Morgunblaðið - 08.09.1988, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 08.09.1988, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 Haustnámskeið hefst 12. september Þaö er staðreynd að alvöru líkamsþjálfun sem skilar fögrum vexti verður aldrei létt. Við hjá Dansstúdíói Sóleyjar getum hins vegar lofað því að hjá okkur verður hún skemmtileg og hressandi. Ásta Vala sjúkraþjálfi verður með létta og góða leikfimi fyrir barnshafandi konur og konur með börn á brjósti. " —- Bjargey Eldhressir púltímar, 16 til 30 ára Púltími fyrir stráka. Árný Teygjur og þrek eftir vinnu. Framhaldshópar. Birna Teygjur og þrek í hádeginu og eftir hádegi. GROÐABRALL Á HEIMAVIST Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Hamagangur á heimavist („Campus Man“). Sýnd í Regn- boganum. Bandarísk. Leikstjóri: Ron Casden. Handrit: Matt Dorff. Framleiðendur: Peggy Fowler og John Landau. Kvikmynda- taka: Francis Kenny. Helstu hlut- verk: John Dye, Steve Lyon, Morgan Fairchild og Miles O’Keeffe. Leggðu saman framtakssaman og mjög efnilegan viðskiptafræð- ing, glæsilegan dýfingameistara, okrara og eyðimerkurrottu að nafni Kaktus-Jack, dagatöl og leitina að Manni níunda áratugarins að við- bættum slægum blaðaútgefanda og boðskap um hættur gróðabrasksins og misnotkun vináttu og þá ertu kominn með Hamagang á heimavist („Campus Man“), sem sýnd er í Regnboganum. Það er enn ein gamanmyndin sem mölluð hefur verið fyrir ungl- ingamarkaðinn og ef eitthvað er þá er hún hressilegri og skemmti- legri en margar hverjar af sama meiði. Þegar markið er ekki sett hátt er lítill vandi á ná því og þær eru margar sem lagt hafa meira á sig en þessi en náð minni árangri. Hamagangi á heimavist er leik- stýrt af Ron Casden með léttu, galsafengnu yfirbragði eins og tíðkast í þessum kátlegu unginga- myndum, uppúr gamansömu en ein- feldningslegu handriti Matt Dorffs og segir frá framkvæmdunum sem viðskiptafræðineminn Todd Barrett (John Dye) neyðist útí þegar hann þarf að bjarga sér um 10.000 doll- ara fyrir skólagjöldum sem skulu greiðast innan mánaðar. Hann fær þá ljómandi hugmynd að búa til dagatöl skreytt glæsilegum mynd- um af fallegustu íþróttagörpunum í skólanum og fær vin sinn, Brett Wilson (Steve Lyon), fremsta dýf- ingamann skólans, óviljugan í ráða- bruggið með sér. Sá vill ekki standa í svona vitleysu heldur stunda íþróttina af kappi en lætur til leið- ast fyrir vin sinn í gróðabraskinu og veit ekki fyrr en hann er orðinn miðpunkturinn í áformum blaðaút- gefanda (Morgan Fairchild) og vin- ar síns, sem kominn er með dollara- merki í augun, um að gera hann að Manni níunda áratugarins. Til hvers eru vinir ef ekki til að græða á þeim virðist vera mottó Barretts en Wilson hugsar: Með vini eins og þessa þarf maður ekki óvini. Leikaravalið er lítt forvitnilegt, það er eins og allir leiki aðeins meira en þeir þurfa og sumir miklu meira. Miles O’Keeffe, sem lék Tarzan í samnefndri Bo Derek mynd, er athyglisvert innlegg í myndina í hlutverki okrarans Kakt- us-Jacks, sem lánar Barrett pen- inga. Ron Casden hefur hvergi komið nálægt gerð myndanna „Tootsie", „Network", „The French Connecti- on“ °g „The Exorcist" eins og gef- ið er í skyn í auglýsingu Regn- bogans. Hann vann hins vegar um tíma við auglýsingagerð með kvik- myndatökumanninum Owen Roiz- man, sem kvikmyndaði áðurnefndar myndir og fleiri. Atriði úr kvikmyndinni Hamagangur á heimavist. NEYTENDUR & KAUPMENN í SEPTEMBER ER BANNAÐ AÐ SELJA VÖRUR Á HÆRRA VERÐI EN SÍÐAST VAR í GILDI FYRIR VERÐSTÖÐVUN. ÞETTA GILDIR JAFNT UM NÝJAR SEM GAMLAR VÖRUBIRGÐIR. VERÐLAGSSTOFNUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.