Morgunblaðið - 24.09.1988, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988
„ Sannleikuriiin
er sagna bestur“
eftír séra Kristján
Róbertsson
Prestar ættu yfírleitt aldrei að
skipta sér af málefnum fyrrverandi
safnaða sinna eða eftirmanna.
Þeirri reglu hef ég reynt að fylgja
á þeim sex árum, sem liðin eru síðan
ég hætti störfum hjá Fríkirkjusöfn-
uðinum í Reykjavík. Fjölmiðlar hafa
farið þess á leit við mig, að ég segði
eitthvað um það sem hefur verið
að gerast í þessum söfnuði síðustu
mánuði. Því hef ég alfarið neitað.
Innanríkismál þess safnaðar á yfír-
standandi tíma eru einfaldlega ekki
mín mál. Öðru máli gegnir, ef farið
er að riQa upp sögu safnaðarins á
liðnum árum. Þá gæti verið ástæða
til að leiðrétta rangar staðhæfíngar
eða missagnir. Tilefni þess, að ég
tek mér nú penna í hönd, er ein-
mitt af slíku tagi.
í laugardagsblaði Tímans 17.
september sl. er birt viðtal við séra
Gunnar Bjömsson, fríkirkjuprest.
Höfundur þessa viðtals er Kristján
Bjömsson blaðamaður. í þessu við-
tali er að fínna ummæli og fullyrð-
ingar varðandi liðna tíð, sem ég
kemst ekki hjá að gera athuga-
semdir við.
í upphafí þessa viðtals minnist
séra Gunnar þeirra breytinga sem
gerðar vom á safnaðarlögum í
minni prestsskapartíð eða nánar
tiltekið 1981. Þessi lög hafa mjög
verið til umræðu í seinni tíð og
ekki talin til fyrirmyndar. Það em
þau raunar ekki, en orsakir þess
skal nú greina.
Snemma árs 1981 var skipuð
nefnd til að endurskoða hin fomu
safnaðarlög. Töldu ýmsir að þau
væm úrelt um margt og þyrfti að
samræma þau nútímaaðstæðum.
Formaður nefndarinnar var Þórar-
inn Sveinsson, en auk hans áttu þar
sæti Ragnar Bemburg og undirrit-
aður. Breytingatillögur þær, sem
fæddust á fundum okkar þremenn-
inganna, vom ekki róttækar að
neinu leyti nema því er tók til ráðn-
ingar safnaðarprests og hugsan-
legrar uppsagnar hans.
Eins og allir vita hefur reynsla
af aimennum prestskosningum ver-
ið misjöfn. Saga Fríkirkjusafnaðar-
ins gejnnir einmitt sorglegt dæmi
þess. Auk þess er söfnuðurinn ákaf-
lega dreifður núorðið og því erfitt
að ná honum saman til marktækra
kosninga.
Við þremenningamar lögðum því
til, að vald til að kalla og ráða prest
væri alfarið í höndum löglega kjör-
innar safnaðarstjómar. A sama
hátt hlyti stjómin að hafa vald til
að leysa prest frá störfum, ef ærin
ástæða þætti til. í þessu efni tókum
við mið af lögum frjálsra safnaða
víða um heim. Einnig höfðum við
í huga viðleitni Þjóðkirlq'unnar til
lagabreytinga í þessa átt. Allar
breytingatillögur okkar lögðum við
síðan fyrir safnaðarstjóm.
Séra Gunnar fullyrðir að stjómin
hafí fellt niður allar tillögur okkar,
nema þá einu sem laut að uppsögn
safnaðarprests. Þetta er ekki rétt.
Stjómin samþykkti allar breyting-
artillögumar og var einhuga um
að leggja þær óbreyttar fyrir vænt-
anlegan aðalfund safnaðarins.
Á safnaðarfundinum vom greidd
atkvæði um hveija tillögu fyrir sig.
