Morgunblaðið - 13.10.1988, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 13.10.1988, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 7 Hvert sem við förum Úrval úr ljóðum Henriks Nordbrandt BOKAUTGAFAN Urta hefur sent frá sér úrval úr ljóðum danska ljóðskáldsins Henriks Nordbrandt í íslenskri þýðingu Hjartar Pálssonar skálds, og rit- ar hann einnig inngang. Bókin er 63 bls. að stærð og geymir 42 ljóð sem sýna þróun ljóðagerðar skáldsins. Skáldskapur Nordbrandts er klassískur og nú- tímalegur í senn: Klassískur í mjúkri hrynjandi sinni og hrein- skornum einfaldleik, notkun sígilds skáldskaparmáls og minna — nú- tímalegur í nýrri og frumlegri skynjun, snöggum og óvæntum hugmyndatengslum og mynd- og málnotkun þar sem rakvélarblað, eldspýta og kúlupenni geta komið skáldinu í jafn góðar þarfír og kunnuglegri ljóðræn tákn. í fyrra sendi Urta frá sér bókina Ferð yfir þögul vötn, sem var hliðstætt úrval Henrik Nordbrandt úr ljóðum finnsk-sænska skáldsins Bo Carpelan í þýðingu Njarðar P. Njarðvík, og er ætlunin að halda áfram að kynna norræna ljóðlist með þessum hætti. Samdráttur í bílainnflutningi: Nýskránimnim feekkar Samdráttur í skráningu bif- reiða í september var um 40% miðað við september á síðasta ári. Nýskráðir bílar í september voru 973 á móti 1580 í september 1987. Fyrstu níu mánuði ársins hafa verið nýskráðir um 5000 færri bílar en á sama tíma í fyrra. „Þetta er alveg í samræmi við væntingar umboðanna" segir Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Hann sagði árið 1987 hafa verið algjört metár í bílainnflutningi og væri mjög óraun- hæft að miða við skráningartölur þess árs. Einkum hefði september verið mikill sölumánuður. Jónas taldi bifreiðaumboðin ekki hafa reiknað með meiri sölu í ár, enda væru inn- fluttir bílar nú orðnir fleiri en á sama tíma árið 1986. „Miðað við efnahags- ástandið í landinu getur þetta ekki talist slæmt, en hvort allir eru án- ægðir skal ég ekkert um segja" sagði Jónas Þór Steinarsson. Nýskráningar á árinu eru 12.823 en voru 17.742 á sama tíma í fyrra. Alls voru 140.053 bifreiðar á skrá hinn 30. september sl. Sagði Jónas að miðað við þá tölu væri eðlilegt að flytja inn um 1.100 bíla á mánuði árið um kring og það væri aðeins í september sem innflutningurinn hefði verið minni. í ágúst voru nýskráðir 1154 bílar. Jónas kvað sölu bifreiða í ár yfir meðallagi, ef tekið væri meðaltal síðustu fimm ára og ástæðulaust að örvænta, enda hefði þróunin verið í fullu samræmi við þær spár sem gerðar hefðu verið í upphafi árs. Miðdalskirkja end- urvíff ð á sunnudas: Selfossi. 7 '—7 MIÐDALSKIRKJA í Laugardal í Árnesprófastdæmi verður end- urvigð við hátíðarmessu næstkom- andi sunnudag klukkan 14. Kirkj- an var reist 1869 og er nú endur- by&Rð í upprunalegri mynd. Kirkju er fyrst getið í Miðdal á dögum Páls biskups Jónssonar um 1200 og J>ar var fyrsta presta- stefna á Islandi í lútherskum sið 28. júní 1542. Við athöfnina á sunnudaginn mun séra Ólafur Skúlason vígslubiskup endurvígja kirkjuna, séra Tómas Guðmundsson prófastur predikar og Rúnar Þór Egilsson þjónar fyrir alt- ari. Söngkór Miðdalskirkju syngur undir stjórn Glúms Gylfasonar við undirleik Andrésar Pálssonar organ- ista. Hörður Agústsson listmálari hefur haft umsjón með endurbyggingu kirkjunnar fyrir hönd húsfriðunar- nefndar en kirkjan er eign Miðdals- sóknar. Yfirsmiður var Tómas Tryggvason byggingameistari á Laugarvatni, Herbert Gránz málara- meistari Selfossi málaði kirkjuna og rafvirkjun var í höndum Árvirkjans hf. á Selfossi. Kirkjugarðurinn hefur verið slétt- aður og stækkaður eftir forsögn Aðalsteins Steindórssonar umsjónar- manns kirkjugarða. Um þá fram- kvæmd sá einnig Tómas Tryggvason byggingameistari. Frá 1790 er vitað um að rúmlega 400 manns hafa ver- ið greftraðir í Miðdal. - Sig. Jóns. SUNNUDAGSKVOLD var rétt!!.\ Svavar Gests sló í gegn síðasta sunnudagskvöld. örvæntið ekki, hann stígur fram á sviðið á ný næsta sunnudag. + Frábærir skemmtikraftar koma í heimsókn. Spumingaleikir, verðlaun, glens og grín. ^ Hljómsveit ^ örvars Kristjánssonar leikur fyrir dansi. ^ Frítt inn fyrir matargesti. %■ Borðapantanir í síma 687111. Húsið opnað kl. 19.00. Glæsileg tvíréttuð máltíð kr. 1.600,- Aðgangseyrir kr. 700,- HOm, jj'tAND Húsiðopnað kl. 19 I Áskriftarsíminn er 83033 VIÐ T0KUM EKKIÞATTIVERÐSTOÐVUN!!! VIÐ LÆKKUM VERÐIÐ Meiriháttar verðlækkun á skóm. Útsölumarkaðurinn, Laugavegi 91 (kjallara Domus). Opið daglega kl. 13-18. Laugardaga kl. 10-14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.