Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FEMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN foém FOLX ■ LEJKMENN ísleaska lands- liðsins urðu fyrir ýmsu mótlæti í Istanbul. Þegar þeir mættu til leiks gegn Tyrlgum í gær, þá var þeim ljóst að oorski fáninn var við hún á flaggstöng vallarins, sem leikið var á. Eftir mótmæli þá var norski fáninn dreginn niður og íslenski fáninn dreginn að húni. ■ EFTIR að leikmenn íslands voru búnir að hita upp fyrir leikinn, gengu þeir að búningsklefa til að fara úr æfíngagöllum sínum. Starfsmenn vallarins hindruðu að leikmenn kæmust inn f búnings- klefa sinn, sem var læstur. ■ ÞORSTEINN Geirharðssoa, sjúkraþjálfari landsliðsins, fannst þá vera komið nóg af því góða. Hann kastaði sér á hurðina á bún- ingsklefanum og braut hana upp - þannig að leikmennimir komust inn í búningsklefann. ■ LEIKENN íslenska liðsins * voru ekki búnir að vera lengi inn í klefanum, þegar dómarinn, Ovadia, frá ísrael, var mættur á staðinn og skipaði leikmönnum að fara strax út á völl. ■ EKKI vakti eftirlitsdómarinn, sem var frá Rúmeníu, mikla hrifn- ingu hjá leikmönnum íslands. Sér- staklega ekki eftir að þeir fréttu að hann hafi verið alla nóttina fyr- ir leikinn að horfa á magadans - í boði knattspymusambands Tyrk- lands. ■ LEIKMENN Tyrklaads em ekki áhugamenn. Þeir hafa 8.1 millj. ísl. kr. í árstekjur hjá félögum sínum. ■ ÍSLAND hefur ekki tapað leik gegn Tyrlandi í heimsmeistara- keppninni í knattspjrnu. Þjóðimar hafa leikið þtjá leiki. ísland vann fyrsta leikinn, 3:1, í Izmir 1980. Janus Guðlaugsson, Albert Guð- mundsson og Teitur Þórðarson skoruðu mörkin. Síðan vannst sig- ur, 2:0, 1981. Lárus Guðmunds- son og Atli Eðvaldsson skomðu mörkin. ■ FRIÐRIK Friðrikssoa er qp. annar markvörður íslands, sem ver vítaspymu í heimsmeistarakeppn- inni í knattspymu. Þorsteinn Bjarnason varði vftaspymu gegn Sovétmönnum á Laugardalsvell- inum 1980, en þá unnu Sovét- menn, 2:1. ■ ARNÓR Guðjohasea og Guð- mundur Torfason fara til Belgiu í dag. Þeir verða þar fram á sunnu- dag, en þá fara þeir til V-Berlínar til æfínga með íslenska liðinu, sem leikur gegn A-Þýskalandi á mið- vikudaginn kemur. ■ HÓTELIÐ seat íslensku leik- mennimir búa á er gífurlega stórt. „Maður gæti auðveldlega hlaupið 1.500 metrana án þess að rekast á nokkum," sagði Atli Eðvaldsson. Staðan ísland 2 0 2 0 2:2 2 Sovétríkin 1 0 1 0 1:1 1 Tyrkland 1 0 1 0 1:1 1 Austurríki 0 0 0 0 0:0 0 A-Þýskaland 0 0 0 0 0:0 0 Leikimir sem eftir eru í riðlinum: 19. okt. Sovétríkin—Austurríki, A- Þýskaland—ísland. 2. nóv. Aust- urríki—Tyrkland. 30. nóv. Tyrkland— A-Þýskaland. 1989: 12. aprfl A-Þýskaland— Tyrkland. 26. apríl Sovétrfkin—A- Þýskaland. 10. maí Tyrkland-Sov- étríkin. 17. maí A-Þýskaland—Aust- urríki. 31. maí Sovétríkin—ísland. 14. júni ísland—Austurríki. 23. ágúst Austurríki—ísland. 6. sept. Aust- urríki—Sovétríkin, ísland—A-Þýska- land. 20. sept. Island—Tyrkland. 