Samkvæmt ákvæðum eldri safnað-
arlaga þurfti stuðning tilskilins
meirihluta viðstaddra fundarmanna
til þess að lagabreyting hlyti stað-
festingu. Útkoman á fundinum var
sú að allar breytingatillögur nefnd-
arinnar vom samþykktar með lög-
legum meirihluta nema sú eina er
ijallaði um ráðningu safnaðar-
prests. Sú tillaga hlaut að vísu
meirihluta greiddra atkvæða. Hún
féll hinsvegar á því að nokkrir fund-
armanna sátu hjá við atkvæða-
greiðsluna. í þessu efni hlaut því
að gilda áfram hið gamla ákvæði
að safnaðarprestur skyldi ráðinn
að undangenginni almennri kosn-
ingu. Óneitanlega skapáði þetta
visst misræmi í safnaðarlögunum,
sem þó hefur ekki verið leiðrétt
enda þótt sjö ár séu liðin. Eins og
sjá má af framansögðu er ekki
hægt að kenna þáverandi safnaðar-
stjóm um þessi málalok.
Þá kem ég að niðurlaginu á við-
tali Kristjáns Bjömssonar og séra
Gunnars. Þar segir Kristján: „Nú
hef ég heimildir fyrir því að forvera
þínum hafí verið gert að segja
starfí sínu lausu, en vera rekinn
ella. Einnig hefur það komið fram
í háskólaritgerð að fyrsta prestinum
hafí verið gert að hætta ári áður
en kirkjan var vígð. Er þetta sama
fólkið sem hefur verið að segja upp
prestum sínum allt frá stofnárum
kirkjunnar?"
Þessu svarar séra Gunnar: „Þeg-
ar þú spyrð mig svona beint verð
ég að láta í ljósi, þar sem sannleik-
urinn er sagna bestur, að svo er.
Almennt talað má segja að það séu
sömu öflin.“
Hér er það fullyrðing Kristjáns
Bjömssonar sem ég fínn mig knúinn
til að leiðrétta. „Heimildir" þær sem
hann minnist á hef ég tilhneigingu
til að kalla öðru og óvirðulegra
nafni. Það em staðlausir stafir að
stjóm Fríkirkjusafnaðarins hafí
haft í hyggju að reka mig úr starfí.
Fullyrðing af slíku tagi hefur ein-
faldlega við engin rök að styðjast.
Ákvörðun mín um að hætta störfum
hjá Fríkirkjunni 1982 var mín eigin
og einskis annars.
Á ámnum 1962—68 þjónaði ég
lútherskum fríkirkjusöfnuðum í
Kanada. Mér þótti því vænt um,
árið 1978, að fá tækifæri til að
þjóna íslenskum fríkirkjusöfnuði.
Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík er
fíölmennur söfnuður og starfið þar
krefjandi. Ég taldi því rétt að þjóna
þar ekki alltof lengi, heldur breyta
til meðan ég enn hefði fulla starfs-
orku. Safnaðarstjóm var ekki
ókunnugt um þessar hugrenningar
mínar, enda hafði ég þar engu að
leyna.
Vorið 1981 fékk ég tilboð frá
Lúthersku kirlqunni í Ameríku, sem
ég hafði áður þjónað, um að hverfa
þangað aftur til starfa. Ég skýrði
þáverandi formanni safnaðarstjóm-
ar, Ragnari Bemburg, frá þessu og
fékk hiklaust lejrfí hans til að
skreppa vestur um haf og kanna
málið. Var allt í hreinskilni og bróð-
emi okkar í milli, þótt ekki yrði af
flutningi mínum vestur í það sinn.
Sumarið 1982 ákvað ég að sælqa
um Hálsprestakall í Fnjóskadal,
sem þá var laust. Sagði ég Ragnari
Bemburg strax frá ætlun minni.
Varð að samkomulagi okkar í milli,
að ég segði ekki lausu starfí mínu
Séra Kristján Róbertsson
„Ég vona að Kristján
Björnsson, og aðrir sem
ganga með svipaðar
hugmyndir, iæri að
kanna betur „heimild-
ir“ sínar áður en þeir
fara með fullyrðingar í
fjöimið'a. Ég er ffylli-
lega sammála séra
Gunnari að sannleikur-
inn er sagna bestur. En
þá skiptir líka máli að
vita hver sannleikurinn
er.“
við Fríkirkjuna fyrr en úrslit kosn-
inga í Hálsprestakalli lægju fyrir.
