SSA um fjárstyrk," sagði Bjöm Hafþór Guð- mundsson formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. - Garðar Rúnar Kveðjuorð: MarkúsJóns- son, Borgareyrum Fæddur 6. mars 1905 Dáinn 28. júlí 1988 Laugardaginn 6. ágúst 1988 var jarðsunginn frá Stóra-Dals- kirkju Markús Jónsson söðlasmið- ur og bóndi á Borgareyram, Vest- ur-Eyjaijöllum. Síra Halldór Gunnarsson jarðsöng. Sú athöfn var gerð af mikilli snilld og áreið- anlega öllum ógleymanleg, er þar voru viðstaddir, en þar var fjöl- menni. Ég sem þessar línur rita var erlendis er Markús andaðist og gat því ekki komið minningar- grein í dagblað á útfarardegi hans, en var við útförina. Markús var fæddur að Hlíðar- enda í Fljótshlíð 6. mars 1905, sonur hjónanna Bóelar Erlends- dóttur frá Hlíðarenda og Jóns Ingvarssonar frá Neðradal, Vest- ur-Eyjafjöllum. Bæði voru þau hjón komin af sunnlenskum bændaættum. Markús fluttist með foreldram sínum að Borgareyrum árið 1907 svo hann var búinn að eiga þar heima í áttatíu og eitt ár. Ungur nam Markús söðlasmíði og var söðlasmíði lengst af hans aðalstarf, þó jafnframt væri hann bóndi mörg ár. Markús var góður handverksmaður, smiður bæði á tré og jám. Söðlasmíði hans var frábær og voru hnakkar hans þekktir um allt land sökum snilld- arhandbragðs og svo eftirsóttir að ógemingur var fyrir Markús að afgreiða allar þær pantanir er honum bárast, þó var vinnudagur- inn oft langur og mun það oft hafa komið fyrir að hann vekti heilu nætumar til þess að geta orðið við óskum viðskiptavina sinna. Þetta skeði oft fyrir ferm- ingar, því það var mjög algengt að bömum í sveitinni var gefín hnakkur í fermingargjöf. Ég var einn af þeim og man, að ég var dálítið spenntur að vita hvort Markús yrði búinn að smíða hnakkinn fyrir fermingardaginn. Markús var traustur og vildi í engu bregðast því er honum var til trúað. Hnakkurinn kom í tæka tíð, en það frétti ég að Markús hefði þurft að vaka langt fram á nótt til að ljúka verkinu. Þetta vora fyrstu kynni mín af Markúsi og síðan hefur mér alltaf verið hlýtt til hans og svo veit ég að er um marga fleiri er hafa fengið hnakk frá honum í fermingargjöf. Ekki þurfti þeim að leiðast er biðu eftir afgreiðslu hjá Markúsi, hann kunni frá mörgu að segja, var mikill húmoristi og skáldmæltur í besta lagi og unnandi ljóðlistar, enda kunni hann mikið af ljóðum góðskálda og fór með þau fyrir gesti og viðskiptamenn og flutu þá gjaman með ljóð eftir hann sjálfan. Ég átti margar ánægju- stundir með Markúsi, en þó alltof fáar. Það var alltaf gott að koma að Borgareyrum, þar voru hlýjar móttökur og veitt af rausn. Kona Markúsar, Sigríður Magnúsdóttir frá Álfhólahjáleigu í Vestur- Landeyjum, er mikil heiðurskona traust og vel gefín og það er víst að sá er hana átti að lífsförunaut stóð ekki einn í lífsbaráttunni. Þeim hjónum varð tíu barna auðið og eru nú átta þeirra á iífi. Öll eru bömin vel gefín og góðir þjóðfélagsþegnar eins og foreldrar þeirra. Það vita allir að ekki er erfiðislaust að koma upp svo stór- um bamahópi og leysa það vel af hendi, en það gerðu þau hjón Markús og Sigríður, en það segir sig sjálft að ekki hefur alltaf verið úr miklu að spila, en það sáu ekki gestir er til þeirra komu, þeim var alltaf tekið með hlýju viðmóti og veitt af rausn og fóru af fundi þeirra hjóna glaðir, eftir skemmti- legar og uppbyggilegar samræður. Ég má til með að segja svolítið frá viðskiptum mínum við Markús, öðram en hnakkaviðskiptum, þau lýsa manninum nokkuð og hugar- þeli hans til samferðamanna. Markús kom eitt sinn til mín á vinnustað í Reykjavík og spurði mig hvort ég væri að safna ljósum hestfolöldum. Hann hafði þá heyrt að ég hefði keypt ljóst hestfolald í Landeyjum. Hann bauð mér þá annað, sem hann ætti, ég hafði ekki beint