Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 19
- MORGUNBLABIÐ, LA.UGASP.AGUR ^!7. ÁQÚ8T 1988 8119 Mál að bretta upp ermarnar En nú er komið að endapunkti þeirrar tafar sem átt hefur sér stað og hefur fyrst og fremst valdið óeðlilegri seinkun á mikilvægu verki og hækkun á væntanlegu bygging- arverði vegna þess að skipasmíðar um allan heim hafa hækkað veru- lega á undanfömum mánuðum. Við því er ekkert að gera úr því sem komið er og því mál að bretta upp ermamar, því samþykkt Alþingis liggur fyrir. Það eru vissulega mörg mikilvæg vekefni framundan í sam- 8'ingumálum, jarðgöng í gegn um lafsfjarðarmúla og sitthvað fleira en það á ekki bíða stundinni lengur að bjóða út smýði nýs Herjólfs sem á að geta verið kominn í gagnið á árinu 1990. Ráðherrarnir sammála um endasprettinn Matthías Á. Mathiesen sam- gönguráðherra hefur lýst því yfir að hann telji ekki eftir neinu að bíða með útboð á smíði nýs Heij- ólfs, enda liggi samþykkt Alþingis fyrir í lánsfjárlögum, og samgöngu- ráðherra taldi raunar óþarft fyrr á árinu að setja á stofn nefnd tvö í málinu, þvl hann treysti Vestmann- eyingum fyliilega fyrir framgangi málsins og undirbúningsvinnu. „Eg vil að farið sé að vilja Vestmanney- inga í þessu máli,“ sagði samgöngu- ráðherra. „Þeir hafa vandað mjög til undirbúnings og smíði nýs Her- jólfs er jafn brýn og verið væri að halda við vegi milli lands og Eyja. Skip í ferðum milli lands og Eyja verður að miðast við kröfur og möguleika nútímans óg þegar áhættan fer að verða of mikil er ekki eftir neinu að bíða.“ Jón Bald- vin Hannibalsson flármálaráðherra hefur einnig staðfest, meðal annars á fundi fyrir skömmu með Heijólfs- mönnum í Vestmannaeyjum, að komi ekkert nýtt út úr könnun á ábendingum nefndar númer tvö sé ekki eftir neinu að bíða með útboð . á nýja skipinu. Eftir er að hnýta upp nokkur smærri atriði varðandi nýjan Heijólf, bryggjuaðstöðu, flutningavagna og fáein fleiri átriði sem varða þó hvorki tæknileg vandamál né fjárhagsleg svo nokkru nemi. Framkvæmdir við feijubryggju á Brjánslæk Innri-Múla, Barðaströnd. UNNIÐ hefur verið vlð ferju- bryggju á Bijánslæk undanfarnar vikur og er nú verið að setja niður stálþil við hafnargarðinn. Þessum framkvæmdum á að verða lokið nú f haust en Breiðafjarðarferj- an á að verða tilbúin í apríl. Umræður eru f gangi meðal heim- anna um að fá stálþilið lengt svo það nýtist smábátaeigendum f sambandi við smábátahöfn. - SJÞ Fóstrur vara við launa- lækkunum KJARARÁÐ nýstofnaðs stéttar- félags fóstra varar eindregið við þeim hugmyndum, sem uppi eru lijá ráðamönnum þjóðarinnar um lækkun launa, segir i frétt frá ráðinu. Ráðið telur sýnt, að þess- ar aðgerðir bitni harðast á verka- fólki og opinberum starfsmönn- um. í ályktun fundar kjararáðsins segir, að á undanfömum árum hafi þessar stéttir þurft að taka á sig launaskerðingu á launaskerðingu ofan, efnahagsvandinn stafi ekki af smánarlegum launahækkunum launafólks og hljóti hver maður að sjá það. Kjararáðið skorar á for- ystumenn verkalýðsfélaganna að standa vörð um hagsmuni launa- fólks og um leið hvetur það ríkis- stjómina til að leita annarra leiða til lausnar á efnahagsvandanum. Gott