Morgunblaðið - 27.08.1988, Síða 26

Morgunblaðið - 27.08.1988, Síða 26
26 5 MORGUVBLAÐIÖ,1 IdAUöAKDAGUR127. 'ÁGÚSÍ‘l'ðS8' Búrma: Bráðabirgðasljórn verði sett á laggirnar nú þegar - sagði Aung San Suu Kyi, dóttir þjóðhetjunnar Aungs Aungs, í ávarpi Rangoon, Reuter. HUNDRUÐ þúsunda manna flykktust út á götur Rangoon, höfuð- borgar Búrma, í gær. Stjórnvöld í landinu virðast hafa misst öll tök á stjórn landsins, að sögn erlendra sendimanna og íbúa í Rangoon. Erlendur sendimaður í Búrma sagði að svo virtist sem stjómleysi væri að gripa um sig i landinu í kjölfar mótmælanna gegn 26 ára harðstjóra sósíalistaflokksins í landinu. Aung San Suu Kyi, dóttir þjóð- frelsishetjunnar Aung San, sem tekinn var af lífi árið 1947, ávarp- aði mótmælendur í Rangoon í gær. Krafðist hún þess að stjómin færi frá þegar í stað. Hvatti hún lands- menn til að sýna stillingu og sagði að lýðræði fengist aðeins með frið- samlegum aðgerðum. Hundruð þúsunda manna hlýddu á ávarp Aung San Suu Kyi, fyrir framan Shwedago-pagóðuna, sem er helgasti staður Búddatrúar- manna í Búrma. Hátalarakerfið bil- aði í miðju ávarpinu og var ákveðið að flytja útifundinn að ráðhúsi borgarinnar. Ruddist fólkið í átt að ráðhúsinu og um tíma var algjör ringulreið á götum höfuðborgarinn- ar í úrhellisrigningu. Þegar komið var til ráðhússins, þar sem Aung San hélt afdrifaríka ræðu árið 1946 þegar frelsisbarátta þjóðarinnar stóð sem hæst hélt dótt- ir hans áfram ræðu sinni. Sagði Aung San Suu Kyi að herinn og fólkið í landinu yrði að standa sam- an. Sagði hún að of seint væri að kalla saman þing 12. september til að ræða fjölflokkastjóm. Lagði hún til að bráðabirgðastjóm yrði sett á laggimar nú þegar og færi hún með stjóm þar til kosningar hefðu farið fram. Fangar sleppa Maung Maung, nýkjörinn leiðtogi sósíalistaflokksins, sem verið hefur einráður í Búrma síðustu 26 árin, lét undan kröfum þjóðarinnar og boðaði til sérstaks þingfundar 12. september n.k. þar sem komið yrði á fjölflokka lýðræði í landinu. 25 fulltrúum almennings var boðið að vera á fundinum. Útvarpið í Búrma flutti yfirlýsingu Maungs Maungs um þingfundinn í þriðja sinn í gær. Einnig var greint frá því í út- varpi í gær að 1.600 fangar hefðu strokið úr fangelsinu í Sittwe við Indlandshaf. Fangaverðir drápu sex og særðu 24 í uppreisn í fangelsinu sem gerð var með aðstoð fólks utan fangelsisins, að sögn útvarpsins. Fangar sluppu líka úr fangelsinu í Bassein. Að sögn útvarpsins nutu þeir aðstoðar fólks utan veggja fangelsins til að komast undan. Kýpur-deilan: Grikkir segja Genfar- viðræður lofa sfóðu Ahpnu. Rputpr. leysa ætti deilu þjóðabrotanna með samningum fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna. Aþenu. Reuter. NIÐURSTÖÐUR viðræðna, sem fóru fram í Genf á miðvikudag milli fulltrúa Kýpur-Tyrlga og Kýpur-Grikkja, lofa góðu um framhaldið, að sögn talsmanns grisku stjóraarinnar i gær. For- seti Kýpur, George Vassiliou, og leiðtogi tyrkneska minnihlutans á norðurhluta eyjarinnar, Rauf Denktash, sögðu eftir viðræðu- fundinn að formlegar friðarvið- ræður aðila yrðu aftur teknar upp 15. september i Níkósíu á Kýpur. Denktash og fyrirrennari Vas- silious í embætti, Spyros Kypr- ianou, rejmdu einnig að semja um frið og nýtt stjómarfyrirkomulag á eyjunni en þeim viðræðum var slitið 1985. Árið 1974 lögðu tyrkneskir her- flokkar undir sig norðurhluta Kýpur þar sem íbúar eru flestir af tyrk- nesku bergi brotnir og síðan hefur skipting eyjarinnar verið staðreynd. Talsmaður grísku stjómarinnar sagði hana styðja heils