áhuga, en hann sagði að það væri gott fyrir mig að eiga tvo ljósa hesta, þá sá ég að þetta gæti verið skemmtilegt og spurði hann hvað folaldið ætti að kosta, en það vildi hann ekki segja, það yrði bara gangverð á folöldum til slátranar, en sagði jafnframt að ég skyldi ekki hafa neinar áhyggj- ur af þessum viðskiptum því hann Kveðjuorð: Jón Danielsson frá Hvallátrum Fæddur 25. mars 1904 Dáinn 20. ágúst 1988 Ég stend'á bryggju við lending- una í Látram um sumarkvöld og horfí löngunaraugum á heimabát- inn sigla út Bæjarsund og fjar- lægjast. Sól er að setjast í vestri og slær roðagulli á lognværan sjó. Jón frændi minn Danielsson stend- ur við stjómvöl, rólegur og athug- ull að vanda. Baksvipur formanns- ins ber vitni staðfestu, öryggi og æðruleysi hins reynda sjómanns. Mynd hans greypist f minni, óaf- máanleg og doftiar ekki þ,ótt bát- urinn sigli á vit hnígandi sólar. Hún gnæfír úr ólgusjó lffsins líkt og klettur með leiftrandi vita, er vísar leið um skeijótt sund. Jón Danielsson fæddist i Hval- látrum á Breiðafirði 25. mars 1904, sonur Daniels Jónssonar frá Hlíð í Þorskafirði og konu hans Maríu Guðmundsdóttur frá Ská- leyjum á Breiðafírði. Daneli var bróðir Ólínu Jónsdóttur konu Ólafs Aðalsteins Bergsveinssonar, bónda og bátasmiðs, í Hvallátrum. María lést 1913, en Daniel eigin- maður hennar tveim áram síðar. Jón var þá ellefu ára gamall og ólst upp éftir það sem fóstursonur föðursystur sinnar og eiginmanns hénnar og vann við búið hjá Ólafi fóstra sínum þar til hann brá búi. Sjálfur hóf Jón sjálfstæðan búskap í Hvallátrum árið 1937, ásamt eig- inkonu sinni, Jóhönnu Sesselju Friðriksdóttur frá Skógamesi í Miklaholtshreppi. Hún var mikil dugnaðar- og sómakona og hafði áður verið gift Aðalsteini Ólafssyni fósturbróður Jóns, en misst hann í sjóinn. Jón gekk bömum þeirra tveim í föðurstað. Sjálf eignuðust þau hjónin saman fímm böm, en tóku auk þess í fóstur eitt af böm- um Valdemars Ólafssonar, fóstur- bróður Jóns, er hann lést um aldur fram frá ómegð. Þótt samhent væra og samstiga í flestu varð líf þeirra Jóns og Jóhönnu enginn dans á rósum. Sorgin sótti þau heim mörgum sinnum en ef til vill þyngst er þau misstu dóttur sína unga af slysföram. Lífsbar- áttan í eyjunum á Breiðafirði gat verið hörð og óvægin, sjórinn gjöf- ull en krafðist fóma. Átökin stæltu, meitluðu og slípuðu skap- gerð eyjamanna. Átta ára gamall kom ég fyrst sumargestur i Hvallátur til Jóns og Jóhönnu. Styijöld fór þá um lönd og álfur með dauða og eyði- leggingu, en í eyjunum fögru í faðmi Breiðafjarðar ríkti líf og friður. Þann frið fann ég þar ætíð sumurin tíu, sem ég dvaldi þar og fínn hann enn þegar hugur minn flýgur á hröðum flótta undan erli og streitu og leitar sumarlanda með öðrum farfuglum í hólmunum heima í Látrum. Jón í Látram bar djúpa virðingu fyrir lífinu, náttúrunni, landinu, hinum daglegu störfum og um- fram allt fyrir sjálfri manneskj- unni. Þessa virðingu hafði hann tekið í arf frá foreldrum sínum og fósturforeldrum. Þessum dýrmæta arfí miðlaði hann ótrauður næstu kynslóð. Hann bjó vel á Látrum og veitti gestum af slíkri rausn og höfðingsskap að orð fór af. Jón var fremur lágvaxinn en virtist aldrei lítill, því höfðingslundin stækkaði hann í augum samferða- manna og skipaði honum ósjálfr- átt í öndvegi. Hann var glaðlyndur en enginn hávaðamaður kvikur í hreyfingum, dugmikill og hlífði sér hvergi. Fyrstur til verka að morgni og síðastur til þess að leggja frá sér amboð að kveldi. Slitnaði nokk- uð snemma og tók að lýjast þótt áhuginn dofnaði aldrei. Jón frændi minn Danielsson hefur nú ýtt úr vör í síðasta sinn. Aftur stend ég á strönd, nú með söknuð í hjarta, og horfí á eftir knerri, sem hverfur þar sem sól hnígur til viðar, en fyrir hugskots- sjónum