Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988 17 Adenauer og De Gaulle 1963. Með- al þess sem hæst ber í aukinni sam- vinnu ríkjanna er stofnun vamar- málaráðs undir formennsku Frakk- landsforseta og kanslara Vestur- Þýskalands. í ráðinu eiga sæti bæði vamarmálaráðherrar ríkjanna og yfirmenn heijanna. Auk þess sem sameiginlegar heræfíngar hafa far- ið fram á austurlandamærum Vest- ur-Þýskalands er áformað að koma á fransk- þýskri herdeild sem telur 4.200 manns og verður hún stað- sett í Þýskalandi. Að auki hafa Frakkar sem löngum hafa fylgt þeirri stefnu að þeir muni hugsan- lega standa fyrir utan átök í Evrópu lýst því yfir að þeir myndu grípa til vopna um leið og ráðist yrði á Vestur-Þýskaland. Einnig hafa þeir lýst því yfir að þeir myndu ráðfæra sig við Vestur-Þjóðveija um beit- ingu kjamavopna svo fremi sem tími gæfist til þess. Þetta kom fram í ræðu Jacques Chiracs þáverandi forsætisráðherra Frakklands þ. 12. desember' 1987 og jafnframt að vamir Frakklands og Vestur- Þýskalands bæri að líta á sem eina heild. í framhaldi lagði Mitterrand áherslu á að það væri Frakklands- forseti einn sem tæki ákvörðun um hvenær kjamavopnum yrði beitt. Ekki kæmi til greina að deila þeirri ákvörðun með öðmm. Ekki verður annað séð en túlka megi þessar yfirlýsingar á þann veg að Frakkar útiloki a.m.k. ekki beit- ingu kjamavopna til vamar Vest- ur-Þýskalandi og verður það að teljast vemleg stefnubreyting frá því sem áður var. Hitt er svo annað mál hvort Vestur-Þjóðveijar em sannfærðir um að hægt sé að treysta Frökkum fullkomlega í ör- yggismálum. Þeirri spumingu verð- ur vart svarað að sinni en þó má telja það víst að hvemig til tekst í samstarfí Frakklands og Vestur- Þýskalands — hvort sem það er á vettvangi Vestur-Evrópubanda- lagsins eða á grundvelli Elysée- samningsins — er afgerandi fyrir þá spumingu hvort takist að styrkja samstarf Vestur-Evrópuríkja í vamarmálum að vemlegu marki. Frakkar hafa jafnframt tekið upp aukið samstarf við Breta en þessi tvö ríki em einu ríki Vestur-Evrópu sem hafa á að skipa eigin kjarna- vopnum en það gefur möguleika á samstarfí á ýmsum sviðum. Meðal þess sem nefna mætti að öðm leyti er að Frakkar hafa samþykkt notk- un hafna og flutningsleiða í Frakk- landi til að koma birgðum til breskra herdeilda í Vestur-Þýska- landi á hættu- og átakatímum. Samstarf Breta og Vestur-Þjóð- veija virðist einnig vera að aukast en í Vestur-Þýskalandi er staðsett 56.000 manna herlið Breta. Ýmis önnur ríki í Vestur-Evrópu hafa sýnt áhuga á að taka þátt f aukinni samvinnu Frakklands, Bretlands og Vestur-Þýskalands á hemaðarsvið- inu. Aukið samstarf milli hinna ein- stöku ríkja hefur að lfkindum þau áhrif að staða Vestur-Evrópu- bandalagsins styrkist sem sameig- inlegur vettvangur þeirra. Vestur-Evrópa og Bandaríkin Þó Frakkar hafi átt fmmkvæði að auknu samstarfi Vestur-Evrópu- ríkja f öryggis- og vamarmálum og það eigi sér skýringar sem þegar hefur verið greint frá, skýrir það ekki hversvegna önnur ríki í Evrópu em tilbúin til aukins samstarfs á sama tíma. Það sem mestu máli skiptir í þessu sambandi er afstaða Yestur-Þýskalands og Bretlands. Önnur ríki f Vestur-Evrópu skipta ekki eins miklu máli fyrir vamar- samstarfið