hugar til- raunir Vassilious til að semja og það væri skoðun stjómarinnar að Reuter ÓlætiíBilbao Óeirðalögregla í Bilbao á Spáni sést hér þjarma að ungum manni sem var meðal aðskilnaðarsinnaðra Baska sem í gær gerðu til- raun til að fjarlægja spánska fánann af ráðhúsi borgarinnar með það fyrir augum að vekja athygli á málstað sínum. Sovétríkin: Valdsvið öryggislögreglu treyst með nýjum lögum Lögin ganga þvert á yfirlýsta stefnu Gorbatsjovs Moskvu. Reuter. FORSÆTISNEFND Æðsta ráðs Sovétríkjanna hefur staðfest lög sem kveða á um valdsvið öryggis- lögreglu ríkisins. Samkvæmt lög- unum þarf lögreglan ekki heim- ild til að gera húsleit hjá fólki sem grunað er um afbrot, hún á að bæla niður aðgerðir mótmæl- endahópa og verkföll, má gera skyndikannanir á skilríkjum fólks og nota skotvopn í sérstök- um tilvikum. Fulltr’uar mann- réttindahópa segja að lögin séu hneyksli og muni valda miklum deilum meðal stuðningsmanna Gorbatsjovs sem sjálfur er lög- fræðingur og hefur mælt ein- dregið með því að réttindi ein- staklinga verði tryggð betur en fram til þessa. Danski Framfaraflokkurinn í sókn: Við munum hrinda jafn- aðarmönnum af stalli — segir nýr leiðtogi í hreyf ingu Glistrups NÝJASTA skoðanakönnun í Danmmörku bendir til þess að Framfaraflokkurinn, sem Mogens Glistrup stofnaði árið 1972 til að mótmæia tekjuskattinum , sé nú orðinn annar til þriðji stærsti stjóramálaflokkur landsins. Flokkurinn hefur átt mjög undir högg að sækja undanfarin ár en í kosningunum í mai siðastliðn- um rétti hann aftur úr kútnum og hlaut 16 þingsæti. Könnunin, sem gerð var fyrir dagblaðið Jyllandsposten 15. ágúst, gefur Framfaramönnum 15% fylgi þeirra sem tóku afstöðu en það myndi gefa 27 þingsæti. Könnunin er áfall fyrir íhaldsmenn sem fengu jafn mikið fylgi í könnuninni og Framfaraflokkurinn en hafa sem stendur 35 þingsæti. Formaður þingflokks Fram- faraflokksins, Pia Kjærsgaardt, tók við þeirri stöðu fyrir tveim árum og er nú raunverulegur for- ystumaður hans, þótt Mogens Glistrup, stofnandi hans, sé einnig áhrifamikill. Kjærsgaard hefur tekist að aga flokkinn og hafa nokkum hemil á Glistrup, sem löngum hefur verið grimmur í garð pólitískra andstæðinga sinna. Framfaramenn stunduðu árum saman harðskeytta valda- baráttu fyrir opnum tjöldum með þeim afleiðingum að fylgið hrundi af flokknum; fyrir ári hafði flokk- urinn §óra þingmenn og sam- kvæmt skoðanakönnunum var mögulegt að hann þurrkaðist út af þingi. Samhentur Framfaraflokkur hristi hins vegar af sér slyðruorð- ið í kosningunum í maí á bessu ári og fékk 16 þingsæti. I sjón- varpsumræðum var Kjærsgaard helsti talsmaður flokksins og þótti standa sig með afbrigðum vel. Vonbrigði margra hægrisinnaðra kjósenda með stefnu Schliiter- stjómarinnar og málamiðlanir hennar og miðjuaflanna í dönsk- um stjómmálum urðu til þess að óánægðir kjósendur fylktu sér um Framfaraflokkinn. ímynd flokks- ins hefur gjörbreyst og það viður- kenna meira að segja andstæðing- ar hans. „Hinir nýju þingmenn flokksins vilja ekki bara sitja úti í homi, hreykja sér af eigin dyggðum og flagga stefnuskránni - ef þeir eiga hana þá. Það gæti orðið hættulegt fyrir borgaralega stjóm að reyna að forðast samskipti við jafn stór- an, borgaralegan flokk og Fram- faraflokkurinn er að verða," segir Ivar Hansen, þingflokksformaður Venstre-flokksins (fijálslyndur hægriflokkur), en Hansen dregur enga dul á það að hann er oft sammála sjónarmiðum Framfara- manna. „Fyrir okkur Venstre-liða hefur það oft verið óþægilegt að Franmfaramenn hafa getað