mínum rís klettur úr hafí og ber leiftrandi vita er vísar leið um sund milli skeija. Jóhannes Bergsveinsson skyldi fóðra folaldið þar til ég gæti tekið það og fyrr þyrfti ég ekki að borga það, sér þætti svo leiðinlegt að láta blessuð folöldin í sláturhúsið. Þessum kjarakaup- um var náttúrlega ekki hægt að neita, síðar frétti ég að folaldið var haft í fjósinu hjá kúnum og hélt til á fóðurganginum. Frétt hef ég að litli ljósi hesturinn hafí feng- ið margan mjólkursopann í fjósinu á Borgareyram, enda ekki einleik- ið hvað hann sótti að Borgareyram alla tíð. Þessi hestur átti eftir að verða gæðingur er veitti mér margar ánægjustundir og flest sumur sem hann lifði fékk hann að ganga í högum á Borgareyrum án endurgjalds. Ég eignaðist síðar annan gæðing frá Markúsi á sömu _ vildarkjörum, en hér er ekki rúm til að segja nánar frá okkar við- skiptum, en þau voru öll á einn veg, ég var þiggjandinn en hann veitandinn. Sjálfsagt hef ég ekki orð til að lýsa Markúsi Jónssyni eins og verðugt væri, en maðurinn var margþættur persónuleiki, skáldmæltur, húmoristi, frábær handverksmaður, söngmaður ágætur og harmonikkuleikari á yngri árum og raunar allt til ell- iára, en þá lék hann á harmonikku og samdi lög sjálfur. Markús var fremur lágur vexti, þéttvaxinn, handtakið þétt og hlýtt og móttök- ur hlýjar er buðu gestinn er að garði bar hjartanlega velkomin. Þó Markús væri önnum kafínn við hnakksmíði gaf hann sér þó tíma til að sinna öðrum hugðarefnum. Hann unni söng og hljómlist og minnist ég þess frá ungdómsárum mínum að §órir félagar tóku uppá því að æfa kvartett. Þetta voru allt góðir söngmenn, sem höfðu yndi af söng, en þessir menn voru Markús, Leifur í Dalseli, Ingi- mundur faðir Jónasar píanóleikara og Guðmundur bróðir minn. Þessir, menn eru nú allir látnir. Þessir félagar æfðu til skiptis hver hjá öðrum. Ég hlakkaði alltaf til þegar æfíng var heima hjá okk- ur mér fannst þeir syngja svo vel og svo var þetta kærkomin til- breyting í tilveruna. Ég þykist vita að þessar æfíngar hafí líka verið upplyfting og nokkur gleðigjafi á heimili Markúsar, hafí yljað konu hans og bamahópnum. Þær hafa líka yljað margar vísumar hans Markúsar og ég má til með að láta eina fljóta hér með, hann skrifaði hana á fermingarkort til drengs, sem hafði misst systur sína stuttu fyrir fermingu. Láttu varma af hýrum hvarm hlýja bjarma skína yfir barm sem býr við harm breiddu arma þína. Það er fagurt í Borgareyram og öllum ógleymanlegt er þangað koma á góðviðrisdögum, sumar- kvöldin era dýrðleg þegar sól roðar Eyjafjöllin. Þessa sýn kunni Markús vel að meta og sjálfsagt hefur hann að einhveiju leyti mótast af þessu fagra umhverfí, sem hann ólst upp í og dvaldi í um svo langan aldur. Mér er ekki granlaust um að Mark- ús hafí hugsað eins og forveri hans á Hlíðarenda forðum. Hér vil ég una æfi minnar daga alla sem Guð mér sendir og þá ósk fékk Markús uppfyllta. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu að kvöldi dags 28. júlí sl. Markús var að störfum á verkstæði sínu til síðustu stundar þó hann væri orðinn 83 ára. Þegar hann andaðist var eiginkonan Sigríður við hlið hans, konan, sem hafði lifað með honum í 59 ár, deilt með honum gleði og sorg en áreið- anlega vora gleðistundimar mun fleiri í lífi þeirra, svo samhent, sem þau vora að sigrast á öllum erfíð- leikum, sem óhjákvæmilega mættu þeim á svo langri leið, en kærleikur- inn sigrar allt. Sigríður hefur mikið misst, en ennþá á hún manndóm til þess að sigrast á erfíðleikunum. Minningin lifir um góðan dreng, hún mun ylja henni og afkomendum þeirra um ókomin ár. Mínar bestu samúðarkveðjur sendi ég Sigríði og öllum afkomend- um þeirra hjóna. Ingólfur Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.