Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 „NÚ ER TÍMI TIL AÐ SMÍÐA“ ________Leiklist____________ Bolli Gústavsson í Laufási Leikfélag Akureyrar: Skjaldbakan kemst þangað líka Höfundur: Árni Ibsen Leikstjóri: Viðar Eggertsson Leikmynd og búningar: Guðrún Svava Svavarsdóttir Tónlist: Lárus H. Grímsson Lýsing: Ingvar Björnsson Þeir voru rétt um tvítugt árið 1904, annar 19 ára, en hinn 21 árs. Sá eldri, læknirinn og skáldið William Carlos Williams, komst þá svo að orði um vin sinn og skáld- bróður, Ezra Pound: „Margir forð- ast hann og fyrirlíta... vegna þess að hann er andskotans ólíkindatól. Vinir hans verða að sýna ýtrasta langlundargeð, ætli þeir að kynnast hans innra manni í raun. Og ekki má hann verða þess var, því þá setur hann óðar upp blekk- ingagrímu sína og verður vægast sagt óþolandi". Það eru samskipti og skoðana- skipti þessara ólíku vina, sem verða Áma Ibsen að yrkisefni í sérstæðu og næsta áleitnu leikverki, er hann nefnir Skjaldbakan kemst þangað líka. Leikritið, sem Leikfélag Akur- eyrar frumsýndi sl. föstudag, á er- indi við samtímann, þegar margt bendir til þess, að jarðvegur fyrir andfélagslegan og andlausan fas- isma sé alltof fijósamur í samfélagi okkar. William Carlos dáði Ezra Pound sem listamann, gerði sér grein fyrir snilligáfu hans og skip- aði sér í flokk „ímagistanna", sem Pound var ótvíræður foringi fyrir. En það var alltaf grunnt á yfirlæti hjá foringjanum. Pound ávarpaði skáldjöfurinn Walt Whitman (f. 1819 — d. ’92) í kvæðinu Samn- ingnum, sem þannig hljóðar í þýð- ingu Helga Hálfdanarsonar: „Nú sem ég sátt við þig, Walt Whitman - Eg hef haft skðmm á þér nógu lengi. Ég kem til þín, eins og stórt bam scm átti þverhaus að fóður, Nógu stálpaður til að stofna til vináttu. Það varst þú sem braust hinn nýja skóg, Nú er tími til að smíða. Við höfum sama safa sðmu rót - Við skulum hefja viðskipti." Niðurstaðan varð hins vegar sú, að Walt Whitman naut tryggðar og staðfestu W.C. Williams, en ekki Ezra Pounds. Wiliiams fór sér hægt og byggði á þeirri hefð, sem Whit- man var upphafsmaður að á 19. öld. Skáldskaparstefnan, sem nefnd hefur verið „ímagismi" (dregið af enska orðinu image = mynd), kom fram á öðrum áratug þessarar ald- ar, sem uppreisn gegn ríkjandi ljóð- listarhefð og var einn af mörgum þáttum módernismans. En skeið stefnunnar var stutt og þeir félag- arnir tveir, sem hér er um fjallað og eru efniviður í þeirri tímabæru smíði Áma Ibsen, þeir völdu sér þó ólíkar leiðir, er fram í sótti, eins og fram kemur í leikritinu. Að hætti módemismans varpaði Will- iams hefðbundnu ljóðformi fyrir róða, en studdist þá fremur við óreglulega hrynjandi tónlístar, sem á er minnt í tónum Lárasar H. Grímssonar í sýningunni. Skáldið brá gjaman upp beinum myndum, sem við honum blöstu í daglegu umhverfi á líðandi stundu, sbr. bækur hans um bæinn Peterson. Þar skiptast á lýrisk kvæði og eins konar frásagnarþættir; fléttað er saman ljóðum og lausu máli. En hann aðhylltist alls ekki þá „völsku" eða ítölsku hætti, sem heimsmaður- inn Pound mælti ákaft með þegar fram í sótti, heldur hélt sig við amerískan stíl og talshætti landa sinna í skáldskap sínum. Ovíða kemur samþjöppun hugsana og til- finninga hins vegar betur fram, en í ljóðmyndum Ezra Pound. Sem dæmi um það er oft vitnað til ljóðs hans Á neðanjarðarstöðinni. Hann hafði orðið fyrir sterkum áhrifum af japönskum tanka- og haiku- ljóðum. í fyrstu orti hann kvæði um þau hughrif, sem hann varð fyrir á brautarstöð í París þar sem hann virti fyrir sér nokkur andlit, og kvæðið var þijátíu ljóðlín- ur. Nokkram mánuðum síðar stytti hann það um helming. Að ári liðnu var þessi reynsla hans felld í tvær línur: „The apparition of these faces in the crowd; Petals on a wet black bough.