Morgunblaðið - 27.08.1988, Síða 38

Morgunblaðið - 27.08.1988, Síða 38
o«- 38 MORGUNBLAÐH), LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988 -t—.............../ ______i- 1 " 1 ' \r..iié.iz...— Sameiginleg gagnamiðstöð fyrir akademískar stofnanir á Akureyri UM SÍÐUSTU áramót voru Náttúrugripasaf nið og Lystigarðurinn á Akureyri sameinuð í eina stofnun — Náttúrufræðistofnun Norðurlands. Lengi hafði verið rætt um slíka sameiningu, enda samvinna milli stof nananna tveggja ávallt verið mikil, en ekki var tekin ákvörðun um málið fyrr en á siðasta ári. Samtímis og ákveðið var að sameina stofnaniraar var kosin fimm manna nefnd til að kanna húsnæðisþörf Náttúrufræðistofnunar Norðurlands og lýst var yfir stuðningi við að kenna stofnunina við nafn Jónasar Hallgrímssonar, náttúrufræðings og skálds. í áliti nefndar um húsnæðismál Náttúruf ræðistofnunar segir að nú sé tækifæri til að efla samvinnu akademískra stofnana á Akureyri og nýta sem best tækjakost með þvi að stofna vísinda- og gagnamiðstöð til að þjóna Háskólanum á Akureyri, framhaldsskólunum tveimur, Náttúrufræðistofnuninni, Fjórðungssjúkrahúsinu svo og öðrum þeim stofnunum eða fyrirtækjum sem hefðu hag af slíku samstarfi. Áform era um að reisa þessa byggingu á lóð í eigu Menntaskólans á Akureyri og er vilji fyrir því að hún verði tekin í notkun árið 1995 á 150 ára ártíð Jónasar Hallgrímssonar. Ekki hefur enn verið gerð nákvæm kostnaðaráætlun vegna þessarar byggingar en lauslegar áætlanir benda til að hann verði í kringum 230 miiyónir króna. Það var í apríl á síðasta ári að bæjarfulltrúamir Bjöm Jósef Amviðarson og Gísli Bragi Hjartar- son lögðu fram tillögu í bæjarsljóm Akureyrar um samein- ingu Náttúrugripasafnsins og Ly- stigarðsins í Náttúrufræðistofnun Norðurlands. Tillaga þessi var sam- þykkt á fundi bæjarstjómar þann 21. sama mánaðar. Til grundvallar ákvörðuninni um sameiningu lágu hugmyndir um aukið hlutverk stofnunarinnar. Þessar hugmyndir lúta meðal ann- ars að því að Náttúmfræðistofnunin annist náttúrurannsóknir og söfnun náttúrugripa á Norðurlandi og víðar, t.d. á heimskautasvæðum, og verði miðstöð almennra náttúru- rannsókna í fjórðungnum. Þá eru uppi hugmyndir um að stofnunin haldi uppi sýningum og annist aðra fræðslustarfsemi, reki grasasafn og tijásafn, annist náttúruvemdarmál og mengunarmál og gefi út vísinda- og fræðirit. Loks má nefna hug- myndir um afmarkaðri viðfangsefni svo sem að stofnunin sjái um rann- sóknir á skriðum og snjóflóðum og annist svepparannsóknir í þágu at- vinnuveganna. Samtímis og tekin var ákvörðun um sameiningu Lystigarðsins og Náttúmgripasafnsins var kosið í nefnd um húsnæðismál hinnar nýju Björn Jósef Amviðarson: Áformin eru raunhæf en þetta er lang- tímaverkefni „ÞÁTTTAKA bæjarins i þessu verður fyrst og fremst við sýn- ingarsalinn en Náttúrugripa- safnið býr nú við óviðunandi húsakost," sagði Björn Jósef Amviðarsson, bæjarfulltrúi og flutningsmaður tillögunnar um stofnun Náttúrufræðistofnunar Norðurlands. Hann sagðist telja áformin um sýningarsal og gagnamiðstöð vera vel raunhæf en menn yrðu að gera sér Ijóst að þetta væri langtimaverkefni. Bjöm Jósef sagðist þó vona að málið yrði komið vel á veg árið 1995 þó væntanlega yrði því ekki lokið þá. „Ég held að uppbygging Nátt- úmfræðistofnunar og