Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 Eimreiðarlíkan Vestur-Þjóðverji sýnir eimreiðarlíkan, sem er eitt það minnsta í heiminum, aðeins 0,8 cm að lengd. Líkanið verður sýnt á alþjóðlegri sýningu lestarlikana í Hamborg. Rúmenía: Saka Ungverja um að níða Ceausescu Vín. Reuter. MÁLGAGN rúmenska konunún- istaflokksins fór á sunnudag mjög hörðum orðum um ung- verska fjölmiðla og sakaði þá um níða niður stefnumál Nicolaes Ceausescu Rúmeníuforseta. Að- eins vika er liðin síðan leiðtogar ríkjaniia áttu með sér fund þar sem rætt var um ágreiningsefnin milli þeirra. Ungverjar saka Rúmena um að kúga ungverska minnihlutann í Rúmeníu og voru þær ásakanir helsta umræðuefnið á fundi þeirra Ceausescus og Karolys Grosz, leið- toga Ungverja, fyrir viku. Að fund- inum loknum sagði Ceausescu, að hann hefði farið fram í mesta bróð- erni og því vekja árásirnar, sem komu fram í Scinteia, málgagni rúmenska kommúnistaflokksins, meiri athygli en ella. Sagði þar, að fjölmiðlar í Ungverjalandi afbökuðu og afskræmdu áætlanir Ceausescus um að uppræta helming allra þorpa í Rúmeníu en Ungverjar óttast, að þeim sé fyrst og fremst stefnt gegn ungverska minnihlutanum. I Scin- teia var sérstaklega ráðist á dag- blaðið Nepszabasag, málgagn ung- verska kommúnistaflokksins, og segja stjórnarerindrekar í Búda- pest, að það sé í raun árás á ung- versku ríkisstjórnina og Grosz. Scinteia sagði, að Rúmenar hefðu fyrir langalöngun leyst vandamál allra minnihlutahópa í landinu og lagði einnig áherslu á, að hér væri um að ræða rúmensk innanríkis- mál, sem öðrum kæmi ekki við. Þá var einnig sagt, að efnahagsum- bætur ungverskra stjórnvalda hefðu orðið öllum til tjóns og væru ekki til eftirbreytni. Chile: Þúsundir manna mót- mæla við forsetahöllina Santiago. Reuter. Óeirðalögreglan beitti tára- gasi á sunnudag til að dreifa þúsundum Chile-manna sem mót- mæltu útnefningu Augustos Pinochets sem frambjóðanda í forsetakosningunum í Chile. Andstæðingar herforingjastjórn- arinnar efndu til fjöldagöngu sem lauk við forsetahöllina og að sögn skipuleggjenda tóku um 300.000 manns þátt í henni. Gangan var lið- ur í herferð stjórnarandstæðinga sem berjast fyrir því að Pinochet fái ekki meirihluta atkvæða í kosn- ingunum 5. október. Þetta var.mesta fjöldaganga sem efnt hefur verið til á götum Sant- iago-borgar eftir valdaránið árið 1973 og sú fyrsta síðan neyðarlög- um var aflétt í síðustu viku. Mikill mannfjöldi safnaðist saman við mestu umferðaræð borgarinnar, en Suður-Kórea: Afengisbanni aflétt í Ólymp- íuþorpinu Seoul. Reuter. KEPPENDUR á Ólympíuleikun- um geta skálað fyrir sigri eða huggað sig við víndrykkju þar sem áfengisbanni hefur verið aflétt í Ólympíuþorpinu. Skipuleggjendum leikanna bár- ust kvartanir vegna þess að örygg- isverðir hefðu gert áfengi upptækt þegar nokkrir bandarískir og hol- lenskir keppendur hefðu reynt að smygla því í þorpið. Banninu var aflétt nokkrum klukkustundum síðar. Frakkar eru sagðir ánægðastir með lyktir málsins, því pantaðir höfðu verið þrír vörubílsfarmar af víni handa frönsku keppendunum. þegar mótmælendurnir námu stað- ar við forsetahöllina og sungu þjóð- sönginn sprautaði lögreglan vatni og beitti táragasi til að dreifa þeim. Mótmælin héldu þó áfram í tvo tíma í miðbænum. Að sögn talsmanna lögreglunnar voru rúmlega 200 mótmælendur handteknir. Dóttir Salvadors Allendes, fyrr- um forseta landsins, Isabel, var á meðal nokkurra pólitískra útlaga sem tóku þátt í mótmælunum. Skoðanakannanir gefa til kynna að Pinochet hafi meirihlutafylgi í dreifbýlinu en ekki í borgum lands- ins. Sextán stjórnarandstöðuflokk- ar, sem hafa sameinast í baráttunni gegn Pinochet, segjast ætla að knýja á um viðræður um lýðræðis- legar kosningar í landinu nái Pinochet ekki kjöri. Singapore: Lee hyggst segja af sér eftirstór- sigur í þing- kosningum Singapore. Reuter. LEE Kuan Yew lýsti því yfir á sunnudag að hann hygðist segja af sér sem forsætisráðherra Singapore eftir að ljóst var