Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 7 Hvert sem við förum Úrval úr ljóðum Henriks Nordbrandt BOKAUTGAFAN Urta hefur sent frá sér úrval úr ljóðum danska ljóðskáldsins Henriks Nordbrandt í íslenskri þýðingu Hjartar Pálssonar skálds, og rit- ar hann einnig inngang. Bókin er 63 bls. að stærð og geymir 42 ljóð sem sýna þróun ljóðagerðar skáldsins. Skáldskapur Nordbrandts er klassískur og nú- tímalegur í senn: Klassískur í mjúkri hrynjandi sinni og hrein- skornum einfaldleik, notkun sígilds skáldskaparmáls og minna — nú- tímalegur í nýrri og frumlegri skynjun, snöggum og óvæntum hugmyndatengslum og mynd- og málnotkun þar sem rakvélarblað, eldspýta og kúlupenni geta komið skáldinu í jafn góðar þarfír og kunnuglegri ljóðræn tákn. í fyrra sendi Urta frá sér bókina Ferð yfir þögul vötn, sem var hliðstætt úrval Henrik Nordbrandt úr ljóðum finnsk-sænska skáldsins Bo Carpelan í þýðingu Njarðar P. Njarðvík, og er ætlunin að halda áfram að kynna norræna ljóðlist með þessum hætti. Samdráttur í bílainnflutningi: Nýskránimnim feekkar Samdráttur í skráningu bif- reiða í september var um 40% miðað við september á síðasta ári. Nýskráðir bílar í september voru 973 á móti 1580 í september 1987. Fyrstu níu mánuði ársins hafa verið nýskráðir um 5000 færri bílar en á sama tíma í fyrra. „Þetta er alveg í samræmi við væntingar umboðanna" segir Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Hann sagði árið 1987 hafa verið algjört metár í bílainnflutningi og væri mjög óraun- hæft að miða við skráningartölur þess árs. Einkum hefði september verið mikill sölumánuður. Jónas taldi bifreiðaumboðin ekki hafa reiknað með meiri sölu í ár, enda væru inn- fluttir bílar nú orðnir fleiri en á sama tíma árið 1986. „Miðað við efnahags- ástandið í landinu getur þetta ekki talist slæmt, en hvort allir eru án- ægðir skal ég ekkert um segja" sagði Jónas Þór Steinarsson. Nýskráningar á árinu eru 12.823 en voru 17.742 á sama tíma í fyrra. Alls voru 140.053 bifreiðar á skrá hinn 30. september sl. Sagði Jónas að miðað við þá tölu væri eðlilegt að flytja inn um 1.100 bíla á mánuði árið um kring og það væri aðeins í september sem innflutningurinn hefði verið minni. í ágúst voru nýskráðir 1154 bílar. Jónas kvað sölu bifreiða í ár yfir meðallagi, ef tekið væri meðaltal síðustu fimm ára og ástæðulaust að örvænta, enda hefði þróunin verið í fullu samræmi við þær spár sem gerðar hefðu verið í upphafi árs. Miðdalskirkja end- urvíff ð á sunnudas: Selfossi. 7 '—7 MIÐDALSKIRKJA í Laugardal í Árnesprófastdæmi verður end- urvigð við hátíðarmessu næstkom- andi sunnudag klukkan 14. Kirkj- an var reist 1869 og er nú endur- by&Rð í upprunalegri mynd. Kirkju er fyrst getið í Miðdal á dögum Páls biskups Jónssonar um 1200 og J>ar var fyrsta presta- stefna á Islandi í lútherskum sið 28. júní 1542. Við athöfnina á sunnudaginn mun séra Ólafur Skúlason vígslubiskup endurvígja kirkjuna, séra Tómas Guðmundsson prófastur predikar og Rúnar Þór Egilsson þjónar fyrir alt- ari. Söngkór Miðdalskirkju syngur undir stjórn Glúms Gylfasonar við undirleik Andrésar Pálssonar organ- ista. Hörður Agústsson listmálari hefur haft umsjón með endurbyggingu kirkjunnar fyrir hönd húsfriðunar- nefndar en kirkjan er eign Miðdals- sóknar. Yfirsmiður var Tómas Tryggvason byggingameistari á Laugarvatni, Herbert Gránz málara- meistari Selfossi málaði kirkjuna og rafvirkjun var í höndum Árvirkjans hf. á Selfossi. Kirkjugarðurinn hefur verið slétt- aður og stækkaður eftir forsögn Aðalsteins Steindórssonar umsjónar- manns kirkjugarða. Um þá fram- kvæmd sá einnig Tómas Tryggvason byggingameistari. Frá 1790 er vitað um að rúmlega 400 manns hafa ver- ið greftraðir í Miðdal. - Sig. Jóns. SUNNUDAGSKVOLD var rétt!!.\ Svavar Gests sló í gegn síðasta sunnudagskvöld. örvæntið ekki, hann stígur fram á sviðið á ný næsta sunnudag. + Frábærir skemmtikraftar koma í heimsókn. Spumingaleikir, verðlaun, glens og grín. ^ Hljómsveit ^ örvars Kristjánssonar leikur fyrir dansi. ^ Frítt inn fyrir matargesti. %■ Borðapantanir í síma 687111. Húsið opnað kl. 19.00. Glæsileg tvíréttuð máltíð kr. 1.600,- Aðgangseyrir kr. 700,- HOm, jj'tAND Húsiðopnað kl. 19 I Áskriftarsíminn er 83033 VIÐ T0KUM EKKIÞATTIVERÐSTOÐVUN!!! VIÐ LÆKKUM VERÐIÐ Meiriháttar verðlækkun á skóm. Útsölumarkaðurinn, Laugavegi 91 (kjallara Domus). Opið daglega kl. 13-18. Laugardaga kl. 10-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.