Morgunblaðið - 08.09.1988, Side 53
MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988
o53
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ÁSGEIR SVERRISSON
Gervihnattasjónvarp;
Tvíeggjuð ánægja
fyrir heimsbyggðina
Móttökudiskur nemur merki frá gervihnettinum og myndin berst
inn á sjónvarpsskjái um allan heim.
BRESKA vikuritið The Economist birti á dögunum eftirfarandi
forystugrein um sjónvarpssendingar úr gervihnöttum og áhrif
þeirra.
Snemma á miðöldum vissu fæstir Evrópubúar annað um heiminn
utan þorpsins sem þeir bjuggu í en það sem presturinn sagði
þeim. Þá fann Gutenberg upp prentlistina sem varð til þess að
fólk gat víkkað sjóndeildarhring sinn án þess að ferðast. Kirkjan
brást þegar við með því að banna og brenna bækur sem að sögn
kirkjunnar manna gáfu fólki rangar hugmyndir um umheiminn.
Stjórnvöld tuttugustu og fyrstu aldarinnar munu komast að því
að fólk víkkar sjóndeildarhring sinn með enn nýjum tækniuppfinn-
ingum. Rétt eins og með bækurnar á miðöldum munu ríki reyna
að hafa stjórn á því sem fólki gefst kostur á að kynnast með
hinni nýju tækni. Líklega verða þó stjórnir ríkja um allan heim
að sætta sig við og lifa við „sjónvarp án landamæra".
Stjómmálamenn óttast sjón-
varp meira en prentmiðla.
Þeir hafa einnig meiri ítök í rekstri
sjónvarpsstöðva. Ríkisstjómir
margra landa, sérstaklega í þriðja
heiminum og kommúnistarfkjun-
um, reka sjónvarpsstöðvamar og
gefa andstaeðingum ekkert tæki-
færi til að koma skoðunum sínum
á framfæri í sjónvarpi. í öðmm
löndum, eins og til dæmis Bret-
landi, gefst stjómarandstæðing-
um kostur á að koma skoðunum
sínum á framfæri í sjónvarpi, en
hópar sem standa öndverðir öllum
flokkum og stefnum fá lítt að lýsa
sínum sjónarmiðum. Flest lýðræð-
isríki staðhæfa að þau vilji sjón-
varpsstöðvar sem lýsi vilja al-
mennings, sýni ábyrgð og gott
siðferði. Allir hafí aðstöðu til að
lýsa sjónarmiðum sínum ef þeir
hafí hug á slíku. Þessar fijáls-
lyndu ríkisstjómir lýðræðisríkj-
anna geta þó einungis haft áhrif
á sjónvarpsstöðvar í sínu heima-
landi. Þegar sjónvarpsefnið er
unnið utanlands og sent í gegnum
gervihnött er harla erfítt að hafa
hemil á því.
Gervihnattasjónvarpi mun ef til
vill ekki vaxa fiskur um hrygg
jafn hratt og forvígismenn þess
gorta af. Þessi tækni er ný af
nálinni, erfítt er að koma hnöttun-
um á braut umhverfis jörðu og
markaður fyrir gervihnattasjón-
varp er með öllu ókannaður. Þó
má fullyrða að á næstu tveim til
þrem áratugum muni gervi-
hnattasjónvarp ná til allrar heims-
byggðarinnar og margir vilji fá
að njóta þess sem það býður uppá.
Móttökudiskar fyrir gervihnatta-
sendingar eru nú orðnir litlir og
handhægir auk þess sem þeir
verða sífellt ódýrari. Stjómvöldum
er í lófa lagið að koma í veg fyr-
ir útbreiðslu kapalsjónvarps en
gervihnattasendingu sem beint er
til milljóna heimila er ekki hægt
að stjóma nema með ótrúlegum
tilkostnaði.
Mun gervihnattasjónvarp verða
valdhöfum mikið áhyggjuefni?
Margir þeirra hafa þungar
áhyggjur af útvarpssendingum.
Sendingar bandarísku útvarps-
stöðvarinnar Frelsi eru allajafna
truflaðar í Austur-Evrópu. írans-
keisari kenndi BBC-útvarpsstöð-
inni um að honum hefði verið
steypt af stóli. ísraelar útiloka að
Palestínumenn geti hlustað á
sendingar frá ákveðnum stöðvum.
