Morgunblaðið - 24.09.1988, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARÐAGUR 24. SEPTEMBER 1988
° 23
málum starfa. Það má eiginlega
segja að bókin §alli niinnst um
fíkniefoi, mest um mannleg sam-
skipti — um það að ná tökum á
tilverunni. Við vonum að bókin komi
af stað umræðu inni á heimilunum"
sagði hann.
Ekki fyrr en allt er komið
í klessu
— En hversu margir eru meðlim-
ir foreldrasamtakanna „Vímulaus
æska“? „Ætli það séu ekki um
8.500 félagar í samtökunum" upp-
lýsti Bogi Amar. „Flestir gengu
þeir í samtökin við stofnun þeirra,
fyrir tveimur árum. Síðan höfum
við ekkert gert til að afla nýrra
félaga. En nú ætlum við að bæta
úr því. Þann 29. september n.k.
verður þáttur á Stöð 2 og Stjöm-
unni, þar sem við ætlum að safna
félögum í stað Qár. Við viljum fá
unga fólkið til liðs við okkur. Þessi
samtök era nefnilega nokkurs kon-
ar samningur um stefnu í vímuefna-
málum. Félagsgjaldinu er stillt í hóf
— aðeins 300 kr — svo það ættu
MEGINMARKME)
SAMTAKANNA:
* Að fræða foreldra um skað-
semi vímuefnaneyslu og fyrstu
einkenni um hana, svo að þeir
getí unnið markvisst forvama-
starf með börnum sinum.
* Að vera hvetjandi og mótandi
um forvamastarf í skólum,
m.a. með þátttöku bama og
unglinga.
* Að afla þekkingar hjá sér-
fræðingum og yfirvöldum til
miðlunar meðal foreldra, m.a.
með fyrirlestrum, fræðslubréf-
um og málefhalegri umQöllun
í fjölmiðlum.
* Að stuðla að því að ungling-
ar, sem þegar hafist ánetjast
vimuefiium, fái þjálp, svo og
foreldrar þeirra.
* Að stuðla að samvera ungl-
inga og foreldra þeirra við heil-
brigða tómstundaiðju, m.a. með
vímulausum samkomum.
allir að geta verið með" bætti hann
við.
— Þetta era sem sagt ekki ein-
göngu samtök fólks, sem komist
hefur í návígi við vímuefnin — bar-
ist við þau á einn eða annan hátt?
„Nei, alls ekki“ svaraði Bogi að
bragði. „Þetta era samtök foreldra,
sem vilja vemda bömin sín fyrir
þeirri vá, sem vímuefnin era. Sum-
ir félagamir hafa nú þegar horft
upp á bömin sín verða þeim að
bráð — aðrir vilja byrgja branninn,
áður en bamið þeirra dettur ofan í
hann“ bætti hann við.
Leita foreldrar þeirra bama, sem
nú era að beijast við eiturlyfin,
mikið til ykkar? „Já, þeir gera það“
svarar Ami Einarsson. „Því miður
virðist fólk samt ekki leita eftir
aðstoð fyrr en allt er komið í klessu
og ástandið getur ekki versnað.
Þetta er mjög sorgleg staðreynd.
Þess vegna vil ég endilega nota
tækifærið og hvetja fólk til að leita
til okkar, áður en í algert óefni er
komið. Við þekkjum þetta vanda-
mál, vitum hversu sárt þetta er og
heitum fyllsta trúnaði" sagði hann.
skammt frá okkur. Þegar ég fór
svo að ná í hann um kvöldið, harð-
neitaði hann að koma heim. Við
sátum í fleiri klukkutíma og rædd-
um þessi mál — og þá fyrst rann
það upp fýrir mér, að hann hataði
systur sína af lffí og sál. Hataði
hana fyrir það, sem hún var að
gera okkur öllum.“
Nú gerir konan hlé á máli sínu,
bætir kaffi í bollana og horfir
síðan dágóða stund út um
gluggann. Loks rýfur hún þögnina
og segir annars hugar; „Stundum
óskaði ég þess meira að segja að
hún væri dauð.“ Mér bregður. „Þá
hefði ég að minnsta kosti vitað
hvar hún var — vitað að hún var
hvorki að skaða sjálfa sig né
aðra,“ útskýrir hún. „Ég held að
það geti enginn gert sér í hugar-
lund, án þess að hafa reynt það,
hvers konar helvfti það er að horfa
upp á bamið sitt verða að aum-
ingja og fá ekkert að gert. Þegar
verst lét með dóttur mína, lét ég
svipta hana sjálfræði til bráða-
birgða, þrisvar á ári að meðaltali.
Hún fór í meðferð, að meðaltali
sex sinnum á ári. Það var allt
reynt. Tilfinningar mínar vora
bæði margar og blendnar á þess-
um tíma. Reiði, sektarkennd,
hræðsla og hatur toguðust á innra
með mér. Hatur á þeim mönnum,
sem fjármagna eiturlyfjasöluna —
glæpamönnunum, sem alltaf
sleppa. Það era mennimir, sem
sködduðu dóttur mína fyrir lífstíð
— og Guð má vita hvað þeir eiga
heiðurinn af mörgum gröfunum í
Gufunesi. Hjá þessum mönnum
er græðgin orðin öllu öðra yfir-
sterkari — það er ekki snefill eft-
ir af siðferðiskennd," bætir hún
við með kreppta hnefa. Hnúamir
era hvftir.
