Morgunblaðið - 13.10.1988, Síða 45

Morgunblaðið - 13.10.1988, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTOBER 1988 45 Kjötiðn var ekki löggilt iðngrein fyrr en í ársbyrjun 1953, en Sigurð- ur Ó. Steindórsson varð með þeim fyrstu sem fengu meistararéttindi í kjötiðn. Meistarabréf hans var útgefíð 2. janúar 1953 og hefur hann síðan haft með höndum verk- lega kennslu margra tuga kjötiðn- nema og útskrifað þá með iðnrétt- indum. Hefur Sigurður vissulega átt ríkan þátt í þróun kjötiðnaðar í landinu og starfað mikið að félags- málum kjötiðnaðarmanna. Félag ísl. kjötiðnaðarmanna var stofnað 1947 og varð stéttarfélag árið 1953. Sigurður Ó. Steindórsson gerði sér jafnan far um að auka við þekk- ingu sína í kjötiðnaði með þátttöku í námskeiðum sérfræðinga erlendis og sótti oft vörusýningar erlendis til þess að fylgjast með tækniþróun- inni í iðngrein sinni. Þekkingarleit Sigurðar bar mikinn árangur fyrir Sláturfélag Suðurlands og neytend- ur íslenzkra kjötvara. Hann þróaði nýjar framleiðslutegundir, m.a. hin- ar rómuðu SS-vínarpylsur og kjöt- rétti, sem náðu miklum vinsældum og gerðu Kjötvinnslu SS að lang- stærsta kjötiðnaðarfyrirtæki lands- ins. Þá stóru markaðshlutdeild unn- inna kjötvara, sem SS hefur haft fram á þennan dag, má rekja veru- lega til starfa Sigurðar Steindórs- sonar. Umhyggja Sigurðar Steindórs- sonar sem verkstjómanda fyrir vel- ferð starfsliðsins, sem oftast var hátt á annað hundrað, var mikil og tillitssemi og góðvild einkenndu hans daglegu störf. Samstarfs- mennimir standa í mikilli þakkar- skuld við hinn látna heiðursmann fyrir langt og farsælt samstarf og fyrir þá margvíslegu tæknilegu ráð- gjöf, sem hann veitti svo óspart. Hinn 31. maí 1981 lét Sigurður af störfum hjá Sláturfélaginu. Hann lagði þó ekki árar í bát, heldur rak hann síðan af miklum áhuga með Ijölskyldunni Gistiheimilið Flóka- götu 5, sem nú er verið að stækka og endurbæta. Sigurður Ó. Steindórsson var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Andreu Þórdísi, gekk hann að eiga 27. maí 1944 en hún lézt 10. nóvem- ber árið eftir og syrgði Sigurður hana rnjög._ Eftirlifandi eiginkonu, Elínu Ásu Guðmundsdóttur, kvænt- ist Sigurður Óskar hinn 5. júní 1948. Vinir Sigurðar vita vel að hann mat það sem sitt mesta gæfu- spor en þau Elín Ása höfðu þá starf- að saman hjá Sláturfélaginu um tveggja ára skeið. Elín og Sigurður eiga dóttur, Andreu Þórdísi, sem gift er Erlingi Thoroddsen, bókara, og son Guðmund, skriftvélameist- ara, sem kvæntur er danskri konu, Susanne. Guðmundur og Susanne em búsett í Holstebro í Danmörku, þar sem þau reka sitt eigið skrift- vélafyrirtæki. Bamaböm Elínar og Sigurðar em átta og ennfremur eiga þau barnabarnabam, þriggja ára dreng. Vinir og samstarfsmenn hins látna sómamanns senda fjölskyld- unni innilegustu samúðarkveðjur. Jón H. Bergs í dag er kvaddur Sigurður Óskar Steindórsson, ágætur vinur, skóla- bróðir og mágur. Kynni okkar hóf- ust fyrir 72 ámm, þegar báðir sett- ust í 2. bekk í Barnaskólanum í Reykjavík. Kennari okkar var Ragna Stephensen. Skólastjóri var þá Morten Hansen. Ragna var aðal- kennari okkar þau 4 ár sem við vomm saman í bekk. Sigurður var elstur 8 systkina. Hann stundaði almenna vinnu eftir fermingu, hóf störf í Kjötbúðinni Minning: SigurðurÁrm Vigfus- son húsasmíðameistari Fæddur9.júní 1921 Dáinn 30. september 1988 Sigurður Ámi Vigfússon, Meðal- holti 2 hér í borg, andaðist af slys- fömm í Bandaríkjunum föstudag- inn 30. september sl. Dauði Sigurð- ar kom þeim sem til þekktu ekki svo mjög á óvart því heilsa hans hafði hangið á bláþræði síðustu árin. En að það yrði með þessum hætti hafði engan órað fyrir. Sigurður fæddist á Reykjanesvita 9. júní 1921 á afmælisdegi móður sinnar. Foreldrar hans vom vita- varðarhjónin sem þá vom þar, Vig- fús Sigurðsson Grænlandsfari og Guðbjörg Ámadóttir. Var