Uppsagnarbréf mitt til stjómar
Fríkirkjusafnaðarins var því ekki
dagsett fyrr en 31. ágúst. Af mik-
illi vinsemd bauð safnaðarstjómin
mér að láta ekki ákvæðin um upp-
sagnarfrest gilda í þessu tilviki.
Gerði það mér auðveldara að flytj-
ast norður með fjölskyldu mína
áður en vetur gekk í garð. Fékk
ég því lausn frá störfum frá og
með 1. október, en séra Árelíus
Níelsson tók að sér að þjóna
Fríkirkjunni þar til nýr safnaðar-
prestur yrði ráðinn. Tveimur mán-
uðum síðar kom ég aftur suður til
að setja eftirmann minn, séra Gunn-
ar Bjömsson, inn í embættið. Öll
viðskipti mín og safnaðarstjómar
um þessi mál vom af bróðurlegum
toga og fullkomnum skilningi.
Hvaðan koma því Kristjáni
Bjömssyni þær „heimildir" að mér
hafi verið gert að segja starfí mínu
lausu, en vera rekinn ella? Ef hann
trúir ekki orðum mínum ætti honum
að vera hægt um vik að hafa sam-
band við það fólk er þá sat í safnað-
arstjóm og fá þess hlið á málinu.
Greindi mig kannski aldrei á við
safnaðarstjóm? Jú, vissulega. Það
er óhugsandi að allir séu ævinlega
sammála. Safnaðarstjómin var
heldur ekki alltaf sammála inn-
byrðis. Ágreiningurinn var þó ætíð
málefnalegur en ekki persónulegur.
Deildar meiningar leiddu ekki til
vinslita né kala af neinu tagi. Ég
hugsa því ávallt með hlýhug til
þess fólks sem ég starfaði mest
með í Fríkirkjunni, safnaðarstjóm-
ar, kirkjuvarðar, organista, kirkju-
kórs og kvenfélags. Um þetta fólk
og fyölda safnaðarmeðlima á ég
margar góðar minningar sem ég
mun ávallt meta og þakka.
Mikið vatn er mnnið til sjávar
síðan Fríkirkjusöfnuðurinn í
Reylq'avík var stofnaður 1899. Þeg-
ar á heildina er litið hafa samskipti
presta og safnaðarstjóma verið
góð. Rétt er það að fyrsti safnaðar-
presturinn, séra Láms Halldórsson,
hvarf frá störfum vegna ágrein-
ings. Samt hefur enginn skuggi
fallið á minningu þessa ágæta hug-
sjónamanns og eldhuga. Hann var
faðir Fríkirkjusafnaðarins og mun
alltaf verða minnst sem slíks. Svo
róttækur var hann hinsvegar í frí-
kirkjuhugsjón sinni, sem mótast
hafði í kirkjulegum umbrotum á
Austurlandi, að þess var varla að
vænta að hann og ungur og ómótað-
ur söfnuður í Reylq'avík gætu átt
fulla samleið.
Hvað um eftirmenn séra Láms-
ar? Ekki var séra Ólafur Ólafsson
rekinn né heldur þeir séra Ámi Sig-
urðsson og séra Þorsteinn Bjöms-
son. Allir þjónuðu þeir söfnuðinum
um langt skeið og vom ástælir í
starfí. Þeirra mun ávallt minnst
með virðingu og þökk. En hvað um
mig, fímmta fríkirkjuprestinn í röð-
inni? Vom mér settir úrslitakostir?
Vom uppi áform um að reka mig,
ef ég færi ekki sjálfviljugur? Hafi
svo verið, em það sannarlega nokk-
ur tíðindi fyrir mig.
Ég vona að Kristján Bjömsson,
og aðrir sem ganga með svipaðar
hugmyndir, læri að kanna betur
„heimildir" sínar áður en þeir fara
með fultyrðingar í fjölmiðla. Ég er
fyllilega sammála séra Gunnari að
sannleikurinn er sagna bestur. En
þá skiptir líka máli að vita hver
sannleikurinn er.
Höfundur er sóknarprestur í
Seyðisfjarðarprestakalli.
Finnska nóbelsskáldið F.E. Sillanpaa.
Aldarafinæli finnska nóbels-
skáldsins F.E. Sinnanpáa
í tilefni aldarafmælis fínnska
nóbelsskáldsins F.E. SiIIanpáá verð-
ur dagskrá í Norræna húsinu í dag,
laugardaginn 24. september, kl.