Þá væri ég dáin í dag
Stúlkan, sem hér um ræðir, er
nú orðin 24 ára gömul. Fyrir tæp-
um fjóram áram tókst henni að
losa sig út úr þeim vítahring, sem
eiturlyfin era. En hefur hún náð
fullum bata? „Nei,“ svarar móðir
hennar, „og sennilega mun hún
aldrei gera það. Örin era allt of
djúp. En henni fer fram með
hveijum deginum sem líður. Enn
þann dag í dag fer hún samt ekki
niður í bæ — af ótta við að hitta
einhvem af þeim glæpamönnum,
sem hún umgekkst daglega hér
áður fyrr. Hún þekkir undirheima
Reykjavíkurborgar, sem era
ógeðslegri en orð fá lýst — þess
vegna er hún hrasdd. Sjálf segist
hún hafa verið lifandi dauð f átta
ár — hún man nefnilega minnst
af þvf sem geiðist. Af og til þyrm-
ir þó enn yfir hana og þá á hún
það til að segja við mig: „Mamma,
ef þú hefðir gefist upp á mér —
þá væri ég dáin í dag.“ — Og við
vitum báðar að það er satt.
— En hvað geta foreldrar gert
til að forða bömum sínum frá
þessum örlögum?
„Númer eitt, tvö og þijú myndi
ég segja að þeir yrðu að gefa
bömunum tíma, láta lífsgæða-
kapphlaupið sitja á hakanum. Það
er nefnilega staðreynd að öll
heimsins leðursófasett veita
manni enga ánægju, ef bamið
manns liggur svo einhvers staðar
ósjálfbjarga. Einnig er mikilvægt
að fylgjast með félögum bamsins
— vita hvaða krakka það um-
gengst Og svo verðum við að
hafa í huga slagorðið góða: „For-
vamir hefjast heima.“ Því ef við,
foreldramir, veijum ekki bömin
okkar þá gerir það enginn," segir
hún. „Fyrir tólf áram, þegar ég
leitaði ráða hjá sérfræðingum,
vora viðbrögðin öll á einn veg:
„Blessuð gleymdu henni. Ein-
beittu þér að hinum bömunum
þínum og gleymdu því að hún sé
til.“ Síðan hefur náttúralega
margt breyst. Hitt breytist hins-
vegar aldrei að það er alveg sama
hvað bamið þitt gerir af sér —
þér getur aldrei hætt að þylqa
vænt um það ... það er bara ekki
möguleiki ...“
Viðtal: Inger Anna Aikman
Smábátaútgerð:
Eins o g umboðin sæki
varahluti á árabátum
- segir framkvæmdastjóri Lands-
sambands smábátaeigenda
„SUM UMBOÐ virðast ekki gera
sér grein fyrir því að smábátar,
sem notaðir eru til fiskveiða, eru
atvinnutæki, þvi Hæmi eru um að
eigendur þeirra hafi þurfit að biða
eftir varahlutum frá Bretlandi í
Nemendaleikhúsið:
Olafiir Haukur
skrifar leikrit
ELLEFTI árgangur nemenda
Leiklistarskólans er nú að hefja
rekstur Nemendaleikhúss, en ekk-
ert Nemendaleikhús var rekið
síðastliðinn vetur. Stefnt hefur
verið að þvi að eitt af þremur
verkefnum Nemendaleikhúss væri
frumflutningur á íslensku leikriti
og hefiir Ólafiir Haukur Símonar-
son verið ráðinn til að skrifa verk
fyrir Nemendaleikhúsið að þessu
sinni.
tvo mánuði. Það er eins og umboð-
in sæki varahlutina á árabátum,“
sagði Örn Pálsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands smábáta-
eigenda, í samtali við Morgun-
blaðið.
„Það era brögð að því að umboð
eigi ekki nauðsynlegustu varahluti í
bátana og eigendur þeirra hafa þurft
að greiða aukagjald vegna hraðpönt-
unar á þeim,“ sagði Öm.
„Ábyrgð á vélum virðist vera mjög
teygjanleg. Mín skoðun er hins vegar
sú að ef galli reynist vera í nýrri vél
eigi umboðin ekki einungis að greiða
varahluta- og viðgerðarkostnað, held-
ur einnig aflatap bátanna vegna bil-
unarinnar," sagði Öm Pálsson.
Jón Páll spil-
ar í Heita
pottínum
Fyrsta verkefni nemendaleikhúss-
ins að þessu sinni verður Smáborg-
arabrúðkaup eftir Bertolt Brecht í
þýðingu Þorsteins Þorsteinssonar og
Sköllótta söngkonan eftir Ionesco í
þýðingu Karls Guðmundssonar, leik-
stgóri er Bríet Héðinsdóttir, leikmynd
gerir Guðrún Sigriður Haraldsdóttir
og aðstoð við búninga er í höndum
Þórunnar Sveinsdóttur. Sýningar
verða í Lindarbæ og frumsýning er
áætluð 15. október næstkomandi.
