Morgunblaðið - 08.09.1988, Síða 4

Morgunblaðið - 08.09.1988, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 Ferðaskrifstofa tslands hf. stofnuð: Oskandí að selja megi allt hlutafé ríkisins - segir Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra FERÐASKRIFSTOFA íslands hf. var stofnuð síðdegis í gær á fundi hluthafa og starfsmanna Ferðaskrifstofu ríkisins með sam- gönguráðherra, starfsmönnum ráðuneytisins og fulltrúum Ferða- málaráðs. Hið nýja félag tekur við rekstri Ferðaskrifstofu ríkis- ins, sem lögð hefur verið niður, 1. október. Þá verður eignar- hluti hvers hluthafa ljós en 24 starfsmenn Ferðaskrifstofu ríkisins hafa undirritað kaupsamning um tvo þríðju hluta í fyrirtækinu. Stofnfé hlutafélagsins er 21 miUjón króna en þar er um að ræða eignir Ferðaskrifstofu ríkisins og fylgifé að frádregnum 7,4 milij- óna skuldum. Samgönguráðherra, Matthías Á. Mathiesen, lýsti stofnun hins nýja hlutafélags í samræmi við lög frá 20. maí síðastliðnum og las upp stofnskrá þess á fundinum. í henni segir meðal annars að starfsmenn Ferðaskrifstofu ríkis- ins og hótelstjórar Edduhótela hafí forkaupsrétt að þeim hluta- bréfum sem samgönguráðuneyt- inu er heimilt að selja, fyrir 14 milljónir króna. Einnig að starfs- mönnum ferðaskrifstofunnar skuli gefínn kostur á sambærilegum störfum við hið nýja fyrirtæki. Samgönguráðherra óskaði Ferða- skrifstofu íslands góðs gengis og sagði óskandi að í framtíðinni mætti selja allt hlutafé ríkisins í fyrirtækinu. Kjartan Lárusson, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, sagði í ávarpi sínu að stökkið úr lygnum sjó ríkisgeirans yfír í öldusjó við- skiptalífsins væri stórt. Hann þakkaði samstarfsmönnum á ferðaskrifstofunni, ráðherra og starfsmönnum samgönguráðu- neytisins. Líkur benda til að Kjart- an gegni áfram sama starfí við hið nýja fyrirtæki. Aðalstjóm hlutafélagsins var kosin á fundinum í gærdag en hana skipa Hreinn Loftsson fyrir hönd samgönguráðuneytisins, Auður Birgisdóttir og Ingólfur Pétursson fyrir hönd nýrra eig- enda. Þá var kjörin varastjóm þeirra Ragnhildar Hjaltadóttur, Emu Þórarinsdóttur og Guðmund- ar Kristinssonar. VEÐURHORFUR íDAG, 8. SEPTEMBER YFIRLIT í GÆR: Skammt suður af Jan Mayen er 1000 mb lægð og önnur áltka um 300 km suður af Hjörleifshöfða, báðar á hreyf- ingu norðaustur. Hæðarhryggur yfir Grænlandshafi þokast norður- átt. Á landinu verður 6—10 stiga hiti, en 10—15 stig að deginum syöra. SPÁ: Norðaustangola um allt land. Lítilsháttar súld á annesjum Norðaustanlands, en víðast kaldi á Suðvesturlandi, annars staðar skýjað en úrkomulaust. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG: Allhvöss suðaustanátt og víða rígning um sunnan- og austanvert landiö, en úrkomuminna vestan- og norðanlands. Hiti 8—12 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Vestan og norðvestanátt, kaldi eða skinningskaldi, skúrir norðan- og vestanlands, en þurrt og bjart suðaustan- og austanlands. Hiti 7—9 stig. VEÐURVÍÐA UMHEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri S alskýjað Reykjavík 10 léttskýjaó Bergen 16 rignlng Helsinki 19 léttskýjað Kaupmannah. 20 léttskýjaó Narssarssuaq vantar Nuuk vantar Osló 16 hálfskýjað Stokkhólmur 20 léttskýjað Þórshöfn 13súld Algarvo 30 skýjað Amsterdam 21 léttskýjað Barcelona 28 heiðskírt Chlcago 8 helðskfrt Feneyjar 24 léttskýjað Frankfurt 20 léttskýjað Glasgow 18 mlstur Hamborg 20 iéttskýjað Las Palmas 26 heiðskfrt London 26 heiðskfrt Los Angeles 18 þokumóða Lúxemborg 19 léttskýjað Madrfd 36 mlstur Malaga 28 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Montreal 10 skýjað New York vantar París 24 heiðskfrt Róm 28 hálfskýjað San Diego 21 alskýjað Whmipeg 15 léttskýjað Morgunblaðið/Sverrir Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra óskar Kjartani Lárussyni til hamingju með nýtt hlutafélag en á milli þeirra stendur Birgir Þorgilsson ferðamálastjórí. Malshöfðun í Skagafirði: Ábúandi telur sig eiga fullvirðisrétt BÓNDI í Skagafirði hefur höfðað mál til að fá það viðurkennt að allur fullvirðisréttur jarðar þeirrar, sem hann er ábúandi á, tilheyrí honum, en ekki eiganda jarðarinnar. Bendir bóndinn á að jörðin hafi veríð í eyði er hann tók við henni og fullvirðisrétturinn eingöngu skapast af vinnu hans, en ekki framlagi jarðareiganda. Bóndinn ráð- gerir nú að hefja