Útvarpið er aðalvopnið víða á
landamærum ríkja sem eiga í deii-
um. Sjónvarpið á eftir að verða
miklu áhrifameira.
Gervihnettimir sem í framtí-
ðinni munu hringsóla umhverfis
jörðina verða að öllum líkindum í
eigu efnaðri rílqa eða vellríkra
einkaaðila sem kosta sendingar
með auglýsingum og áskriftum.
Hvort tveggja ógnar valdhöfum
sem vilja halda fólki sínu í skefjum
og verpur ómetanlegt tækifæri
fyrir þegnana til að kynnast öðr-
um viðhorfum en þeim sem stjóm-
völd vilja halda á loft.
Lýðræði til sölu
Gervihnattastöðvamar • sem
kostaðar eru af efnaðri þjóðum
munu verða óvinsælar í löndum
þar sem valdhafar reyna að fela
sannleikann fyrir þegnunum. Rétt
eins og heimsútvarp BBC hefur
komið mörgum stjómvöldum í
bobba mun heimssjónvarp BBC
valda þeim vandræðum. Stöðin
gæti sýnt hvíta minnihlutanum í
Suður-Afríku myndir af suður-
afrískum lögreglumönnum að
beija á svörtum mótmælendum,
nokkuð sem stjómvöld hafa reynt
að halda leyndu fyrir hvítum
þegnum landsins. Banni suður-
afrísk stjómvöld kvikmyndina
„Hrópað á frelsi" að morgni gætu
gervihnattasjónvarpsstöðvar
keppt um að verða fyrstar til að
sýna hana eftir hádegi. Einka-
stöðvamar munu á þennan hátt
selja lýðræði, með því að sýna
frekar en segja. Með miðlun á
sjónvarpsefni sem framleitt er á
Vesturlöndum er hægt að koma
á framfæri þeim skilaboðum að
lýðræðisríki séu alla jafna betri
staðir til að búa á. Auðugir Evr-
ópubúar fyrirlíta ef til vill sýndar-
mennskuna í framhaldsþáttum á
borð við Dallas og Dynasty en í
augum fátæks bónda getur Tex-
as-fjölskyldan hins vegar verið
sönnun um allt hið góða sem
fijálsar kosningar veita.
Einræðisherrar munu efalítið
gera allt til þess að koma í veg
fyrir að þegnar þeirra horfí á slíka
þætti. Þeir gætu bannað sölu á
móttökudiskum og eyðilagt þá
sem fínnast. Fáir þegnar komm-
únistaríkja munu láta sér til hug-
ar koma að móttökudiskur myndi
fara framhjá vökulu auga lögregl-
unnar, flokkstjómarinnar eða ná-
grannanna. Hins vegar gæti svo
farið að slíkir diskar yrðu jafn
Gervihnöttur á braut um jörðu sendir út sjónvarpsefni.
meðfærilegir, ódýrir og auðveldir
að fela og bækur. Ólýðræðislegar
ríkisstjómir gætu komist að því
að öryggiskerfi til að fínna þessa
smáu óvini væri of dýrt. Þeir ein-
staklingar sem voga sér að bjóða
valdhöfum birginn og hafa eftii á
að koma sér upp móttökudiski
munu fagna sjónvarpssendingun-
um eins og nýfengnu frelsi.
Klámeða
fagnrbókmenntir
Lýðræðisríkjum gæti hugsan-
lega mislíkað það efni sem sent
er til þeirra. Siðsömum Bretum
gæti brugðið við að horfa á nekt-
aratriði í kvikmyndum sem ná-
grönnum þeirra í Evrópu þykir
hversdagsleg. Fjölþjóðasamtök
munu efalítið reyna að setja reglu-
gerðir um sjónvarpssendingar
gegnum gervihnetti. Bæði Evr-
ópuráðið og Evrópubandalagið
hafa þegar gert uppkast að slíkum
reglugerðum fyrir Evrópuþjóðim-
ar. Jafnvel þó ríki undirriti slíkar
reglugerðir vaknar sú spuming á
hvem hátt þau geti komið sér
saman um viðmiðanir sem eru
nægjanlega nákvæmar til að allir
geti farið eftir þeim? Bækur sem
• teljast hið versta klám og siðleysi
í einu landi eru taldar fagurbók-
menntir í öðru.
