Morgunblaðið - 08.09.1988, Page 17

Morgunblaðið - 08.09.1988, Page 17
8861 siaaMaTqaa .8 .auoagutmmh .aiaAjaMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 Bf 17 Ihandknattleikur Signrður Sveinsson og Auður dóttir hans. Morgunblaðið/Bjarni Sigurður Sveinsson: Hætti með landsliðinu eftir Ólympíuleikana SIGURÐUR Sveinsson, vinstri- handarskytta í handboltalands- liðinu, er með skothörðustu leik- mönnum í heimi. Það kemur eng- um á óvart sem séð hefur Sigurð hleypa af í landsleikjum, en hins vegar er það öllu undarlegra þegar til þess er tekið að Sigurð- ur fór ferða sinna í hjólastól þegar hann var um fimm ára gamall. Hver hefði búist við að hann yrði íþróttamaður á heims- mælikvarða á þeim árum? Sigurður hefur leikið erlendis, bæði í Sviþjóð og nú siðast í Þýskalandi sem atvinnumaður í handbolta en á næsta leiktíma- bili fá islenskir áhorfendur að njóta snilli hans þegar hann leik- ur með Valsmönnum. Sigurður segir hins vegar að hann hætti að leika með landsliðinu eftir Ólympiuleikana i Seoul. Hann segir að það sé kominn timi til að sinna fjölskyldunni betur en hann hafi haft tima til að undan- förnu. Kona Sigurðar er Sigríður Héðinsdóttir. Veikindi Sigurðar í æsku bar fyrst á góma í spjalli á dögunum. „Ég fékk arfgengan beinasjúk- Morgunblaðið/Logi Bergmann Þrumuskot frá Sigga Sveins. dóm þegar ég var tveggja eða þriggja ára gamall. Sjúkdómurinn lýsir sér í því að beinin harðna ekki almennilega og mjaðmarkúlan varð fyrir barðinu. Hún er eins og epli sem bitið hefur verið í. Þetta kemur til með að ágerast og ætli ég endi ekki með því að fá mér nýja mjaðm- arkúlu úr plasti," sagði Sigurður kæruleysislega. - Hefur þetta ekki komið nið- ur á íþróttaferli þinum? „Nei, nei. Ég fæ stundum bak- verk, annað er það ekki. Annars er hægri fóturinn á mér af þessum sökum tveimur og hálfum sentf- metrum lengri en sá vinstri - en það er bara betra upp á stökkkraft- inn.“ Þegar Sigurður var 18 ára gam- all fékk hann tilboð um að leika með sænska liðinu Olympia og lék hann handbolta þar f eitt ár. Síðan lá leið hans í Pjölbrautaskólann f Breiðholti þar sem Sigurður stund- aði nám í tvö ár. Sigurður var á þessum tíma með allra bestu leik- mönnum á íslandi. Hann lék þá með sínu gamla félagi, Þrótti, ásamt Páli Ólafssyni og fleiri góðum mönnum. Þess var ekki langt að bíða að annað lið sýndi Sigurði áhuga og 1982 fór hann til Þýska- lands og lék með Nettelstedt. „Það var ágætur tími en hins vegar átti ég í basli með að fá laun- in greidd. Það endaði líka þannig að félagið var lýst gjaldþrota. Sfðan hélt ég til Lemgo og með þeim lék ég í 5 ár. Ég fékk vinnu við tölvufyr- irtæki og vann 4 tíma á dag. Auður dóttir mín fæddist þar, en minnstu munaði að ég missti af þeim atburði. Við vorum að spila í Miinchen og eftir leikinn fórum við á október-hátíðina. Ég kom heim klukkan 5 um nóttina og þá lágu til mín skilaboð um að Sigga væri farin á sjúkrahúsið. Ég dreif mig þangað og bamið kom í heiminn klukkan 6. Ég náði því að taka á móti hénni en ég segi það alveg satt, að heilsan var ekki upp á það besta.“ Þegar Sigurður var spurður um framtíðaráform sín sagðist hann lifa fyrir hvem dag í senn og gera sér litla rellu út af framtíðinni. „En ég er bjartsýnn á framtfðina þótt óneitanlega taki það nokkum tíma að ver\jast íslandi á nýjan leik.“ - GuGu. Blómamerkja- sala Hjálp- ræðishersins HAFIN er árleg blómamerkja- sala Hjálpræðishersins. Verða merkin seld f dag og á morgun. Blómamerkjasalan er liður f Qáröflun Hjálpræðishersins. Mun ágóði sölunnar einkum renna til styrktar bama- og unglingastarfí hersins. infotec Semffiherrar reiðubúnir í þína þjónustu- borgu sig upp ú tveimur múnuðum og þurfo engo kuuphcekkun! Heimilistæki' * Tæknideild • Sætúni8 SÍMI: 69 15 00 ísanuuk^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.