Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 17 Ferðaráðstefiia í Viðey: Reykjavík sem fimdar- staður framtíðarinnar FERÐAMÁLANEFND Reykjavíkur gekkst fyrir ráðstefhu í Við- ey í gær, og bar hún yfírskriftina „Reykjavík - fúndarstaður framtíðar II“, en það er í annað skipti sem ráðstefna af þessu tagi er haldin. Megintilgangurinn með ráðstefhunni var að ræða lengingu ferðamannatímans og framtíðarþátttöku Reykjavíkur í alþjóðlegu ráðsteftiu- og fundahaldi. Fluttu nokkrir fhlltrúar úr ferðaþjónustu erindi á ráðstefimnni, sem snerta aðbúnað og uppbyggingu ferðaiðnaðarins, auk þess sem efiit var til panelum- ræðna um Reykjavík sem ráðstefiiuborg. TU ráðstefimnnar var boðið ýmsum aðilum sem hagsmuna eiga að gæta í ferðaþjón- ustu, en einn tilgangur hennar var að efla tengsl þeirra sem með einum eða öðrum hætti tengjast ferðamálum. Fundarsfjóri á ráðstefiiunni var Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjómar. Erindi á ráðstefnunni fluttu Júlíus Hafstein, formaður Ferða- málanefndar Reykjavíkur, Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða, Áslaug Alfreðsdóttir, framkvæmdastjóri Upplýsingamiðstöðvar ferðamála, Helgi Jóhannsson, forstjóri Sam- vinnuferða Landsýnar og Þórir Stephensen, staðarhaldari í Viðey, sem greindi frá Viðey sem ráð- stefnustað og kynnti ráðstefnu- gestum aðstöðu þar. í erindi Júlíusar Hafstein kom meðal annars fram, að það væri stefna og ætlun Reykjavíkurborg- ar að standa með íslenskri ferða- þjónustu við að byggja upp þann þátt ferðaþjónustunnar, sem mið- aði að því að auka hlutverk Reykjavíkur sem ráðstefnu- og fundarborgar, en undanfarið hefði verið unnið markvisst að skipu- lagningu þessa verkefnis. Skil- greind og ákvein hefðu verið þrjú svæði, sem mikil áhersla verði lögð á við upphafskynningu. í fyrsta lagi væri um að ræða þann hluta austurstrandar Bandaríkjanna þar sem fjöldi, bandarískra stórfyrir- tækja væri, sem hefði mikil Evr- ópu- og alþjóðleg viðskipti. í öðru lagi væri um að ræða Stór-Lond- onarsvæðið, þar sem mikill fy'öldi fyrirtækja væri sem þyrftu að halda alls kyns fundi, ráðstefnur og blaðamannauppákomur af ýmsu tagi. I þriðja lagi væri svo um að ræða Norðvesturhluta Þýskalands, auk Hollands og Belgíu, en þar væri að finna mörg stærstu fyrirtæki Evrópu, auk aðalútibúa flestra stærstu fyrir- tækja Japans, fjölda bandarískra og fjölþjóðlegra fyrirtælqa. Norð- urlöndin væru vísvitandi skilin fyr- ir utan, þar sem þegar hefði náðst mikill árangur á því svæði meðal annars vegna norræns samstarfs og skipulagðs uppbyggingastarfs Flugleiða. Nú væri verið að und- irbúa hverriig hafa iriá samband á skipulegan hátt við um 1500 - 2000 fyrirtæki á þessum þrem svæðum. Júlíus sagði að verið væri að undirbúa sérstakan ráð- stefnubækling Reykjavíkurborgar, sem væntanlega yrði tilbúinn í upphafi næsta árs, og auk þess væri verið að leggja drög að því að gera myndband um fundaborg- ina Reykjavík, en hvoru tveggja yrði ætlað til dreifíngar erlendis. Á ráðstefnuna í Viðey mættu sex erlendir blaðamenn, sem skrifa um ferða- og ráðstefnumál í þekktum evrópskum og banda- rískum dagblöðum og tímaritum. Verið var að kynna blaðamönnun- um, sem voru hér