Morgunblaðið - 08.09.1988, Side 2
2
8881 33HM3TH38 .8 HU0A<1UT1ÍM13 .GÍQAJSKUOflOM
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988
Einstæð
innsetn-
ingarkrafa
hjáfógeta
EINSTÆÐ innsetningarbeiðni
var lögð fram í fógetarétti
Reykjavíkur í gær. Málið reis
vegna vanefnda kaupanda kyn-
hreins Golden-retriever hunds á
ákvæði i kaupsamningi.
Auk þess að greiða kaupverðið,
40 þúsund krónur, skuldbatt kaup-
andinn sig til að leiða hundinn til
tíkur af sömu tegund frá fyrri eig-
anda. Þegar til átti að taka neitaði
kaupandinn að uppfylla ákvæðið.
Þar sem aðgerðin gat einungis kom-
ið að gagni á þriggja daga tíma-
bili, og því naumur tími til stefnu,
lagði seljandinn í gær fram í fógeta-
rétti kröfu um innsetningu, þ.e. að
fógeti skyldi kaupanda til að efna
samninginn. Úrskurður verður
væntanlega kveðinn upp í dag.
Handtekinn
með stolið
seðlaveski
á Hlemmi
Heimsókn Noregskonungs
Ólafur V. Noregskonungur bauð til veislu á Hótel Holti í gær-
kvöldi. Á myndinni eru Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra,
Vigdís Finnbogadóttir, forseti fslands, Ólafur konungur, Ingi-
björg Rafnar og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Samein-
aðs þings. Heimsókn Noregskonungs lýkur í dag.
Sjá ennfremur bls. 26.
STOLIÐ seðlaveski fannst i vasa
manns sem handtekinn var vegna
ölvunar á Hlemmtorgi laust fyrir
klukkan sjö i gærkvöldi. Talið
er að hann hafi reynt að skipta
ávisunum úr veskinu.
Maðurinn hefur að sögn lögreglu
reynt að skipta ávísunum úr hefti
sem var í seðlaveskinu en ekki er
enn vitað hvort það hafi tekist.
Nokkur hundruð þúsund voru á
ávísanareikningnum að sögn lög-
reglu en ekki hefur náðst í eiganda
veskisins. Maðurinn hefur oft kom-
ið við sögu lögreglunnar.
Fiimskip kaupir hlut Krist-
ins Olsens í Flugleiðum
Eimskipafélagið á nú þriðjung hlutabréfa í Flugleiðum
EIMSKIP hefur keypt mestan
hluta af hlutabréfum Kristins
Olsens og hans fjölskyldu í
Framkvæmdir við Aðalstræti 8 stöðvaðar:
Byggðaverk íhug-
ar skaðabótamál
B Y GGIN G AFULLTRÚINN í
Reykjavik stöðvaði f gær allar
framkvæmdir á lóðinni nr. 8 við
Aðalstræti. Var hann með því
að fylgja eftir úrskurði Jóhönnu
Sigurðardóttur, sem felldi á
þriðjudaginn úr gildi byggingar-
leyfi fyrir nýbyggingu á lóðinni.
Verktakafyrirtækið Byggða-
verk stendur að húsbyggingunni
og segir Óskar Valdimarsson
framkvæmdastjóri að líklega
verði höfðað skaðabótamál
vegna þess tjóns, sem stöðvunin
hefur í för með sér.
í júní kærðu 9 íbúar í Grjóta-
þorpi framkvæmdir Byggðaverks á
lóðinni við Aðalstræti til Jóhönnu
Sigurðardóttur, félagsmálaráð-
herra, vegna þess að þeir töldu að
í teikningum að nýbyggingunni þar
væru frávik frá samþykktu deili-
skipulagi Kvosarinnar.
Félagsmálaráðherra úrskurðaði
á þriðjudaginn, að byggingarleyfið
skyldi falla úr gildi og í kjölfar
þess ritaði Gunnar Sigurðsson
byggingarfulltrúi Byggðaverki bréf
í gær, þar sem fyrirtækinu var
gert að hætta framkvæmdum á
lóðinni.
Óskar Valdimarsson fram-
kvæmdastjóri Byggðaverks mót-
mælti þessu, en stöðvaði verkið
eftir fund með byggingarfulltrúa
og Hilmari Guðlaugssyni, formanni
bygginganefndar Reykjavíkur.
Oskar sagðist gera ráð fyrir því,
að fyrirtækið myndi höfða skaða-
bótamál vegna stöðvunarinnar,
enda ylli hún stórtjóni og öll tilskil-
in leyfi hefðu legið fyrir þegar
framkvæmdir hófust í vor.
Morgunblaðið/KGA
Starfsmenn Byggðaverks loka byggingarsvæðinu við Aðalstræti,
eftir úrskurð byggingarfulltrúa um stöðvim framkvæmda.
Flugleiðum hf. Kaupverðið var
um 13,5 milljónir króna. Einnig
hefur Eimskip keypt hlutabréf
í Flugleiðum af fleiri aðilum og
hafa þessi kaup átt sér stað á
undanförnum vikum og mánuð-
um, að sögn Harðar Sigurgests-
sonar forstjóra Eimskips. Eftir
þessi kaup á Eimskip um 33%
hlutafjár i Flugleiðum.