sjóskip, rúmgott og hraðskreitt Nýi Heijólfur er hannaður sem gott farþegaskip miðað við bestu reynslu sem hefur fengist og af færustu sérfræðingum sem völ er á. Skipið á að vera eins hraðskreitt og kostur er, 17 mflna gott sjóskip, rúmgott og traust með öryggi í fyrirrúmi, enda geta ógnarveður dunið yfír á þessari 40 mílna sigl- ingaleið. Það á að fara vel um far- þegana, vera fljótlegt að ferma skipið og losa, um 15 sinnum fljót- legra í bflasal, og nýtt skip mun tvímælalaust auka verulega fólks- fíutninga milli lands og Eyja um leið og það styrkir stöðu Vest- mannaeyja sem sjálfstæðrar og sterkrar einingar í sambýli byggð- anna í landinu, alveg eins og stór- kostleg uppbygging vegakerfísins hefur á raunverulegan hátt stytt flarlægðir milli landshluta, bæja og sveita. Með aðstöðu í stærra og glæsilegra skipi- á þessari siglinga- leið mun mönnum þykja minna mál að bregða sér með Heijólfí. Núver- andi Heijólfur er í raun breyttur togari, en nýi Heijólfur verður fyrsta alvöru farþegaskip íslend- inga síðan Gullfoss var seldur úr Landi. Staðfesting Alþingis ótviræð Fjárveitingavaldið hefur tekið ákvörðun í málinu með staðfestingu Alþingis, ekki aðeins síðastliðið haust, heldur einnig haustið 1986 með afgreiðslu lánsfjárlaga þar sem 25 milljónir króna voru ætlaðar til smíðar nýs Heijólfs og 100 milljón- ir í viðbót síðastliðið haust, þótt 25 milljónir af þessum 125 hafí verið skomar niður í almennri lækkun lánsflárlaga við síðustu afgreiðslu Alþingis, en þá var m.a. tekið af Heijólfsupphæðinni á þeirri for- sendu að það myndi í engu fresta framkvæmdinni sjálfri, svo brýn sem hún væri. Fjárveitingavaldið hefur tekið ákvörðun og ráðherr- amir sem fara með málið, fjármála- ráðherra og samgönguráðherra, hafa báðir sagt að málinu verði fylgt fram og þar sem það mun liggja fyrir á næstu dögum að sam- þykkt og undirbúningur stjómar Heijólfs og bæjarstjómar Vest- mannaeyja í málinu stendur óhögg- uð, er komið að útboði, enda ástæða til að flýta því hið fyrsta m.a. vegna undirbúnings lánsfjárlaga fyrir næsta ár. Utboðsgögn ættu að geta verið tilbúin á stuttum tíma þannig að tilboð gætu verið klár í nóvem- bermánuði. Heijólfur flytur nú ár- lega um 70 þúsund farþega milli lands og Eyja. Smíði nýs skips nú þegar eins og Alþingi hefur sam- þykkt er ekki krafa, hún er skylda sem gmndvallast á öryggi og eðli- legri þjónustu milli fastalandsins og stærstu verstöðvar íslands, sem jafnframt er einn fjölsóttasti ferða- mannastaður landsins. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins i Suðurlands- kjördæmi. MORGUNBLAÐIÐ Á MORGUN. SPORTBÍLL OG SPÍTTBÁTUR #Pottaplöntu Okkarárlega haustútsala á pottaplöntum er hafin. Nú gefst einstakt tækifæri til að næla sér í frábærar pottaplöntur á ótrúlegu verði. Allar pottaplöntur með 1 5-50% afslætti. 15-50% afsláttur Áður Nú Jukkurá háifvirði -4-æe? 995,- Jukkurá hálfvirði 735,- Jukkurá hálfvirði —Ui-U, 460,- Jukkurá hálfvirði 4007 295,- Drekatré (minna) -72a- 498,- Drekatré (stærra) -eeer 695,- Pálmar, burknar og fíkusar föllum stærðum. Mikill afsláttur. Gróðurhúsinu v/Sigtún. Sími: 68 90 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.