“ Kristinn Björnsson læknir þýddi þetta ljóð á íslensku á þessa leið: „Svipmynd þessara andlita í mannþrönginni; blómablöð á votri svartri grein.“ Ég hygg að það kunni að gera þessa sýningu of framandi og óað- gengilega íslenskum leikhússgest- um, að persónurnar, skáldin tvö, séu alls ekki mjög kunn hérlendis. Nafn Ezra Pound hefur að vísu oft verið nefnt, en hann hefur ekki hlot- ið almenna eða rækilega kynningu eins og flest frægustu sagnaskáld Bandaríkjanna á þessari öld. Þó hefur snilldarþýðandinn, Helgi Hálfdanarson, þýtt nokkur smá- ljóða hans, td. þessa minnilegu mynd, L’Art, 1910: „Grænt arsenik smurt yfir egg-hvítt lín, Beija-mauk! Gerum veizlu vorum augum." Og Kristinn Björnsson fyrram ' yfirlæknir vann það afrek að þýða ljóð eftir Ezra Pound, sem dugðu í dálítið kver. En það hefur farið mjög hljótt og lent að mestu utan alfaraleiðar í menningar- og lista- gleði íslendinga. Því verður skáldið, Pound, næsta fjarlægt í þessari sýningu. Hann birtist eins og full- trúi þeirrar speki, sem felst í kunnu orðtaki íslensku: - Skítt með alla skynsemi, því gáfur era gull. - Við kynnumst á hinn bóginn öðlingnum, W.C. Williams, mun betur í þessu verki og samúð okkar verður með þessum staðfasta, einlæga lista- manni, sem líkti æviför sinni við göngu skjaldbökunnar, sem kemst að settu marki þótt hægt fari. Hann er talsmaður höfundarins; eins og Ámi Ibsen kemst að orði í leikskrá, er lífsskoðun Williams „óhag- kvæm“. „Vegna þess að hún er í beinni andstöðu við þá eftirsókn eftir innantómum veraldlegum gæðum, sem stjómmálaflokkamir dylja valdafíkn sína með.“ Því til áréttingar er gaman að rifja upp þýðingu Áma á Hjarðkvæði Will- iams: „Á yngri árum var mér ljóst að eitthvað yrði að verða úr mér. Nú er ég eldri eigra öngstrætin dáist að húsum hinna örsnauðu: Þakskeggin skökk miðað við veggina, lóðimar fullar af drasli á borð við gamlan hænsnavír, ösku, brotin húsgögn; girðingamar og útihúsin úr tunnustöfum og kassafjölum, og ef heppnin er með mér er það allt klístrað blágrænu sem er uppáhalds liturinn minn sé hann nógu veðraður Enginn mun álíta þetta skipta þjóðina stórkostlegu máli.“ Ámi segist vona, að lífsskoðun Williams sé ekki nema hluti af boð- skapnum, einungis brot af þeirri heild, sem leikritið vonandi er. Ég sé ekki að það skipti öllu máli. I huga mínum verður hún megininn- tak verksins, sem allt annað hverf- ist um. Rétt er þó að taka það fram, að ég hef einungis séð leikritið einu sinni, þe. framsýninguna (sem er að sjálfsögðu ófullnægjandi fyrir marktæka umfjöllun). En þau einu kynni af verkinu höfðu mjög sterk áhrif á mig eins og magnað ljóð í frábærri túlkun og réttri umgerð. í raun og vera þótti mér hlutur Ezra Pound, tónlist Lárasar H. Grímssonar, leikmynd Guðrúnar Svövu og ljósabeiting Ingvars vera hnitmiðað form eða umgerð um áleitinn boðskap Williams, sem fylg- ir manni heim og heldur fyrir manni vöku. Svo hefði þó varla orðið, ef Theodór Júlíussyni hefði mistekist túlkun á W.C. Williams. Hann má ekki bregðast ög er leikur hans ein- Frelsi og eignir almennings Bókmenntlr Guðmundur Heiðar Frímanns- son SteingTÍmur Ari