að flokkur hans hafði unnið mikinn sigur í þingkosningunum á laug- ardag. Lee hef ur gegnt f orsætis- ráðherraembætttinu í tæp 30 ár, eða siðan Singapore varð sjálf- stjórnarríki árið 1959. Lee sagðist myndu víkja úr emb- ættinu um leið og eftirmaður hans, Goh Chok Tong, væri tilbúin að taka við. Goh, sem er varaforsætis- ráðherra og varnarmálaráðherra, sagði hins vegar að sinn tími væri ekki kominn en ef til vill tæki hann við innan tveggja ára. Flokkur Lees, þjóðfylkingin (RAP), hlaut 61,8 af hundraði at- kvæða og 80 þingsæti, en kosið var um 81 þingsæti. Chiam See Tong, leiðtogi Lýðræðisflokksins, var eini stjórnarandstæðingurinn sem komst á þing. I síðustu kosningum árið 1984 hlaut flokkurinn 77 þing- sæti af 79 og var það í fyrsta sinn síðan landið hlaut sjálfstæði árið 1965 að hann fékk ekki öll þingsæt- Belgískur prófessor: Eiturefni eru orðin viðtekin í hernaði Kúbverjar fara að f ordæmi fraka TUGIR þúsunda Kúrda hafa flúið frá írak til Tyrklands undanfarna daga og vikur. Flóttamennirnir hafa lýst eitur- hernaði íraka i fjallahéruðun- um í Norður-írak, þar sem þeir hafa búið. Þeir sem verða beint fyrir eiturárásunum falla strax i valinn, aðrir á nálægum svæð- um veikjast mismikið. Sumir verða ðrkumla aðrir deyja eftir miklar þjáningar. Ymislegt þykir benda til að beiting eitur- vopna sé að breiðast út og er jafnvel talað um vopniri sem „viðtekinn þátt stríðsaðgerða", svo að vitnað sé í breska vikuri- tið Jane's Defence Weekly. Þar sagði nýlega frá þvi, að Kúb- verjar hefðu notað blöndu af sinnepsgasi og taugagasi i átök- um við skæruliða UNITA- hreyfingarinnar í Angólu. Aubin Heyndrickx, prófessor í eiturfræðum við háskólann í Ghent í Belgíu sem nýtur viður- kenningar Sameinuðu þjóðanna sem sérfræðingur í bakteríu og efnahernaði, segir að Kúbverjar noti blöndu af eiturgasi, sem þeir hafi fengið frá Sovétríkjunum, í Angólu. Sé eitrið notað til að hrekja skæruliða UNITA-hreyf- ingarinnar sem nýtur stuðnings frá Suður-Afríku úr stöðvum þeirra á afskekktum stöðum. Auk þess vilji Kúbverjar með þessu hræða almenning frá því að veita UNITA-mönnum liðsinni. Fordæmi frá írökum í samtali við Jane's Defence Weekly segir prófessorinn að líklegt sé að hernaður af þessu tagi verði viðtekinn í þriðja heim- inum og hjá herjum sem njóta stuðnings kommúnistastjórna. Verði þar beitt sömú aðferðum og írakar gerðu, þegar þeir brut- ust í gegnum varnarlínur írana og í árásum þeirra á fjallaþorp Kúrda. Heyndrickx var sendur sem fulltrúi Sameinuðu þjóðanna til Kúrdaþorpsins Halabja eftir að írakar réðust á það með eitur- vopnum fyrr á þessu afi. Hann segir, að Persaflóastríðið hafi orð- ið til þess að vekja áhuga Sovét- manna og þriðja heimsmanna á efnavopnum við gerð hernaðará- ætlana. Reynsla Iraka hafi orðið til þess, að ekki sé lengur litið á efnavopn sem varavopn, sem ekki sé gripið til fyrr en í neyð; heldur sem hluta þess vfgbúnaðar sem kemur að gagni í sóknaraðgerð- um. „Þetta eru kjarnorkuvopn fá- tæku þjóðanna. Auðvelt er að framleiða þessi vopn, þau eru ódýr og skila árangri. Unnt er að drepa fjölda manna fyrir lítið fé," segir prófessorinn. I skæruhernaði hefur notkun eiturvopna aukist og er þeim eink- um beitt til að þurrka út þorp, þar sem skæruliðar leita eftir stuðningi. Sovétmenn hafa notað vopnin með þessum hætti í Afgan- Fórnarlamb í eiturefnahernaði íraka. istan og þeir hafa látið Kúbverjum og stjórninni í Eþíópíu í té eitur- vopn í sama skyni. Heyndrickx segir að fullyrðingar um að Kúb- verjar noti eiturvopn séu byggðar á sýnum úr jarðvegi og gróðri á átakasvæðunum ( Angólu, sem tekin hafi verið í apríl á þessu ári. Mold, lauf og vatn beri þess • greinileg merki, að sinnepsgas og taugagas hafi verið notað. Þá er prófessorinn með undir höndum tæki til að mæla gas í andrúms- loftinu, sem náðist af kúbverskum hermanni. Með tækinu er unnt að sjá hvort gasmagnið á vígvelli sé of hættulegt fyrir menn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.