Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 64
Sð 64 M93qUhffiLAE>iq, ÞRIjRJUpAffyR &r SEPTEMBERjl988 Rekstur Ávöxtunar tekinn til opinberrar rannsóknar Bankaeftirlitið f er nú með vörslu sjóða fyrirtækisins Rikissaksóknari hefur falið Rannsóknarlögreglu ríkisins að taka til opinberrar rannsóknar rekstur og starfsemi Ávöxtunar sf og verðbréfasjóða á vegum fyrirtækisins. Ákvörðunin byggist á athugun bankaeftir- lits Seðlabanka íslands á starf- semi Ávöxtunar og sjóðanna, segir í frétt frá viðskiptaráðu- neytinu. Jafnframt hefur við- skiptaráðherra svipt Pétur Björnsson annan eiganda Avöxtunar um stundarsakir Ieyfi til verðbréfamiðlunar. Leyfi Péturs hefur tekið til verðbréfamiðlunar Ávöxtunar sf, Verðbréfasjóðs Ávöxtunar hf og Rekstrarsjóðs Ávöxtunar hf. Fyrrgréindum aðilum er því óheimilt að annast verðbréfa- miðlun að svo komnu máli. Ekki er ljóst hve mikinn skaða við- skiptamenn Ákvöxtunarsjóð- anna munu bera vegna þessa. Að sögn Braga Steinarssonar vararíkissaksóknara hefur ákæru- valdið mælt fyrir um rannsóknina við rannsóknarlögreglu ríkisins og beinist hún að ætluðum brotum eigenda Avöxtunar og forsvars- manna sjóða á vegum fyrirtækis- ins á lögum um verðbréfamiðlun. Bragi sagði að kannað yrði hvort Ávöxtunarmenn hefðu gerst sekir um hegningarlagabrot en sagði Hagsmunir kröfu- hafa verði tryggð- ir eins og unnt er — segirÞórður Ólaf sson hjá Bankaeftirlitinu „Það sem við höfum fyrst og ***fremst að leiðarljósi í afskiptum okkar af þessu máli er að hags- munir þeirra sem eiga kröf ur á þessa verðbréfasjóði verði tryggðir eins yel og unnt er," sagði Þórður ólafsson forstjóri Bankaeftirlits Seðlabankans. Þórður sagði að enn hefðu eng- ar ákvarðanir verið teknar um hvort á næstunni yrði greitt upp í þegar framkomnar innlausnarbeiðnir. „Málið er á skoðunarstigi og á meðan svo er getum við ekki úttal- að okkur um þetta." Hann sagði að rannsókn yrði hraðað eins og kostur er. Aðspurður um hvort for- svarsmenn Ávöxtunar hefðu haft forgöngu um að Bankaeftirlitið yfirtæki reksturinn sagði Þórður að þetta hefði verið eðlilegt fram- hald af athugun á starfsemi fyrir- tækisins sem bankaeftirlitið hefði gengist fyrir. Aðspurður um hvort sú athugun hefði verið ákveðin í framhaldi af fullyrðingum Ólafs Ragnars Grímssonar um hæpna stöðu verðbréfafyrirtækja sagði Þórður: „Yfirlýsingar Ólafs Ragn- ars hafa ekkert með þetta mál að gera. Staða fyrirtækisins var til skoðunar hér löngu áður en hann lét sín ummæli falla." Verðbréfamarkaður inn betri eftír'en áður - segir Pétur H. Blöndal hjá Kaupþingi „ÞETTA sýnir hve nauðsynlegt það er f yrirtækjum í þessum við- skiptum, sem eru mjög viðkvæm fyrir orðspori, að hafa traustan bakhjarl vegna innlausna," sagði Pétur H. Blöndal forstjóri Kaup- þings. „Þar skildi á milli Ávöxt- unar og stærri f yrirtækjanna, til dæmis Kaupþings sem með sam- starfi við sparisjóði hefur þriðju stærstu innlánsstofnun landsins að bakhjarli." Pétur sagðist telja að verðbréfa- "markaðurinn stæði betur eftir en áður þar sem þetta mál hefði í raun verið lengi yfirvofandi og vitneskja um það hefði fælt marga frá því að eiga viðskipti á þessum mark- aði. „Þar sem nú er búið að taka á þessu máli á ég von á því að verð- bréfasjóðirnir vaxi enn frekar í