Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988 nmnmn Ást er... ... að vaða ekki inn á óhreinum skónum. TM Reg. U.S. Pat Off.—all riflht* raswvad © 1988 Los Angeles Times Syndicate 747TARMOW5KI _____ Allt í lagi, vina, ég gleymdi gleraugunum___ HÖGNI HREKKVÍSI Spara má stórfé í ríkiskerfinu Til Velvakanda. Nú ganga helstu ráðamenn þessa lands fram fyrir skjöldu og boða skerðingu kaupmáttar og allsherjar samdrátt í þjóðfélaginu. Meðal ann- ars er talað um að stórfelldur niður- skurður verði nú að eiga sér stað í ríkiskerfínu. Á slíkum tímum hlýtur sú spum- ing að vakna hjá skattgreiðendum, hvort ekki megi ná gífurlegum ár- angri í baráttunni við verðbólguna og erlendar skuldir, með því einu að taka til hendinni og spara ræki- lega hjá hinu opinbera. Ég held að ekki þurfí að draga úr þjónustu hins opinbera svo neinu nemi. Og sennilega þyrfti ekki held- ur að segja upp opinberum starfs- mönnum. Hins vegar væri hægt að sleppa þvi að ráða nýja, þannig að þeim fækkaði sjálfkrafa. Eins væri hægt að draga mikið úr kostnaði við utanlandsferðir embættis- manna. Það hefur tekist í félags- málaráðuneytinu, án þess að það hafí á nokkum hátt bitnað á starfi Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafrleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. ráðuneytisins. Mikill hluti þessara utanferða virðist vera ónauðsynleg- ur og í raun em margar þeirra aðeins bitlingar til embættismann- anna. Milljarða mætti spara með því að hætta niðurgreiðslum og útflutn- ingsbótum á landbúnaðarvömm. Það er kominn tími til að við íslend- ingar hættum að borga útlending- um fyrir að kaupa afurðir okkar. Eins eigum við að hætta að halda uppi byggð á ýmsum útkjálkum, þar sem alls ekki er lífvænlegt. Það er svo þjóðþrifaverk að leggja niður stofnanir eins og Byggðastofnun, sem engan tilgang hafa annan en Flytja á fréttir af ánægjuleg- um atburðum Kæri Velvakandi og söngelska þjóð. Þjóð okkar hefur löngum talist söngelsk og höfum við í gegnum tíðina eignast marga stórsöngvara í hópi karla og kvenna. I þeirra hópi er Kristján Jóhannsson. Á undanfömum ámm hefur hann unnið hvem stórsigurinn á fætur öðmm, okkur aðdáendum hans til mikillar gleði. Því skýtur skökku við þegar eng- inn hinna stóm fjölmiðla nema Morgunblaðið tekur fyrir þau gleði- legu tíðindi, að á sunnudaginn veitti Ítalíuforseti Kristjáni viðurkenn- ingu fyrir kynningu á ítalskri tón- list. Öðm eins er víst slegið upp í fjölmiðlum og væri ekki ráð að geta þess oftar, þegar eitthvað ánægjulegt á sér stað. Hvar er þjóð- arstolt okkar núna, góðir íslending- ar? Aðdáandi. að flytja fé frá byggðarlögum sem bera sig, til staða þar sem engin skilyrði em fyrir arðbæmm at- vinnurekstri. Með aðgerðum af þessu tagi væri unnt, að draga verulega úr erlendum skuldum þjóðarinnar. Síðar, þegar staða ríkissjóðs hefði batnað töluvert, mætti lækka skatta og álögur hvers konar á fyrirtæki og einstaklinga. Þannig gætu ís- lendingar aftur skapað sér lífvæn- leg búsetuskilyrði í þessu gjöfula landi án þess að ráðast einu sinni enn á kjör hinna verst settu. Skattborgari. Víkverji skrifar Oft er rætt um hvílík paradís Elliðaámar séu fyrir reykvíska stangveiðimenn, enda er þar um að ræða eina af bestu laxveiðiám landsins. Ásókn