Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 25 Kólumbusdagur Reuter Jóhann Karl Spánarkonungur kannar hersveit við leiði óþekkta hermannsins í Madrid. Seinna lagði hann blómsveig að leiðinu í tilefni Kólumbusdags, þegar þess er minnst að Kólumbus fann Ameríku. Kanada: Pólland: Hart deilt um miðin á Georges-bankanum Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Washington. LANDHELGISGÆSLA Kanada hefur gripið til harðra aðgerða til að stugga fiskiskipum frá Bandaríkjunum úr fiskveiðiland- helgi Kanada á Georges-banka í Maine-flóa. Það hefir vakið upp viðkvæmt ágreiningsmál milli Bandaríkjanna og Kanada. Veiðisvæðið á Georges-banka hefur boðað til nýrra þingkosninga, hefir verið bitbein útvegsmanna þjóðanna síðan Alþjóðadómstóllinn dæmdi 1984 Kanada þann hluta svæðisins þar sem bestu fískimiðin eru á þessari gjöfulustu veiðislóð við norðausturströnd Norður- Ameríku. Dómstóllinn dæmdi Bandaríkjunum 9.000 fermílna svæði, eða 2/3 hluta umdeilda svæð- isins á bankanum. Hlutur Kanada hefir hinsvegar reynst fengsælli. Vélbyssuskothríð fyrir stefiii veiðiskips Hingað til hafa eftirlitsskip Kanada látið sér nægja að stugga við bandarískum veiðiskipum og reka þau út af veiðisvæðum Kanada með gjallarhomum, eða handapati og hrópum. Nýlega vom þó kanadísku skipin vopnuð vélbyssum og nú hefír það komið fyrir tvisvar, að hafín hefír verið vélbyssu- skothríð fyrir stefni bandarískra fiskiskipa, sem Kanadamenn töldu vera að ólöglegum veiðum. Banda- ríkjamenn segja, að veiðskip þeirra hafi verið á alþjóða siglingaleið og að aðgerðir Kanadamanna hafi ver- ið ólöglegar. Þessi ágreiningur kemur á versta tíma fyrir ríkisstjórn Kanada, sem sem verða í raun þjóðaratkvæði um hvort Kanada skuli gerast aðili að fríverslun milli Bandaríkjanna og Kanada, sem Bandaríkjaþing sam- þykkti nýlega og Reagan forseti hefir þegar staðfest. Andstæðingar fríverslunarinnar og ríkisstjómar- innar munu vafalaust nota ágrein- inginn um fiskveiðarnar á Georg- es-banka til stuðnings sínu máli um „yfírgang Bandaríkjamanna", sem þeir telja að muni aukast ef Kanada samþykkir fríverslun við Banda- ríkin. Bandaríkjastjóm hefír til- kynnt, að stjómin muni ekki blanda sér í málið, að minnsta kosti ekki að svo komnu. V estur-Þýskaland: Frammámenn beri skotvopn - til að geta varist hryðjuverkamönnum Trier. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, firéttaritara Morgunblaðsins. FRIEDRICH Zimmermann, innanríkisráðherra Vestur-Þýska- lands, telur, að það geti spornað gegn hryðjuverkum, að þeim, sem taldir eru geta átt á hættu að verða hryðjuverkamönnum að bráð, yrði kennt að fara með skotvopn. í viðtali við tímaritið Bunte seg^r Zimmermann, að það geti fælt hryðjuverkamenn frá, ef þeir vissu til þess, að fórnarlömbin bæru vopn og kynnu með þau að fara. Hann tekur fram, að hann sé sjálfur allgóð skytta. Innanríkisráðherrann segir í við- virkir félagar Rauðu herdeildanna talinu við Bunte, að talið sé, að Bush með örlítið forskot á Dukakis Sjónvarpskappræður í kvöld Los Angeles. Reuter. Forsetaframbjóðendurnir, George Bush og Michael Dukakis, mætast í sjónvarpskappræðum öðru sinni í kvöld, fímmtudag. Skoðanakannanir gefa til kynna að kjósendur séu ekki sem ánægð- astir með frambjóðendurna og stjórnmálaskýrendur telja að þeir Bush og Dukakis reyni að höfða til óákveðinna kjósenda í kom- andi kappræðum. Dukakis lýsti þvi yfir nýlega að hann væri andvígur eignaraðild erlendra aðila að bandarískum fyrirtækjum en umræðurnar eru nú farnar að snúast um það, hvort hann fylgp verndarstefiiu í viðskiptamálum. Bush hefur sakað keppinaut sinn umtal og held að ástandið versni um lýðskrum í málflutningi um vemdarstefnu og viðskipti. Dukakis neitaði því hins vegar í samtali við fréttamenn að hann hyggðist beita sér fyrir vemdartollum. „Bush má kalla þetta hvað sem hann vill en kjarni málsins er sá að þessi kosn- ingabarátta snýst um efnahagslega framtíð okkar - samkeppnishæfni okkar." ekki þó ég taki sjálfur við taumun- um,“ sagði hann. Reuter Stúdentar í Póllandi efiidu til margra útifúnda á