sagt það sem okkur innst inni finnst einnig en getum ekki sagt vegna þess að við sitjum í ríkisstjóm," bætir hann við. Ljóst er að Schliiter og íhalds- menn hans hafa einnig breytt af- stöðu sinni til Framfaraflokksins, sem aðrir flokkar hafa yfirleitt verið sammála um að dæma óal- andi og óferjandi, þótt þeir deildu um flest annað. Fyrir skömmu flutti Schluter ræðu þar sem hann fór óvenju vinsamlegum orðum um Framfaraflokkinn og líta stjómmálaskýrendur á þetta sem framrétta sáttahönd - en jafn- framt viðvörun til Jafnaðarmanna ef þeir geri minnihlutastjóm borg- araflokkanna of erfítt fyrir. íhaldsmenn hyggjast bregðast við strandhöggi Framfaramanna í kjörfylgi þeirra með því að reyna að draga Framfaraflokkinn til meiri ábyrgðar á landstjóminni, í von um að hrifning kjósenda dvíni. Pia Kjærsgaard tekur daðri Pia Kjærsgaard stjómarflokkanna með stökustu ró. „Ríkisstjómin ætti ekki að ímynda sér að hún geti kæft okk- ur með faðmlögum. Við tökum fúslega við þeirri ábyrgð sem við höfiim sóst eftir svo óralengi. Við munum ekki hika við að greiða atkvæði gegn stjóminni ef við öðlumst ekki þau áhrif sem við eigum rétt á en Framfaraflokkur- inn vill hins vegar semja og hann sættir sig við málamiðlanir." Um framtíðina segir Kjærsgaard:„Við munum halda áfram að sækja fram. Síðar hrindum við jafnaðar- mönnum af stalli - verðum stærsti stjómmálaflokkurinn með fylgi úr öllum stéttum. Þetta getur gerst eftir fáein ár en það veltur á okkur sjálfum." Lögin voru samþykkt 28. júlí en hafa enn ekki verið birt í fjölmiðl- um, aðeins í prentaðri fréttatilkynn- ingu frá því í ágúst um störf forsæt- isnefndarinnar er kemur út reglu- lega en í mjög litlu upplagi. Önnur lög, þar sem kveðið er á um skyldu til að sækja um leyfi til mótmæla- funda fyrir fram, voru kynnt al- menningi samstundis. „Lögfræðilegir ráðunautar okkar em steini lostnir. Það er óskiljan- legt að lög af þessu tagi skuli vera samþykkt án þess að þau séu rædd [opinberlega] fyrst,“ sagði Júrí Mitjúnov, talsmaður „Lýðræðis- sambandsins," óformlegra samtaka áhugafólks um mannréttindi í Sov- étríkjunum, við fréttamann Reut- ers. „Þetta hlýtur að verða hneyksl- ismál þegar blöðin fara að fjalla um málið." Liðsmenn öryggissveita lögregl- unnar, sem eru hluti sovéska hers- ins en undir stjórn innanríkisráðu- neytisins, voru sendir til Sovét- Armeníu snemma í júlí þegar hundruð þúsunda Armena mót- mæltu því að Kremlveijar skyldu ekki vilja sameina héraðið Nag- omo-Karabak Armeníu. íbúamir em flestir Armenar en héraðið er hluti sovétlýðveldisins Azerbajdz- han. Armenskur unglingur var skotinn til bana og 35 slösuðust er átök urðu milli öryggissveitanna og armenskra andófsmanna sem hindmðu umferð á flugvellinum í höfuðborg Armeníu, Jerevan. Árið 1962 skutu öryggissveitimar um 80 óvopnaða verkamenn í uppreisn sem varð í borginni Novotsjerkassk í Suður-Rússlandi, að því er óopin- berar heimildir segja. Stjómmálaskýrendur benda á að þrátt fyrir allt megi kenna nýju lögin við umbótastefnuna; valdsvið öryggislögreglunnar hefur ekki fyrr verið skilgreint í sovéskum lögum. Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefur hins vegar fordæmt þann sið að birta ný lög án þess að gefa almenningi kost á að ræða þau fyrst. í ræðu á flokksráðstefnu sovéskra komm- únista í júní hvatti hann til þess að eftirlit yrði hert með öryggislög- reglunni. Einnig sagði hann að sov- ésk lög yrðu að „tryggja réttindi borgaranna og friðhelgi heimilis- ins.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.