Sigurður sjötti í hópi átta systkina sem öll náðu fullorðinsaldri. Fjögur þeirra em nú látin. Árið 1925 fluttist fjöl- skyldan til Reykjavíkur og þar ólst Sigurður upp til fullorðinsára. Hann lærði trésmíði hjá Tómasi bróður sínum, kunnum húsasmíðameistara og athafnamanni. Að loknu trésmíðanáminu, sem kannski átti ekki hug hans allan þá stundina, fór hann á sjóinn, fyrst á togara hér heima, síðan í sigling- ar á erlendum skipum, einkum norskum. Hann kom víða við.og reyndi margt, m.a. vann hann um tíma á norskum bóhdabæ, í Guð- brandsdal eða Austurdal að mig minnir, á milli þess sem hann beið eftir skipsplássi. Hann fór til Aust- urlanda nær og fjær, Ameríku og víðar um heimshöfin. En heim sneri hann fari sínu og lagði hér hönd á hin margvíslegustu störf, mest þó sjósókn og trésmíð- ar. Hann vann um árabil hjá Áhaldahúsi Reykjavíkur eða allt þar til hann missti heilsuna fyrir nokkr- um árum og varð fyrir umferðar- slysi í ofanálag. Síðustu árin gat hann ekkert unnið sem heitið getur sökum heilsubrests. Ekkert var samt fjær honum en að gefast upp; hann barðist við kvalafullan sjúk- dóm af aðdáunarverðri karl- mennsku og allri þeirri þijósku sem var honum í blóð borin. Sigurður kvæntist 7. desember 1973 Huldu Jónsdóttur, ættaðri frá Þingeyri við Dýrafjörð. Þau eiga einn dreng, Árna, sem er að verða 16 ára, mesta efnispilt. Sigurður var duglegur og vand- virkur fagmaður þegar hann vann við smíðar og ekki var hann síður góður sjómaður því að hann var þrekmaður meðan heilsunnar naut og kappsfullur að hvaða verki sem hann gekk. Ég veit að húsbændur hans og vinnufélagar kunnu vel að meta verk hans og vinnu þótt hann gæti á stundum verið erfiður í umgengni vegna geðsmuna sem bæði voru miklir og heitir. En hann gat líka verið glettinn og meinlegur þegar sá gállinn var á honum. Um það vitnar eftirfar- andi saga: Sigurður hneigðist til drykkju meira en góðu hófi gegndi fram eftir aldri en sagði upp trún- aði við Bakkus konung skömmu eftir að hann kvæntist og bamið kom til sögunnar. Þá var það ein- hvetju sinni á þeim árum sem hann starfaði hjá Áhaldahúsinu að áfeng- isneyslu og drykkjuskap bar á góma í kaffítíma. Yngri mennirnir héldu uppi vörn fyrir brennivínið og hneyksluðust á þusi eldri mann- anna. Þeir vissu lítil deili á Sig- urði. Þegar deilan hafði staðið yfir nokkra hríð lagði Sigurður orð í belg sem féllu ungu mönnunum ekki í geð. Þeir sögðu honum að þegja þar eð hann hefði ekkert vit á því sem væri verið að tala um. Það varð smáþögn. Þeir eldri sem þekktu Sigurð gerðu alveg eins ráð fyrir fárviðri. Eftir stutta stund rauf Sigurður þögnina og sagði of- urhægt: „Það er alveg rétt, strákar mínir, mér væri nær að þegja, ég hef ekkert vit á því seln þið eruð að tala um.“ Sigurður var mikið snyrtimenni. Það kom fram jafnt i klæðaburði Herðubreið og síðar hjá Sláturfélagi Suðurlands. Þar lærði hann kjötiðn- að og varð kjötiðnaðarmeistari og verkstjóri. Því starfi hélt hann þar til aldursmarkinu var náð og stjórn félagsins færði honum málverk að gjöf með „þakklæti fyrir frábært ævistarf í þágu félagsins". Sigurður vandaði sig, að hveiju sem hann gekk, fór m.a. nokkrum sinnum til Danmerkur til að taka þátt í nám- skeiðum í sínu fagi. Sigurður var talsverður íþrótta- maður á yngri árum, átti hann m.a. verðlaunapeninga fyrir afrek í sundi. Hann var í sýningarflokki Jóns Þorsteinssonar í fimleikum á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930. Þegar Agnar Kofoed-Hansen hóf svifflugkennslu hér var Sigurður meðal fyrstu nemenda hans. Agnar veitti honum síðar skírteini, sem heimilaði honum að kenna svifflug. Sigurður kvæntist Andreu Þór- dísi Jonsdóttur á árinu 1944. Hún lést eftir skamma sambúð þeirra. Síðari kona Sigurðar var Elín Ása Guðmundsdóttir. Dóttir Sigurðar og Elínar heitir Andrea Þórdís. Sonur þeirra, Guðmundur