Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 53
m’t r = ;-í>\ y«? M-fíiAaááiiáfátMM'XClftHl (t<f \ i^rniv MORGUNBLAÐIÐ IPKOTTlK LAUGARDAGUR 27. AGUST 1988 53 KNATTSPYRNA / MJOLKURBIKARKEPPNIN „Komum til að sigra og taka bikarinn til Keflavíkur“ - sagði Frank Upton, þjálfari ÍBK-liðsins sem ekki hefur unnið titil í 13 ár um. Loka æfíng ÍBK fyrir leikinn í dag var á fimmtudagskvöldið og í gærkvöldi fór liðið saman í kvik- myndahús í Reykjavík. Kjartan Másson sagði að sú ákvörðun hefði verið tekinn að láta leikmenn liðsins sofa í sínum rúmum fyrir leikinn, en ekki að fara með liðið á hótei eins og Valsmenn ákváðu að gera. Kjartan sagði að það væri sín reynsla að menn sem ekki væru vanir að ferðast og sofa í nýju umhverfi hvfldust best heima og því hefði þessi ákvörðun verið tekin. Ekki atvag reynsluiauslr Keflavíkurliðið er ekki með öllu reynslulaust ög sjö leikmenn þess hafa áður tekið þátt í bikarúrslitum áður. í fyrra léku bræðumir Daníel •>g Grétar Einarssynir með Víði í Garði gegn Fram og þá léku þeir Einar Asbjöm Ólafsson og Ragnar Margeirsson með Fram og skoraði Ragnar eitt mark í leiknum. Það var þriðji úrslitaleikur Ragnars, hann lék með ÍBK í tapleikjum gegn ÍA 1982 og Fram 1985 og náði hann að skora í öllum leikjun- um. Þá má nefna þá Þorstein Bjamason, Sigurð Björgvinsson og Óla Þór Magnússon sem léku með liðinu 1982 og 1985. Keflvíkingum hefur einu sinni tekist að sigra í bikarkeppninni og það var árið 1975 þegar þeir sigruðu Skagamenn 1:0. Þá var Þorsteinn Bjamason vara- markvörður. „Leikur sem viA vlljum gleyma“ „Úrslitaleikurinn gegn Fram er leikur sem við viljum gjaman ekki hugsa of mikið um,“ sögðu bræð- umir Grétar og Daníel Einarssynir sem vom í liði Víðis sem tapaði, 0:5, fyrir Fram í fyrra. Þeir sögðu að allt hefði farið úrskeiðis hjá Víðisliðinu í leiknum sem hefði hreinlega farið á taugum. Menn hefðu einfaldlega ekki ekki verið méð og liðið hefði brotnað strax eftir fyrsta markið. „Við erum reynslunni ríkari í dag og erum hvergi smeykir." í sama strengtóku þeir Ragnar Margeirsson og Einar Asbjöm Ólafsson sem eiga titil að veija en nú með öðru félagi. Þeir sögðu að Valsmenn væm til muna sigurstranglegri og þeir hefðu líka verið sigurstranglegri þegar þeir mættu Víði í undanúrslitum bikar- keppninnar í fyrra, en töpuðu síðan óvænt. Engin gæti spáð með vissu um úrslit og þeir fæm til leiksins með því hugarfari að sigra. Sigurð- ur Björgvinsson og Þorsteinn Bjamason leikreyndustu menn liðs- ins sögðust vera sannfærðir um að ef sami góði andinn héldist og ver- ið hefði hjá liðinu í leikjum þess í bikarkeppninni þá væri Keflavíkur- liðið til alls líklegt. Morgunblaöiö/Bjöm Blöndal Þolr léku til úrslita í bikarkeppninni í fyrra, en þá með öðmm félögum. Einar Asþjöm Ólafsson, Daníel Ein- arsson, Grétar Einarsson og Ragnar Margeirsson. „Keflvík- ingar verða ekki auðveld bráð“ „BIKARLEIKUR eru um margt ólíkir öðrum ieikjum og aldrei hœgt að bóka úrslitin fyrirfram. En við göngum að sjálfsögðu til leiksins með því hugarfari að sigra og koma með bikarinn til Keflavíkur því það vœri kœr- komin sárabót eftir slakt gengi liðsins í sumar,“ sagði Frank Upton þjálfari 1. deildarliðs IBK í knattspyrnu á síðustu œfingu liðsins fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Val, sem verður á Laugar- dalsvellinum