Bretar hafa í hyggju að sekta
þau fyrirtæki sem auglýsa í miðj-
um útsendingum á klámfengnum
myndum. Slíkar ráðstafanir munu
varla njóta hylli Evrópudómstóls-
ins hafí myndimar þegar hlotið
náð fyrir augum hans. Ef klámið
er selt áskrifendum og sent út án
auglýsinga, getur það reynst ær-
inn starfí fyrir lögregluna að hafa
upp á heimilum sem hafa aðgang
að lykilnúmerum að sjónvarps-
stöðinni. Að auki væri verið að
hegna röngum aðila, það er þeim
sem kaupa en ekki seljandanum.
Það er stór munur á því að stöðva
dreifíngu á klámriti eða ætla að
koma í veg fyrir að fólk horfí á
klámmynd á eigin heimili.
Menning smáþjóða í hættu
í Bretlandi er framleitt mikið
af sjónvarpsefni, stjómvöld þurfa
því vart að óttast menningarm-
engun vegna of lítils hlutfalls af
bresku efni í sjónvarpi. Önnur
lönd búa ekki eins vel í þessu efni.
Nú þegar hafa Kanadamenn og
íbúar í Vestur-Indíum af því þung-
ar áhyggjur að áhrif frá nágrann-
aríkjunum séu að kaffæra menn-
ingu þjóðarinnar. „Kóka kóla-
væðingin" mun aukast með til-
komu gervihnattasjónvarps.
Vegna þess hve stór markaður
Bandaríkin em er hægt að halda
niðri kostnaði við framleiðslu.
Bandarískt sjónvarpsefni mun
alltaf vera ódýrara en framleiðsla
efnis í heimalandinu hvert sem
það kann að vera. Þetta mun
verða til þess að enska verður
alheimstungumál, Frökkum og
Spánveijum til mikillar armæðu,
einnig getur þetta valdið því að
óraunsæ efnishyggja sem ekki
gmndvallast á aðstæðum heima
fyrir nái tökum á almenningi í
fátækari löndum. Slíkt getur leitt
til þess að bijóta niður menningu
og efnahagslegan gmndvöll í
slíkum löndum.
Meðal sumra þjóða boða gervi-
hnattasendingar ekkert annað en
siðspillingu. íranskir valdhafar
verða ekki hrifnir af því þegar
keppendur um titilinn Ungfrú al-
heimur birtast í baðfötum á skján-
um. Nú þegar em uppi áætlanir
um að koma á fót trúarlegri isl-
amskri gervihnattasjónvarpsstöð
í Mið-Austurlöndum. íran gæti
einnig komið sér upp sinni eigin
stöð til að vega upp á móti sjónar-
miðum múslima í Mið-Austurlönd-
um, sem þeir telja allt of fijáls-
lynda. Að halda að slíkar stöðvar
gætu ekki höfðað til fólks er fírra.
Bestu dæmin um velgengni trúar-
legra sjónvarpsstöðva em frá
sjálfu sjónvarpslandinu Banda-
ríkjunum, þar sem sjónvarpsk-
lerkar hafa makað krókinn lengi
vel.
Misnotkun á miðlinum
Ekki em allir lýðræðissinnar
sem telja landamæraleysi gervi-
hnattasjónvarpssendinga af hinu
góða. Efasemdarmenn velta fyrir
sér á hvem hátt sé hægt að mis-
nota slíkan miðil. Á hvem hátt
hefði Hitler (enn einn bóka-
brennuvargurinn) notað sjónvarp?
Rödd Hitlers hélt þýsku þjóðinni
gagntekinni við útvarpstækin á
sínum tíma. Hugsast gæti að hefði
þjóðin haft hann fyrir augunum
í sjónvarpinu í tíma og ótíma að
fleiri hefðu séð að eitthvað var
bogið við framkomu hans. Al-
þjóðlegt sjónvarp mun veita fólki
meiri völd en það hefur til þessa
haft til að velja og hafna. Hugsan-
legt er að fólk misnoti þetta vald
eða noti það ekki á réttan hátt.
Betra er þó að það hafí upplýsing-
ar sem geri því kleift að velja, þó
það velji vitlaust, en hitt að ríkis-
stjómir sem oftar en ekki gefa
rangar upplýsingar velji fyrir það.