í þriggja daga boði á vegum Reykjavíkurborgar, möguleika borgarinnar til ráð- stefnu- ogfundahalds. Voru blaða- mennimir sérstaklega valdir með það fyrir augum að unnt væri að ná til þeirra aðila sem taka ákvarð- anir um fundi og ráðstefnur í stór- fyrirtækjum víða um heim, en þeir eru allir frá þeim þrem svæð- um sem lögð hefur verið áhersla á varðandi kynningu á Reykjavík sem rðstefnustað. Ólympíumótið í brids: Island í 5. sæti eftir 10 umferðir Prá Guðmnndi Eiríkssyni fréttarítara Morgunblaðsins á Ólympíumótinu i Feneyjum. ISLENSKA landsliðið var komið I 5. sæti í sínum ríðli á Ólympíu- mótinu í bríds, eftir 10 umferðir af 27. Liðið hafði þá unnið 7 leiki, þar af fjóra síðustu leikina, tapað tveimur og setið einu sinni yfir. Islenska kvennaliðið var einnig að sækja í sig veðríð og vann stóran sigur yfir San Maríno í 10. umferðinni. ísland var í 13. sæti eftir^fyrstu tvo keppnisdagana, en í morgunleik þriðja dagsins, í 7. umferð, vann liðið Marokko 18-12. Jón Baldurs- son, Valur Sigurðsson, Guðlaugur R. Jóhannsson og Öm Amþórsson spiluðu leikinn og vonuðust raunar eftir stærri sigri en Jón og Valur fóru í þunna slemmu sem tapaðist, og Öm varð að fínna drottningu aðra á eftir KG til að vinna 3 grönd á hættunni. í 8. umferð spilaði ísland við Líbanon. Karl Sigurhjartarson, Sævar Þorbjömsson, Jón og Valur fóra á kostum og unnu leikinn 25-5. Jón og Valur tóku snaggaralega slemmu í leiknum á þessi spil: Norður ♦ 64 ♦ G5 ♦ G84 ♦ 876432 Vestur Austur ♦ 109853 ...... ♦ DG2 ▼ 1032 ▼ 9864 ♦ 653 ♦ 107 ♦ G5 ♦ÁKD10 Suður ♦ ÁK7 ▼ ÁKD7 ♦ ÁKD92 ♦ 9 íslendingamir spiluðu 6 tígla sem voru auðunnir, en andstæðingamir spiluðu aðeins tígulbút. Andstæðingamir í 9. umferð voru Pakistanir sem eru nú aðeins með eitt par úr sveitinni sem hefur oftar en einu sinni verið nálægt því að vinna heimsmeistaratitil. íslandsvinurinn Zia Mahmood mun eiga í útistöðum við bridssambandið í heimalandi sínu og er því ekki í liðinu. ísland vann Pakistan 16-14 og þegar liðið fór í háttinn hafði það hækkað upp í 7. sæti. Fyrsti leikurinn í gær var gegn Hollensku Antillaeyjum. Þessir eyja- skeggjar eru ekki mjög hátt skrifaðir í bridsíþróttinni en þeir eru samt þeim eiginleikum gæddir að vinna alltaf Bandaríkjamenn á Ólympíumótum. Guðlaugur, Öm, Jón og Valur spiluðu leikinn og hafa sennilega ekki verið mjög ánægðir með aðeins 16-14 sig- ur, en við það færðist Island samt upp um 2 sæti í riðlinum. Island græddi 12 stig þegar Öm og Guðlaugur renndu sér í 6 lauf á þessi spil í AV: Norður ♦ 832 ▼ 963 ♦ Á9863 ♦ G8 Vestur Austur ♦ KD ....... ♦ Á9754 ▼ Á854 llllll »6102 ♦ K ♦ 10 ♦ ÁK10542 +D963 Suður ♦ G106 ▼ KD7 ♦ DG542 ♦ 7 Slemman vannst en andstæðing- amir spiluðu aðeins 4 spaða. Eftir 10 umferðir voru írar efstir í B-riðli, með 201 stig, Ítalía var með 199 stig, Danmörk 188, Kína 178, ísland 169, Frakkland 168, Bretland 166, Ungveijaland 177 og Portúgal 162. í A-riðli voru Grikkir efstir með 213 stig, Venezuela var með 202 stig, Austurríki 199, Pólland 189 og Bandaríkin 189. Kvennaliðinu hefur gengið misvel. Það spilaði við Bretland í 7. umferð- inni og tapaði 22-8 og í 8. umferðinni tapaði það 14-16 fyrir Indlandi. f 9. umferðinni lauk