Morgunblaðið - 13.10.1988, Side 15

Morgunblaðið - 13.10.1988, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 15 ureign. Ég held að Kasparov þurfí á ráði góðs og reynds félaga að halda. Hann heldur að hann sé snillingur skákiistarinnar. Ef til vill er hann snillingur en hann skortir alla sjálfsgagnrýni. Án hennar er erfítt að halda sér á toppnum. Hann verður að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum sér. Við vorum allir snillingar okkar tíma en það er fátt auðveldara en glata snilligáfunni." Kasparov hefur löngum haldið því fram að Karpov fyrrverandi heimsmeistari hafí hindrað sig og sinn frama. Er eitthvað til í þessu? „Nei, þetta get ég ekki tekið alvarlega. I Sovétríkjunum er mjög sérstakt og rafmagnað andrúmsloft meðal skákmanna. Karpov var fremsti skákmaður heims i tíu ár og naut að sjálfsögðu stuðnings stjómvalda. í Sovétríkjunum er skák ekki keppni tveggja sjálf- stæðra einstaklinga heldur eru þeir fulltrúar hins opinbera. Þegar Kasparov varð heimsmeistari erfði hann allt það sem hann gagnrýndi hjá Karpov. Hann berst með ná- kvæmlega sömu aðferðum og Karpov. Báðir eru fulltrúar bolsév- ismans." Kasparov segist vera bam breyttra tíma, fulltrúi perestrojku og glasnost? „Þetta er hreinn áróður. Fjarri raunvemleikanum. Ég hef lesið bók Kasparovs, Child of Change, og ég get ekki tekið hana alvarlega. Ég skil ekki hvers vegna heimsmeist- arinn í skák lætur annan mann, ritstjóra Observer í þessu tilviki, skrifa slíka bók fyrir sig. í hans spomm myndi ég borga eina milljón dala til þess að bókin sú ama félli í gleymsku. Þetta er heimskuleg bók. Þegar hún kom út spurðu menn sem höfðu dáð hann: Hvers konar þvættingur er þetta? Burtséð frá þessu öllu virði ég Kasparov og dái og dreg enga dul á það.“ Skákmenn spretta eins og gorkúlur Nú hefur þú verið ráðinn til að þjálfa íslenska skáklandsliðið í viku fýrir Ólympíumótið. Hvemig kom þetta til? „Fomvinur minn Högni Torfason færði þetta í tal við mig. Mér leist vel á það. Auk þess fær konan mín tækifæri til að koma hingað en hún er mjög hrifin af íslandi. Sonur okkar kemur líka, hann hefur aldrei komið til íslands. Þið eigið mjög sterkt landslið. Því hefur vaxið físk- ur um hiygg mjög snögglega und- anfarin ár. í skáksögunni hafa sterkir skákmenn sprottið upp á hinu ýmsu stöðum líkt og gorkúl- ur. Ég held þess sé ekki langt að bíða að Jóhann verði ekki einn ís- lendinga meðal sterkustu skák- manna heims. Jóhann er mjög traustur og hógvær maður. Hann er bráðgreindur og það er kjölfesta í öllum skákum hans. Hann er ekki kominn að mörkum þess sem hann getur. Ég held ég hafí fyrst veitt Jó- hanni verulega athygli eftir að hann vann einvígið gegn Kortsnoj. Fram að því hafði ég ekki rannsak- að skákir hans. Ég er frekar lat- ur,“ segir Spasskíj og hlær. Hve miklum tíma eyðir þú í skák á dag? „Meiri tíma en áður. Ifyrir þetta mót u.þ.b. fjórar stundum á dag en það er of mikið fyrir mig. Ég tefli bréfskák til að halda mér við á fræðilega sviðinu." Hvemig fara menn eins og Port- isch, jafnaldri þinn, að því að veija átta tímum á dag fyrir framan skákborðið við rannsóknir? „Ég held hann sé stundum leng- ur en átta stundir. Hann hefur jám- vilja og leggur geysihart að sér. Ég hitti hann í sundlauginni um daginn. Hann hafði synt fjömtíu ferðir á skriðsundi. Ég spurði, hvers vegna þarftu að leggja þetta á þig maður? (Spasskíj hermir eftir djúp- ri rödd Portisch:) „Ég veit það ekki en svona er prógrammið,“ sagði hann.