þriðjudag til að krefjast þess, að samtök þeirra yrðu leyfð en þau eru bönnuð eins og Samstaða, hin óháðu verkalýðsfélög. (RAF) séu milli 15 og 20 talsins, og 200-250 manns tengist samtök- unum þar að auki. Með nútíma- tækni sé hægt að segja til um með allmikilli nákvæmni, hverjir félag- anna hafí átt aðild að einstökum hryðjuverkum, en aftur á móti sé mun erfiðara að hafa upp á þessum einstaklingum. Öll Evrópa standi þeim opin og þeir skeri sig ekki úr, hvað útlit varðar. Zimmermann tilheyrir Kristilega sambandsflokknum (CSU) frá Bæj- aralandi og segist hann vera stoltur af því að vera maður laga og rétt- ar. Aldrei verði mögulegt að veija sig algerlega gegn hryðjuverkum, en viss vörn mundi óneitanlega fel- ast í því, að stjómmálamenn og háir embættismenn bæm skotvopn og kynnu með þau að fara. Nýleg dæmi sýndu einnig, að hin nýja kynslóð hryðjuverkamanna væri ekki mikið fyrir að taka persónulega áhættu. Mótmælafundir stúdenta Þrátt fyrir að Dukakis hafí af mörgum verið talinn naumur sigur- vegari kappræðnanna 25. septem- ber og að varaforsetaframbjóðandi demókrata, Lloyd Bentsen, hafi verið óumdeilanlegur sigurvegari í kappræðum varaforsetaframbjóð- endanna miðvikudaginn í síðustu viku sjást þess lítil merki í skoðana- könnunum að demókratar séu að vinna á. En demókratar telja að varaforsetaframbjóðandi repúblik- ana, Dan Quayle, sé kjörið skot- mark þar sem það er skoðun margra kjósenda að Quayle sé ekki hæfur til að gegna forsetaembættinu í forföllum Bush. Quayle sagði í sjónvarpsviðtali á þriðjudag að hann væri þreyttur á kosningabaráttu sinni sem kosn- ingastjórar Bush sjá um að skipu- leggja og hét því að eftirleiðis myndi hann fara eftir sínu eigin höfði. „Mér leiðist allt þetta neikvæða Varsjá. Reuter. PÓLSKIR stúdentar efiidu til útifunda víða um landið á þriðju- dag og kröfðust þess, að samtök þeirra yrðu leyfð á ný. Talsmað- ur stjórnvalda svaraði með því að saka þá um að reyna að eyði- leggja viðræðurnar við Samstöðu í næstu viku. Efnt var til fundanna við háskól- ana í Varsjá, Gdansk, Lublin og fleiri borgum og bomar fram kröfur um, að stúdentasamtökin yrðu leyfð að nýju. Þá fóru stúdentamir fram á, að sjálfsstjóm skólanna yrði auk- in, mönnum ekki lengur gert að skyldu að læra rússnesku og her- þjálfun námsmanna einn dag í viku afnumin. Jerzy Urban, talsmaður stjórnar- innar, sagði, að það, sem stúdent- amir vildu, væri að koma í veg fyrir viðræðumar í næstu viku við Samstöðumenn og aðra stjórnar- andstæðinga. „Þetta er ævintýra- stunda, munu komast að raun um, mennska, sem stefnt er gegn þjóð- að róttækni og hávaði fá engu til arsátt í landinu. Þeir, sem hana leiðar komið,“ sagði Urban. ERLENT . Höfrungar í útrýmingarhættu St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. HOFRUNGAR og hnýsur og önnur smáhveli eru í útrýming- arhættu, að því er segir í frétt i The Sunday Times síðastliðinn sunnudag. Grípa þarf til al- þjóðlegra ráðstafana til að bjarga stofiiunum. Talið er, að 130.000 höfmngar, hnýsur og litlir hvalir séu drepnir árlega. Hins vegar er óttast, að tala þessi geti verið miklu hærri, jafnvel ein milljón dýra. Blaðið hefur eftir Margaret Klinkowska, sérfræðingi í sjávarspendýmm við háskólann í Cambridge, að engitíf - alþjóðleg stjóm sé á þessum veið- ‘ um og það verði að breytast fljótt. Smáhvalir veki ekki aðdáun manna með sama hætti og stór- hveli, og fólk láti sig litlu skipta örlög þeirra. Upplýsingar um dráp á höfr- ungum, hnýsum og öðmm smá- hvelum koma frá löndum, sem hafa fyrir því að skrá þær. Þessar tölur em ekki taldar gefa rétta mynd, en samkvæmt þeim vom á síðasta ári drepnir milli 124- 137.0Q0 smáhvalir. Mest er drepið af höfmngum í austurhluta Kyrrahafs, en um 100.000 þeirra dmkkna í túnfisk- netum þar árlega. Blaðið hefur eftir dr. Fukuzo Nagasaki, forstöðumanni Hvala- rannsóknastofnunarinnar í Tokyo, að brýn þörf sé á að rannsaka þetta nú. Menn hafi verið of gráð- ugir í hvali og ekki gripið í tau- mana, fyrr en það var næstum því orðið of seint.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.