Morgunblaðið - 24.09.1988, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988
15
Erindi um um-
hverfísmál
Námskeið í
lýsinguog
ljósahönnun
BANDALAG íslenskra Ieikfé-
laga, Þjóðleikhúsið og Leikfélag
Reykjavíkur gangast fyrir nám-
skeiði í lýsingu og ljósahönnun i
Þjóðleikhúskjallaranum í dag og
á morgun, laugardag og sunnu-
dag.
Kunnur breskur leikhúsmaður,
Francis Reid, hefur verið fenginn
til að kenna á námskeiðinu. Francis
Reid er ljósahönnuður og kennari,
auk þess að vera höfundur fjölda
bóka um lýsingu. 1959—1968 var
hann yfírmaður ljósahönnunar
Glyndeboume Festival-óperunnar.
1969—1978 hannaði hann lýsingu
fyrir u.þ.b. 30 sýningar og söng-
leiki á West End. 1982—1987
stjómaði hann ljósahönnunardeild
Central SchooÍ og Art and Design
í London. Hann hefur ferðast víða
um heim og haldið fyrirlestra um
lýsingu og ljósahönnun, m.a. við
NOTT ’83 og ’86 (Nordisk Teater
Teknikk).
í tengslum við námskeiðið verður
haldin sýning á ljósabúnaði.
Námskeiðið stendur frá kl.
10:00—17:00 báða dagana og er í
fyrirlestrarformi. Námskeiðið er
haldið með stuðningi frá British
Council.
Fyrirlestur
um borgara-
lega fermingu
STEINAR Nilsen, forseti Húm-
an-etisk Forbund í Noregi, held-
ur fyrirlestur um borgaralega
fermingu og húman-etiska
hreyfingu. Fyrirlesturinn er öll-
um opinn og verður haldinn
mánudagskvöld 26. september
1988 í menningarmiðstöðinni
Gerðubergi í Breiðholti. Fyrir-
lesturinn verður á ensku og hefet
kl. 20.30.
Borgaraleg ferming fer fram í
fyrsta skipti á íslandi vorið 1989
og er þessi fyrirlestur þáttur í þeim
undirbúningi og framkvæmd.
í VERKFRÆÐIDEILD Háskóla
Islands verða á næstu vikum flutt
10 erindi um umhverfismál. Til
þeirra er stofiuað fyrir nemendur
í deildinni, en aðgangur er öllum
frjáls, eins þeim sem ekki eru
nemendur í háskólanum. Umsjón
hefur Einar B. Pálsson, prófess-
or, og veitir hann upplýsingar.
Erindin verða flutt á mánudögum
kl. 17.15 í stofu 158 í húsi verk-
fræðideildar, Hjarðarhaga 6. Þau
eru ráðgerð svo sem hér segin
26. september: Unnsteinn Stef-
ánsson, prófessor í haffræði: Sjór-
inn sem umhverfí.
3. október: Gísli Már Gíslason,
prófessor í líffræði: Ýmis undir-
stöðuatriði í vistfræði.
10. október: Ólafur K. Pálsson,
fískifræðingur, Hafrannsókna-
stofnun: Auðlindir sjávar og nýting
þeirra.
17. október: Ingvi Þorsteinsson
MS, Rannsóknastofnun landbúnað-
arins: Eyðing gróðurs og endur-
heimt landgæða.
24. október. Amþór Garðarsson,
prófessor í líffræði: Rannsóknir á
röskun lífríkis.
31. október: Þorleifur Einarsson,
prófessor í jarðfræði: Jarðrask við
mannvirlqagerð.
7. nóvember: Jakob Bjömsson,
verkfræðingur, orkumálastjóri:
Orkumál og umhverfi.
14. nóvember: Vilhjálmur
Lúðvíksson, verkfræðingur, fram-
kvæmdastjóri Rannsóknarráðs
ríkisins: Verkfræðilegar áætlanir
og valkostir.
21. nóvember: Eyþór Einarsson,
grasafræðingur, formaður Náttúm-
vemdarráðs: Náttúmvemd í fram-
kvæmd.
28. nóvemben Einar B. Pálsson,
verkfræðingur: Matsatriði, m.a.
náttúmfegurð.
(Fréttatilkynning)
BANKASTRÆll 5
LAUGAVEGI 172
GRENSÁSVEGI 13
ÞARABAKKA3
UMFERÐARMIÐSTÖÐINNI
VATNSMÝRARVEGl 10
HUSI VERSLUNARINNAR
KRINGLUNNI 7
ÞVERHOLTI 6, MOSFELLSBÆ
VATNSNESVEGI 14, KEFLAVÍK
Únu FJÁRMUNI ÞÍIIA VAXA
í VERZLUNARBANKANUM!
Verzlunarbankinn heíur bryddað upp á mörgum vinsælum
nýjungum í þjónustu við sparifjáreigendur, enda mikil gróska í
starfsemi bankans.
Þess vegna kemur til okkar fólk sem vill hleypa nýju lífi í sparnað
sinn og sjá hann dafha hratt og örugglega.
MARGIR K0STIR - ALLIR GÓÐIR.
Við höfum margar uppástungur um það hvernig best verður
staðið að ávöxtuninni:
1 KASKÓREIKNINGURINN er löngu orðinn klassískur hjá
sparifjáreigendum sem þurfa að hafa frjálsan aðgang að
sparnaði sínum. Sterkur og sveigjanlegur.
2. RENTUBÓK, nýr 18 mánaða spennandi sparnaðarkostur.
Bók sem rentar sig eins og góð fjárfesting, en er þó
óbundin ef þörf krefur.
3- SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS, öruggt sparnaðarform til
þriggja, fimm eða átta ára. Nú til sölu í bankanum.
Við veitum allar nánari upplýsingar og hjálpum þér að vega og
meta kosti allra ávöxtunarleiða með hliðsjón af aðstæðum þínum
og markmiðum.
Alltaf velkomin (n).
VERZLUNARBANKINN
-viMMWimeðþm!
JOLAFRI I AUSTURRIKI
SAALBACH HINTERGLEMM
Úrvals 2ja herb. íbúðir fyrir 2-4. Eldhús, svalir, sturta, salemi, útvarp og lita-
sjónvarp, 8 rása gervihnöttur. Frábær staðsetning, rétt hjá skíðasirkus.
Heilsufækt: Sauna, rómverskt gufubað, heitur nuddpottur og glæsileg sundlaug.
Aðgangur innifalinn í verði.
Frábær veitingastaður í hótelinu.
Verð fyrir íbúð fyrir 4 frá ca 4.500.- ísl.kr.
Farið frá Reykjavík 17. desember og flogið til Salzburgar. Ferðir til og frá Salz-
burg innifaldar í verði. Komið til Reykjavíkur 31. desember.
Tel. 9043/1643/6541/7331-0
Telefax 1643/6541/7331-78
APART HOTEL ADLER
Hótel sem gott er að búa á