Morgunblaðið - 24.09.1988, Side 13

Morgunblaðið - 24.09.1988, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 13 unni“ að kenna. Ekki einu sinni framsóknarmönnum dettur það í hug. Verðbólgan er eins og áður sagði afleiðing af þvinguðu §ár- streymi i óarðbær og ótímabær verkefni, t.d. Blönduvirlqun. Það yrði eitthvað sagt við okkur í fisk- iðnaðinum ef við fjárfestum í fiysti- húsi upp á milljarða með það að markmiði að við ætluðum að vinna þorskstofn sem kæmi kannski frá Grænlandi eftir nokkur ár! Offjárfesting í virkjunarfram- kvæmdum hér á landi er hneysklis- mál hið mesta. Og hveijir ákváðu að ráðist skyldi í Blöndu? Blanda er ekkert einsdæmi. Þær eru víða „Blöndumar". Algjör stöðvun á innstreymi erlends lánsfjár er frum- skilyrði þess að verðbólgan stöðv- ist. Ekki voru það „fijálshyggju- menn“ sem ákváðu í hvaða verkefni erlent lánsfé fór síðustu 17 árin. En framsóknarmenn hafa verið með puttana um stjómartaumana síðastliðin 17 ár. Er það tilviljun að þessi 17 ár eru ár mestu verð- bólgu í íslandssögunni? Framsókn hefur verslað ýmist til hægri eða vinstri í ríkisstjómum á þessu tíma- bili. Það er svo ekkert annað en póltitísk ósvífni að vera að velta saklausum „frjálshyggjumönnum" upg úr foraðinu. Eg vil svo hvetja alla heiðarlega íslendinga til þess að hugleiða þessi málefiii af sanngimi og láta hvergi deigan síga í baráttu fyrir sjálf- stæðisstefnunni. Hún er eina stefn- an sem getur leitt þjóðina út úr miðstýringarforaðinu. Höfundur er þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Austfjarðakjör- dæmi. 1989 Sýningin er í dag frá kl. 13-17. Skurðstofunefnd er nefnd sem starfað hefur i nokkur ár og er skipuð fulltrúum flestra starfshópa á skurðstofusvæðinu. Hún reynir að skipuleggja starfsemina sem best og hagræða en hefur auk þess komið með ítarlegar tillögur um endurbætur á skurðstofusvæðinu. Byggjast þær reyndar á upphafleg- um hugmyndum þeirra sem hönn- uðu spftalann en þeir gerðu ráð fyrir að skurðstofúsvæðið yrði í fyrstu á E-5 en síðar meir einnig á E-4 og allar lagnir og annað þess háttar miðuðust við það. Neftidin hefur útfært þessar hugmyndir í smáatriðum miðað við núverandi þarfir en til þess að endurbætur geti átt sér stað þarf að flytja allar skrifstofur og ritarastarfsemi af báðum hæðunum og til þess vantar húsnæði. Nefiidin er þó bjartsýn á að úr því rætist því að mikið er framundan. Verði gerðir 5.000 upp- skurðir á ári eins og nú er verða þeir hvorki meira né minna en 100.000 næstu 20 árin. Sé hins vegar tekið mið af þróuninni eins og hún hefur verið síðustu 20 ár er líklegra að þeir þyrftu að verða margfalt fleiri. Tímabært er að fara að huga að byggingu nýiyar skurðstofuálmu. Höfundur er yfírlæknir & Borg- arspítalanum. Bingóbíll til V estmannaeyj a Sjónvarpsbingói Styrktarfé- lags Vogs var hleypt af stokkun- um á Stöð 2 siðastliðið fostudags- kvöld og hlaut afbragðs við- tökur. Aðalvinningur kvöldsins var Subaru bifreið 1.8 GL, fjórhjóla skutbifreið frá Ingvari Helgasjmi hf. Verðmæti hans er 836.000. Þennan vinning hlaut Sigurlaug Grétarsdóttir Hásteinsvegi 62, Vestmannaeyjum. Bingóspjaldið keypti hún í versluninni Smárabar, Vestmannaeyjum. Auk þessa vinnings var spilað um 10 aukavinninga, Olympus Al- 300 Super Zoom myndavélar frá Nesco í Kringlunni. A hveiju föstudagskvölodi kl. 21.30 til 21.50 verða bingótölumar lesnar upp á rás tvö og létt tónlist leikin á milli. {Fréttatilkynning) Honda Civic Shuttle. Sýning á Honda ’89 Yfirburðir Hortda eru augljósir, það sannar sigur í heims- meistarakeppni í Formúla I kappakstri, 1987 og 1988. Honda er leiðandi í framleiðslu 16 ventla véla. Þessi 16 ventla vél er eitt af aðaleinkennum Honda, með meiri kraft, mikla snerpu og sparneytni. Honda hefur nýja „Double wisbone" fjöðrun, sem eykur nákvæmni og bætir aksturs- eiginleika til muna. Komdu á sýninguna í dag, til að skoða og reynsluaka Honda Civic Shuttle árgerð 1989 með fjórhjóladrifi. Honda Civic Shuttle 7,6/, fjórhjóladrifinn, 116 hestöfl. Whonda HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK, SÍMI 689900 „Stríð og f riður“ í IUIÍR MÍR sýnir sovésku stórmyndina „Stríð og friður", sem byggð erá samnefndri skáldsögu LévTolstojs, í bíósalnum, Vatnsstíg 10, laugardaginn 1. október nk. Kvikmyndin verður sýnd í heild og hefst sýningin kl. 10 að morgni og lýkur síðdegis. í hádegisverðarhléi verður boðið upp á matarbita og einnig verða tvö kaffihlé síðdegis. Skýringatal með myndinni á ensku. Aðgöngumiðar verða afgreiddir að loknu enndi um 1000 ára kristnitökuhátíðina í Rússlandi, sem sr. Rögnvaldur Finn- bogason flytur á Vatnsstíg 10 sunnudaginn 25. sept. kl. 16. Aðgangur að fyrirlestrinum og myndasýningu um rússnesku kirkjuna er öllum heimill. Stjóm MÍR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.