og era ekki í þeirri stöðu að geta komið í veg fyrir það. Flest mundu væntanlega taka fiillan þátt ef þijú stærstu ríkin ná samstöðu um að efla vamarsamstarfíð að vemlegu marki. Rfkisstjórnir Vestur-Þýskalands hafa allt frá 1954 litið á aukið vam- arsamstarf f Vestur-Evrópu sem rökréttan og nauðsynlegan þátt í pólitískri sameiningu Vestur-Evr- ópuríkja. Tvennt hefur þó hamlað því að Vestur-l>jóðveijar gætu haft veraleg áhrif þar á. Fyrra atríðið er afstaða Frakka sem hefur þó eins og fyrr segir verið að breytast á síðustu ámm. Seinna atriðið varð- ar skuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart Vestur-Evrópu. Vestur- Þjóðveijar hafa líkt og Frakkar 1954 óttast að aukið framlag Evr- ópu til vamarmála gæti leitt til þess að Bandaríkin drægju her sinn til baka. Stefna vestur-þýskra stjómvalda hefur því verið miðuð við að gera hvorki „of mikið" né „of lítið" í vamarmálum. Hvom- tveggja gæti leitt til þess að Banda- ríkin drægju úr sfnum skuldbind- ingum. Á undanfömum áram hefur þó það viðhorf orðið ofan á að verði framlag til vamarmála ekki aukið kunni svo að fara að Bandaríkja- menn hverfi frá Vestur-Evrópu. Eins og fram kemur hér á eftir hafa Bandaríkjamenn löngum álitið að miðað við þeirra eigin framlag sé þáttur Vestur-Evrópu allt of lftill. Þó Bretar hafi verið virkir þátt- takendur í stofnun og mótun Atl- antshafsbandaiagsins vora skuld- bindingar þeirra í Vestur-Evrópu lengst af skilyrtar og afstaðan sú að halda að sér hendinni í málefnum álfunnar. Það vitnar til um þessa afstöðu Breta að þeir vildu ekki taka á sig neinar skuldbindingar þegar Vamarbandalag Evrópu var á dagskrá né heldur höfðu þeir hug á þátttöku í sameiningu Evrópu. Það var ekki fyrr en í byijun sjö- unda áratugaríns sem afstaða Breta fór að taka breytingum með ákvörð- un um að ganga í Efnahagsbanda- lag Evrópu en þá var það De Gaulle sem beitti neitunarvaldi árið 1963. De Gaulle leit svo á að Bret- ar væm enn of mikið með hugann við samveidið og einkum og sér í lagi við samskiptin við Bandaríkin. Reyndar gekk hann svo langt að líta á Bretland sem Trójuhest Bandaríkjanna f Evrópu. Samstaða Vestur-Evrópuríkja með Breta inn- anborðs mundi ekki duga til lengd- ar en það mundi leiða tii þess að Evrópubandalagið yrði að lokum undir forystu Bandaríkjanna. Afstaða Frakka breyttist í tfmans rás og stefna og aðstæður Breta einnig. Stefnan í vamarmálum beindist meir að Evrópu í stað þess að taka mið af skuldbindingum annars staðar. Verslun við sam- veldisríkin dróst saman samfara auknum viðskiptum í Evrópu. Sam- skiptin við Bandaríkin hafa breyst í samræmi við minnkandi skuld- bindingar Breta á alþjóðavettvangi. Bretland fékk inngöngu í Evrópu- bandalagið 1973 og hefur æ síðan orðið virkarí þátttakandi í málefn- um Evrópu. Breyttar aðstæður hafa þannig leitt til þess að gmndvöllur hefur skapast fyirr þijú öflugustu ríkin í Evrópu, Vestur-Þýskaland, FVakk- land og Bretland, til að starfa sam- an að málefnum álfunnar hvort sem er í pólitísku, efnahagslegu eða hemaðarlegu tilliti. Þó hefur margt borið á milli sem komið hefur í veg fyrir aukið samstarf í öryggis- og vamarmálum. Samastaðan um hina gömlu hugmynd um aukið samstarf í því skyni