Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 30
30 MORGÚNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 Austur-Þýskaland: Sex flýja vestur yfir landamærin Vestur-Berlin. Reuter. TVEIR austur-þýskir verkamenn flúðu yfir Berlínarmúrinn snennna í gær að sögn lögreglu í Vestur-Berlín. Alls hafa sex Austur-Þjóðverj- ar komist yfir hin rammgirtu landamæri síðan á laugardag. Mennirnir tveir, 18 og 20 ára gamlir, komust ómeiddir yfir múrinn snemma á mánudagsmorgni. Leitar- ljós lýstu upp svæðið en engum skotum var hleypt af. Einnig tilkynnti lögreglan í Hannover að á laugardag hefði 23 ára Austur-Þjóðverji flúið til Vest- ur-Þýskalands með því að synda yfir Elbu. Þá sagði lögreglan í Munchen að nítján ára gamall verkamaður hefði flúið vestur til Bæjaralands á sunnudag með því að klifra yfir landamæragirðingu. Tveir Austur-Þjóðverjar til við- bótar komust yfir til Vestur-Berlín- ar á sunnudag með því að synda yfir skurð í suð-austurhluta borgar- innar. Talsmaður vestur-þýsku lög- reglunnar sagði að landamæraverðir hefðu séð mennina, 20 og 30 ára gamla, á flóttanum en engum skot- um verið hleypt af. Fyrir nokkru tókst konu og þrem- ur körlum að synda yfir ána Spree milli Austur og Vestur-Berlínar, þar sem hún rennur fram hjá Reichstag, þinghúsinu gamla, sem er í vestur- hluta borgarinnar. Ferðamenn fögn- uðu hópnum og hjálpuðu honum á Sovétríkin: Skipta 18 milljónir um vinnu? Helsinki, Reuter. SOVÉSKUR hagfræðingur segir að áhrifa perestrojku, umbóta- áætlunar Gorbatsjovs, muni að líkindum gæta fram cftir öldinni ojr að vegna hennar kunni 18 miuj- ónir verkamanna að skipta um vinnu. Hagfræðingurinn, Borís Píodorov, ber perestrojku saman við október- byltinguna árið 1917 og kveður áhrif perestojku hæglega geta verið í svip- uðum mæli. Þetta kemur fram í við- tali við finnska blaðið Sosialidem- okraatt. Hann kvað atvinnuleysi hingað til hafa verið falið með ýmsum ráðum, en nú stæði hverskonar hagræðing yfir í sovésku atvinnulífi og sparn- aðaraðgerðir væru á döfinni. Af sama leiddi að milljónir manna myndu missa vinnuna, en finna þyrfti þeim ný störf með einhverjum ráðum. land. Eftirlitsbátur austur-þýskra landamæravarða straukst við fætur stúlkunnar, Maigda Adryan, 22 ára, og vörður miðaði á hana byssu sinni: „Ekki skjóta!" hrópaði hún „ég er með barn í maganum." Flóttatilraun tveggja Austur- Þjóðverja, sem reyndu að synda yfir landamærin á milli Potsdam og Griebnitz-vatnsins, í suð-vestur- hluta Berlínar, á sunnudag, var hins vegar stöðvuð af landamæravörð- um. Vitni segjast hafa heyrt mörg skot en flóttamennirnir virtust ómeiddir er lögreglan leiddi þá í burt. Þá skutu austur-þýskir landa- mæraverðir við Berlínarmúrinn á mann sem reyndi að flýja yfir múr- inn á sunnudag. Bangladesh: Gifurlegt uppskerutjón varð í flóðunum í Bangladesh og er hungrið tekið að sverfa að. Stjórnvbld eru byrjuð að deila þeim matarbirgðum, sem til eru, en mikil aðstoð annarra þjóða verður að koma til. Óttast mannf elli af völdum hungursneyðar og sjúkdóma Dhaka. Reuter. FLÓÐIN f Bangladesh eru i rénun en landsmenn horfast nú í augu við nýjar hörmungar, hungursneyð og sjúkdóma. Tala látinna er á sjötta hundraðinu og á vafalaust eftir að hækka mikið og eigna- og uppskeru- tjón er gifurlegt. Flóðin, sem stöfuðu af mestu monsúnrigningum í 40 ár, voru á svæðum, sem 66 milljóni? manna byggja, og skoluðu burt uppskeru fyrir 800 milljónir dollara. Þá hef- ur vegakerfið styst um 3.500 km og 250 brýr eyðilögðust. Gífurleg- ar skemmdir urðu á áveitum og talið, að 130 milljónir dollara þurfi til að gera við þær einar. Japan, Pakistan, Bretland, Bandaríkin og Ástralla hafa nú þegar lágt fram 15 milljónir dollara en miklu meira þarf til að koma. Embættismenn í Bangladesh segja, að í afskekktum héruðum sé hætta á miklum mannfelli af völdum hungurs og sjúkdóma. „Margir hafa verið matarlausir í meira en viku, börnin fá enga mjólk og sjúkt fólk og afdrað hvorki lyf né aðhlynningu," sagði Humayun Rasheed Chowdhury, utanríkisráðherra Bangladesh, í viðtali við breska útvarpið. Kvaðst KRGN / AM / Morgunblaðið hann óttast, að ástandið ætti eftir að verða skelfilegra en unnt væri að lýsa. ' Matvælaflutningar til Bangla- desh geta ekki hafíst fyrr en flug- völlurinn í Dhaka verður