7. okt. eða 8. okt. A-Þýskaland—Sov- étríkin. 25. okt. Tyrkland—Austurríki. 8. nóv. Sovétríkin—Tyrkland. 15. nóv. Austurríki—A-Þýskaland. „Heppnaðist fullkomlega" sagði Friðrik Friðriksson sem varði vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé FRIÐRIK Friðriksspn stóð sig vel í markinu í leik íslendinga gegn Tyrkjum. Tæpri minútu fyrir leikhlé varði hann vfta- spyrnu frá Tanju. Hefðu Tyrk- irnir skorað hefði leikurinn breyst og ólíklegt að íslend- ingar hefðu náð jafntef li. etta heppnaðist fullkomlega. Ég horfði á manninn og beið eins lengi og ég gat. Mér fannst hann ætla að skjóta í vinstra hor- nið og henti mér þangað. Skotið var fast en ég náði að koma hönd- inni vel fyrir boltann og slá hann til hliðar," sagði Friðrik í samtali við Morgunblaðið. „Það fylgir því alltaf heppni og þrátt fyrir að maður fari f rétt hom er ekki þar með sagt að maður nái að verja. En ég sá boltann allan tímann og vissi að ég myndi ná honum. Vftaspyman kom á síðustu mínútu fyrri hálfleiks ogþað hefði verið mikill áfall og fá á sig mark á þessum tfma.“ Fimmtán mínútum fyrir leiks- lok skoraði Unal af stuttu færi. „Ég reyndi að loka nær hominu, enda reyna menn nánast alltaf að skjóta í nær hornið. Ég kom við boltann og hélt ég hefði varið hann en hann hitti boltann mjög vel og skotið var of fast,“ sagði Friðrik. Reuter Ragnar Margeirsson og vamarleikmaðurinn Mucahit sjást hér beijast um knöttinn í Istanbul í gær. „Tyrkland 4 ísland 0“ Mátti sjá á stórum myndum, sem voru á forsíðum tyrk- nesku blaðanna fyrir leikinn „VIÐ rákum upp stór augu þegar viö sáum morgun- blöðin hér hér í Istanbul fyr- ir leikinn. Það var stór mynd af Ijósatöflunni á leikvangin- um sem við kepptum á og á henni stóð - Tyrkland 4 ísland O," sagði Guðmund- urTorfason, miðherji íslenska landsliðsins. Menn hér vom svo bjart- sýnir, að þeir létu tendra ljósatöfluna daginn áður, til að sýna hvemig leikurinn ætti að fara, eða fjögur núll fyrir Tyrk- land. Þetta eitt sýnir með hvaða hugarfari Tyrkir mættu til leiks gegn okkur. Það átti að rúlla okkur upp,“ sagði Guðmundur. Tyrkir vom mjög bjartsýnir, enda hafa þei unnið tvo síðust landsleiki sína - síðast Grikki, 3:1. Myndin af ljósatöflunni hleypti illu blóði í leikmenn íslenska liðsins, eins og þegar leikmenn Wales létu taka mynd- ir af sér með apagrímur fyrir hinn sögulega leik í Swansea 1981, þegar Wales var heppið að ná jafntefli, 2:2, gegn íslandi. íslendingartaplausireftirtvo leiki: „Eg vissi að ég myndi skora þegar sendingin kom frá Ólafi" - sagði GuðmundurTorfason, eftir að hann hafði þrumað knettinum í netið hjá Tyrkjum i Istanbul „ÓLAFUR Þórðarson sýndi ódrepandi keppnisskap þegar hann vann knöttinn af tveimur Tyrkjum út við endamörk. Ég vissi að ég myndi skora þegar sendingin kom frá Ólafi - á réttu augnabliki. Ég hitti knött- inn vel, þannig að markvörður- inn átti ekki möguleika að verja - skotið var það fast,“ sagði Guðmundur Torfason, sem skoraði mark íslands í jafn- teflisleiknum, 1:1, gegn Tyrk- landi í Istanbul í gær. uðmundur sagði að það hafí verið skemmtilegt að sjá knöttinn í netinu. „Ég hefði einnig viljað sjá knöttinn í netinu rétt fyr- ir Ieikslok, þegar Halldór Áskelsson fékk tækifæri til að gera út um leikinn, eftir sendingu hjá mér,“ sagði Guðmundur. „Náðum ekki að sklpa vamar- leikinn upp á nýtt" Guðmundur skoraði mark Is- lands, 0:1, á 62. mín. leiksins, en eftir markið sóttu Tyrkir grimmt og náðu að jafna á 73. mín. „Við hörfuðum of fljótt, þannig að Tyrk- imir náðu strax að koma okkur í klemmu. Við náðum ekki að skipu- leggja vamarleik okkar upp á nýtt. Breyta honum úr 3-5-2 í 4-4-2 fyrr en Tyrkir voru búnir að jafna leik- inn. Þetta var erfíður leikur, en við getum verið ánægðir með eitt stig út úr honum. Miklar breytingar eru á liðinu frá því að Rússar náðu jafn- tefli, 1:1, gegn okkur í Reykjavík. Bjami Sigurðsson, Pétur Ormslev, Ásgeir Sigurvinsson, Sigurður Jónsson og Sigurður Grétarsson léku ekki með okkur núna og mun- ar um minna. Fyrir þennan leik lék- um við þijá æfíngaleiki, en gátum aldrei stillt upp sama liði. Ef við getum alltaf teflt fram okkar sterk- asta liði, erum við líklegir til alls," sagði Atli. Atli sagði að fslenska liðið gæti aldrei leyft sér að gera mistök í leikjum. „Okkur er yfírleitt refsað fyrir það. Sem betur fer náði Frið- rik Friðriksson að leiðrétta þau Tyrkland - ísland 1 : 1 Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu. Istanbul 12. október 1988. Mark Tyrklands: Unal (73. mín.). Mark fslands: Guðmundur Torfason (62. mín.). Áhorfendur: 25.680. Lið íslands: Friðrik Friðriksson, Guðni Bergsson, Sævar Jónsson, Atli Eð- valdsson, fyrirliði, Ólafur Þórðarson, Gunnar Gíslason, Ómar Torfason, Ragnar Margeirsson, Pétur Amþórs- son (Halldór Áskelsson 79. mín.), Ar- nór Guðjohnsen og Guðmundur Torfa- son. Lið Tyrklands: Fatih, Recep (Feyez 57. mín.), Semih, Cuneyt, Mucahit, Gokhan, Oguz, Ridvan, Unal, Tanju og Savas. Ðómari: Ovadi, ísrael. Gul spjöld: Gunnar Gíslason, Ólafur Þórðarson, Tanju og Cuneyt. mistök og það var stórkostlegt að sjá hann veija vítaspymuna frá Tanju rétt fyrir leikshlé," sagði Atli. „Mlkil pressa á okkur“ Það kom fram í leiknum í gær, að miðvallarspil íslands var ekki nægilega gott - miðvallarspilaram- ir náðu ekki að komast inn í leikinn til að halda knettinum. „Við lékum undir geysilegri pressu. Sérstaklega eftir að við vorum búnir að skora. Það vantaði illilega þá Ásgeir Sigur- vinsson og Sigurð Jónsson á miðj- una - það eru leikmenn sem hafa yfír mikilli reynslu að ráða. Ef þeir hefðu verið með hér í Istanbul hefðu sóknarlotur okkar orðið hættu- legri," sagði Amór Guðjohnsen, sem sagðist vera ánægður með úr- slitin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.