Morgunblaðið - 24.09.1988, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 24.09.1988, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 Eflaust muna einhverjir eftir dans- og leikkonunni Ann Miller. Hún lék í gamanmyndum í Hollywood árum saman, meðal annars með stórstjömum eins og James Stewart og Marx bræð- rum. Nú er hún 64 ára og ennþá hin sprækasta, þótt 46 ár séu lið- in frá hennar síðustu mynd. Nú hefúr hún komist á sjö ára samn- ing á Broadway í söngleiknum „Sugar Babies". „Sjáið fótleggi mina, þeir em ekki til þess að fela. Ég er jafn hress og ég var 18 ára“ segir Ann Miller og sveiflar sér fyrir framan Ijós- myndarann. „Það er hægt að vera skipstjóri þó maður stígi ekki á Qöl“ segir Odd Roy Sjögren frá Drammen í Noregi. Hann hefúr módelsmíði að áhugamáli og byggir ein- göngu seglskútur. Hann fær uppmnalegar teikningar af þekktum skipum frá sjóminja- safninu, eða erlendis frá. Þetta er mjög tímafrek vinna, það tek- ur hann sjö til átta mánuði að fúllgera eina skútu. Hins vegar smíðar hann fleiri en eina í einu, algengt ér að hann hafi sjö til átta módel að grípa í á sama tíma. Menningarsjóður Norðurlanda Hlutverk Menningarsjóðs Norðurlanda er að stuðla að norrænni samvinnu á sviði menningarmála. í þessum til- gangi veitir sjóðurinn styrki til norrænna samstarfsverk- Sfna á sviði vísinda, fræðslumála og almennrar menningar- starfsemi, t.d. myndlistar, bókmennta, tónlistar og leiklist- ar, og til sérstaks norræns samstarfs félagasamtaka. Styrkir eru einkum veittir til verkefna sem unnin eru í eitt skipti fyrir öll á ýmsum sviðum menningarlífs í víðtækum skilningi og sérstaklega til starfsemi er horfir til nýjunga. Sjóðurinn leggur áherslu á að um sé að ræða víðtæka norræna þátttöku í verkefnum sem styrkt eru. Umsóknir þurfa að öðru jöfnu að varða fleiri en tvær Norðurlanda- þjóðir til að koma til greina. Styrkir eru að öðru jöfnu ekki veittir til reglubundinnar starfsemi né til að kosta formlegt samstarf sem þegar er komið á laggirnar. Ekki eru styrkir heldur veittir til náms- dvalar eða til kennara- og nemendaskipta. Styrkir til rannsóknaverkefnis er því aðeins veittur, að um sé að ræða samvinnu vísindamanna frá þremur Norður- landaþjóðum hið fæsta. Sé styrkur veittur til norræns fundahalds rennur hann til aðila sem að skipulagningu fundar stendur en ekki beint til þátttakenda frá einstökum löndum. Umsóknir ber að rita á umsóknareyðublöð sjóðsins. Sjóðs- stjórnin heldur fundi fjórum sinnum á ári, venjulega um miðbik mánaðanna desember, mars, júní og september. Skilafrestur umsókna er sem hér segir: Fyrir desember- fund sjóðsstjórnar til 15. október, fyrir marsfund til 15. janúar, fyrir júnífund til 15. apríl og fyrir septemberfund til 15. ágúst. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar má fá frá skrif- stofu sjóðsins: Nordisk Kulturfond Nordlsk ministerráds sekretariat, St. Strandstræde 18 DK-1255 Kdbenhavn K, Danmark (sími: (1) 11 47 11) svo og í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík. Royal VANTA BROADWAY Hrunamannahreppur RÉTTAÐ í HRUNAMANNAHREPP Fjallferðir gengu allvel á afrétt- um Ámesinga, en þeir fara allt að Hofsjökli. í leitinni, sem tók allt upp í átta daga hjá sumum bænd- um, var Stefán Jónsson frá Hrepp- hólum fjallkóngur. Þann 15. sept- ember var féð dregið í dilka, og komu þá allir sem vettlingi gátu valdið, bæði stórir og smáir, úr sveit og bæ. Mikið Qör var í mannskapn- um, sungið og trallað eins og alltaf í réttunum og auðvitað var ró- mantíkin við völd, svona í restina... Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Stefán Jónsson frá Hrepphólum, fjallkóngur þeirra Hrunamanna. Raquel Welch er orðin 48 ára gömul, hver sem trúir því. Hún þykir vera jafiifalleg og fyrr, og væna menn hana um að hafa Ieitað til lýtalækna. Hún þverneitar slíkum ásökun- um, en segir fólki að fara út og skokka og borða hollan og góðan mat, það sé að minnsta kosti leyndarmálið á bak við frískleika hennar i dag. Annars er hún ólofúð á ný, eftir sam- búðarslit með hinum unga Andre Weinfeld, en þau hafa búið saman um árabil. Hann hefúr fúndið sér nýja konu, Raquel til mikillar hrellingar, er sagt. Tom Jones, söngvarinn frægi, hefúr nýverið gengist undir skurðaðgerð vegna meinsemda í raddböndum. Það er óvíst hvort maðurinn geti nokkurn tíma sungið aftur, en hann hefúr eign- ast gifúrlegan Qölda aðdáenda á þeim tuttugu árum sem hann hefúr sungið fyrir þá. Nú fær hann hvorki að tala né syngja þar til i október, og þá fæst úr því skorið hvort og þá hvenær hann geti hafið söng á ný. Lækn- ar telja það ekki öruggt að hann haldi sérstæðri söngrödd sinni, jafnvel þótt hann geti sungið á ný- COSPER I077Z COSPER

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.