Morgunblaðið - 27.08.1988, Page 51

Morgunblaðið - 27.08.1988, Page 51
LAÚGÁÉDAGUfe '^7ÁtiÚIST 198^.':.'','. ^ ’ ' ■ ry^fr.'í-fv Eflum stóriðju í landinu Til Velvakanda. Um langa hríð hefur íslenska þjóðin nær eingöngu lifað á útgerð og fiskvinnslu. Mikill meirihluti út- flutningstekna þjóðarinnar hefur fengist fyrir sjávarafurðir. Nú steðja erfiðleikar að þessari at- vinnugrein. Það er ekki í fyrsta sinn, en svo virðist sem vandinn sé óvenju mikill nú. Af þessum sökum hljóta allir þeir, sem láta þjóðarhag sig ein- hverju varða, að velta fyrir sér, hvort ráðlegt sé að efnahagur þjóð- arinnar byggi að svo miklu leyti á einni atvinnugrein, sem þar að auki er háð duttlungum náttúruaflanna. Sá er þetta ritar telur að slíkt sé ekki viturlegt. A ofanverðri tutt- ugustu öldinni er rökrétt fyrir íslensku þjóðina að hverfa af veiði- mannastiginu, og nýta landkosti til iðnaðar. Landið liggur vel við hinum stóru markaðssvæðum í Norður- Ameríku og Vestur-Evrópu. Þjóðin er vel menntuð og mikil tækniþekk- ing er hér fyrir hendi. Síðast en ekki síst geta íslendingar nýtt sér vatnsöflin til að framleiða ódýra orku. Skilyrði til iðnrekstrar ættu því að vera góð hér á landi. En við Islendingar erum fáir og smáir og getum því ekki ráðist í neinar stór- framkvæmdir nema í samstarfi við útlendinga. Það eigum við alls ekki að óttast, heldur leita samstarfs við þá hvenær sem færi gefst. Það kann að vera, að slíkt tækifæri blasi nú við, því uppi eru hugmyndir um stórfellda stækkun álversins í Straumsvík. Slíkum hugmyndum ber að fagna, því slíkar framkvæmdir yrðu til þess að renna traustari stoðum undir efnahagskerfi okkar. Sam- starf íslendinga við Alusuisse hefur lengstum verið gott og álverið hefur verið okkur mikilvægt. Staðurinn hentar vel til svona reksturs og hagkvæmt virðist að ráðast í frek- ari framkvæmdir þama. Vissulega ber að skoða fleiri kosti í stóriðjumálum, en þessi sýnist hagkvæmastur eins og sakir standa. Því megum við ekki láta einangrunarstefnu og þröngsýni villa okkur sýn. Ráðamenn verða að sýna pólitískt þrek til að gera þetta mögulegt, þjóðinni til heilla. íslendingur. „Hafa skal ráð þó heimskur kenni“ Til Velvakanda. Haustið 1984 aulýsti stjóm Steingríms Hermannssonar eftir til- lögum frá almenningi, sem gætu leitt til spamaðar í ríkisrekstri. Nú hefur stjórn Þorsteins Pálssonar endurtekið þessi tilmæli og höfðar aðallega til starfsmanna við ríkis- stofnanir og heitir verðlaunum. Vafasamt er, að þeir verði óðfúsir að reita fjaðrirnar af sjálfum sér. í tilefni af auglýsingu núverandi stjómar ætla ég að endurtaka spamaðartillögur, sem ég birti í DV á útmánuðum 1985 í tilefni af auglýsingu Steingrímsstjómar. 1. Leggja skal niður alla útgerð á bifreiðum ráðherra og láta þá nota leigubifreiðar og bjóða akstur- inn út. Bifreiðastöðvar em opnar allan sólarhringinn og nota aðeins nýja bíla. 2. Leggja skal niður prestsem- bættin i Kaupmannahöfn og Lon- don, sem aldrei hafa verið lögfest. 3. Leggja skal niður hin árlegu kirkjuþing, sem em svo valdalaus, að þrír aðilar, kirkjuráð, synodus og biskup þurfa að samþykkja til- lögur þess, til að þær verði mark- tækar. Hafa stundum komið frá kirkjuþingi allt að 40 samþykktir, en aðeins tvær eða þrjár komið til álita alþingis. Og aðeins eins þeirra hefur verið lögfest, og var það af- nám prestskosninga. 4. Leggja skal niður embætti blaðafulltrúa þjóðkirkjunna, sem aldrei hefur verið lögfest, þrátt fyr- ir endurteknar áskoranir kirkju- þings. 