f dag kl. 14. Þá keppa Keflvfkingar að lang- þráðum titli, en þeim hefur ekki tekist að sigra í neinu móti síðan 1975 er þeir urðu bikarmeistarar. Heppnin þarf oftast að vera með þeim liðum sem ná að komast í úrslit f bikarkeppni og ég neita því ekki að heppnin var með okkur í nokkrum leikjum. Bjöm En við höfum leikið Blöndal mun betur f bikar- SKM keppninnienídeild- arkeppmnm og mikil barátta hefur einkennt leiki liðsins. Strákamir hafa lagt hart að sér og ég vil að þeir baeði njóti og hafi gaman af leiknum," sagði Frank Upton. Hann sagðist ekki vilja skýra frá hvemig lið sitt myndi leika í dag, það yrði að koma í ljós. Hann sagði að Valsliðið væri skipað mörg- um sr\jöllum leikmönnum sem margir hveijir ættu marga iands- leiki að baki og í ljósi þess og stöðu Valsmanna í deildinni ættu þeir að teljast sigurstranglegri. En menn skyldu ekki afskrifa ÍBK-liðið, því á góðum degi gæti hið óvænta gerst. „Valsmenn verða erfiölr“ Valsmenn verða erfíðir andstæð- ingar í dag, en menn skyldu hafa það í huga að bikarúrslitaleikir em um margt ólíkir öðmm leikjum og oftast sigrar það lið sem nær betur saman. Aðstæður hafa því ákaflega mikið að segja og við vitum að það er hægt að sigra Valsliðið," sagði Kjartan Másson aðstoðarþjálfari og hægri hönd Frank Upton. Kristján Ingi Helgason formaður knatt- spymudeildar ÍBK sagði að Keflavíkurliðið væri staðráðið í að selja sig dýrt í þessum leik. Leikur- inn byrjaði 0:0 og ef ÍBK-liðið næði upp góðum leik væri aldrei að vita hvemig færi og sigur í bikarkeppn- inni yrði góður endir á slakt keppn- istímabil sem hefði valdið vonbrigð- Valsmenn héldu í langferðabifreið til Hveragerðis f gær. Þeir koma aftur til Reykjavíkur rétt fyrir leik sinn gegn Keflvíkingum. Morgunblaöiö/KGA . - segirHörður Helgason, þjálfari Vals „ÉQ á harma að hefna - þegar við mœtum Keflvíkingum. Eg er ekki búinn að gleyma bikar- úrslitaleiknum 1975, þegar Einar Gunnarsson skoraði sig- urmark Kefivfkinga gegn Akra- nesi með lausu skoti, sem ég átti að verja. Knötturinn hafn- aði þá íeinum leikmanni Skagaliðsins og breytti stefnu - fór fram hjá mér og hafnaði í netinu," sagði Hörður Helga- son, þjálfari Valsmanna. Hörður var markvörður Skaga- manna, þegarþeirtöpuðu, 0:1, fyrir Keflvíkingum 1975 á Laugar- dalsvellinum. „Jú, ég hef heyrt það úr ýmsum áttum að menn telja að við ættum að vera öruggir með að vinna Keflvíkinga. Það er mesti misskilningur að Keflvíkingar verði auðveld bráð fyrir okkur. Keflvík- ingar eiga marga góða leikmenn og þá eru þeir þekktir fyrir að gef- ast ekki upp fyrr en í fulla hnef- ana. Þeir verða erfiðir viðureignar og ég hef trú á því að úrslit leiks- ins ráðist ekki fyrr en rétt fyrir leikslok eða þá f framlengingu," sagði Hörður Helgason. Margir leikmenn Vals leika sinn fyrsta bikarúrslitaleik á Laugar- dalsvellinum í dag kl. 14. „Leikur- inn verður stór stund fyrir strák- ana,“ sagði Hörður. Valsliðið hélt til Hveragerðis í gær, til að und- irbúa sig fyrir átökin. Allir leikmenn liðsins, nema Guðni Bergsson, fóru kl. 13. Guðni er nú í prófum í Há- skólanum. Hann fór austur fyrir fjall í gærkvöldi. „Það er mjög gott að fara til Hveragerðis og gista á Hótel Örk. Þar fáum við að vera í rólegheitum og ræða málin saman," sagði Hörður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.