að efla vægi Vestur- Evrópuríkja gagnvart Bandaríkjun- um í Atlantshafssamstarfinu hefur ekki nægt til að koma málum á hreyfíngu þó hún hafí um iangt skeið haft umtalsvert fylgi. Það er ekki fyrr enn á síðustu missemm sem aðstæður hafa leitt til þess að þróunin hefur farið í þann farveg sem áður greinir frá. Það sem hér kemur fyrst og fremst til er sá skilningur að svo kunni að fara að Bandaríkjamenn dragi úr skuldbindingum sínum gagnvart vömum Vestur-Evrópu á næstu ámm. Þær raddir verða æ háværari í Bandaríkjunum að það sé löngu tímabært að Vestur-Evr- ópuríki taki á sig meir af kostnaðin- um við vamir Evrópu. Það er að vísu ekkert nýtt að Bandaríkjamenn geri þessa kröfu. Hveijir skulu bera meiri kostnað af vamarviðbúnaði, Bandaríkin eða Vestur-Evrópuríki, hefur verið deilumál innan Atlants- hafsbandalagsins í meir en tvo ára- tugi. Nú em aðstæður hinsvegar nokkuð aðrar en áður. Hinn gífur- legi flárlagahaili Bandaríkjanna sem þarlendir stjómmálamenn virð- ast hika við að mæta með því að hækka skatta veidur þvf að miklar líkur em á að útgjöld til vamar- mála verði skorin niður á næstu ámm. Bandaríska vamarmálaráðu- neytinu reiknast til að rúmlega helmingur útgjalda til vamarmála sé vegna Atlantshafsbandalagsins. Þessir útreikningar byggja m.a. á því að af 18 herdeildum sem Banda- ríkin hafa til taks á hveijum tíma em 10 sem ætlaðar em Atlants- hafsbandalaginu. Fimm þeirra em staðsettar í Evrópu og aðrar fímm em til taks í Bandaríkjunum þannig að hægt er að flytja þær til Evrópu með nokkurra daga fyrirvara en þar hefur miklum birgðum verið komið fyrir sem þær hefðu til af- nota. Ólíkt flota og flugher sem ætlaður er Atlantshafsbandalaginu em herdeildimar þess eðlis að það er erfiðleikum bundið að beita þeim utan NATO-svæðisins. Af þessu leiðir að Bandaríkjamenn setja þær alfarið á reikning bandalagsins. Niðurskurður á þeim kostnaði sem Bandaríkin hafa tekið á sig vegna öryggis Evrópu þýddi ekki endilega brottflutning herliðs frá Vestur-Evrópu heldur gæti hann beinst að þeim herdeildum sem til taks em í Bandaríkjunum. Álitið er að með því að leggja niður her- deildimar fímm sem þar em stað- settar, mætti þegar til lengri tíma væri litið, spara allt að 50 milljarða Bandaríkjadala. Það skal tekið fram að þetta dæmi er aðeins eitt af mörgum sem til greina kæmi. Það leiðir hinsvegar af hemaðarstyrk- leika austurs og vesturs í Evrópu að Vestur-Evrópuríkin þyrftu að koma til móts við hverskonar niður- skurð í þessa vem með því að auka framlag sitt til eigin vama. Eina leiðin til að komast hjá því væri að samningar tækjust við Sovétríkin um samdrátt í hefðbundnum vopna- búnaði. Annað sjónarmið sem greinilega fær allmikinn hljómgmnn í Banda- ríkjunum um þessar mundir er sett fram af Zbigniew Brzezinski fyrr- verandi öryggisráðgjafa Jimmy Carters í grein í tímarítinu Foreign Affairs nú í vor. Brzezinski telur tímabært að Bandaríkin aðlagi ut- anríkis- og vamarmálastefnuna nýjum aðstæðum í veröldinni. Bandaríkin hafa ekki þann yfir- burða efnahags- og hemaðarstyrk- leika sem þau höfðu. Gera má ráð fyrir að enn mundi draga úr hlut- fallslegum efnahagsstyrk þeirra samfara því að önnur ríki eflast. Bandaríkin hafa lagt höfðuðáherslu