Morgunblaðið - 24.09.1988, Page 2

Morgunblaðið - 24.09.1988, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 Tíu miUjóna kr. styrkur Meffi afturkallaður STJÓRN Kvikmyndasjóðs hefur ákveðið að afturkalla 10 milljóna króna styrk sem veittur hafði verið Bíói hf., fyrirtæki Hilmars Oddssonar og Jóns Ólafssonar, vegna gerðar kvikmyndarinnar Meffí. Akvörðunin byggist á því að handrit myndarinnar hafi breyst of mikið frá því að styrk- urinn var veittur. „Þetta eru mjög harkalegar að- gerðir en munu ekki skipta sköpum um gerð myndarinnar," sagði Hilm- ar Oddsson leikstjóri. „Upphæðin er tiltölulega lítill hluti af heildar- kostnaði, sem var upphaflega áætl- aður 140 milljónir. Hins vegar ger- ir þetta málið erfíðara og bitnar fyrst og fremst á eignaraðild minni." Auk Bíós hf. standa kanad- ískir aðilar að gerð myndarinnar. Hilmar vildi ekki tjá sig um hvaða breytingar hefðu verið gerðar á handritinu. „Þetta er hættulegt fordæmi og maður hlýtur að spyija sig hvar mörkin liggja," sagði Hilmar Odds- son, aðspurður um álit á ákvörðun sjóðsstjómarinnar. „Hvenær er handrit orðið að öðru handríti. Það hefur ekkert handrit, sem fengið hefur styrk úr kvikmyndasjóði, ver- ið fílmað í nákvæmlega þeirri mynd sem það fær styrk út á. Handrit eru sífellt að breytast og sum hafa hreinlega tekið hamskiptum frá því styrkur var veittur og þar til þau eru orðin að kvikmynd, án þess að nokkur hafí fett fingur út í það,“ sagði Hilmar. „Þessi ákvörðun hlýt- ur að vera stefnumarkandi fyrir sjóðsstjómina og það verður erfítt fyrir hana að framfylgja þessu í framtíðinni." Aðspurður um hvort hann teldi sér einhveijar leiðir færar til að hnekkja ákvörðuninni sagði Hilmar að sér sýndist að engin leið væri að ná samkomulagi um málið. Hann og Jón Ólafsson mundu hins vegar kanna hver staða þeirra væri gagn- vart sjóðnum. Tökur á Meffí heíjast hérlendis í nóvember. Auk Bíós hf. standa kanadískir aðilar að framleiðslu myndarinnar. Sögusagnir hafa ver- ið á kreiki um að leikarinn Eric Roberts, sem þekktur er af leik í myndunum The Runaway Train, The Coca Cola Kid og The Pope of Greenwich Village, muni fara með hlutverk í myndinni. Hilmar vildi ekkert tjá sig um þær fregnir, hvorki játa né neita. Hvorki náðist í stjómarformann né framkvæmdastjóra Kvikmynda- sjóðs vegna þessa. Friðbert Pálsson, sem sæti á í stjóminni, vildi ekki tjá sig um málið. 17 ára dæmdur í 3 ára fangelsi: Sláturleyfíshafar: 555 millj. króna útflutn- ingsbætur gerðar upp Steinafundur í Hoffellsdal Höfn, Homafirði EFTIR tveggja daga erfiði, með jarðýtu og vél- og þar hátt uppí hlíðinni. skóflu, tókst þeim þjónum Unni Guðmundsdóttur Þau fundu einnig annan um það bil 300 kg og og Úlfari Helgasyni í Hoffelli að koma heim kipptu honum líka heim. Steinamir eiga síðan að jaspíssteini, sem Ulfar áætlar að vegi um 1 tonn. prýða garð þeirra hjóna. Þegar er tilbúinn stallur Steininn fundu þau um átta kílómetra inní dal undir þá. _ jqg Hjónin á Hoffelli við steinana. Morgunbl aðið/J GG Manndrápstil- raun,rán, árás og sjö innbrot 17 ÁRA piltur úr Reykjavík hef- ur verið dæmdur til þriggja ára óskilorðsbundinnar fangelsis- vistar fyrir tilraun til mann- dráps, rán, líkamsárás og sjö innbrot. Hinn 1. mars síðastliðinn varð piltinum sundurorða við félaga sinn og stakk hann í kviðinn með hnífí. Þeir vom þá staddir í sölu- tumi við Vesturgötu og báðir und- ir áhrifum róandi lyfs, diazepams. Vegna rannsóknar málsins var pilturinn úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald og gert að sæta geðrannsókn. Áður en sólarhringur var liðinn frá því að hann var lát- inn laus var hann handtekinn eftir að hafa, ásamt 21 árs gömlum félaga sínum, ráðist á mann