búskap á eigin jörð og telur höfuðnauðsyn að hann geti flutt núverandi fullvirðisrétt Tildrög máls þessa eru þau að bóndinn, Sigurður Steingrímsson, hóf ábúð á jörðinni Ysta-Mó í Haga- neshreppi árið 1977. Þá hafði engin búvöruframleiðsla verið á jörðinni í eitt ár. Sumarið 1977 heyjaði Sig- urður á jörðinni eftir því sem aðstæð- ur leyfðu, en heyjaði jafnframt á jörð þeirri sem hann var að flytja frá. I stefnu málsins er bent á, að árið 1977 er mjólkurframleiðsla á Ysta-Mó talin vera rúmir 103 þúsund lítrar, en sú framleiðsla fór að lang- mestu leyti fram á þeirri jörð er Sveit vaktar stöðumæla MIKIL brögð hafa verið að því í Reykjavík undanfaríð að stöðu- mælar hafa verið skornir af uppi- stöðum og stolið. Vegna þessa hefur borgin, í samráði við lög- regluna, komið á fót sérstakrí vaktsveit til að koma f veg fyrir frekarí skemmdarverk af þessu tagi. Þetta kemur fram í frétt frá gat- namálastjóra. Þar segir að um 80 stöðumælum hafí verið stolið til þess að reyna að ná úr þeim peningum, en eftir litlu sé að slægjast, þar sem mælamir séu tæmdir daglega. Kostnaður Reykjavíkurborgar við uppsetningu og endumýjun mæla vegna skemmdarverka þessara er á bilinu ein til tvær milljónir króna. Því hefur verið ákveðið að koma á fót sérstakri sveit, sem fylgist með mannaferðum við mælana. Til sama bragðs var gripið sfðasta sumar, þegar skemmdir á mælum vom al- gengar. með sér eða selt hann. Sigurður bjó áður á, þar sem hann flutti ekki bústofn sinn á Ysta-Mó fyiT en í október 1977. í stefnunni segir að þar sem bú- vöruframleiðslu á jörðinni var hætt 1975 og var engin 1976 hefði ekki verið hægt að miða búmark nema út frá framleiðslu Sigurðar á jörð- inni árið 1978, þar sem framleiðsla ársins 1977 fór að langmestu leyti fram á annarri jörð. Telur Sigurður bóndi því að eigendur jarðarinnar hafí ekki lagt neinn grunn að þeim fullvirðisrétti til mjólkur- og kinda- kjötsframleiðslu, sem nú er á jörð- inni. í þessu tilviki sé fullvirðis- og framleiðslurétturinn alls ekki hluti hins stjómarskrárvemdaða eignar- réttar jarðeiganda, heldur eins og málið sé vaxið sjálfstæður réttur framleiðandans og verðmæti sem alfarið tilheyri honum og flölskyldu hans. Áunninn fullvirðisréttur í land- búnaði sé atvinnuréttur sem tilheyri þeim, sem hann hefur skapað. Sigurður hefur nú höfðað mál á hendur eigendum jarðarinnar, hluta- félaginu Ysta-Mó, sem er í eigu nokkurra einstaklinga. Hann gerir þær kröfur að viðurkennt verði að allur fullvirðisréttur jarðarinnar til- heyri sér. Til vara krefst hann að staðfest verði með dómi að honum tilheyri ákveðin hlutdeild í fullvirðis- réttinum og til þrautavara að eig- andi jarðarinnar greiði sér rúmar 2,5 milljónir, sem er 70% af kaup- verði fullvirðisréttarins. Þá stefnir bóndi einnig framleiðnisjóði land- búnaðarins til réttargæslu, en gerir ekki dómkröfur á hendur sjóðnum. Málið verður tekið fyrir hjá sýslu- manni Skagafjarðarsýslu á Sauðár- króki. Fengu bíla að láni næturlangt LÖGREGLAN í Reykjavík hefur nýveríð upplýst mál tveggja 18 ára pilta sem játað hafa stuld á fjórum bilum. Lyklar höfðu veríð skildir eftir í bflunum og vissu eigendur ekki að bilamir höfðu verið fengnir að „láni". Piltamir höfðu þann hátt á að þeir gengu að kvöldlagi, oftast ölv- aðir, um bílastæði við fjölfamar göt- ur og leituðu að bílum þar sem ly- klar höfðu verið skildir eftir í kveikj- ulás. Þremur bílanna óku þeir víðs vegar um bæinn og skiluðu þeim aftur á fyrri stað. Urðu eigendurnir aldrei varir við að bílar þeirra höfðu ur larþe i“. Ifi verið fengnir að „láni“. í fjórða skip- tið varð lögreglan á vegi piltanna og hugðist hafa af þeim tal. Piltam- ir voru þá ölvaðir og ekki á því að ræða við iögreglu. Þeir reyndu að komast undan en lentu í árekstri við bíl lögreglumannanna. Að sögn lögreglu hefur undanfar- ið verið mikið um að bílum sé stolið eftir að eigendur þeirra hafa í kæru- leysi skilið eftir í þeim lykla. Hörmu- legt slys varð á Skúlagötu í vor eft- ir að ölvaður maður komst yfír bíl með þessum hætti. Annað slys varð á Austurbrún í fyrri viku er innbrots- þjófur fékk bíl „að láni" meðan eig- andinn fylgdist með slökkviliði að störfum og um svipað leyti tók ölvað- maður jeppa traustataki við Kringluna og ienti á honum í árekstri í miðbænum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.