Morgunblaðið - 08.09.1988, Síða 5

Morgunblaðið - 08.09.1988, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 5 Samgönguráðuneytið: Eigendur móttökudiska fái tækifærí til að sækia um leyfi Elín J.G. Hafstein. ElínJ.G. Hafsteinlátm Elín J.G. Hafstein lést þann 4. þessa mánaðar á 88. aldursári. Hún var gift Ásgeiri Þorsteins- syni, verkfræðingi, sem lést árið 1971. Foreldrar Elínar voru þau Hannes Hafstein, ráðherra og skáld, og Ragnheiður Stefáns- dóttir. Elín J.G. Hafstein var fædd þann 25. desember árið 1900. Hún var húsmóðir alla tíð. Eiginmaður hennar, Ásgeir Þorsteinsson, var lengst af framkvæmdastjóri Sam- tryggingar íslenskra botnvörpueig- enda og Lýsissamlags íslenskra botnvörpueigenda. Eftirlifandi böm þeirra eru Sigríður, Ragnheiður og Þorsteinn, en Þorsteinn eldri dó mjög ungur. Tengdaböm þeirra eru Hafsteinn Baldvinsson, Guðmundur H. Garð- arsson og Vilhelmína S. Sveins- dóttir. Elín átti níu systkini, 7 systur og 2 bræður, og er Þórunn Kvaran ein á lífi á 93. aldursári. Sævar Þórarinsson skipstjóri: Nær að að- stoða ís- lensku skipin Grindavík. „OKKUR finnst það skjóta skökku við og erum nyög óánægðir með að hafrannsókna- skipið Árni Friðriksson skuli leigt til loðnuleitar við Græn- land í stað þess að aðstoða íslensku skipin við loðnuleit," sagði Sævar Þórarinsson, skip- sijóri á loðnuskipinu Albert GK frá Grindavík, í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins. Sævar sagði það undarleg vinnubrögð að leigja Grænlending- um skipið á sama tíma og við viður- kenndum þá ekki sem viðsemjend- ur um loðnuveiðar, þar sem þeir veiddu ekki loðnu. „íslendingar hafa hingað til ekki viljað sam- þykkja þá í skiptingu heildar- loðnukvótans með Norðmönnum. Slíkt ætti að vera enn ákveðnara nú þegar þeir eru famir að selja veiðileyfi til annarra þjóða, sem síðan telja sig geta fiskað á svæð- um sem við gemm tilkall til í okk- ar fískveiðilögsögu," sagði Sævar. Kr.Ben Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! BÚIST er við í samgönguráðu- neytinu að listar yfir eigendur móttökudiska fyrir sjónvarpsefni um gervihnött berist frá seljend- um innan viku. Veitt hafa verið fjörutiu leyfi en að sögn Ragn- hildar HjaJtadóttur lögfræðings ráðuneytisins er talið að móttöku- diskar hérlendis séu mun fleiri, hugsanlega milli 200 og 300 tals- ins. Unnið er að gerð lista yfír kaup- endur móttökudiska í þeim verslun- um sem Morgunblaðið hafði sam- band við. Frestur til að skila listun- um rann út á mánudag en að sögn Ragnhildar Hjaltadóttur vildi ráðu- neytið bíða átekta í nokkra daga áður en leitað væri til lögreglu með að hafa uppi á óleyfílegum móttöku- diskum. „Eflaust vita ekki allir eigendur móttökudiska af því að sækja þarf um leyfi samgönguráðherra fyrir diskunum," segir Ragnhildur. „Þeg- ar við höfum fengið lista yfír eigend- ur verða þeim^Sénd bréf þar sem skýrt er frá þessu og gefið tækifæri til að sækja um leyfí. Þetta er fyrsta skrefið hjá samgönguráðuneytinu til að ná utan um þessi mál.“ Þegar fyrstu móttökudiskamir BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum á þriðjudag, 11 milljóna króna aukafjárveitingu til Borg- arbókasafnsins. Fær safnið helm- ing upphæðarinnar í ár og helm- ing á næsta ári. Þá var nýtt skipu- lag Borgarholts kynnt á fundin- um en þar er gert ráð fyrir um 2000 íbúðum. Sótt var um 11 milljóna aukafjár- voru seldir hérlendis í ársbyijun 1986 setti ráðuneytið reglugerð um þá samkvæmt fjarskiptalögum. Eftir henni þurfa eigendur diska að senda samgönguráðuneytinu leyfísbeiðni veitingu fyrir Borgarbókasafnið í maí vegna erfíðleika í rekstri. Borg- arráð ákvað að veita safninu 5 1/2 milljón króna á árinu og annað eins næsta ár. Á fundi borgarráðs var Sölufélagi garðyrkjumanna og Blómavali út- hlutað lóð við Stekkjarbakka í Breið- holti. Byggingarleyfí var veitt fyrir 4500 fermetra húsi hið mesta. Þá sem Póstur og sími er umsagnarað- ili um. Leyfísgjald er 5000 krónur á tveggja ára fresti fyrir einstaklinga en 6000 krónur annað hvert ár fyrir fyrirtæki. var ákveðið á fundinum að setja sjálfvirkt hlið sem einungis strætis- vagnar geta opnað á götu SVR milli Flúðasels og Hjallasels. Nýtt skipulag tveggja hverfa á Borgarholti norðan Grafarvogs var kynnt á fundinum. Gert er ráð fyrir 650 íbúðum í öðru hverfínu og 1300 í hinu. Kort af skipulaginu birtist nýlega. í Morgunblaðinu. Borgarráð: 11 milljóna aukafjárveit- ing til Borgarbókasafnsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.