Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 27 Bush með forskot, en sjónvarps- kappræður kunna að ráða úrslitum GEORGE Bush, varaforseti Bandarikjanna og forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefúr að undanförnu aukið forskot sitt á Michael Dukakis, rikisstjóra i Massachusetts og forsetaefni demó- krata. Hafa menn rakið það til þeirrar breytingar sem orðið hefúr á framkomu Bush í sjónvarpi og ræðustól, en sifellt færist i vöxt að menn kenni því um að Dukakis hafí einfaldlega látið slá sig út af laginu. Benda menn á að repúblikanar hafa ráðið ferðinni i kosningabaráttunni upp á síðkastið, valið sér þau málefni sem þeim kémur best að viðra, en ja&iframt virt „hin óþægilegri" mái að vettugi og komist upp með það. Demókratar vona að Dukakis ta- kist að snúa taflinu við nú um helgina, en þá fer fram fyrsta sjón- varpseinvígi forsetaframbjóðendanna. Flestir telja þó ástæðulaust fyrir demókrata að reiða sig um of á það og segja einvígið geta fanð á hvom veginn sem er. Síðasta áfall Dukakis eru skoð- anakannanir, sem gerðar hafa ver- ið í Texas, en samkvæmt þeim hefur Bush brunað fram úr honum í vinsældum. Stjómmálaskýrendur segja að ekki sé öll von úti hjá Dukakis í Texas, en telja að hann megi taka sig allverulega á ef hann ætlar sér að sigra í Texas í kosning- unum hinn 8. nóvember nk. Texas skiptir Dukakis vemlegu máli, því fram að þessu hefur enginn demó- krati unnið forsetakosningar án þess að bera sigur úr býtum þar. Samkvæmt skoðanakönnunum vantreysta Texas-búar Dukakis og telja hann allt of frjálslyndan. Þá hefur honum tekist að fá olíuiðnað- inn í þessu næststærsta ríki Banda- ríkjanna á móti sér, en stuðningur olíufurstanna getur skipt sköpum fyrir forsetaframbjóðendur. Bush virðist auka forskot sitt í Texas og á það við um fleiri ríki Bandaríkjanna. Það léttir leikinn vafalítið fyrir Bush að hann hefur búið í Texas frá því hann fór úr skóla og þar kom hann undir sig fótum í olíuiðnaðinum, enda þótt hann hafi svosem ekki verið á flæðiskeri staddur fyrir. Hins vegar er varaforsetaefni Dukakis, Lloyd Bentsen, einnig þaðan og heftir m.a. á afrekaskrá sinni að hafa lagt Bush að velli í þingkosningum. Það virðist þó ekki hafa hrokkið til. Til þess að Dukakis geti sigrað í Texas þarf hann að fá fleiri svert- ingja og fólk af rómönsku bergi brotið til þess að kjósa, en þeir hópar hafa yfírleitt stutt demó- krata frekar en repúblikana. Þessir hópar hafa hins vegar ekki verið jaftiduglegir við að fara á kjörstað og aðrir, og til þess að gera illt verra hafa þeir Dukakis og blökku- maðurinn Jesse Jackson fjarlægst að undanfömu, en hann gæti hugs- anlega fengið kynbræður sína til þess að íjölmenna á kjörstað. Repúblikanar notfæra sér að Qöldi flokksbundinna demókrata gekk Reagan á hönd í síðustu for- setakosningum og hvetja þá til þess að veita Bush brautargengi nú. A hinn bóginn ganga þeir einn- ig erinda Bentsens, varaforsetaefn- is Dukakis, og hvetja menn til þess að endurkjósa hann til Öldunga- deildarinnar þannig að Texas eigi öfluga málsvara bæði í Hvíta hús- inu og í Öldungadeildinni. Sjónvarpseinvígið Fyrsta sjónvarpseinvígi forseta- frambjóðendanna fer fram á morg- usis Það var kátt á hjalla hjá þeim Michael Dukakis og Lloyd Bentsen á landsfúndi demókrata, en nú virðist vera farið að halla veru- lega undan fæti hjá þeim félögum. Spurningin er nú hvað gerist í sjónvarpseinvíginu á morgun. un. Það