opnaður aftur en hann hefur verið undir vatni síðan á föstudag. Anthony Kennedy, fulltrúi Unicef, hjálpar- I borgum og bæjum er reynt að sjá fólki fyrir ómenguðu vatni en annars staðar kemst fólk ekki hjá þvi að nota flóðavatnið. Er það mengað alls kyns sýklum og getur valdið sjúkdómsfaraldri í landinu. stofnunar Sameinuðu þjóðanna, segist búast við miklum sjúk- dómafaraldri í landinu í kjölfar flóðanna vegna þess, að fólk kom- ist ekki hjá að nota mengað vat- nið og þann mat, sem það getur náðí. Rafvirkjar reknir úr Breska Alþýðusambandinu: Búist við hörðum átökum St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMBAND rafvirkja var form- lega rekið úr breska Alþýðusam- bandinu í gær á fyrsta degi árs- þings þess í Bournemouth. Allar tilraunir til að jafna ágreining Alþýðusambandsins og rafvirkja um helgina reyndust árangurs- lausar. Búist er við hörðum átök- um rafvirkja og annarra lands- sambanda á næstunni. í gærmorgun hófst ársþing breska alþýðusambandsins. Fyrsta verk þess var að reka samband rafvirkja. Þessi ákvörðun á sér langan aðdraganda. Ágreiningur var á miili Sambands rafvirkja og Alþýðusambandsins um vinnu- staðasamninga, þar sem verkfalls- rétturinn er þrengdur verulega. Nefnd Alþýðusambandsins taldi að tveir slíkir samningar rafvirkja stönguðust á við reglur þess um, að verkalýðssambönd mættu ekki hrifsa félaga hvert frá öðru og ganga inn á verksvið annarra. Þessu neituðu rafvirkjar. Þeir telja að raunveruleg ástæða þess að þeir eru reknir, sé sú, að þeir hafa haft forystu um vinnustaðasamninga á breskum vinnumarkaði og þeir hafa ítrekað sagt að þeir séu ekki í neinu stríði við vinnuveitendur. Skorturálýðræði Normann Willis forseti breska Alþýðusambandsins, flutti mál þess á þinginu í gær og sagði að ágrein- ingurinn stæði um hvort ríkja ætti stjórnleysi innan Alþýðusambands- ins eða ekki. Hann lagði til að sam- band rafvirkja yrði rekið úr al- þýðusambandinu. Eric Hammond, leiðtogi rafvirkja, sagði að ágrein- ingurinn væri pólitískur. Árið 1961 hefði samband hans verið rekið úr Alþýðusambandinu vegna starfsemi kommúnista og því þá verið sýnd ýmis tilhliðrunarsemi. Aðalvandi verkalýðshreyfíngarinnar nú væri skortur á lýðræði, sem skýrt mætti sjá á þessu ársþingi. Hann sagði einnig að innan Alþýðusambandsins væri samsæri gegn Sambandi raf- virkja. Willis svaraði Hammond og sagði ekki neitt samsæri vera gegn raf- virkjum. Hann sagðist ekki geta breytt tillögum sínum í ljósi þess sem Hammond hefði sagt. Hammond gekk með alla fulltrúa sína af ársþinginu, á meðan að Willis flutti seinni ræðu sína. Síðan voru greidd atkvæði um brottrekst- urinn. Yfirgnæfandi meirihluti full- trúa var honum fylgjandi. Talið er að ákvörðunin muni skaða sambandið verulega. í kjöl- farið er búist við miklum átökum á milli Sambands rafvirkja og ann- arra verkalýðssambanda um félaga. Önnur sambönd hafa neitað að semja sameiginlega með rafvirkjum á vinnustöðum þar sem fleiri en eitt samband hefur félagsmenn. Samband rafvirkja hefur verið brautryðjandi í breytingum á verka- lýðsfélögum í Bretlandi, hefur boðið félögum sínum ódýra lögfræðiþjón- ustu, lífeyrisþjónustu og greiðslu- kort með lægri vöxtum en tíðkast annarsstaðar. Önnur verkalýðsfé- lag eru nú sem óðast að taka þetta upp. Almenning- ur styður rafvirkja Skoðanakaruianir í tveimur blöðum sl. sunnudag sýna stuðning við málstað rafvirkja í deilu þeirra við breska Al- þýðusambandið. Skoðanakannanir í dagblöðun- um The Sunday Times og The Sunday Telegraph, leiða í ljós að meirihluti almennra félagsmanna í verkalýðsfélögum er andsnúinn því að reka rafvirkja úr Alþýðu- sambandinu. í könnuninni í The Sunday Times kemur ennfremur fram að flestir félagar telja að vinnustaðasamningar séu heppi- Iegir en flestir þeirra telja einnig að ekki eigi að gefa verkfallsrétt- inn upp á bátinn. I könnun The Sunday Times má einnig sjá áhrif Thatcher- stjórnarinnar. Þar kemur fram að 17% félaga í verkalýðsfélögum hefur keypt hlutabréf í fyrirtækj- um, sem stjórnin hefur selt, og fjórðungur þeirra á hlutabréf af einhverju tagi. Þrír fjórðu félaga í verkalýðsfélögum eiga íbúðirn- ar, sem þeir búa í, og minna en fimmtungur þeirra býr f húsnæði í opinberri eigu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.