Háskólans á Akureyri séu mjög mikilvæg fyrir byggðajöfhun. Það að flytja út á land vísinda- og menntastofnanir hefur sýnt sig vera eitt það besta sem hægt er að gera fyrir byggða- þróunina og ég held að Háskólinn eigi eftir að hafa gífurleg áhrif. Bjöm Jósef Arnviðarson „Við verðum að líta á það að náttúm- og umhverfisvemd er orð- ið gífurlega mikilvægt mál. Við Náttúmfræðistofnun er gert ráð fyrir að verði stundaðar ýmsar rannsóknir sem tengjast náttúm- vemd sem byggir auðvitað fyrst og fremst á því að við þekkjum náttúr- una,“ sagði Bjöm. „Ég held að þessi áform sem nú em uppi séu raunhæf en við verðum samt að gera okkur grein fyrir því að þetta er langtímaverkefni. Ég vona að málið verði komið vel á veg árið 1995 þó að þessu verkefni verði líklega ekki endanlega lokið þá. Þetta kostar mikla peninga og það em mörg önnur aðkallandi verkefni sem bíða.“ Jl //( * 0 A y -j ■ r— 'T \ 1. r—\ ■ xí — SS ;J,( Á þessu korti má sjá hvar fyrirhugað er að reisa gagnamiðstöðina. (A) Náttúrufræðistofnun, (B) gróðurskáli, (C) fyrirlestrarsalur, (D) kennslusalur, (E) gagnamiðstöð. stofnunar. Formaður nefndarinnar var kosinn Tómas Ingi Olrich, menntaskólakennari. í greinargerð sem fylgdi nefndarbréfinu var lagt til að tekið yrði upp samstarf við Menntaskólann á Akureyri um nýt- ingu lóðar, sem skólinn á, og liggur milli Lystigarðsins og Þómnnar- strætis. Einnig var þar reifuð sú hugmynd að efna til samstarfs við væntanlegan Háskóla á Akureyri og Fjórðungssjúkrahúsið. í tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir að Bæjarstjóm Akureyrar reisi hús yfír Náttúmfræðistofnun Norðurlands sem yrði alls 2.400 fermetrar að flatarmáli. Einnig lagði nefndin til að teknar yrðu upp viðræður við ríkisvaldið um þátt- töku þess I rekstri Náttúmfræði- stofnunar Norðurlands og leitað yrði leiða til að leggja gmndvöll að vísinda- og gagnamiðstöð á Akur- eyri og móta hugmyndir um rekstur slíkrar stofnunar. Taldi nefndin æskilegt að í byggingunni yrði auk Náttúmfræðistofnunar gert ráð fyrir húsvarðaríbúð og tveimur íbúðum fyrir gestkomandi vísinda- menn, bókasafni og gagnamiðstöð fyrir Háskólann á Akureyri, Menntaskólann á Akureyri, Verk- menntaskólann á Akureyri, Nátt- úrufræðistofnun Norðurlands og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Einnig yrði í húsinu fyrirlestrar- og ráðstefnusalur fyrir 350-400 manns. Fyrr í sumar var haldinn fundur í Háskólanum á Akureyri með for- stöðumönnum Háskólans, Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, Menntaskólans á Akureyri, Verk- menntaskólans á Akureyri og Nátt- úmfræðistofnunar Norðurlands þar sem rætt var um það hvort æski- legt væri að þessar stofnanir efndu til samstarfs um gagnamiðstöð og bókasafn. Fundarmenn vom sammála um að það hefði ótvíræða kosti að þess- ar stofnanir sameinuðust um gagna- og bókasafn. Töldu þeir að slík miðstöð myndi „stórefla starf- semi þessara stofnana umfram það, sem þeim væri kleift að standa undir hverri og einni, og auðvelda aðgang að upplýsingum. Auk þess væri slík gagnamiðstöð kjörin leið til að ná fram hagkvæmni og spam- aði, bæði í stofnkostnaði og rekstri". Á fundinum var einnig skipaður starfshópur sem hefur það hlutverk að athuga þörf hverrar stofnunar fyrir sig fyrir bóka- og gagnasafii, starfsmenn og tækjabúnað og leggja mat á kosti þess að stofna til samstarfs um gagnamiðstöð. Texti: Steingrímur Sigurgeirsson Tómas Ingi Olrich: Tímabært að Náttúrufræðistofnun hljóti viðurkenningu fyrir störf sín „ÞAÐ ER orðið fullkomlega tímabært að Náttúrufræði- stofnun Norðurlands h(jóti við- urkenningu fyrir störf sín á sviði almennra náttúruvfsinda, sem unnin hafa verið fyrir þjóð- ina alla,“ sagði Tómas Ingi Olrich þegar Morgunblaðið spurði hann um ástæðurnar fyrir þvf að nú væri stefnt að stóraukinni starfsemi Náttúru- fræðistofnunar Norðurlands. Tómas Ingi var formaður hús- næðisnefndar Náttúrufræði- stofnunar og er nú formaður viðræðunefndar um málefni Náttúruf ræðistofnunar Norð- urlands. Tómas Ingi Olrich sagði að þegar rætt væri um hlutverk og starfssvið Náttúrufræðistofnunar Norðurlands í framtíðinni þyrftu tvö meginsjónarmið að liggja til grundvallar. „í fyrsta lagi er það svo að eftir því sem íslendingar verða meira þéttbýlisfólk, vex þörfin á að efla tengsl þeirra við landið, ekki einungis sem sum- ardvalarstað, heldur einnig sem heimkynni og arfleifð. Æ færri íslendingar lifa í beinum tengslum við landið eða hafið umhverfis það, þjótt þjóðin dragi lífsbjörg sína þaðan og lifi í orðsins fyllstu merkingu af landsins gaeðum. Þekkingin og tengslin, sem áður sköpuðust af nánu sambýli, þarf nú að efla með fræðslu; ekki þurr- um upplýsingum heldur lifandi og ævintýralegri fræðslu. Af þessum sökum er mikil þörf fyrir lifandi, myndræn og nýtískuleg náttúru- fræðisöfn. Það er oft talað um kynslóðabil. Það hefur á vissan hátt opnast gjá milli landsins og verulegs hluta þjóðarinnar. Hana þarf að brúa. Aukin fræðsla um landið mun auðvelda íslendingum að umgangast það áfallalaust, auka virðingu þeirra fyrir landinu og þar með fyrir sjálfiim sér." í öðru lagi sagði Tómas Ingi að ýmsir atburðir, flestir vofeif- legir, hefðu nú nýlega aukið skiln- ing á mikilvægi umhverfismála og náttúruverndar. Vægi þessara mála væri því sífellt að aukast og mikilvægi þess, að við værum I stakk búin að takast á við þau á réttan hátt. „Umhverfis- og náttúruvemd verður aldrei virk nema hún eigi rætur meðal fólks- ins og það sem víðast um landið. Það er ekki hægt að reka náttúru- vemd í nýlendustíl, úr ijarlægð með tilskipunum úr kansellíinu. Án umhverfissinnaðs fólks er eng- in umhverfíslöggjöf virk. Þess vegna þarf að efla náttúruvfsindi eins víða og kostur er.“ Tómas Ingi sagði Náttúru- fræðistofnun Norðurlands hafa starfað á þessum vettvangi og sannað gildi sitt. Þótt hún starf- aði að almennum vísindaverkefn- um, hefðu skattgreiðendur á Ak- ureyri greitt kostnað hennar. Ef Reykjavíkurborg hefði lagt hlut- fallslega jafnmikið til náttúruví sinda, greiddi borgin nú laun tutt- ugu náttúrufræðinga, en hjá Náttúmfræðistofnun íslands sinna nú 6 fastir starfsmenn vísindastörfum. „Það er því orðið fullkomlega tímabært að Náttúmfræðistofnun Norðurlands hljóti viðurkenningu fyrir störf sín á sviði almennra náttúmvísinda, sem unnin hafa verið fyrir þjóðina alla. Hér er um að ræða stofnun sem hvorki þarf að flytja frá höfuðborginni né byggja frá gmnni. Hún er til og hana þarf að efla. Það er líka rétti tíminn til þess að gera það núna. Náttúmfræðistofnun er gagnasafn og þar er allmikið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.