Hróbjart- ur, nú 35 ára gamall, nam skrift- vélavirkjun í Danmörku og rekur þar nú fyrirtæki í því fagi, er nefn- ist Vestjydst Kontorservice og hefur 15 manns í vinnu. Bamaböm Sigurðar og Elínar em orðin 7 og 1 bamabam. Þetta stutta yfírlit yfir æviferil Sigurðar sýnir, að Sigurður var heill í hveiju sem hann tók sér fyr- ir hendur og náði þeim árangri sem að var stefnt. í mínum huga mun hann ávallt vera sannkallaður heið- ursmaður, sú manngerð sem stuðlar að heilbrigðu þjóðfélagi. Blessuð sé minning hans. Njáll Þórarinsson sem umgengni við þá hluti sem hann átti eða var trúað fyrir. Engan mann hef ég þekkt sem lét sér annara um verkfærin sín en hann. Þar var allt í röð og reglu. Sama gegndi um bílinn, húsið og heimilið. Allt var smekklegt og af vönduð- ustu gerð þótt efnin væm ekki allt- af mikil. Um það vom þau hjónin einstaklega samhent. Sonurinn naut ástúðar og umhyggju sem ekki fór fram hjá neinum. Sigurður var mikill áhugamaður um íþróttir, einkum knattspyrnu. Hann var mikill og einlægur KR- ingur sem lét sig sjaldan vanta á völlinn þegar liðið hans var að keppa. I veikindum sínum síðustu árin mátti hann heita stöðugur gestur á Borgarspítalanum, deild A-5. Þang- að kom hann með jöfnu millibili til aðgerða. Hann var því orðinn vel kunnugur þar, bæði læknum og öðm starfsliði. Þessu fólki vildi hann áreiðanlega færa alúðarþakkir fyrir góða þjónustu, ánægjuleg og góð kynni. Um leið og ég votta Huldu og Árna mína innilegustu samúð vil ég segja þetta: Þessir dagar hafa verið ykkur erfiðir, líkastir langri og kaldri nótt. En munið að nóttu fylgir dagur. Það er ósk mín að sá dagur verði ykkur dagur athafna, vona og fyrirheita. Ég óska ykkur gæfu og gengis. Inerólftir Geirdal t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR GUÐMUNDSSON húsasmföamelstari, Sörlaskjóli 6, verður jarðsunginn fró Fríkirkjunni i Reykjavík föstudaginn 14. október kl. 13.30. Karítas Magnúsdóttir, örn Ingólfsson, Jóhanna Magnúsdóttir, Elfsabet Ingólfsdóttir, Ingólfur R. Ingólfsson, Guðbjörg Kristinsdóttir, Matthildur Ingólfsdóttir, Vilhjálmur Björnsson, Guðmundur Ingólfsson, Rfkharður Ingólfsson, Karl Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR BREIÐFJÖRÐ GUÐMUNDSSON, Jörfabakka 8, verður jarðsunginn frá Landakotskirkju föstudaginn 14. október kl. 13.30. Svala Hjörlelfsdóttlr, örn Pátursson, Guðrún Gunnarsdóttir, Hjörleifur Pótursson, Kristín Pótursdóttir, Haukur Gfslason, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför mannsins míns og föður, SIGURÐAR ÁRNA VIGFÚSSONAR, Meðalholtl 2, Reykjavfk, verður frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. október kl. 15.00. Hulda G. Jónsdóttir, Arnl Slgurðsson. t Ástkær sambýlismaður minn, sonur og bróðir, ÞÓRDUR ÞORGRÍMSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. október kl. 15.00. Helga Kristfn Ottósdóttlr, Guðrún Þórðardóttir, Katrfn Þorgrfmsdóttir, Slgurrós Þorgrfmsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.við fráfall og útför INGIBJARGAR BETÚELSDÓTTUR Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífistaðaspítala og Elliheimilis Grundar fyrir góða umönnun. Systkinln. t Innilegar þakkir til ykkar allra fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BALDURS ÞÓRARINSSONAR, Sæbóll, Blönduósl. Guðrún Erlendsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför systur minnar, mágkonu og móðursystur, HALLBERU BERGSDÓTTUR, Vffilsgötu B. Guðbjörg Bergsdóttir, Glssur Sigurðsson, Ingigerður Glssurardóttir, Örlygur Benediktsson, Jón B. Gissurarson, Erna B. Guðmundsdóttir og börn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR fyrrverandi sklpsþernu, Möðrufelli 13. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks deildar 1 -A Landakoti. Nanna Jónsdóttlr, Hafstelnn Sigurðsson og börn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.