Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 AF ERLENDUM VET7VANGI eftir GEOFFREY MATTHEWS Perú: Yargas Llosa tekur ekki af skarið um forsetaframboð Um nokkurt skeið hafa verið á kreiki í Lima vangaveltur um að virtasti rithöfundur Perú (og fyrrum forseti PEN-klúbbsins alþjóðasamtaka rithöfúnda), Mario Vargas Llosa, ætlaði að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum. Hefúr hann sjálfúr gefið þessum orðrómi byr. Yrði hann sameiningartákn mið- og hægri- flokka landsins og og ætlan hans yrði að bjarga lýðræði í landinu, sem hann telur í hættu. í Perú er ógnvekjandi efiiahagsvandi og öfga- og uppreisnaröfl láta æ meira að sér kveða. Fyrir rétt rúmu ári tilkynnti Vargas Llosa að hann væri hættur að skrifa, a.m.k. í bili, og hann ætlaði þess í stað að viðra skoðanir sínar á torgum Lima- borgar og beijast gegn fyrirætl- unum Alans Garcia forseta og vinstrisinna um að þjóðnýta banka og tryggingafélög. Þegar þessi barátta rithöfundarins hafði stað- ið í eitt ár (í ágúst sl.) var fast- lega reiknað með því að hann notaði þau tímamót til að tilkynna framboð sitt í forsetakósningun- um árið 1990. Engar stóryfirlýsingar voru gefnar á ársafmælinu. Snemma í september virtist þó biðin loks á enda. Þá birti New York Times — blað sem Vargas Llosa hefur oft skrifað greinar fyrir — viðtal við hann þar sem haft var eftir honum að „siðferðileg skylda" hefði knú- ið hann til að fallast á forseta- framboð á vegum Frente Democ- ratico, samsteypu tveggja helztu hægri-flokkanna í Perú og fijáls- lyndu samtakanna Movimento Li- bertad sem hann stofnaði í fyrra. Fréttinni var strax slegið upp í blöðum Rómönsku Ameríku. Sól- arhring síðar vísaði Vargas Llosa þessum fregnum hins vegar á bug og sagði að hér hafi verið um „misskilning" að ræða. Bætti hann því við að hann ætlaði aldr- ei í forsetaframboð. Tekið með fyrirvara Vill Vargas Llosa láta ganga á eftir sér eða er honum í raun al- vara með þessari yfírlýsingu? Hvað sem fyrir honum vakir þá er henni tekið með fyrirvara í Lima. Og margir sem til þekkja halda því fram að áður en yfír ljúki muni hann — hvort sem hon- um er það ljúft eða leitt — láta undan áskorunum um að vera í framboði. Vargas Llosa hefur þegar sýnt að hann er fær baráttumaður í stjómmálum . Hann átti stóran þátt í að gera þjóðnýtingaráform Garcia forseta að engu. Þegar upp var staðið hafði aðeins einn þeirra mörgu banka sem ætlunin var að þjóðnýta komizt undir stjórn hins opinbera. Garcia er 39 ára og yngstur allra forseta í Rómönsku Ameríku. Lögum samkvæmt get- ur hann ekki boðið sig fram til endurkjörs fyrir næsta fímm ára kjörtímabil. Þar fyrir utan er talið fullvíst að hann hlyti hörmulega útreið yrði hann í kjöri. Þegar hann tók við forsetaembættinu árið 1985 var litið á Garcia sem stórstimi stjórnmálanna í Perú. Hann sló sér verulega upp á því strax í upphafí þegar hann til- kynnti að framvegis yrði aðeins 10% af útflutningstekjum landsins varið til að greiða vexti af 15 milljarða dollara skuldum þjóðar- innar erlendis. Urðu þá strax umskipti til hins betra í efna- hagslífínu. Umbótastefna hans rann hins vegar út í sandinn fyrir um ári, og stuðningur Perúbúa við hann snarminnkaði samhliða hagvextinum sem nú er enginn. Atvinnuleysi jókst og óðaverð- bólga hefur komist í 500% á því ári sem nú er að líða. Nú er almennt álitið að fyrir- ætlanir hans um þjóðnýtingu bankanna, sem komu ríkisstjórn hans jafnt sem kaupsýslumönnum algjörlega á óvart og fældu burt erlent fjármagn, hafí verið hreint glapræði. Hafa forsetinn og stjóm hans aldrei náð sér eftir það fmm- hlaup. Maóistum vex fylgi Við allt þetta bætist svo að ill- ræmdum skæruliðasamtökum Maóista sem nefnast Sendero Luminoso (bjarta brautin) hefur verið að aukast fylgi. Samtökin eiga uppruna við rætur Andes- fjalla og hafa staðið styrkum fót- um víða á landsbyggðinni en nú hafa þau skotið rótum víða i borg- um. Hefur þetta vakið ótta um að herinn skerist enn einu sinni í leikinn á ný. Hann hefur lítt haft sig í frammi undanfarin átta ár. Meðan ástandið í Perú er svona slæmt — hvergi í Rómönsku Ameríku er það verra — má í raun teljast undarlegt að nokkur maður fáist til að taka þar við stjóm. Em þó