í veiðileyfí er jafnan mikil hjá félögum í Stangaveiðifé- lagi Reykjavíkur. Fyrir skömmu fékk Víkverji boð um að veiða hálf- an dag í Elliðaánum móti kunn- ingja sínum sem hann og þáði. Veiðin reyndist hin besta skemmtun og komu á land einn lax og fáeinir sjóbirtingar. Daginn eftir var sil- ungurinn borinn á borð soðinn en reyndist afar bragðvondur. Laxinn var hins vegar sendur í reykhús eins og venja er á mörgum heimil- um. Þar kom I ljós að starfsmenn höfðu slæma reynslu af því að reykja lax úr Elliðaánum og að fjöl- margar kvartanir höfðu borist vegna reykingar á laxi úr ánum. Það hlýtur að teljast verðugt rann- sóknarefni fyrir fískifræðinga að kanna hvað hér veldur og hvort hin slæmu bragðgæði fisksins séu af eðlilegum orsökum. Veiðimenn hafa hér beinna hagsmuna að gæta og óneitanlega vekur þetta upp þá spumingu hvort allt sé með felidu í umhverfí Elliðaánna. XXX Efnahagsaðgerðir á íslandi eru famar að falla í undarlegan farveg. Síðast þegar gripið var til slíkra ráðstafana nú á vordögum var það eftir að stjómmálamennim- ir voru búnir að velta vöngum yfír gengisfellingu og hversu mikil hún yrði svo vikum skipti. Á endanum voru allir sem vettlingi gátu valdið búnir að ná sér í gjaldeyri, svo að Seðlabankinn mátti hætta skrán- ingu á gengi og gengisfelling var óhjákvæmileg. Nú er svipað uppi á teningnum. Það er búið að tala svo lengi um niðurfærslu verðlags að það verða áreiðanlega allir sem til þess hafa aðstöðu, búnir að hækka vörur sínar áður en til niðurfærslunnar kemur. Og alltaf verða stjómmálamenn- imir jafn hissa. XXX Víkveiji vék í gær lítillega að skrautlegum fyrirsögnum íþróttafréttamanna vegna leikja á Flugleiðamótinu í handknattleik. Sigur íslenska landsliðsins yfír hinu sovéska er að sjálfsögðu hápunktur- inn, bæði fyrir handboltaunnendur og í íþróttafréttamennskunni, þar sem þjóðemisrembingurinn hefur fengið að njóta sín sem aldrei fyrr. Víkveija fínnst samt fulllangt gengið að ætla að sovéskur hand- knattleikur sé að líða undir lok eft- ir tapið við íslendinga — eftir 10 mánaða samfellda sigurgöngu þar á undan. Engu að síður verður niðurlag frásagnar Þjóðviljans af leiknum sl. fimmtudag vart skilið öðru vísi, en þar er íþróttafréttaritarinn að gefa íslensku leikmönnunum einkunn og segir að endingu: „Alfreð er líka alltaf í toppformi á móti stórköllum eins og Rússunum, sem mega muna sinn fífil fegri.“ xxx Pappírsklemmur em áreiðan- lega einhver hversdagslegasti hlutur í heimi en hið mesta þarfa- þing, sem fólk leiðir ekki mikið hugann að alla jafna. Einhveijir v-þýskir tölfræðingar tóku sig samt til á dögunum og könnuðu hver yrðu afdrif 100 þúsund pappírs- klemma. Þeir komust að því að aðeins fímmtungur pappírsklemm- anna var notaður í þeim tilgangi sem klemmunum er ætlaður. Afgangurinn hlaut eftirfarandi örlög: 14.163 klemmur vom beygð- ar og brotnar af fíktumm. 19.413 klemmur vom notaðar sem spila- peningar, þ.e.a.s. þar sem eldspýtur em oftast notaðar. 17.200 klemmur vom notaðar sem krækjur á buxna- strengi og bijóstahaldara. 5.434 klemmur urðu tannstönglar eða eymapinnar. 5.308 klemmur urðu naglasköfur. 3.196 klemmur urðu að pípuhreinsumm. Afgangurinn einfaldlega týndist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.