næstu framtíð og nái þeirri stærð sem gerist í nágrannalöndunum til. hagsbóta fyrir lántakendur en þó sérstaklega sparifjáreigendur," sagði Pétur H. Blöndal forstjóri Kaupþings. ekkert hafa fram komið sem benti sérstaklega til þess. Fréttir um opinbera rannsókn á rekstri Ávöxtunar og leyfissyipt- ingu Péturs Björnssonar komu í kjölfar þess að Bankaeftirlit Seðla- bankans yfirtók á mánudagsmorg- un rekstur fyrirtækjanna. í til- kynningu frá eftirlitinu sagði ákvörðun um þetta hafi verið tek- in að lokinni víðtækri athugun á rekstri og starfsemi Ávöxtunar. Einnig lægi fyrir bréf frá eigend- um Avöxtunar, Ármanni Reynis- syni og Pétri Björnssyni, þar sem eftirlitið væribeðið um að taka í sína umsjá sjóði félagsins og hlut- ast til um að finna þeim nýja rekstraraðila. Bréf Ármanns og Péturs er svohljóðandi: „Vegna óvenjumargra innlausn- arbeiðna í sjóði í vörslum Ávöxtun- ar sf., þá förum við undirritaðir eigendur Ávöxtunar sf og stjórn- armenn í VerðbréfasjóðiAvöxtun- ar hf og Rekstrarsjóði Ávöxtunar hf þess á leit við Bankaeftirlit Seðlabanka íslands að það hlutist til um að finna nýja rekstraraðila fyrir sjóðina. Ákvörðun þessi er tekin með hagsmuni sparifjáreigenda í huga. Verði Bankaeftirlit Seðlabanka íslands við þessari beiðni munum við undirritðair afsala okkur öllum afskiptarétti af sjóðum og starf- semi Ávöxtunar sf til hinna nýju rekstraraðila og jafnframt mun Pétur Björnsson skila inn til við- skiptaráðherra starfsleyfi sínu til verðbréfamiðlunar." Pétur Björnsson skilaði svo fyrrgreindu leyfi sínu til viðskipta- ráðherra snemma að morgni mánudags, áður en tilkynnt var að viðskiptaráðherra hefði svipt hann því. Barikaeftirlitið hefur falið Gesti Jónssyni hæstaréttarlögmanni að annast málefni Ávöxtunar fyrst um sinn en Þórður olafsson for- stjóri Bankaeftirlitsins segir að ekki hafí verið tekin ákvörðun um hvort félögunum um sjóðina verði slitið eða þau rekin áfram. Að sögn Þórðar Ólafssonar for- stjóra bankaeftirlits Seðlabankans lágu þá fyrir niðurstöður víðtækr- ar athugunar á rekstri og starf- semi Ávöxtunar og sjóða á vegum fyrirtækisins. „Ég vona að það takist að leiða þetta mál farsællega til lykta," sagði Pétur Björnsson í samtali við Morgunblaðið. „Það er okkur efst í huga að enginn skaðist og að það takist að finna nýjan rekstraraðila þannig að takist að snúa vörn í sókn. " Pétur sagði að það hefði fyrst og fremst orðið fyrirtækinu að falli að hafa ekki sterkan bakhjarl til að mæta Yfirlýsing frá Ólafi Ragnari Grímssyni vegna frétta um málefni Avöxtunar MORGUNBLAÐINU barst ígær eftirfarandi yfirlýsing frá Ólafi Ragnari Grímssyni formanni Alþýðubandalagsins: „Fyrir þremur vikum taldi ég brýna nauðsyn á að bankaeftirlitið gripi þegar í stað til nauðsynlegra eftirlitsaðgerða vegna þess að eitt fjármagnsfyrirtæki og ef til vill fleiri væri komið það tæpt að hætta væri á að almenningur glataði fjár- munum sem þar voru lagðir inn til ávöxtunar. Efnahagsnefnd Al- þýðubandalagsins sendi síðan bréf til viðskiptaráðherra þar sem óskað var eftir því að þegar í stað yrði framkvæmd ítarleg skoðun á því sem væri að gerast á hinum svo- nefnda gráa peningamarkaði. Því miður neitaði viðskiptaráðherra Jón Sigurðsson að verða við þess- ari kröfu um tafarlausa rannsókn