ekki líkur á neinum frambjóðendaskorti 1990. Vargas Llosa, sem er 52 ára, verður æ berorðari um hætturnar sem steðja að veikbyggðu lýðræð- isskipulagi lands síns. Telur hann bæði lýðskmm Garcia og ofstæki félaganna í Sendero Luminoso ógna því. Líkt og flestir aðrir rit- höfundar í Rómönsku Ameríku varð Vargas Llosa snemma fylgis- maður byltingarinnar á Kúbu árið 1959. Fyrstu árin á eftir var hann tíður gestur í Havana. En snemma á áttunda áratugnum sneri hann baki við stjóm Fidels Castros, sem hann sakaði um að hafa svikið Marío Vargas Llosa ríthöfúnd- ur frá Perú. Hann hefúr verið nefiidur sem frambjóðandi í forsetakjöri í heimalandi sínu 1990. Svör hans sjálfs eru loðin og tvíræð. hugsjónir byltingarinnar. Sagði hann að Kúba væri orðin að „Stalínísku alræðisríki". ■Síðar hefur hann lýst því yfír að það sé „sjálfsblekking" að vænta þjóðfélagslegra umbóta með harkalegri byltingu. Lýðræði sé bezta, reyndar eina leiðin til umbóta og réttlætis í Rómönsku Ameríku. Kinnhestur I kjöifar vinslitanna við Kúbu gerðist frægt atvik í Mexíkó. Þar löðmngaði Vargas Llosa kól- umbíska rithöfundinn Gabriel Garéia Marquez. Þetta atvik batt enda á langvarandi vináttu þeirra, og var því víða haldið fram að ástæðan fyrir kinnhestinum hefði verið pólitískur ágreiningur um Kúbu. Garcia Marquez, náinn per- sónulegur vinur Castros, hefur lengi verið þekktasti og traustasti stuðningsmaður stjómarinnar í Havana meðal menntamanna Rómönsku Ameríku. Kunnugir segja, að það hafí ekki verið pólitík heldur persónulegar deilur rithöfundanna sem ollu því að Vargas Llosa beitti handafli í samskiptum þeirra. Frá því að þessi sögulegi at- burður gerðist hefur Vargas Llosa ítrekað gagnrýnt Garcia Marquez og fleiri rithöfunda í Rómönsku Ameríku fyrir það sem hann kall- ar „hræsni“ og „tvískinnung“ í afstöðunni til mannréttindamála. Bendir hann á að þeir endurtaki í sífellu árásir á stjómir herfor- ingja í Chile og Paraguay fyrir mannréttindabrot en segi ekki aukatekið orð um samskonar óhæfuverk á Kúbu. ■ Sjálfur segist Vargas Llosa vera „fjandmaður hvers kyns ein- ræðis, hvort sem að því standa öfgasinnaðir hægri- eða vinstri- menn“. Og hann spyr: „Em til góðir pyntingamenn og vondir?" Bækur hans em bannaðar á Kúbu. Án efa hefði Vargas Llosa nokkra möguleika á að ná kjöri ef hann færi í forsetaframboð. Hann er þekktastur allra Perúbúa á alþjóða vettvangi og margir spá því að hann verði næsta Nóbels- skáld Rómönsku Ameríku (Garcia Marquez hlaut Bókmenntaverð- laun Nóbels árið 1982). Næst vinsælastur Bækur Vargas Llosa em einnig mikið lesnar í löndum Rómönsku Ameríku og hann nýtur virðingar sem fréttaskýrandi. Þar sem hann er bæði glæsilegur á velli og hnyttinn ræðumaður má segja að hann sé tilvalinn frambjóðandi. Og í síðustu skoðanakönnunum var hann með fylgi 30% kjósenda sem skipar honum í annað sætið á lista yfir vinsælustu stjóm- málamenn Perú, næst á eftir Al- fonso Barrantes leiðtoga banda- lags marxista. Stjómmálaafskipti Vargas Llosa hafa auk þess hlotið tals- verða og jákvæða umfjöllun í helztu dagblöðum Perú. Hefur flokkur hans, Movimento Li- bertad, laðað til sín fjölda manna sem áður létu sig stjómmál litlu skipta, menntamenn og kaup- sýslumenn. Velgengni í kosning- um — hver svo sem verður fram- bjóðandi Frente Democratico- bandalagsins — veltur á því að ná fjöldafylgi meðal fátækrar al- þýðunnar. Vargas Llosa hefur marglýst yfir því að hann hafí „óbeit" á stjómmálum og sjái eftir því að hafa fært þá fóm að hætta rit- störfum undanfarið ár. Þeir sem þekkja hann náið vita hins vegar að hann hefur gaman af að láta að sér kveða í ræðustól og sýna þar snilld sína í meðferð tungu- málsins og honum líkar ekki illa að ganga á meðal fólks, spjalla við það og fá til fylgis við skoðan- ir sínar. Höfundur er blaðamaður bjá brezka blaðinu The Observer. «ÓÐVR SVEFN ER GULLIBETRI FYRLUND svefnsófinn er hinn fullkomni svefnsófi. Hann er með grind úr massívri furu og klæddur með níðsterku áklæði, sem fæst í mörgum litum. Hann er með rúmfatageymslu og springdýnu og er stækkanleg- ur úr 90 cm í 115 cm og er 200 cm langur. VERÐ 27.220.- / húsgagna»höllin fea
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.