Morgunblaðið - 08.09.1988, Side 21

Morgunblaðið - 08.09.1988, Side 21
____________________________MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 Ríkí ljóðsins Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Seamus Heaney: The Goverment of the Tongne. The 1986 T.S. Eliot Memorial Lectures and Other Critical Writ- ings. Faber and Faber 1988. elstams sigurvegarinn. Heaney skil- greinir mjög vel þessar ósættanlegu andstæður, ríki tungu og ljóðs og hina formyrkvuðu lágkúru, sem kemst næst því að túlka list og heima Mandeístams sem einhvers- konar uppsteit gegn fjöldamorð- ingjanum sbr. „orti djarflega um Stalín", eins ogeinn íslenskur gagn- vann að þeim skrifum skrifaði Mandelstam einnig um skáldskap Dantes. Dante var útlagi og Mand- elstam var útlagi úr því ömurlega samfélagi morða, græðgi og sam- félagslegrar nauðsynjar, sem hann var hnepptur í. Aðdáun og mat Heaneys á Mandelstam skapast af því að hann lifði skáldskap sinn, talaði tungum guðanna í guðlausum samfélagshryllingi, hann byggði heima, sem voru algjör andstæða við heima samfélagsins, heima, sem áttu sér forsendur í hinni „tæru list og ríki tungunnar". Jafnvel í sora rýnandi kemst að orði um ástæðuna fýrir dauða skáldsins. Slík umsögu er dæmigerð fyrir þá skoðun að tengsl samfélags og skáldskapar fremstu skálda séu af sömu rót, ef svo væri, væri ekkert ríki ljóðs eða tungu, aðeins myrkviði lágkúrunn- ar. Heaney fjallar um önnur skáld austan tjalds, skáld sem geta eins búist við að þý kontórista-böðlanna beiji að dyrum þeirra með byssu- skeftunum einhveija nóttina. Hann telur að ljóðið ríki einmitt við þess- ar aðstæður og vald tungunnar nái _______________________________21 þar hæst, sem Ijóðið er hin algjöra andstæða ríkis böðlanna. Nöfn þessara manna lýsa sem stjörnur á dimmum nóttum. Umfjöllun Heaneys um Auden, Lowell og Sylviu Plath og skáldskap þeirra er ítarleg og nærfærin bók- menntaskýring og þar kemur glöggt í ljós hugmynd hans um eðli ljóðsins sem verks, sem er ekki af þessum heimi og sem á sér upp- haf í opinberuninni, galdri tungunn- ar og varð í upphafi til þess að skapa manninum örlög og mennska heima. Seamus Heaney er írskt skáld fæddur 1939. Fyrsta ljóðabók hans kom út 1965, „Eleven Poems". Hann hefur hingað til sent frá sér um átta ljóðabækur og eitt greina- safn auk þessa sem kom út í júní sl. Heaney er ágætt skáld en ekki síður snjall gagnrýnandi og hugleið- ingar hans um skáld og skáldskap í þessu greinasafni eru ferskari og persónulegri en menn eiga að venj- ast varðandi viðfangsefnin. Fyrri hluti safnsins hefur áður birst í tímaritum, formálum og sem fyrirlestrar síðar prentaðir. Annar hlutinn er T.S. Eliot Memorial Lect- ures, sem fluttir voru í október við Kent-háskólann. Höfundurinn fjallar um ensk, bandarísk og evrópsk skáld og þá einkum þau sem búa austan jám- tjaldsins, m.a. Milosz, Herbert og Mandelstam. T.S. Eliot-fyrirlestr- ana hefur hann með samanburði enskrar ljóðagerðar á fyrsta og öðrum áratug aldarinnar og „Waste Land“ 1922. Vinsælustu skáldin á fyrstu áratugum aldarinnar voru vinsæl, vegna þess að þau ortu „fyr- ir fólkið" allt niður á það stig að samsama skáldskap sinn ríkjandi smekk og meðvitund, sem var í rauninni það sama og yrkja sam- kvæmt „skipun" ráðandi valdhafa á hvetjum tíma (sbr. Hriflu-Jónas og Stalín, „sem lét gera góðar myndir"). Heaney telur slíka skáldapólitík vera svik við listina. Því kom „The Waste Land“ öllum á óvart, enginn virtist skilja neitt og í fyrstu var bálkurinn afgreidd- ur, sem óskiljanlegur samsetningur. Endumýjun ljóðagerðar er fólgin í því að það Ijúkast upp nýjar víddir sem fyrr eða síðar „opna ný tengsl milli eigin eðlis og þess raunvem- leika sem við búum við“. Meðal Hellena töluðu goðin í ljóðum skáld- anna og svo hefur verið allar aldir síðan, goðin og guðimir tala í Orf- eusarsonnettum Rilkes. „Skáld- skapurinn er eigin raunveruleiki og sé neistinn fyrir hendi þá skapast listaverkið, sé skáldið honum trúr, samfélagslegur eða pólitískur þrýstingur verður marklaus óværa á þeirri stundu sem ljóðið gerist." Heaney minnist á skrif Eliots um Dante, en um sama leyti og hann þrælabúðanna var heimur Mand- Bengt Sundberg Biblíusamkom- ur um helgina Raðsamkomur verða nú um helgina 8.—10. september á veg- um Orðs lífsins. Bengt Sundberg frá Livets Ord Bibelcenter í Uppsölum prédikar. Samkomurnar verða í Skipholti 50B 2. hæð og eru allir velkomnir. (Fréttatilkynning) í vetur bjóða þaulvanir fararstjórar Flugleiða nýja og gamalreynda farþega velkomna til hinnar fögru eyjar, GRAN CANARIA. Þar fara náðugir dagar í hönd á þægilegum gististöðum, íslenskum Kanaríförum að góðu kunnir, t.d. San Valentin Park og Corona Blanca. Tveir nýir staðir eru Broncemar og Barbacan Sol. Beint dagflug til Gran Canaria: Föstudaginn 04.11. ’88, 3ja vikna ferð „ Föstudaginn 25.11. '88, 25 daga ferð E Þriðjudaginn 20.12. ’88, 22ja daga ferð 1 Miðvikudaginn 11.01. ’89, 3ja vikna ferð | Miðvikudaginn 01.02.’89, 3ja vikna ferð s Miðvikudaginn 22.02.’89, 3ja vikna ferð « Miðvikudaginn 15.03.’89, 3ja vikna ferð Miðvikudaginn 05.04.’89, 3ja vikna ferð Verðdæmi: Frá kr. 48.4001" á mann miðað við þrjá saman í íbúð á BRONCEMAR í 3 vikur. Brottför 4. nóvember. * Staðgreiðsluverð miðað við gengi 29.8.’88. Verð án flugvallarskatts. Upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, Lækjargötu, Hótel Esju og Kringlunni; umboðsmenn um land allt og ferðaskrifstofurnar. Upplýsingasími: 25 100. FLUGLEIDIR fyrir þig FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVAl - fólk sem kann silt fag! Pósthússtrœli 13 - Sími 26900

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.