Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988
32
Vítakastskeppni bæjarstjóra og fréttamaiuis:
Leiknum lyktaði
með bráðabana
Körfuknattleiksdeild Þórs hefur tekið þá nýbreytni upp að
efha til vítakastskeppni í hléi þegar heimaleikir fara fram.
Fyrsta slíka keppnin fór fram í Iþróttahöllinni á Akureyri
síðastliðið sunnudagskvöld með hörkuspennandi leik þeirra
Sigfusar Jónssonar bæjarstjóra á Akureyri og Gests Einars
Jónassonar fréttamanns RÚVAK.
Hvor keppandi fékk í upphafí
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Sigfús Jónsson
að spreyta sig á tíu vítaskotum.
Það var sama hve vel menn ein-
beittu sér að körfunni, þeir hittu
aðeins tvisvar hvor í tíu skotum.
Þá var tekinn upp bráðabani og
sigraði sá er fyrstur næði for-
skoti. Bæjarstjórinn varð að láta
í minni pokann fyrir Gesti Ein-
ari, sem vann á seiglunni, eins
og hann sjálfur komst að orði.
með eins stigs forskoti. Gestur
heldur því áfram keppni og fund-
inn verður nýr mótheiji fyrir
hann þegar næsti heimaleikur
Þórs fer fram.
Eins og kunnugt er lyktaði
körfuboltaleiknum sjálfum þetta
kvöld með sigri Þórsara og skildi
þar líka aðeins eitt stig að, 99
gegn 98 stigum stúdenta.
Gestur Einar Jónasson
Gjaldheimta á
Norðurlandi eystra
Húsavík.
Fjórðungssamband Norðurlands boðaði til fimdar mánudaginn
10. október um gjaldheimtu fyrir Norðurland eystra. I kjördæm-
inu eru 33 sveitarfélög og 6 þeirra hafa ekki fallist á að vera með
í einni gjaldheimtu fyrir allt kjördæmið, það eru Öxnadalshrepp-
ur, Ólafsfjörður, Ljósavatnshreppur, Reykdælahreppur, Fjalla-
hreppur og Húsavík.
Fundurinn samþykkti eftir-
greinda ályktun: „Boðaður stofn-
fundur Gjaldheimtu á Norðurlandi
eystra, haldinn á Húsavík 10. októ-
ber 1988, vekur athygli á að 6 af
33 sveitarfélögum í umdæminu
hafa ekki samþykkt þátttöku í
stofnun gjaldheimtu í því formi
sem samningsdrög gerðu ráð fyrir.
í ljósi þess að ekkert sveitarfélag
hefur lagst gegn grundvallar-
hugmyndum um stofnun gjald-
heimtu, þ.e. sameiginleg innheimta
þinggjalda og sveitarsjóðsgjalda,
samþykkir fundurinn að óska nú
þegar eftir viðræðum við fjármála-
ráðuneytið um stofnun gjaldheimtu
í umdæminu. Fundurinn felur und-
irbúningsnefnd að annast viðræður
í umboði sveitarfélaganna og boða
til framhaldsstofnfundar.
í þeim viðræðum verði sérstak-
lega skoðað hvort ekki sé unnt að
stofna nú þegar gjaldheimtu með
þeim sveitarfélögum sem þess óska
jafnframt því sem áfram verði
unnið að því að ná fullri samstöðu
um málið.“
- Fréttaritari
Ragnar Bírgisson forsljóri Sanitas hf.:
Hef trú á að íslenskur
bjór verði verðvemdaður
Kostnaður við uppbyggingu bjórverksmiðju
á Akureyri nemur á annað hundrað millj. kr.
AÆTLAÐ er að framkvæmdum við uppbyggingu bjórverksmiðju
Sanitas hf. á Akureyri ljúki þann 1. desember nk., en þar hafa
menn unnið hörðum höndum við uppbyggingu bjórverksmiðjunnar.