Arason og Hannes Hólmsteinn Gissurarson: Eign handa öllum, Stofiiun Jóns Þorlákssonar, 1988. Þegar maður fylgist úr fjarlægð með ræðu manna um efnahagsmál á íslandi virkar hún oft eins og frá- sagnir af kraftaverkum: Hún er svo lygileg að skyni gæddir menn eiga í umtalsverðum erfíðelikum að fella trúnað á allt, sem sagt er. Þegar umræða hófst fyrir nokkra um svo- nefnda niðurfærslu, líktist hún helzt kraftaverki, sérstaklega vegna þess að enginn virtist í fyrstunni skilja fullkomlega, hvað átti væri við. En þegar betur kom í ljós, hvað verið var að tala um, varð ljóst að krafta- verkamenn þyrfti til að framkvæma hana. Nú kann það vel að vera að slíkir kraftaverkamenn séu til í íslenzkum stjómmálum, en mig granar að verði gripið til þessa óyndisúrræðis við að koma efna- hagsmálum á réttan kjöl, þá verði hún í reynd lítið annað en áníðsla á launþegum. Þegar svona fár gengur yfír vill það gjaman gleymast, að til er ein- falt úrræði í efnahagsmálum, sem þarf enga kraftaverkamenn til að framkvæma. En til þess þarf ábyrga stjómmálamenn, en framboð af þeim virðist minna en af krafta- verkamönnunum. Þetta einfalda ráð er frelsi, það ástand að menn fá að taka ákvarðanir og standa og falla með þeim. Nú er það svo að frelsi getur ekki verið óheft, þar sem menn lifa saman í félagi. En það er ástæða til að skilja það sem allra rýmstum skilningi, þegar rætt er um efnahagsmál. Ástæðan til þess að frelsi er áhrifaríkt úrræði, er sú að það er öflugasta tæki, sem til er, til að þvinga menn til að taka skynsamlegar ákvarðanir við að ráðstafa fjármunum. Þetta era sannindi, sem lesendur þessa blaðs kannast við, en þau virðast ótrúlega oft gleymast. Mannlegt félag á sér að öllu jöfnu sögu. í íslenzkum efnahagsmálum hefur átt sér stað afar æskileg þró- un á síðustu áram, þar sem mynd- ast hefur vísir að fijálsum markaði með fé. Fijáls markaður með fé myndast ekki alskapaður á einum degi og ekki á einu ári. Það þarf nokkra umhyggju og staðfestu til að þróunin stefni í rétta átt. Það þarf engum að koma á óvart að sumir stjórnmálamenn telji sér hag í því að vinna gegn fijálsum mark- aði með fé, hvort sem það er með því að reyna að grafa undan trausti þeirra fyrirtækja, sem starfa á þess- um markaði, eða með því að leitast við að nota lög til að takmarka frelsi þeirra. Það liggja bæði til þess hugmyndafræði og hagsmunir. En það verður að ætlast til þess, að þeir, sem hafa frelsið að leiðar- ljósi, efli þessa þróun og veiji með ráðum og dáð og láti hvergi undan síga. En hvað er til bragðs? Hvað myndu ftjálslyndir stjómmálamenn vilja gera nú? Það er alveg ljóst, að þeir eiga ekki að fallast á að vextir verði lækkaðir með lögum. Þeir ættu ekki heldur að skipta sér af kjarasamningum eða rifta þeim með einhveijum hætti með lögum. Þeir myndu auka frelsið í peninga- málum, leyfa erlendum fjármála- stofnunum að starfa á íslandi, af- nema ríkisábyrgð á erlendu lánsfé og auka frelsi í viðskiptum með gjaldeyri. Þeir myndu skera niður útgjöld ríkisins, eins og frekast er unnt, því ef einhver ein orsök er öðram mikilvægari fyrir verðbólgu á íslandi, þá er það þensla hjá ríkinu. Það þarf að draga úr útgjöldum ríkisins til að draga úr halla á fjár- lögum. Önnur leið til að jafna halla á fjárlögum er að selja ríkisfyrir- tæki. Samkvæmt riti Steingríms Ara Arasonar og dr. Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar þá nema verðmæti þeirra fyrirtækja, sem selja mætti á fijálsum markaði, 40 miíljörðum króna. Öll þessi fyrir- tæki duga fyrir fjárlagahallanum í allmörg ár. Nú er ekki alveg sjálfsagt mál í stjómmálum að fylgja hugmynda- fræðinni strangt eftir, en það er hins vegar ástæðulaust að glata alveg sjónar á henni. Nema menn náttúralega skipti alveg um skoðun, en mér er ekki kunnugt um nein slík sinnaskipti í íslenzkum stjórn- málum. í riti Steingríms Ara og dr. Hann- esar Hólmsteins er gerð grein fyrir röksemdum með og móti svonefndri einkavæðingu. Þar er einnig nyt- samlegur kafli um þau fyrirtæki, sem hugsanlega mætti selja, og mat á verðmæti þeirra.-Ágreining talsmanna og andmælenda einka- væðingar má orða svo, að hann snúist um almannaheill. Talsmenn fijáls markaðar og einkavæðingar telja að það stuðli bezt að almanna- heill, að hver einstaklingur og hvert fyrirtæki stefni að sem mestum hagnaði. Andmælendur einkavæð- ingar telja, að almannaheill verði bezt þjónað með því að tekið sé mið af almannaheill við ákvarðanir einstaklinga og fyrirtækja, sem geti þá ekki miðað að sem mestum hagnaði. Þessi tvö sjónarmið ala síðan af sér rök. Það fyrra að opinber rekst- ur sé óhagkvæmari en einkarekst- ur, víðtækum einkarekstri fylgi dreift vald, hagkvæmari nýting fjármagns og aukin ábyrgðarkennd almennings. Síðara sjónarmiðið beitir rökum á borð við að einka- rekstur einokunarfyrirtækja hljóti að leiða til aukins kostnaðar notend- anna, opinber rekstur sé undir lýð- ræðislegu eftirliti, hann jafni að- stöðu þegnanna og taki tillit til annarra sjónarmiða en hagnaðar- sjónarrhiða. Allt þetta er prýðilega rakið í þessu riti og ýmislegt fleira. Nú er ekki ástæða til að taka afstöðu til þessara tveggja sjónar- miða hér að öðra leyti en því að benda á tvö dæmi. Þegar þetta birt- ist, vona ég að Reykjavíkurborg sé búin að selja hlutabréf sín í Granda hf. Það er sjálfsagt að spyija, hvort reynslan af því fyrirtæki bendi til að betra sé að stunda opinberan rekstur en einkarekstur? Salan hef- ur létt milljónaútgjöldum af borg- arbúum og rekstur fyrirtækisins hefur batnað. Sú reynsla bendir ekki til þess að opinber rekstur sé betri. Annað dæmi er Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, sem seld var fyrir nokkram árum. Reynslan af þeirri sölu bendir til hins sama. Það er sjálfsagt að taka fram að þessi tvö dæmi segja ekki alla söguna. Það þarf frekari ástæður til að skýra af hveiju einkarekstur reynist að jafnaði betur en opinber rekstur. Þær ástæður segja líka hvers vegna sjálfsagt er að hafa frelsi sem mest í viðskipta- og efnahagslífi. Þær verða ekki raktar hér. Þeir stjórnmálamenn íslenzkir, sem vilja selja ríkisfyrirtæki, hljóta að vilja efla íslenzkan hlutabréfa- markað. Til að efla hann verður að auka og efla fijálsræði á íslenzkum fjármagnsmarkaði. Þeir geta ekki kæft hann og viljað selja ríkisfyrir- tæki á sama tíma. Það er hreinlega farsælast að hafa frelsið að leiðar- ljósi. Skúlptúrar Ólafs Sveins ÓLAFUR Sveinn Gíslason sýnir skúlptúra, gerða á þessu og síðasta ári, í Norræna húsinu dagana 15. október til 6. nóv- ember. Ólafur fæddist í Reykjavlk 1962. Hann nam við Myndíista- og handíðaskóla íslands 1980— 1983 og Ríkislistaháskólann í Hamborg 1983—1988. Ólafur var með einkasýningu í Nýlistasafninu í Reykjavík 1986. Sýningin er opin alla daga kl. 14-19. (Fréttatilkynning) Ólafúr Sveinn Gíslason sýnir verk sín í Norræna húsinu til 6. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.