á vamir Vestur-Evrópu og Japans sem nú hafa miklu meiri burði en áður til að sjá um eigin vamir. Á sama tíma hafi það gerst að önnur svæði sem höfðu tiltölulega lítið gildi frá sjónarhóli bandarískra hagsmuna hafa fengið á sig aukið mikilvægi eins og t.d. Persaflói. Brzezinski álítur nauðsynlegt að utanríkisstefnan taki tillit til þessa en til þess verði m.a. Evrópuríkin að taka á sig meiri kostnað á eigin vömum en áður enda hafí Banda- ríkin ekki efni á að standa undir auknum skuldbindingum annars staðar nema að draga úr útgjöldum á öðmm sviðum, t.d. í Evrópu. Greinilegt er að í Evrópu taka menn nú alvarlega þann möguleika að Bandaríkin skeri niður útgjöld sem lúta að vömum Atlantshafs- bandalagsins enda er það svo að flestir þeir Bandaríkjamenn sem fylgjast með þróuninni á þessu sviði álíta að það skipti ekki meginmáli hver verði forseti eftir kosningar í haust. Þeir telja óhjákvæmilegt að skera niður útgjöld til vamarmála og að Evrópa sé augljós kostur í þeim efnum, ekki síst í ljósi hins mikla efiiahagsstyrks Evrópu- bandalagsríkjanna. Þegar litið er á þau efnisatriði sem hér hafa verið rakin og þau skoðuð í tengslum við hinar viða- miklu breytingar sem em á döfinni í efnahagssamstarfi Vestur-Evr- ópuríkja er full ástæða til að ætla að forsendur til aukins samstarfs S öryggis- og vamarmálum verði inn- an tíðar allt aðrar en þær hafa ver- ið. Sú gamla hugmynd að Vestur- Evrópuríkin myndi aðra meginstoð- ina í Atiantshafsbandalaginu virðist geta orðið að vemleika þrátt fyrir allt. Vissulega verða enn miklar breytingar að eiga sér stað til að svo geti orðið og íjölmargar hindr- anir sem þarf að yfirstíga. En þró- unin í öryggis- og vamarmálum' Vestur-Evrópu er komin í farveg sem ástæða er til að veita athygli. Ef að líkum lætur mun næsti ára- tugur skera úr um hvemig til tekst. Norðmenn, sem jafnan fylgjast grannt með þróun öryggis- og vam- armála, leggja greinilega allmikið upp úr auknu samstarfy Vestur- Evrópuríkja á því sviði. í skýrslu norska vamarmálaráðuneytisins til stórþingsins, sem samþykkt var af ríkisstjóminni í byijun júní sl., er sett fram áætlun um vamarmál fyrir tímabiiið 1989—1993. í skýrsl- unni segir, f lauslegri þýðingu, m.a.: „Hin viðkvæma hemaðarstaða okkar veldur því að það er mikil- vægt fyrir Noreg að halda nánu sambandi við önnur ríki í Evrópu. Einangmn og sérstaða er alltaf hættuleg fyrir minni lönd í við- kvæmri stöðu. Til að vega upp á móti hættunni er það mikilvægt verkefni fyrir Noreg að undirstrika hina víðari öryggispólitísku þýðingu sem þróunin á norðursvæðunum hefur fyrir Vestur-Evrópu og að tryggja vestur-evrópska þátttöku í þeirri þróun. Þann tíma sem áætlunin nær til verður það meginverkefni af norskri hálfu að fylgjast með þróuninni í pólitískri samvinnu Evrópubanda- lagsríkja og innan Vestur-Evrópu- bandalagsins af sérstakri athygli." Það er marg líkt með hernaðar- legri stöðu ísiands og Noregs og auðvelt að færa rök fyrir því að sú þróun sem á sér stað í öryggis- og vamarmálum Vestur-Evrópu skipti máii fyrir íslendinga engu síður en Norðmenn. Þá er þess að gæta að hún er nátengd Evrópubandalag- inu. Hér hefur aðeins verið komið inn á nokkur meginatriði í þessum efnum, en full