Tólf geijunar- og lagertönkum hefiir verið komið fyrir við húsið
auk tveggja maltkornssílóa. Þá stendur yfir stækkun brugghússins
og verið er að vinna að breytingum innandyra. Ný tæki verða sett
upp inni í verksmiðjuhúsinu svo sem ný áfyllingarvél, gerilsneyðing-
artæki og hreinsibúnaður. Tankarnir eru tólf metra háir og tekur
hver tankur rúma 30 þúsund lítra. í einu geta því um 360 þúsund
lítrar af öli rúmast í tönkunum tólf. Þar er það látið standa í tvær
til þijár vikur áður en því er tappað á flöskur eða dósir.
Ragnar Birgisson forstjóri Sanit- um að ákveðin vemd íslensks iðnað-
as hf. sagði i samtali við Morgun-
blaðið að kostnaður vegna fram-
kvæmdanna næmi á annað hundrað
milljónum króna. Þar af næmi
' byggingarkostnaður aðeins um 10%
þess fjármagns. Annað væri kostn-
aður við vélar, tæki og tanka. Með
það að leiðarljósi hefði Sanitas
ákveðið að byggja upp sína bjór-
framleiðslu á Akureyri þar sem hún
hefur verið til þessa. Kostnaður
hefði hinsvegar farið yfir hálfan
milljarð ef verksmiðjan hefði verið
byggð frá grunni í Reykjavík.
Ragnar var á ferð fyrir norðan í
gær ásamt fulltrúum erlends bjór-
framleiðanda. Þeim voru sýndar
framkvæmdimar og í framhaldi af
því býst Ragnar við að fá fram-
leiðsluleyfí frá fyrirtækinu þar sem
þeim mun hafa litist vel á aðstæð-
ur. Hann vildi ekki tilgreina frá
hvaða fyrirtæki þeir væm, en sagði
að um væri að ræða einn af fimm
vinsælustu bjórframleiðendum Evr-
ópu.
Ragnar sagði að engin bjórstefna
lægi fyrir hjá stjómvöldum. Málið
hefði verið komið aðeins á rekspöl
í júlímánuði, en það síðan stöðvast
gjörsamlega út af ríkisstjómaskipt-
unum. „Ákveðnar línur liggja fyrir
sem menn em nokkuð sammála um.
Það er að minnsta einingin verði
sex dósa pakkningar, eingöngu
verði um að ræða 33 cl dósir, áfast-
ur flipi verði til að opna dósimar
sem gengi niður í dósimar, íslensk-
ar merkingar verði á dósum og tak-
markaður fjöldi verði á erlendum
bjórtegundum — þetta þijár til fjór-
ar tegundir. Reiknað er með að
íslensku framleiðendumir fái að
vera með fleiri tegundir svo þeir
geti unnið að vömþróun."
Ragnar sagði að rætt hefði verið
ar ætti að gilda í þessu til að byija
með, að minnsta kosti, þar sem
íslenskir bjórframleiðendur þurfa
að keppa við allt að tveggja alda
hefðir annarra þjóða. „Mikið bitbein
er um hvemig beri að haga þessari
vemd. Sumir em á því að alfarið
eigi að banna erlendan bjór, öðmm
fínnst það út í hött en vilja styðja
ákveðna vemd í formi verðvemdun-
ar. Það hefði í för með sér að
íslenski bjórinn yrði ódýrastur,
næstur honum í verðlagi kæmi bjór
sem fluttur væri inn í tönkum og
tappaður á íslandi og dýrastur yrði
bjór sem væri alinnfluttur og bmgg-
aður erlendis. Þessi stefna hefur
verið sett fram af Félagi íslenskra
iðnrekenda. Þar em menn nokkuð
sammála um hana og er ég sann-
færður um að hún verði ofan á.“
Ráðgjafafyrirtæki Sanitas hf. í
Danmörku, Alfred Jörgensen, hefur
séð um uppbyggingu verksmiðjunn-
ar í samráði við heimamenn. Það
lætur jafnframt í té tvær uppskrift-
ir að þeim fjórum bjórtegundum,
sem hugmyndin er að framleiða,
ef leyfí fengist. Ragnar sagði að
hugmyndin væri að hafa nokkra
breidd í framleiðslunni og yrðu teg-
undimar fjórar af mismunandi
styrkleika. Minnstan styrkleika
hefði Pilsner, svokallaðan Hof- og
Grön-styrkleika, 4,5%, þá kæmi
svokallaður gullbjór, sem hefði
styrkleika á við Heineken, 5,5%.