íslenska liðið viður- eigninni við gamla breska heimsveldið með því að spila við Ástralíu og tapa 11-19. í 10. umferð spilaði liðið síðan við San Maríno og vann 22-8. Aðstæður eru þokkalegar á móts- stað en báðir spilasalimir í Casino Lido, þar sem mótið fer fram, eru lokaðir áhorfendum. Daglega eru sýndir sex leikir á sýningartöflunni og þar er jafnan fíöldi áhorfenda að fylgjast með. Þekktir spilarar láta þar ljós sitt skína, og má þar nefna Edg- ar Kaplan, Omar Sharif, Giorgio Belladonna og Billy Eisenberg. Gauragangurinn og hávaðinn í and- dyri Casiono Lido, þegar 700 spilarar bera saman bækur sínar eftir leiki, minnir helst á stóra jámbrautarstöð á háannatíma, svo spilafélagamir heyra vart hver í öðrum. íslensku liðin em í góðu formi og aðbúnaður þeirra er þokkalegur þótt hótelin, sem spilaramir búa á, mættu vera nær spilastaðnum, því menn þurfa að fara nokkrar ferðir á milli daglega. Sigmundur Stefánsson far- arsljóri er búinn að fá sér leigt hjól sem hefði getað haft slæmar afleið- ingar fyrir kvennaliðið. Þegar spilar- amir voru komir heim á hótelið eftir 9. umferðina um miðnættið, kom Jak- ob R. Möller fyrirliði kvennaliðsins til Sigmundar og bað hann að lána sér reiðhjólið góða milli húsa og fékk það fúslega. Nokkmm mínútum síðar stökk Sigmundur upp úr sæti sínu og hrópaði: Ég gleymdi að segja hon- um að það eru engar fótbremsur á hjólinu! Jakob skilaði sér þó heim, heill á húfí. Afinæliskveðja: Hans Þóroddsson í dag á kær vinur Hans Þórodds- son 75 ára afmæli. Hann fæddist í Reykjavík 13. október 1913. For- eldrar hans vora Þóroddur Ás- mundsson og Sigríður Sigurðar- dóttir. Ekki er mér nægilega kunn- ugt um æviferil Hansa til að rekja hann hér, en kynni okkar hófust er ég byijaði að vinna á Morgun- blaðinu 1976. Þá hafði hann unnið þar um árabil og þar áður í ísafold- arprentsmiðju í fjölda ára. Hansi var hrókur alls fagnaðar og var hvers manns hugljúfí er honum kynntust og söknuðum við hans þegar hann lét af störfum er hann náði sjötugsaldri. En þrátt fyrir það kom hann á staðinn og fylgdist með okkur og spilaði við strákana, og var það hans líf og yndi. Fyrir íjóram árum rúmlega varð Hansi fyrir þeirri erfiðu reynslu að á hann var ráðist á heim- ili hans og hann náði sér aldrei eft- ir það. Lengi lá hann á spítala og fluttist síðan á vistheimilið Kumb- aravog á Stokkseyri og er þar vel um hann hugsað. Ég tel það gæfu að hafa fengið að kynnast Hansa og kalla hann vin minn. Hann var heimagangur á heimili mínu allt frá því kynni hóf- ust og þar til hann lenti í slysinu og hefur ætíð verið fram úr hófí góður við mig og mín böm. Fyrir það vil ég þakka þér á þessari stundu, Hansi minn, og líka fyrir það að margt mátti læra af þér. Ég veit að ég mæli fyrir munn starfsfólksins á Morgunblaðinu sem vann með þér er ég sendi þér hug- heilar afmælisóskir og óska þér velfamaðar. Einnig vil ég senda þér kveðju frá Sverri vini þínum, sem um þessar mundir er að þvælast á tindum Himalaya. Gústa MAS JÁRNRENNIBEKKIR r FRÆSIVELAR BORVÉLAR Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. Málmiðjan hf., Ármúla 19, 108 Reykjavík, sími 680640,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.