á sér stað í Winston-Salem í Norður-Kalifomíu, en talið er að um 130 milljónir Bandaríkjamanna muni fylgjast með kappræðum þeirra Bush og Dukakis. Þær fara þannig fram að frambjóðendumir svara spumingum þriggja blaða- manna. Hvert svar má ekki taka lengri tíma en tvær mínútur, en síðan fær hinn frambjóðandinn eina mínútu til þess að hrekja svar and- stæðingsins. Þótt undarlegt megi virðast keppast stuðningsmenn forseta- frambjóðendanna nú við að minna á hversu góður og gegn andstæð- ingurinn sé og draga úr mannkost- um eigin frambjóðanda — a.m.k. hvað varðar framkomu í ræðustóli. Stuðningsmenn Bush minna á að Dukakis sé þaulvanur rökræðu- maður úr háskóla og hafí á sínum tíma stjómað sjónvarpsþætti, en kosningastjórar Dukakis láta ekk- ert tækifæri sér úr greipum ganga til þess að minna á að þrátt fyrir að Robert Dole sé mjög snjall ræðu- maður hafí BÚsh þrisvar „rúllað honum upp“ í kappræðum. Herbragðið, sem býr að baki þessari gagnkvæmu mæringu, er að nú reyna menn í báðum herbúð- um að draga úr eftirvæntingu með sinn mann, þannig að ef sæmilega tekst til í kappræðunni verði hægt að lýsa yfir stórsigri, henda tæki- færið á lofti og stjóma ferðinni það sem eftir er. Undanfama áratugi hafa sjón- varpskappræður forsetaframbjóð- enda einatt skipt sköpum í forseta- kosningabaráttu vestra. Fyrsta kappræðan, sem talin er hafa í raun ráðið úrslitum, er kappræða þeirra Johns F. Kennedys og Ric- hards M. Nixons árið 1960, en þá tókst Kennedy að mjaka sér upp fyrir Nixon í vinsældum og þegar til kosninganna kom bar hann sig- ur naumlega úr býtum. Það að koma á óvart virðist ótví- rætt vera það sem máli skiptir. Óvæntur sigur er miklu stærri en sjálfsagður sigur. Hvað ættu fram- bjóðendurnir að leggja áherslu á? Tímaritið Newsweek tók í síðasta tölublaði sínu saman á hvað frambjóðendumir ættu að leggja áherslu og hvað þeir ættu að forð- ast. Bush á fyrst og fremst að halda sig við þau svör, sem hann hefur undirbúið ásamt ráðgjöfum sfnum, en Bush hefur löngum verið hætt við hverskonar mismæli. News- week ráðleggur honum að hækka ekki róminn og vera yfirvegaður í framkomu — sem líkastur forseta í fasi. Þau máleftii, sem Bush ætti að leggja mesta áherslu á, em frið- ur, velsæld og lækkandi vöm- skiptahalli. Á hinn bóginn ætti hann að forðast að ræða vopnasölu- málið, samskipti sín og Noriegas hershöfðingja, Nixon, Marcos og umhverfísmálastefnu Reagan- stjómarinnar. Dukakis á að vera léttari í skapi, segja a.m.k. eina skrýtlu og nota andsvaratíma sinn til þess að spyija Bush beinskeyttra spum- inga, sem hugsanlega gætu slegið hann út af laginu. Dukakis er ráð- lagt að reyna að vera ákveðnari í fasi, upplitsdjarfari og umfram allt að brosa til þess að reyna að koma fólki í skilning um að hann sé ekki einhver sveimhuga vinstrimaður. Það sem honum kæmi best að ræða em eiturlyfjaplágan, staða miðstéttanna og hvemig Dan Qua- yle, varaforsetaeftii Bush, myndi valda því ef hann þyrfti skyndilega að taka við forsetaembætti. AM í 29 ár hefur Sjálfsbjörg unnið markvisst að því að bæta aðstöðu fatlaðra. Mikið hefur áunnist í baráttunni, en þó er enn langt í land að fatlaðir búi við félagslegt jafnrétti. Forsenda áframhaldandi uppbyggingar í þágu fatlaðra er stuðningur þinn. KRAKKAR! Komið og seljið merki Sjálfsbjargar. Góð sölulaun! 8 - TÖKUM Á MEÐ SJÁLFSBJÖRG - SJÁLFSBJARGARFÉLÖGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.