Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988 Minning: Hildegard Guðleifs son, Langsstöðum Fædd 2. júlí 1927 Dáin 18. ágúst 1988 Við minnumst elsku ömmu okkar með þökk og virðingu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof yrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í fríði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alit og allt Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Bamabörn Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaða viðkvæm stund,- Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem) Enginn ræður sínum næsturstað voru orð sem komu fyrst upp í huga mínum þegar ég frétti að Hildur vinkona mín hefði verið flutt þungt haldin í Landspítalann. Hún, ásamt manni sínum, Guðmundi, og vinahjónum þeirra, Blómkvist og Gerðu, höfðu skömmu áður lagt af stað í ferðalag norður í land, þegar kallið kom. Er Hildur veiktist skyndilega og andaðist fímmtu- dagskvöldið 18. þ.m. Hún lagði af stað í sína hinstu för. Engum er ljóst, hvaðan lagt var af stað né hver lestinni miklu ræður. Við sláumst í förina fyrir það, jafnt fúsir sem nauðugir bræður. Og hægt hún fer, en hún færist um set, þessi fylgd yfir veginn auðan. Kynslóð af kynslóð og fet fyrir fet, og ferðinni er heitið í dauðann. (Tómas Guðm.) Hildur eins og við hér á íslandi kölluðum hana var fædd í Trave- munde í Þýskalandi, og var af stórri ætt sem bar nafnið Wemer en svo undarlega vill til að nú ber enginn það nafn af hennar ætt. Átti stríðið stóran þátt í því. Hildur missti móður sína þegar hún var 6 ára gömul, og grópaðist svo hljómurinn úr kirkjuklukkunum í litlu bams- sálina að hún gat helst aldrei hugs- að sér að vera við jarðarfarir. Hild- ur átti eina systur, sem var henni mjög kær. Kom hún tvisvar í heim- sókn til íslands. En hún andaðist langt fyrir aldur fram. Hildur kom 21 árs hingað til ís- lands með togaranum Fylki. Réðst hún sem ráðskona að Langsstöðum í Hraungerðishreppi í Flóa til bónd- ans þar, Guðmundar Guðleifssonar. Felldu þau hugi saman og giftu sig fyrstu jólin sem hún var á íslandi. Þau hjón eignuðust 3 böm og 8 bamaböm, þau heita: Sigurður, hann var giftur Önnu Kristínu Kjartansdóttur, dætur þeirra heita íris Erla og Magný Rós; Ingibjörg Helena, gift Guðmundi Ólafssyni, böm þeirra eru Sigrún Hildur, Ast- rós, Guðleifur og Elínborg sem skírð var sunnudaginn 14. ágúst, var litla stúlkan mikill augasteinn ömmu sinnar, eins og reyndar öll hennar ömmuböm; Sonja var í sambúð með Magnúsi Gissurarsyni, þeirra böm heita Guðmundur Þór og Steinunn Þóra. Hildur talaði oft um það hve lán- söm hún væri að eiga yndislegan mann og góð böm sem voni alltaf í kringum hana alla tíð. Ég sem þessar línur skrifa kynntist Hildi fljótlega eftir að hún kom til lands- ins því Ilse í Oddgeirshólum og Hildur vom æskuvinkonur frá Þýskalandi, og svo skemmtilega vildi til að örlögin leiddi þær saman á ný í sömu sveit á íslandi, án þess að þær vissu hvor af annarri. Árin liðu og vináttan efldist. Við þrjár vinkonumar höfum átt margar ógleymanlegar stundir saman. Allt- af var gott að koma að Langsstöð- um, þar ríkti mikil gestrisni og hlýja. Böm Hildar og Sigrún dóttir mín bundust snemma tryggðarböndum. Þær vom margar helgamar og ófá fríin sem Sigrún dvaldi á Langs- stöðum, og var henni ætíð tekið sem væri hún ein úr fjölskyldunni. Fyrir nokkmm ámm fluttu Hild- ur og Guðmundur frá Langsstöðum að Lyngheiði 15 á Selfossi. Áttu þau einnig þar yndislegt heimili, þar sem Hildur ræktaði blómagarð- inn sinn af mikilli alúð. Hildur hafði yndi af ferðalögum og þrátt fyrir vanheilsu síðasta árið átti hún því láni að fagna að fara í Iangþráða ferð til Þýskalands og Finnlands í sumar. Kom hún sem nýútspmngin rós til baka og full af lífsþrótti. í þessari ferð heimsótti hún hjónin Harry og Ingeborg sem biðja fyrir samúðarkveðjur, og um leið vilja þau þakka Hildi fyrir alla tryggð t Móðir okkar og tengdamóðir, WERA SIEMSEN, Laugateig 3, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu, Reykjavík, að kvöldi 25. ágúst. Gústav Magnús Slemsen, Dagbjört Á. Siemsen, Hilda Lis Siemsen, Sigurbergur Árnason. t Eiginmaður minn og faöir okkar, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON sklpstjóri, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Fálkagötu 23, lést í St. Jósefsspítala 25. ágúst 1988. Jaröarförin auglýst síðar. Margrát Ingvarsdóttir, Kristján Kristjánsson, Vilborg I. Kristjánsdóttir, Ingvar Kristjánsson, Gíslína S. Kristjánsdóttlr, Unnur Þ. Kristjánsdóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir og amma, ERLA D. MAGNÚSDÓTTIR, Hraunbraut 22, Kópavogi, andaöist í Landspítalanum 25. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Einar Guðmundsson, Jón Gunnarsson, Halla Ragnarsdóttir, Unnur H. Gunnarsdóttir, Margrát Einarsdóttir, Magnús K. Jónsson, Unnur Lárusdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faöir, tengdafaðir og afi, ' SVEINBJÖRN EGILSON, Barðavogi 34, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju mánudaginn 29. ágúst kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Elin L. Egilson, HolgerTorp, Sveinbjörn Á. Egilson, Þorvaldur S. Egilson, Fríða A. Sæmundsdóttir, Guðrfður Egilson, Þorsteinn Egilson, Eygló Ótafsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, GUÐJÓN HALLSSON, Lækjarvegi 2, Þórshöfn, verður jarösunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 29. ágúst kl. 15.00. Fyrir hönd aöstandenda, Etfsabet Þorsteinsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mins, SVERRIS EINARS EGILSSONAR, Grettisgötu 78. Fyrir hönd annarra aöstandenda, Hjördfs Þ. Guðjónsdóttir. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR frá Nesi f Loðmundarfirði, lést í Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi, 24. þessa mánaðar, tæpra 104 ára. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við fráfall og útför MAGNÚSAR ÁSGEIRSSONAR, Vesturgötu 26b, Hafnarflrðl. Margrót Hframsdóttir, börn, barnabörn og tengdabörn. við landa þeirra sem hafa verið á ferð hér á landi á undanfomum árum. Þegar komið er að kveðju- stund um sinn þá er mér efst í huga þakklæti fyrir góða vináttu og tryggð alla tíð við mig og fjöl- skyldu mína. Við biðjum Guð að styrkja Guðmund, böm, bamaböm, aðra ættingja og vini. Og óskum við þeim velfamaðar um ókomin ár. Nú legg ég augun aftur, 6, Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinb. E.) Veri elsku Hildur mín kært kvödd og Guði á hendur falin. Hafí hún hjartans þökk fyrir allt og allt. Vinarkveðja, Jónina Björnsdóttir frá Oddgeirshólum Dýpsta sælan og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra máli ei talar tunga tárin eru beggja orð. Svo örstutt er bilið milli blíðu og éls, og brugðist getur Iánið frá morgni til kvelds. Þessar ljóðlínur Matthíasar Joch- umssonar, komu okkur í huga þeg- ar við fréttum lát Hilde. Hún kom hingað til landsins sem vinnukona frá Þýskalandi í ágúst 1949, kom þá að Langstöðum, og þar settist hún að til frambúðar, kvæntist Guðmundi Guðleifssyni bónda þar. Þau eignuðust þijú böm, Sigurð, Ingibjörgu og Sonju, sem öll búa á Selfossi. Hilde gekk vel að aðlagast íslenskum staðháttum, og hún eign- aðist fljótt góða vini hér. Hún var ákveðin og réttsýn kona, og það var mjög gott að umgangast hana. Við sem þessar línur fæmm á blað, vorum í sveit hjá þeim hjónum á Langstöðum í nokkur sumur, svo var með mörg önnur ungmennin sem þangað komu að sumrin urðu fleiri en eitt og ber það merki um góða aðhlynningu. Árið 1975 fluttu Hilde og Guðmundur á Selfoss og festu heimili á Lyngheiði 15. Hún var svo lánsöm að komast til Þýska- lands í sumar og gat heimsótt sína heimabyggð, Travemiinde. Þar hélt hún upp á sinn síðasta afmælisdag ásamt vinum sínum. Að leiðarlokum þökkum við Hilde samfylgdina í meira en 30 ár, og biðjum algóðan Guð að gefa henni eilífan frið og blessun á vegferð hennar. Guðmundur minn, þér og fjölskyldu þinni sendum við okkar einlægustu samúðarkveðjur og biðj- um algóðan Guð um styrk ykkur til handa. Silla, Gugga og Óli Leiðrétting í minningargrein um Helga Tryggvason yfírkennara í blaðinu í gær eftir GHK urðu prentvillur, í einni og sömu málsgreininni. Hún á að hljóða þannig: Hann var reynsluríkur djúphugsuður þegar ég kynntist honum og skyggndist með alvörugleði í trúmálahugsanir og vettvang dagsins til að greina hvemig hugur gæti stutt hönd ... o.s.frv. Kransar, krossar og kistuskreytingar. Sendum um allt land. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfhcimum 74. sími 84200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.