Morgunblaðið - 27.08.1988, Page 23

Morgunblaðið - 27.08.1988, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988 23 Norrænt grafík þríár NORRÆNT grafík þriár er nafn sýningar sem opnar í Norræna húsinu í dag, laugardaginn 27. nágúst klukkan 15. Verk á sýn- ingunni eiga grafíklistamenn frá Norðurlöndunum en sérstakur gestur sýningarinnar er ítalinn Mimmo Paladino. Sýning þessi í Norræna húsinu er sett upp í samráði við félagið íslensk grafík. Sem fyrr segir ber hún nafnið Norrænt grafík þríar en þríár er þýðing á erlenda orðinu „triennal". Eins og nafnið gefur tii kynna er ætlunin að sýning þessi verði fastur liður í sýningarhaldi Norræna hússins þriðja hvert ár héðan í frá. Hugmynd sú er liggur að baki er að sýna ákveðið við- fangsefni í grafíklist á Norðurlönd- unum og víðar. Að þessu sinni var einum grafík- listamanni frá hveiju Norðurland- anna boðið til sýningarinnar. Að sögn Valgerðar Hauksdóttur, form- anns íslenskar grafíkur, og Knut Odegárd, forstjóra Norræna húss- ins, er þetta í fyrsta skipti sem sýning af þessu tagi er haldin hér á landi. Boðið var einum grafíklista- manni frá hveiju Norðurlandanna en haft var samráð við samtök lista- manna í hveiju landi um val á lista- manni. Verk á sýningunni eiga Vignir Jóhannesson, Yngve Næs- heim frá Noregi, Finn Richardt Jörgensen frá Danmörku, Krystyna Piotrowska frá Svíþjóð og Tuomo Saali frá Finnlandi. Sem fyrr segir verður ítalski grafíklistamaðurinn Mimmo Paladino sérstakur gestur sýningarinnar. Verkin á sýningunni eru öll ný. Þema sýningarinnar er notkun listamannanna á manninum og mannsmyndinni í verkum sínum. I tengslum við sýninguna flytur Leslie Luebbers, listfræðingur, fyr- irlestur í fundarsal Norræna húss- ins sunnudaginn 11. september en hún skrifar grein um listamennina og verk þeirra í sýningarskrá. Sýningunni lýkur sunnudaginn 18. september. Morgunblaðið/KGA Knut Odegárd, forstjóri Norræna hússins, og Valgerður Hauks- dóttir, formaður íslenskrar grafíkur, standa hér við eitt verka ítalska graf íklistamannsins Mimmo Paladino. Palladino er sérstak- ur gestur sýningarinnar Norrænt grafík þríár sem hefst á morg- un í Norræna húsinu. Nýir hjóna- garðar tekn- ir í notkun FYRSTU íbúðirnar í nýjum Hjónagörðum við Suðurgötu verða afhentar í dag, laugardag. Þær verða sýndar almenningi um helgina. Alls verða 93 tveggja og þriggja herbergja íbúðir í húsinu og verða 15 þeirra afhentar nú. Framvkæmdum verður fram hald- ið í vetur og þá lokið við 60 íbúðir til viðbótar. Síðustu íbúðimar verða afhentar haustið 1989. í áfanganum, sem nú er lokið við, er einnig les- stofa og önnur sameiginleg aðstaða fyrir íbúa. Félagsstofnun stúdenta leigir í vetur út 100 herbergi á einstaklings- görðum og 69 tveggja og þriggja herbergja íbúðir á hjónagörðum. Rúmar húsnæðið um 5% háskóla- stúdenta. 400 umsóknir um garðvist hafa borist fyrir veturinn. Nýju íbúðimar verða opnar al- menningi til sýnis frá klukkan 16-18 laugardag og frá klukkan 14-18 sunnudag. Nokkrar húsgagnaversl- anir munu búa 6 íbúðanna hús- gögnum meðan á sýningunni stend- ur. HJÁ OKKUR MERKIR NÝR BÍLL 1989 ÁRGERÐ MiTSUBtSHM GÆMJkNT Nh'TT UTLIT — NY TÆKNl VERÐ FRÁ KR. 771.000 Innifalinn I verðinu er m.a. eftirtalinn búnaður: VökvastýriP/eltistýri — Rafknúnar rúöuvindur — Rafstýröir útispeglar Samlæsing á huröum — Dagljósabúnaöur — Lúxusinnrétting — Rafdrifin sóllúga (super saloon) — Ökuhraðastilli (super saloon/GLSI) — Léttmálmsfelgur (super saloon) Nú um helgina eru árlegir söng- dagar haldnir í Skálholti. Söngdagar í Skálholti: Requiem eftir Fauré flutt við messu á morgun ÁRLEGIR söngdagar í Skálholti hófust í gærkvöld og lýkur klukk- an 16.30 á morgun með tónlistar- flutningi í kirkjunni. Söngvinir syngja og Sigurður Halldórsson Ieikur á selló svítu nr. 5 eftir Bach. Stefnt er að flutningi á Requiem eftir Fauré við guðs- þjónustu sem hefst klukkan 17. Söngdagar í Skálholti em nú haldnir í tíunda sinn og á þeim hafa viðfangsefni verið margvísleg að því er segir í fréttatilkynningu. Nefna má Litlu orgelmessuna eftir Haydn, Pange Lingua eftir Kodaly, Rejoice in the Lamb eftir Britten og G-dúr messu Schuberts. Að þessu sinni verður tekist á við nýtt kórlag eftir John Speight, sem samið er í tilefni söngdaganna, og Requiem eftir G. Fauré. Söngstjóri er Jónas Ingimundarson, í guðs- þjónustunni á morgun predikar séra Guðmundur Óli Ólafsson og organ- isti er Gústaf Jóhannesson. GALANT GTÍ É6 VENTLA Bíll með búnað ■ sérflokki (8,7 sek. í 100 km./klst.) Fjölinnsprautun (ECS Multi) — Hemlalæsivörn (ABS) Rafstýrt fjöðrunarkerfi (ECS) — Rafknúið, hraðanæmt aflstýri (EPS II) KLA Hl }i 170 -172 Simi 695!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.