í „ÞAÐ er jákvæðast við þessa stjómarmyndun að Alþýðu- bandalagið hefur, af fréttum fjölmiðla að dæma, fallist á frystingu launa, sem raunar er óhjákvæmileg við núverandi aðstæður. Þetta er stefnubreyt- ing hjá Alþýðubandalaginu,“ sagði Þorsteinn Pálsson for- maður Sjálfstæðisflokksins Brautarholti f Reykjavík, barið hann í andlit og stolið af honum seðlaveski. Hann var þá að nýju úrskurðaður í gæsluvarðhald. Fé- laga piltsins var gert að sæta 6 mánaða fangelsi vegna ránsins. Að auki var pilturinn dæmdur fyrir að hafa ráðist á og nefbrotið húsvörð í verbúð í Vestmannaeyj- um og sjö innbrot, eins og fyrr sagði. Við meðferð fyrir dómi var tek- inn upp skilorðsbundinn fímm mánaða dómur sem pilturinn hafði áður fengið og telst refsingin ákveðin vegna þess máls einnig. Við uppkvaðningu dómsins lýsti pilturinn því yfír að hann hygðist ekki áffyja dómnum, sem Am- grímur ísberg kvað upp, og hefur hann hafíð afplánun. þegar leitað var álits hans á stjómarmyndun Steingríms Hermannssonar. „Ég geri ráð fyrir því að fyrst Alþýðubandalagið hefur fallist á frystingu launa verði andstaða Alþýðusambandsins og BSRB óvirk og látið nægja að mótmæla bréflega en fallið frá fyrri yfírlýs- GENGIÐ hefur verið frá láni því sem Framleiðsluráð landbúnað- arins hefúr milligöngu um að taka hjá viðskiptabönkunum til að ganga frá greiðslu útflutn- ingsbóta . til sláturleyfishafa vegna útflutnings sauðQár- afúrða fyrr á þessu ári. Upphæð lánsins er 555 miBjónir kr. og endurlánar Seðlabankinn við- ingum um virka andstöðu," sagði Þorsteinn. „Á hinn bóginn sýnist mér að þessi nýja vinstri stjóm ætli að færa þjóðfélagið á nýtt stig milli- færslu og stóraukinnar skatt- heimtu. Svona stórfelld milli- færsla og skattheimta hefur al- varlegar afleiðingar fyrir íslenskt skiptabönkunum það að tveimur þriðju hlutum. í vor og sumar var nokkur ágreiningur innan ríkisstjómarinn- ar um meðferð þessa máls, einkum á milli landbúnaðar- og fjármála- ráðherra. Síðan samþykkti ríkis- stjómin þessa lausn en framkvæmd hefur dregist þar til nú. Meginhluti atvinnulíf og framþróun í þjóð- félaginu. Þetta á eftir að draga úr þrótti atvinnulífsins og minnka mátt okkar til að byggja upp hag- sældar þjóðfélag," sagði Þor- steinn. Aðspurður um hvort Sjálf- stæðisflokkurinn yrði strax í harðri stjómarandstöðu sagði Þorsteinn að stjómarandstaða flokksins yrði málefnaleg. þessarar fjárhæðar er ekki til ráð- stöfunar hjá sláturleyfíshöfunum, því það verður í mörgum tilvikum millifært í viðskiptabanka viðkom- andi sláturleyfíshafa til greiðslu á afurðalánum og staðgreiðslulánum ríkissjóðs. Að sögn Gísla Karlssonar fram- kvæmdastjóra Framleiðsluráðs mun ríkissjóður bera þann vaxta- kostnað sem hlotist hefur af drætti á þessu uppgjöri. Hlutabréf í Skeljungi auglýst til sölu AUGLÝST hafa verið til sölu hlutabréf í Skeljungi hf., og er óskað eftir tilboðum i þau. Það er Verðbréfamarkaður Iðn- aðarbankans sem hefur hlutabréfín í umboðssölu. Samkvæmt upplýs- ingum frá VIB er um að ræða hluta- bréf að nafnvirði 100.000 krónur, en hlutafé í Skeljungi er 190 millj- ónir króna. Eldur í þak- pappaverk- smiðju SLÖKKVILIÐIÐ I Hafnarfirði var kallað út um kl. 19.15 f gærkvöldi að þakpappaverk- smiðjunni Silfurtungl í Garðabæ. Töluverður eldur var laus í verksmiðjunni og stóðu eldtungur upp af þaki hússins. Slökkvistarf gekk greiðlega. Taliðer að eldsupptök hafi orðið út.frá tjörupotti og þaðan hafí eld- urinn borist í þak hússins. Tölu- vert tjón varð af eldinum og er þak hússins gerónýtt. Hinsvegar slapp eggjabakkaverksmiðja sem er í kjallara hússins. Nýtt stig millifærslu og stóraukinna skatta -segir Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.