17.00. Irmeli Niemi, prófessor í
bókmenntafræði við háskólann í
Turku, heldur fyrirlestur, sem hún
nefnir „Mánniskan og naturen í
Sillanpáás författarskap".
Auk þess verður fjallað um þijú
verk Sillanpáá, sem hafa verið þýdd
á íslensku, og verða lesnir stuttir
kaflar úr þeim. Hjörtur Pálsson,
rithöfundur, og Timo Karlsson,
finnski sendikennarinn við HÍ sjá
um dagskrána.
Frans Emil Sillanpáá var sonur
kotbónda í Hámeenkyrö í Vestur-
Finnlandi og fæddist 16.9. 1988.
Að loknu stúdentsprófi fór hann til
Helsinki og hóf nám í náttúruvís-
indum. Hann hugðist verða læknir.
í Helsinki kjmntist hann nýjum
hugmyndum og stöðu mannsins í
náttúrunni. Stuðningsmenn þessara
hugmynda vildu sjá víðtækara sam-
hengi á milli allra fyrirbæra, sam-
hengi, þar sem allt væri hluti heild-
arinnar og þar sem sólin væri mið-
punktur og orkulind alis lífsins.
Án þess að ljúka háskólaprófí fór
Sillanpáá aftur til heimkynna sinna
og sneri sér að ritstörfum. Árið
1916 sendi hann frá sér fyrstu
skáldsögu sína Elámá ja aurinko
(Lífíð og sólin). Bókin vakti mikla
athygli meðal lesenda og gagn-
rýnenda, ekki síst fyrir þéttofhar
ástarstemmningar og ferskar
náttúrulýsingar, sem settu svip
sinn á bókina.
Árið 1919 eða aðeins ári eftir
að borgarastríðinu í Finnlandi
lauk kom út skáldsagan Hurskas
kuijuus (Skapadægur f íslenskri
þýðingu Haralds Sigurðssonar), þar
sem rakin var ævisaga fátæks kot-
bónda og síðar rauðliða og gerð
grein fyrir orsökum stríðsins. Á
þriðja áratugnum gaf Sillanpáá út
nokkur framúrskarandi smásagna-
söfn, en lesendur biðu óþolinmóðir
eftir skáldsögu. Árið 1931 kom svo
út eitt frægasta verk hans Nuorena
nukkunut eða Silja eins og það
heitir í íslenskri þýðingu Haralds
Sigurðssonar. Sagan um Silju, unga
bóndadóttur sem deyr úr lungna-
berklum, vakti gífurlega athygli og
hefur hún verið þýdd á næstum því
30 tungumál. Eftir að Silja kom
út, var Sillanpáá árlega meðal
þeirra rithöfunda, sem komu til
greina við úthlutun Nóbelsverð-
launa. Næstu skáldsögur hans,
Miehen tie 1932 (í sænskri þýðingu
En mans vág) og Ihmiset suviy-
össá 1934 (Sólnætur í (slenskri
þýðingu Andrésar Kristjánssonar)
treystu stöðu Sillanpáá bæði í Finn-
landi og erlendis.
Árið 1939 hlaut Sillanpáá Nób-
elsverðlaunin sem viðurkenningu
fyrir næma tilfínningu fyrir stíl í
lýsingum á einföldum atburðum og
dulvituðu sálarlífi mannsins.
Heimsstyijöldin varð Sillanpáá
reiðarslag og dró mjög úr þreki
þessa friðarsinnaða hugsjóna-
manns. Sillanpáá dvaldist öll
stríðsárin í sjúkrahúsi.
Eftir stríðið kom Sillanpáá aftur
fram á opinberum vettvangi gjör-
breyttur maður. Nú var hann
skeggjaður öldungur, afí allra
Finna, sem rabbaði um bemsku-
og æskuár sín m.a. í útvarpinu.
Endurminningum, blaðagreinum og
hugleiðingum SiIIanpáá var safnað
saman og þær gefnar út í fjómm
bindum á 6. áratugnum.
Frans Emil Sillanpáá dó í byijun
júnímánaðar 1964 í Helsinki 75 ára
að aldri.
(Fréttatilkynning)