5. Fasteignamat ríkisins hefur verið blásið svo út á síðustu árum, að þar starfa nú yfir 30 manns. A fjárlögum er gert ráð fyrir að meira en 30 milljónum verði varið til fast- eignamatsins, eða meiru en til Hag- stofu íslands. Leggja ber fasteigna- matið niður sem sérstaka stofnun, en gera það að deild við Hagstof- una. 6. Reynt verði að fækka ein- hverjum af þeim fjögur- til fímm- hundmð nefndum, sem em ámm saman á launum hjá ríkinu. Siguijón Sigurbjörnsson. t- Páfagaukur fannst 1 Garðabæ Grænn páfagaukur fannst í Garðabæ. Upplýsingar í síma 40018. Látið Davíð stjórna Reykvíkingur hringdi: „Þessa dagana tala menn mikið um vandræði í stjóm efnahags- mála. Það er ljóst að þriggja flokka samsteypustjóm eins og situr núna, getur aldrei ráðið við verðbólguna og erlendu skuldirn- ar, því aldrei næst nein samstaða um aðgerðir. Hins vegar sjáum við hversu vel Davíð Oddssyni og Sjálfstæðisflokknum gengur að stjóma Reykjavík. Þar stjómar sterkur meirihluti með hagsmuni hins almenna borgara að leiðar- ljósi. Ég held að það væri þjóðinni fyrir bestu, ef hún bæri gæfu til að velja mann eins og Davíð til forystu í landsmálunum, og tryggði honum starfsfrið til að koma sínum málum fram.“ Hjóli stolið frá Berg- staðastræti Nýju hvítu BMX-hjóli var stolið frá húsi við Bergstaðastræti um síðustu helgi. Þetta em mikil von- brigði fyrir drenginn sem á það. Hann vann í unglingavinnunni í sumar og hafði lagt til hliðar til að geta keypt hjólið. Ef einhver getur gefið upplýsingar um hvað orðið hefur af því, er hann vinsam- legast beðinn að hringja í síma 97KK7 orto fifi70Rfi Tölvuúr týndist I Vest- urbæ Casio tölvuúr týndist nýlega, líklega í Vesturbænum. Úrið er úr stáli og á því em tveir gluggar. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 24704. Frábær þjónusta í Viðey Sólveig Kristjánsdóttir hringdi: „Eg fór um daginn út í Viðey og vil koma á framfæri þakklæti til starfsfólksins þar fyrir frábær- an mat og þjónustu. Þama var allt til fyrirmyndar." Herstöðin er friðarsetur Lesandi hringdi: „Mér finnst ánægjulegt að heyra, að Alþýðubandalagsmenn hafa loksins áttað sig á því, að hjal þeirra um brottför hersins og úrsögn úr NATO á sér engan hljómgmnn meðal þjóðarinnar. Ólafur Ragnar hefur sýnt þá skynsemi í þessu máli, að breyta áherslunum í málflutningi flokks- ins þannig, að skrúfað hefur verið niður í innantómum slagorða- söngnum. Þess vegna vona ég, að hann og félagar hans viður- kenni það á fundi sínum á Hall- ormsstað, að herstöðin á íslandi er i raun friðarsetur.“ Veski tapaðist í Borgar- nesi Dökkblátt seðlaveski tapaðist í Borgarnesi föstudaginn 12. ágúst. í því vom skilríki, greiðslukort og peningar. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 77121 eða 670248. HRAÐLESTRARNAMSKEÍÐ Fyrsia hraðlestrarnámskeið vetrarins hefst 30. ágúst nk. Námskeiðið hentar öllum sem vilja auka lestrarhraða sinn, hvort heldur ervið lesturfagurbókmennta eða námsbóka. Nemendur HRAÐLESTRARSKÓLANS þrefalda aö meðaltali lestrarhraða sinn í öllu lesefni. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091. HRAÐLESTRARSKÓUNN Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR KOPAVOGUR Stóragerði Skjólbraut Hvassaleiti Hófgerði Heiðargerði og víðar Grettisgata GRAFARVOGUR Laugavegur Bankastræti Hverafold Stigahlíð 49—97 SELTJNES Skólavörðustígur Fornaströnd BREIÐHOLT Hofgarðar Stekkir Barðaströnd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.