og bankaeftirlitið fékk ekki nauð- synlegar heimildir til að grípa til aðgerða. Nú hefur því mjður komið í ljós að viðvaranir okkar voru á rökum reistar og ærnar ástæður voru til þess að opinberir aðilar tækju málin í sínar hendur. Það er því enn brýnna en nokkru sinni fyrr að tafarlaust verði lögum og reglum breytt á þann veg að veita bankaeftirlitinu og öðrum opinberum stofnunum allar þær eftirlitsheimildir sem nauðsynlegar eru til að koma í veg fyrir að hlið- stæð þróun og orðið hefur hjá Ávöxtun geti endurtekið sig. Því eru ítrekaðar þær kröfur og tillög- ur sem settar voru fram í bréfi til viðskiptaráðherra 22. ágúst." Laugavegur 97, þar sem skrifstofur Ávöxtunar sf. eru til husa. skyndilegum innlausnum og þess vegna hefði það ekki getað brugð- ist við eins og þurfti þegar skriðan dundi yfir. Pétur sagði að borist hefðu beiðnir um að innleysa um það bil helming af 400 milh'óna sjóði fyrirtækjanna frá því að Olaf- ur Ragnar Grímsson lét ummæli sín um stöðu verðbréfafyrirtækja falla. „Þá vorum við að undirbúa okkur undir setningu nýrra laga um verðbréfafyrirtæki. í því skyni vorum við að endurskipuleggja reksturinn og losa okkur úr fyrir- tækjarekstri. Það stóð fyrir dyrum að breyta rekstrarfyrirkomulaginu og fá nýja aðila til samstarfs en þá skall þetta á," sagði Pétur Björnsson. Pétur kvaðst telja að eignir Ávöxtunar muni nægja til að standa undir öllum kröfum sparifjáreigenda. „Það verður von- andi lagt allt kapp á að ná inn þessu fjármagni. En það er ekki hægt að ætlast til þess að hægt sé að leysa upp hálfan sjóðinn á fáeinum dögum. Því er við búið að það fólk sem var búið að gera áætlanir sem miðuðu að því að losa fé á þessum tíma 'verði fyrir einhverju tjóni meðan það bíður eftir innlausn," sagði Pétur Björnsson. Um afmarkað mál er að ræða - segir Gunnar Helgi Hálfdánar- son hjá Fjárf estingarfélaginu „MER SÝNIST að sparifjáreig- endur og almenningur hafi gert sér grein fyrir þvi að hér sé um afmarkað mál að ræða," sagði Gunnar Helgi Hálfdánarson framkvæmdastjóri Pjárfesting- arfélagsins. „Ávöxtun hefur ver- ið sér á báti að því leyti að þeir hafa ekki haft jafnsterkan bak- hjarl og FJárfestingarfélagið, Kaupþing og Verðbréfamarkað- ur Iðnaðarbankans þar sem innl- ánsstofnanir eru afgerandi eign- araðilar. Með aðild sinni veita innlánsstofnanir okkur þjónustu um innlausn sjóðanna og eins faglegt aðhald og eftirlit með rekstri." „Þessi þrjú fyrirtæki höfðu með sér samstarfsnefnd verðbréfasjóða þar sem við settum okkur reglur sem voru mun strangari en tíðkast annars staðar á markaðnum og eru einnig aðilar að Verðbréfaþin^ ís- lands, sem gerir stranga skoðun hjá Bankaeftirliti að skilyrði fyrir aðild," sagði Gunnar Helgi. „Ávöxt- un hafði ekkert af þessu og upp- fyllti ekki skilyrði samstarfsnefnd- arinnar eða Verðbréfaþings. Við viljum meina að þetta sé einangrað mál og sýnir fram á nauðsyn þess að fólk skoði hverjir standi á bak við þessi fyrirtæki. Aðspurður um áhrif þessa máls á verðbréfamark- aðinn sagði Gunnar það sitt mat að óróabylgjan væri gengin yfir og að hann kvaðst telja að sparifjáreig- endur hefðu áttað sig á því að yfir- lýsingar Ólafs Ragnars Grímssonar hefðu einungis átt við um Ávötxun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.