Síðan kæmi Viking-bjórinn, sem nú
þegar er framleiddur hjá Sana, að
styrk 6,5%. Auk þessa er unnið að
því að fá fr.-imleiðsluleyfi erlendis
frá fyrir Qórðu tegundinni — tegund
sem nyti almennra vinsælda í Evr-
ópu.
„Við vitum ekki ennþá hver heild-
arbjórmarkaðurinn á íslandi verður,
ekki fyrr en við vitum hvert verðlag-
ið stefnir. Ráðuneytismenn segja
að bjórinn skuli seljast dýrt, allt upp
í 100 krónur ódýrasta dósin. Það
þýðir að ódýrasti kassinn er á 2.400
krónur og allt upp í 3.500 þeir dýr-
ari. Smyglmarkaðurinn í dag er á
nákvæmlega sama verði og því má
búast við að enginn almennilegur
markaður myndist fyrir löglegan
bjór.“ Ragnar telur að eðlileg sala
hérlendis miðað við mannfjölda sé
um 15 milljónir lítra á ári sem þýddi
að hver íslendingur drykki að með-
altali 65-75 lítra á ári, svipað og
Svíar, Norðmenn og Finnar. Hann
taldi þó ekki raunhæft að reikna
með það mikilli sölu ef verðlagi
yrði ekki stillt í hóf. Þess má geta
að hver Dani drekkur um 135 lítra
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Baldvin Valdimarsson framkvæmdastjóri Sana á Akureyri og Ragn-
ar Birgisson forstjóri Sanitas hf. voru að skoða nýju geijunar- og
lagertankana í gær. Segja má að tankamir hafi dregið að sér óskipta
athygli manna sem fram l\já Norðurgötunni fara, enda eru þeir
engin smásmíði, tólf metra háir, sem taka árlega sjö milljónir lítra
af bjór. Framkvæmdum á að vera lokið 1. desember og hefst þá
framleiðslan fljótlega upp úr því, enda meiningin að hafa lagerinn
vel fullan þegar 1. mars rennur upp.
af bjór árlega og Grænlendingar
um 300 lítra á sama tíma. Ragnar
sagði að afkastageta verksmiðjunn-
ar væri sjö milljónir lítra á ári, þar
af væri gert ráð fyrir milljón lítra
framleiðslu á veikum bjór. Þá væru
eftir sex milljónir lítra fyrir sterkan
bjór.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Grænlenski hópurinn í fylgd Ingólfs Ármannssonar menningarfulltrúa
Grænlenskir nemar í heimsókn
SEXTÁN manna hópur níundu bekkinga frá Narsaq í Grænlandi
kom í heimsókn til jafiialdra sinna á Akureyri fyrir skömmu, en
Narsaq er einmitt vinabær Akureyrar. Grænlendingarnir bjuggu
inni á heimilum hjá nokkrum nemenda Síðuskóla. Með hópnum
komu tveir grænlenskir kennarar þeirra.
Hópurinn flaug frá Grænlandi
til Reykjavíkur og kom þaðan
norður til Akureyrar með rútu.
Þeir dvöldu hér í tíu dága og
kynntust í leiðinni lífí og starfí
jafnaldra sinna á Akureyri. Þá var
farið með þau í ferðir um nær-
liggjandi sveitir, meðal annars var
farið til Mývatnssveitar og í leið-
inni gist eina nótt að Stóru-Tjarn-
arskóla, að sögn Ingólfs Ár-
mannssonar menningarfulltrúa
Akureyrarbæjar. Ingólfur sagði
ferðina hafa verið náms- og kynn-
isferð fyrir grænlensku ungling-
ana og í framhaldi af þeirra ferð
hingað kæmi til greina að nem-
endum Síðuskóla byðist að fara í
svipaða ferð til Grænlands á móti.
Ekkert hefur þó verið ákveðið í
því efni enn. Ingólfur sagði að
krökkunum hefði gengið misvel
að skilja hvert annað þar sem
grænlenskan væri mjög frábrugð-
in öðrum þeim tungumál
um sem við ættum að þekkja.
Hópurinn hélt með rútu suður
á bóginn aftur sl. laugardag og
til síns heima eftir tveggja daga
dvöl í höfuðborginni.