Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 51 Stöð 2: Óviðeigandi gagnrýni Til Velvakanda. Undirrituðum brá í brún yfir fréttaþætti, sem sýndur var á Stöð 2 um helgina. Þá birtist á skjánum sjálfskipaður Messías og siðavönd- unarmaður blaðamannastéttarinn- ar og hafði í heitingum vegna um- fjöllunar virts tímarits um kjötkaup- mann, sem mörgum er að góðu kunnur. Sá hafði neyðst til þess að Kosninga- sjónvarp fyrir hverja ? Til Velvakanda. Er furða þótt spurt sé. Þetta leið- inlega kosningaþras, sem veður uppi í sjónvarpinu er að verða með öllu óþolandi. Það hljóta að vera takmörk fyrir því hve miklum tíma sjónvarp ríkisins sóar í kosninga- röfl frá Svíþjóð. Það munu ekki margir ísiendingar sem hafa áhuga á þessu þrasi, nóg að heyra úrslitin þegar þau koma. Það er rétt eins og að verið sé að kjósa hér hjá okkur, svo mikil er málgleðin. Eg var í Svíþjóð þegar kosið var hér síðast. Ég fékk fréttir um úrslitin en að þar væri sjónvarp og útvarp uppfullt af leiðinlegum vangavelt- um um þróun mála fyrir kosningar, þvij fór íjarri. I guðanna bænum hættið þessu endemis rugli um kosningar úti í Skandinavíu, það vilja afar fáir sjá eða heyra. Starri Biðskýlið aftur Til Velvakanda. Strætisvagnar Reykjavíkur eða herra borgarstjóri. Það er algjör- lega óviðunandi að missa biðskýlið sem var við Hringbrautina neðan við Framnesveg. Þama er næðings- samt og ekkert skjól. Setjið skýlið aftur upp sem fyrst. Gömul kona selja verslun sína eða varð gjald- þrota nokkrum mánuðum síðar. Átti Messías þessi varla orð til að lýsa vanþóknun sinni á vinsamleg- um skrifum tímaritsins um kaup- manninn, sem þó voru ekki öðruvísi en almenns eðlis. Fræðari þessi kom þannig fram sem mikill hatursmað- ur manngildissjónarmiða eða virtist enga grein gera sér fyrir þýðingu þeirra. Taldi hann að staðgott rekstraryfírlit hefði betur hæft al- menningi. Einkaskoðanir af þessu tagi eiga auðvitað ekki erindi í fjöl- miðla, þar sem hugsandi menn leiða saman hesta sína og skiptast á skoðunum. Vona ég, að Stöð 2 hlífi áhorfendum sínum við uppákomum af þessu tagi. Björn Sigurjónsson Þessir hringdu . . . Ljósaskiptin varasöm ökumönnum Ökuþór hringdi: „Nú fer í hönd sá árstími er slysum fjölgar gjarnan í umferð- inni vegna verri ökuskilyrða. Sér- staklega er algengt að fólk vari sig ekki á ljósaskiptunum á kvöld- in þegar rökkrið færist yfir. Öku- menn ættu að huga að þessu og fara sérstaklega varlega á þessum tíma, þannig væri hægt að koma í veg fyrir mörg slys." Lyklaveski Svart lyklavekski með sex lykl- um tapaðist, sennilega sl. sunnu- dag. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 76592. Karlmannsúr Karlmannsúr fannst við Lauga- veg skammt frá Snorrabraut hinn 23. september. Eigandi þess getur hringt í síma 13645. Öllum œttingfum og vinum sem glöddu okkur hjónin meÖ heimsóknum, gjöfum og skeytum í tilefni sjötíu ára afmœlis míns fœri ég mínar bestur kveðjur og þakkir. Skúli Magnússon, Hveratúni. Innilega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig á 90 ára afmœli mínu þann 2. október síðastliöinn með heimsóknum, símskeytum, gjöfum og simtölum. , Ingigerður Einarsdóttir. ýJll | INNRÖMMUN tlQURJÓNS VRMULA 22 SfMl 31788 InnrömmunSigurjónsj Málverka- og myndainnrömmun. Málverkasala TEPPADAGAR 15% afsláttur af öllum teppum og mottum fram til 15. okt. 10% afsláttur af gólf- og veggdúkum. Sterk og góð lykkjuteppi frá krj^óT^jnf með 15% afslætti. Þykkir og sterkir gólf og veggdúkar frá með 10% afslætti. Dæmi iiiii verð: Stofa og gangur í hefð- bundinni 3ja herbergja íbúð er um 30 in2 Pú færð 30 m2 af fallegu og sterku lykkjuteppi í Húsasmiðjunni fyrir: kr. 23.820,- -15% kr. 3.573,- kr. 20.247,- HUSA SMIDJAN SKÚTUVOG116 SfMI 687700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.