“ Sjö ára óvinskapur Hvemig er sambandi þínu og Kortsnojs háttað? Þið elduðuð sam- an grátt silfur í einvígi um árið. „Já, ég var mjög hneykslaður á framkomu hans. í sjö ár ræddumst við ekki við. Nú eram við vinir aft- ur. Tíminn læknar öll sár. Hann verður ofsareiður þegar hann tap- ar. Hann hefur farið versnandi með áranum. En viti maður um þennan skapbrest þá fyrirgefur maður hon- um.“ En era menn þá ekki hræddir við að vinna hann? ■ „Nei, nei, það er alltaf ánægju- legt að dreypa á blóði andstæðings- ins,“ segir Spasskíj og glottir. Hvemig er andrúmsloftið á milli sovésku skákmannanna, þeirra sem búa í Sovétríkjunum og ykkar sem flust hafa vestur? „Vinalegt. Jafnvel Kortsnoj er orðinn umburðarlyndari." Sovésku skákmennimir ieiða mótið núna. Sýnir þetta að Sovét- menn era ennþá langt á undan öðrum þjóðum á skáksviðinu? „Ég held það já. Ég tel að af vestrænum skákmönnum eigi Jon- athan Speelman eftir að ná hvað lengst. Frakkar eiga núna mjög efnilegan skákmann, Laucier að nafni. Hann er nýkrýndur heims- meistari unglinga í skák." Hætti um sextugt Ætlarðu að vera í atvinnu- mennskunni fram á grafarbakk- ann? „Ég er að hugsa um að hætta um sextugt, eftir tíu ár. Ég er í ágætis formi núna, betra en fyrir nokkram áram. Ég vinn núna að ævisögu minni. Þetta er nokkurs konar saga skáklistarinnar á mínum dögum. Ég er þó ekki eins gagmýninn og Kortsnoj í sinni bók sem hefur allt á hornum sér. Ég reyni að bregða ljósi á jákvæðari hliðar skákarinnar í Sovétríkjun- um. Ég er einungis svartsýnn á skipulagsgáfu skákmanna. Skák- menn era yfírleitt engar félagsver- ur.“ En hefurðu farið til Sovétríkj- anna eftir að þú fluttist vestur? „Fyrir sex áram já. Ég hef ekki hug á því núna. Það er svo sárs- aukafullt fyrir mig að sjá hið mikla ríki eins og Rússland var fyrir bylt- ingu sokkið í smánarlegt tóm. Ég treysti Gorbatsjov ekki. Hann er dæmigerður stjórnmálamaður. Sovétríkin era enn byggð á hræði- legri ógnun. Grandvöllur ríkisins er rangur því má ekki gleyma. Mikilvægasta verkefnið hlýtur að vera að fæða þjóðina. Gorbatsjov talar fjálglega en ennþá er matar- skortur í Sovétríkjunum. Hann uppfyllir ekki loforð sín. Maturinn er mikilvægastur, síðan má fara að ræða frelsið.“ Viðtal: Páll Þórhallsson Fyrirlestur í Odda um Lífíræðifélag Islands Dr. Ástríður Pálsdóttir heldur fyrirlestur í Odda, húsi hugvís- indadeildar Háskóla íslands, í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Fyr- irlesturinn nefhist „Notkun erfðatækni við rannsóknir á erfðasjúkdómum". í Blóðbankanum hefur um árabil verið unnið að rannsóknum á arf- gengum heilablæðingum í nokkram ættum frá Breiðafjarðarbyggðum. Undanfarin ár hefur dr. Astríður unnið á erfðarannsóknardeild Blóð- bankans. Hún hefur beitt svokall- aðri erfðatækni við rannsóknimar. í fyrirlestrinum mun hún greina frá því hvemig nota má þessa tækni við sjúkdómsgreiningu og erfðaráð- gjöf. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Ásta Guðrún sýnir á Mokka ÁSTA Guðrún Eyvindardóttir sýnir sjö nýjar olíumyndir á Mokka á Skólavörðustíg 13. októ- ber til 13. nóvember. Ásta stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og The Central School of Art & Design í London auk sjálfsnáms í París. Hún hefur sýnt verk sín á Selfossi, Hafn- argalleríi og á Hótel íslandi. Hún starfar nú sem aðstoðarmaður Sig- uijóns Jóhannssonar leikmynda- teiknara í Þjóðleikhúsinu. (Fréttatilkynning) Ásta Guðrún Eyvindardóttir við eitt verka sinna, sem hún sýnir á Mokka. fillBRHN RAUÐARÁRSTÍG Sími 15077

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.