ástæða virðist vera til að gera ítarlega athugun þar að lútandi. Slík athugun virðist t.d. eðlileg í tengslum við þær athugan- ir sem nýskipuð þingmannanefnd um samskipti íslands og Evrópu- bandalagsins hefur á sinni dagskrá. Höfundur er lektor í alþjóða- stjómmálum við félagsvísinda- deild Háskóla íslands. Blómkál með skinkusósu. BLOMKALSTIÐ HeimilBshorn Bergljót Ingólfsdóttir Salatsósa: 3 msk. olía, 1 msk. sinnep, */2 tsk. salt, dálítili pipar, 2 tsk. estragon. Allt hrært eða hrist saman, hellt yfir grænmetið og látið standa aðeins áður en borið er fram. Heilt blómkál með skink- usósu Blómkálshöfuðið soðið og þess gætt að það ofsjóði ekki. Búin er til sósa ún 150 g skinka, skorin í teninga, 1 stór laukur, brytjaður smátt, smjör eða smjörlíki, 2 msk. hveiti, 3-4 d vökvi, blómkálssoð og ijómi eða mjólk, salt og pipar, sinnep, steinselja. Skinka og laukur brúnað í potti, hveiti stráð yfír og þynnt með soði og ijóma. Kryddað að smekk. Svolítið af sósunni er sett yfir heitt blómkálið um leið og borið er fram, en sósan annars höfð með í skál. Steinselju stráð •yfir í lokin. Gott brauð og smjör borið með. Karrisósa með blómkáli 1 tsk. karrí, 2 msk. smjör eða smjörlíki, 2 msk. hveiti, 4 dl blómkálssoð og ijómi. Karrí sett út í smjörið í potti, hveiti stráð yfir og þynnt út með soði og ijóma. Sósan krydduð meira ef með þarf, látin sjóða í nokkrar mín. og þykkna. Sósunni helit yfir blómkálið um leið og borið er fram eða haft sér í skál. Ostasósa með blómkáli Hægt er að búa ostasósu til á sama veg og karrísósuna, úr rifn- um osti, 2 msk. smjöri, 2 msk. hveiti og 4 dl soði og mjólk eða ijóma. Sósuna má einnig búa til úr 2 dl sýrðum ijóma, 100 g rifn- um osti og dálitlum cayenne- pipar. Sósan sett yfir heitt blóm- kálshöfuðið og rétt bmgðið í heit- an ofn í nokkrar mínútur. Blómkálsmáltíð Nú er komið að þeim tfma sum- arsins þegar blómkál lækkar í verði, öllum grænmetisunnendum til mikillar ánægju. Það er því um að gera fyrir þá sem vilja birgja sig upp og frysta blómkál að kaupa það meðan verðið er lægra. Blómkál geymist ekki mjög lengi í kæliskáp, en í nokkra daga innpakkað í plast kemur ekki að sök. Blómkál soðið heilt verður hvítara og fallegra á lit, ef ofurlít- il mjólk er sett saman við suðuvat- nið, ca 1 dl mjólkur í lítra af vatni er hæfilegt. Ef kálið er soðið heilt er sjálfsagt að leggja það í salt- vatn fyrir suðu. Við það losna óhreinindin úr svo og ef eitthvað kvikt er innan í greinunum. Ef frysta á blómkálið verður að forsjóða það eins og kunnugt er, ca. 2-5 mín. ef kálið er tekið í greinar en lengur ef það er heilt. Blómkál má ekki sjóða of lengi frekar en annað grænmeti. Það er gott að setja blómkáls- höfuð í kalt vatn, setja fullan straum á, taka pottinn af þegar suðan kemur upp og láta kálið liggja í ca. 10 mín. eða þar til það er hæfilega meyrt. Á þann hátt er þess gætt að kálið sjóði ekki of lengi. Blómkál er einkar gott tekið í sundur í greinar í blandað hrásal- at, en það er einnig hægt að búa til nokkurs konar blómkálssalat. Blómkálssalat 1 blómkálshöfuð, salatblöð, dálítið kínakál, ’/2 agúrka, 4 tómatar. Allt tekið í sundur, í greinar, sneiðar og bita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.