Þeir nemendur sem starfa í Nem-
endaleikhúsinu í vetur era: Bára
Lyngdal Magnúsdóttir, Christine
Carr, Elva Ósk Ólafsdóttir, Helga
Braga Jónsdóttir, Ólafur Guðmunds-
son, Sigurþór Albert Heimisson,
Steinn Armann Magnússon og Stein-
unn Ólafsdóttir.
(Fréttatilkynning)
Á SUNNUDAGSKVÖLD spilar
gitarleikarinn Jón Páll Bjamason
í Heita pottinum f Duus-húsi við
Fischersund.
Jón Páll varð kunnur sem einn af
bestu djassleikurum landsins á sjö-
unda áratugnum, en hann hefur
lengst af sfðan búið erlendis, lengi
vel í Svfþjóð, en sfðustu fimm árin
hefur hann starfað í Los Angeles.
Jón Páll kemur að þessu sinni
gagngert til að leika inn á hljómplötu
þeirra Bubba Morthens og Megasar,
sem kemur út í haust. Með Jóni Páli
spila þeir Guðmundur R. Einarsson
á trommur og Tómas R. Einarsson á
kontrabassa.
Sérstakur gestur kvöldsins verður
básúnuleikarinn Bjöm R. Einarsson.
Tónleikamir hefiast að venju kl.
21.30.
Hollensk-kanadísk
vika hjá Musica Nova
HOLLENSKA tónskáldið Louis
Andríessen og kanadíski sellóleik-
arinn Frances-Marie Uitti verða
gestir Musica Nova og Tónlistar-
skólans í Reykjavík dagana 25.
september til 1. október. Haldnir
verða þrennir tónleikar og tveir
fyrirlestrar.
Sunnudaginn 25. september kl.
20.30 verða haldnir tónleikar með
verkum eftir Louis Andriessen í
Norræna húsinu. Flytjendur verða
Franees-Marie Uitti, Anna Guðný
Guðmundsdóttir, Maarten van der
Valk, Þóra Fríða Sæmundsdóttir og
Þóra Kristín Johansen, sem kemur
sérstaklega frá Hollandi til að taka
þátt í þessum tónleikum.
Frances-Marie Uitti verður með
einleikstónleika í Norræna húsinu
þriðjudaginn 27. september kl. 20.30
þar sem hún mun leika verk fyrir
einleiksselló. Eingöngu verða á dag-
skrá ný verk eftir þau Jonathan
Harvey, Áskel Másson, Per Norga-
ard, Krzystof Penderecki, Giacinto
Scelsi, Salvatore Sciannino, Iannis
Xenakis og Frances-Marie Uitti
sjálfa.
Tveir fyrirlestrar verða haldnir á
vegum Tónlistarskólans f Reykjavfk
í „Stekk", húsnæði skólans á Lauga-
vegi 178, 4. hæð. Mánudaginn 26.
september kl. 17 mun Frances-Marie
Uitti halda fyrirlestur um nýja tón-
list og nýjar hugmyndir í sellótækni
ásamt sýnikennslu. Miðvikudaginn
28. september kl. 17 mun svo Louis
Andriessen halda fyrirlestur um
tónsmíðar sínar á sama stað. Að-
gangur að fyrirlestranum er ókeypis
og öllum heimill.
(Fréttatiikynning)
Kjarvalsstaðir:
Fyrirlestur um stöðu graf-
íklistar í Bandaríkjunum
LAUGARDAGINN 17. september
var opnuð á Kjarvalsstöðum sýn-
ing á steinprentmyndum sem unn-
ar hafá verið af listamönnum og
prenturum við Tamarind-stofnun-
ina i Bandaríkjunum.
Tamarind-steinprentunarvinnu-
stofan var stoftisett í júlí 1960. Hún
var sett á laggimar með styrk frá
Ford-stofnuninni. Myndimar á sýn-
ingunni á Kjarvalsstöðum gefa mjög
gott yfirlit yfir hina fiölbreyttu tján-
ingarmöguleika Steinprents, bæði
frá tæknilegu og listrænu sjónarmiði.
í sambandi við sýninguna mun
Steven Sorman koma hingað og
halda fyrirlestur um stöðu grafíklist-
anna í Badnaríkjunum. Steven Sor-
man er ungur listamaður frá Minnea-
polis, og hefur getið sér nafns bæði
á sviði málaralistar og grafíklistar í
heimalandi sínu, sérstaklega fyrir
kunnáttu í notkun þeirra möguleika,
sem þessir miðlar bjóða upp á. Hann
hefur haldið meira en 40 einkasýn-
ingar víðsvegar um Bandaríkin, og
verk hans hafa verið á fjölda samsýn-
inga þar í landi jafnt sem Evrópu,
Suður-Ameríku og í Japan.
Fyrirlesturinn verður haldinn á
Kjarvalsstöðum sunnudaginn 25.
september kl. 16 og er opinn öllu
áhugafólki um hinar grafísku listir.
(Fréttatilkynning)
: