Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988 Tenging krónunn- ar við Evrópumynt Taflal Verðbólga á íslandi og í EMS löndunum, %. Meðaltal Meðaltal 1987 1984-1987 1981-1984 Belgía 1,6 2,6 7,6 Danmörk 4,0 4,1 7,8 Frakkland 3,1 3,9 9,6 Holland - 0,5 0,7 4,0 írland 3,2 4,1 12,1 Ítalía 4,6 6,4 14,0 Lúxemborg - 0,1 1,4 7,6 V-Þýskaland 0,2 0,7 3,7 Meðaltal EMS 2,0 3,0 8,3 ísland 18,8 24,0 53,2 Ísland/EMS 9,4 8,0 6,4 Tafla2 Launahækkanir á íslandi og í EMS löndunum, %. Meðaltal Aukning kaupmáttar m.v. hækkun framfærsluvísitölu Meðaltal 1984-1987 1984-1987 Belgía 2,7 0,1 Danmörk 6,3 2,1 Frakkland 4,5 0,6 Holland 2,6 1,9 írland 6,9 2,7 Ítalía 7,5 1,0 V-Þýskaland 4,1 3,4 Meðaltal EMS 4,9 1,7 ísland 37,9 11,2 Ísland/EMS 7,7 6,6 eftirSnorra Snorra son Evrópska gjaldeyrisbandalagið, EMS (European Monetary System) tók til starfa í núverandi mynd þann 13. mars 1979. Megintilgangurinn með starfsemi bandalagsins er að stuðla að nánara samstarfi þjóða Eyrópu í gjaldeyris- og peningamálum óg vinna að stöð- ugra gengi milli gjaldmiðla aðild- arríkja þess. Nánar tiltekið eni meginmarkmið bandalagsins fjögur: 1. Koma á stöðugu gengi innan landa í Evrópu. 2. Draga úr óstöðugleika í gengi gjaldmiðla á alþjóðlegum markaði. 3. Vera liður í samraemingu á efiia- hagsstefnu aðildarríkja Evrópu- bandalagsins. 4. Undirbúa jarðveginn fyrir sam- runa gjaldeyris- og peningamark- aði aðildarríkjanna í einn. Átta þjóðir hafa frá upphafi tekið þátt í gjaldeyrissamstarfinu. Þær eru Belgía^ Danmörk, Frakkland, Ho- land, Irland, ftalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland. Engin þjóð hefur hætt þátttöku og engin þjóð bæst við, þó hugsan- legt sé að Bretland taki þátt í sam- starfínu er fram líða stundir. Samstarfið byggist á því, að seðla- bankar í viðkomandi ríkjum skuld- binda sig til þess að halda gengi gjaldmiðla sinna þannig að það leiki innan ákveðinna marka. Þessi mörk eru miðuð við Evrópumynt (ECU) og má gengi hverrar myntar aðild- arríkis víkja 2,25% upp eða niður frá miðgengi. Undantekning frá þessari reglu er gengi ítölsku lírunnar, en það má víkja 6% upp eða niður frá miðgengi. Miðgengið er reiknað í ECU, sem er meðalgengi myntanna í EMS, auk sterlingspundsins og grísks drachma. Opinber útreikningur eða ákvörð- un á gengi ECU fer fram í höfuð- stöðvum Evrópubandalagsins í Brussel. Seðlabankar aðildarríkjanna tilkynna hver öðrum gengi gjald- miðla sinna gagnvart Bandaríkjadoll- ar á heimamarkaði í hveiju landi. Aðalstöðvar Evrópubandalagsins í Brussel sjá síðan um að reikna út gengi ECU samkvæmt þessum upp- lýsingum á hveijum tíma. Vegna þessara innbyrðis tengsla á gengi gjaldmiðlana, næst stöðug- leiki í gjaldeyrismálum aðildaríkj- anna. En stöðugt gengi þýðir jafnframt að efnahagsstefna ríkjanna verður að vera vel samræmd. Það gengi ekki til lengdar fyrir eitt aðildarríki að halda uppi þenslusamri peninga- og rikisflármálastefnu. Ennfremur gengi það ekki heldur að eitt aðild- arríkið semdi um hærri Iaun en veð- mætasköpun í því ríki gæfi tilefni til. Ef aðildarríkin samræmdu ekki efnahagsstefnu sína stæðu þau frammi fyrir viðskiptahalla, erlendri skuldasöftiun og verðbólgu, sem þeg- ar til lengri tíma er litið veikir sam- keppnisstöðuna og dregur úr hag- vexti og Iífskjörum. Stöðugt gengi er þannig tæki til að veita efnahagsstarfseminni visst aðhald. Samsetningf ECU Vægi einstakra gjaldmiðla í ECU er eftirfarandi miðað við meðal- geengi gjaldmiðlana frá janúar til júní 1988: Sterlingspund 13,04% Belgískur franki 8,56% Dönskkróna 2,76% Franskurfranki 18,68% Hollenskt gyllini 11,00% írsktpund 1,12% Ítölsklíra 9,12% Lúxemborg-BF 0,32% V-þýskt mark 34,69% Grískt drachma 0,71% Eins og sjá má er þýska markið með stærstu hlutdeildina í samsetn- ingu ECU, eða nær 35%, sé miðað við meðalgengi gjaldmiðla frá janúar til júní 1988. Franski frankinn hefur næst stærstu hlutdeildina, eða tæp 19%, og skammt undan koma sterl- ingspundið og hollenska gyllinið. Samtals hafa þessir fjórir gjaldmiðlar rúmlega 77% hlutdeild í samsetningu ECU. Sé með hliðsjón af þessari sam- setningu skoðuð hlutdeild þessara landa í utanríkisverslun landsmanna kemur í ljós að á árinu 1987 var V-Þýskaland með stærstu hlutdeild einstakra landa í vöruinnflutningi landsmanna, eða 15,2%, og Bretland var með stserstu hlutdeild í vöruút- flutningi til einstakra landa, eða 19,4%. Hlutdeild þeirra ríkja sem gjaldmiðlar mynda samsetningu ECU, var á siðastliðnu ári um 50% af utanríkisverslun landsmanna. ECU er samansett af gjaldmiðlum aðildarríkja EB, að Portúgal og Spáni undanskildum og á síðastliðnu ári fór rúmlega 57% af vöruútflutningi til EB landa og þaðan kom 52% af vöru- innflutningi og er EB langstærsta markaðssvæðið í utanríkisverslun landsmanna. Áhrif á íslenska hagstjórn íslensk hagstjóm yrði, ef krónan yrði tengd við ECU, að vera sam- ræmd hagstjóm þeirra aðildarríkja sem hlut eiga að máli. Þetta er grundvallaratriði. Ef þessi samræm- ing á sér ekki stað er íslenska þjóðar- búið engu betur statt og grundvöllur fyrir tengingu íslensku krónunnar við ECU, þar með brostinn. sjá töflu 1 Heimild: Hagtölur mánaðarins, OECD Economic Outlook. Vandamál íslenska þjóðarbúsins í dag er verðbólga. Eins og sjá má af töflu 1, er verð- bólga hér á landi margfalt meiri en í EMS löndunum og þessi munur hefur farið vaxandi. Á árunum 1981 til 1984 var verðbólga hér á landi rúmlega sexfalt meiri, en í aðild- arríkjunum og á árunum 1984 til 1987 var þessi munur enn meiri. Athyglisvert er að aðildarríkin hafa náð umtalsverðum árangri í að koma verðbólgunni niður og þó svo að íslendingar hafa einnig náð verð- bólgunni niður, þá hefur munur verð- bólgu hér á landi og í aðildarríkjunum aukist. Þannig var verðbólga hér á landi nífalt meiri en í aðildarríkjum að meðaltali á árinu 1987. Þessi mikli munur verðhækkana hér á landi og í samkeppnislöndunum hefur skaðað samkeppnisstöðu út- flutnings- og samkeppnisgreina verulega. Þessi mikli munur er í raun undir- rót slæmrar samkeppnisstöðu út- flutnings- og samkeppnisgreinanna. sjá töflu 2 Heimild: Fréttabréf Kjararann- sóknameftidar, OECD Economic Outlook. Eins og sjá má af töflu 2 eru launa-' hækkanir hér á landi margfalt meiri en í aðildarríkjum EMS. Sé miðað við meðaltal áranna 1984 til 1987 voru launahækkanir hér á landi 37,9% á ári að meðal- tali, sem eru áttfalt hærri kauphækk- anir en urðu að meðaltali í aðild- arríkjum EMS. Kaupmáttur hér á landi jókst að meðaltali um 11,2% á ári á sama tímabili, sem er tæplega sjöfalt meira en í aðildarríkjum EMS. A sama tíma var verðmætasköpunin hér á landi 5,6% á ári að meðaltali. Kaupmáttur launa hefur því hækkað 5% umfram verðmætasköp- un á tímabilinu, að meðaltali. Þessi mikla auk'ning kaupmáttar umfram verðmætasköpun hefur vissulega ýtt undir verðbólguna. Ifyrirtæki á inn- anlandsmarkaði velta launahækkun- um út í verðlagið, enda lítið svigrúm til annars. Útflutningsgreinamar aftur á móti hafa lítinn sem engan möguleika á því að velta launahækk- unum út í verðlagið og sitja því uppi með kostnaðarhækkunina. Þetta veldur aðeins enn meiri erfiðleikum í útflutningsgreinunum. Það er grundvallar skilyrði að launahækkanir taki mið af stöðu atvinnugreinanna hveiju sinni, ef árangur á að nást í efnahagsmálum þjóðarinnar. sjá töflu 3 Heimild: Hagtölur mánaðarins, OECD in figures. Á töflu 3 má sjá aukningu pen- ingamagns á íslandi á árinu 1987 samanborið við aðildarríki EMS. Aukning peningamagns á raunvirði var tæplega 13% hér á landi, saman- borið við 4,8% aukpingu peninga- magns á raunvirði að meðaltali í aðildarríkjum EMS. Þessi mikla aukning peninga- magns er 6% umfram verðmæta- sköpun á síðastliðnu ári, sem vissu- lega er þensluhvetjandi. Hert stefna í peningamálum þjóð- arinnar verður að koma til og ef af tengingu við ECU yrði, verður að samræma stefnuna í peningamálum við steftrn aðildarríkjanna. Tafla4 Tekjuafgangur (+) halli (-) á fjár- málum hins opinbera, sem hlutfall af landsframleiðslu á íslandi og í EMS löndunum, % Meðaltal 1986 1983-1985 Belgía - 9,2 - 10,0 Danmörk 3,4 - 4,4 Frakkland - 2,9 - 2,9 Holland - 5,6 - 5,8 Ítalía 11,6 - 11,7 V-Þýskaland - 1,2 - 1,8 Meðaltal EMS - 4,5 - 6,1 ísland - 3,8 - 0,2 Heimild: Þjóðhagsstofnun, OECD Economic Outlook. Halli á íjármálum hins_ opinbera er ekkert einsdæmi fyrir ísland, en það sem skiptir máli er við hvaða aðstæður halli er. Á íslandi hefur geysað mikil verð- bólga og á sama tíma er halli á fjár- málum hins opinbera sem enn ýtir undir eftirspumina. Snorri Snorrason. „Tenging krónunnar við annað gjaldmiðils- svæði hefur í för með sér að yfirstjóm pen- ingamála þjóðarinnar flyst frá íslenskum stjórnvöldum, þar sem peningamagn Islend- inga yrði aðeins hluti af peningamagninu á því gjaldmiðilssvæði sem krónan yrði tengd. Astæðan fyrir þessu er að stefnan í peninga- málum yrði að vera samræmd við stefnu aðildarríkjanna. Á þann hátt era íslénsk stjórn- völd bundin stefnu að- ildarríkjanna í peninga- máium.“ Aðildarríki EMS hafa ekki átt við sama vandamál að stríða. Verðbólga er lítil í aðildarríkjum EMS, en þar er atvinnuleysi. Halli á fjármálum hins opinbera í þessum löndum er notaður til að halda atvinnuleysi í skeflum. Hér á landi er ekkert at- vinnuleysi, þvert á móti er umfram- eftirspum eftir vinnuafli. Hallinn kemur því allur fram í umframeftir- spum, sem ýtir undir verðbólguna. Á tímum umframeftirspumar í hag- kerfinu er rétt að reka hið opinbera með afgangi til að draga úr eftir- spuminni. Það er nauðsynlegt að flármál hins opinbera taki mið af aðstæðum hveiju sinni og verði þar með virkt hagstjómartæki í höndum ríkisvaldsins. Áhrif á útflutning og fisk- vinnslu Þegar til lengri tíma er litið, hefði tenginng við EVU góð áhrif á sam- keppnisstöðu útflutnings- og sam- keppnisgreinanna, að því tilskildu að efnahagsstefna hér á landi yrði sam- ræmd við efnahagsstefnu aðildarríkj- anna. Með samræmdri efnahagsstefnu gætum við séð verðbólguna komast á svipað stig og í samkeppnislöndun- um. Ennfremur gætum við séð fjár- magns- og launakostnað komast á svipað stig og í sámkeppnislöndun- um. Til skamms tíma gæti tenging við ECU skaðað útflutningsgreinamar, sérstaklega ef ríkisstjómin tekur ekki nógu hörðum tökum á vandan- um og gætir aðhalds í peninga- og fjármálum. ÞRÓUN ECU GAGNVART VEGNU MEÐALTALI GJALDMIÐLA AÐILDARRÍKJA EB OG EFTA, OG GAGNVART VEGNU MEÐALTALI GJALDMIÐLA í ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI SJÁVARAFURÐA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.