„Það eru ekki áform um að
kaupa fleiri hlutabréf í Flugleið-
um. Við höfðum það markmið að
eignast nálægt einum þriðja af
bréfunum og við höfum núna rétt
náð því,“ sagði Hörður í samtali
við Morgunblaðið í gær. Hann
sagðist ekki gera ráð fyrir að
breyting yrði á fjölda fulltrúa Eim-
skips í stjóm Flugleiða, en þar
sitja nú þrír menn frá Eimskip.
Hörður var spurður að því,
hvers vegna Eimskip setti sér það
markmið að eiga þriðjung hluta-
bréfa í Flugleiðum. „Við teljum
að þetta fyrirtæki eigi framtíð
fyrir sér og við lítum á þetta sem
skynsamlega flárfestingu, það er
markmiðið með þessu. Við höfum
keypt þessi bréf og önnur bréf af
ýmsum fleiri aðilum á undanföm-
um vikum og mánuðum," sagði
hann.
Hörður sagði að á síðasta aðal-
fundi Eimskips hefði hlutabréfa-
eign fyrirtækisins í Flugleiðum
verið um 29%. Þegar Flugfélag
í maí síðastliðnum. í lok júní ákvað
fjármálaráðherra að nýta sér heim-
ildina. Á þeim tíma sem liðinn er
hafa fjármálaráðuneytið og heil-
brigðisráðuneytið borið saman bæk-
ur sínar um hvemig best sé að
standa að framkvæmdinni, að sögn
Lárusar. Var ákveðið að láta Trygg-
ingastofnun ríkisins sjá um endur-
greiðslumar. Undirbúningur þar er
langt á veg kominn og biðu menn
reglugerðar frá fjármálaráðuneyti
íslands og Loftleiðir sameinuðust
í Flugleiðir árið 1973 átti Eimskip
20% hlutabréfa í fyrirtækinu.
Söluskattur af ábyrgðartryggingu bifreiða:
Öryrkjar fá endur-
greitt fyrir mánaðamót
Endurgreiðsla á söluskatti af ábyrgðatryggingu bifreiða í eigu
fatlaðra hefst fyrir næstu mánaðamót. Að sögn Lárusar Ögmundsson-
ar, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu, nær endurgreiðslan til
yfirstandandi greiðslutimabils, sem hófst þann 1. mars síðastliðinn.
Rétt til endurgreiðslu eiga örorkulífeyrisþegar, með 75% örorku eða
meira, örorkustyrkþegar með yfir 50% örorku, foreldar barna sem
njóta barnaörorkustyrkja samkvæmt almannatryggingum og foreldr-
ar barna sem njóta greiðslna samkvæmt lögum um málefni fatlaðra.
Lagasetning, sem heimilaði nið- til að ljúka undirbúningnum. Sú
urfellingu söluskatts, var samþykkt reglugerð var birt í gær og að sögn
80 þúsund
SvaJafemur
á Jackson-
tónleikum
UM 80 þúsund litlar Svala-
fernur verða á boðstólum á
tónleikum Michael Jackson i
Milton Keynes í Lundúnum á
laugardaginn kemur. Varð
Svali fyrir valinu sem svala-
drykkur tónleikanna þar sem
pappafernur af þessu tagi
þykja betur fallnar til sölu á
samkomum sem þessum heldur
en dósir, auk þess sem drykk-
urinn Svali hefu* fengið góðar
viðtökur á Bretlandi.
Það var umboðsaðili Sólar hf.
f Bretlandi, Peabody Foods, sem
gerði þennan samning við aðila
þann sem sér um veitingamar á
tónleikum Michaels Jacksons en
fyrirtækið hefur einmitt áður
keypt Svala í tengslum við rokk-
tónleikahald í Bretlandi.
Að sögn forsvarsmanna Sólar
hf. duga 80 þúsund pelar af Svala
til að fylla einn 40 feta gám, svo
að greinilega er gert ráð fyrir
margmenni á tónleikum Jackson.
Lárusar kemur hún mjög bráðlega
til framkvæmda.
Þeir sem rétt eiga á endurgreiðsl-
unni geta þá útfyllt umsóknareyðu-
blöð hjá Tryggingastofnun eða
sjúkrasamlögum og skilað inn kvitt-
unum fyrir greiðslu á trygging-
unni. Tiyggingastofnun mun síðan
endurgreiða þeim söluskattinn.
Ekki er ljóst um hversu háa upphæð
er að ræða eða hversu margir munu
óska endurgreiðslu.
Bíl stolið af
Bragagötu
BIFREIÐ var stolið af Bragagötu
í Reykjavik í gærdag.
Að sögn lögreglu hafði ekkert
frést af bifreiðinni, sem stolið var,
undir miðnætti í gærkvöld. Brotist
var inn í verslunina 1001 nótt í
gærmorgun og hefur Rannsóknar-
lögregla ríkisins málið til meðferðar.
i