Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988
Sigurður Ó. Stein-
dórsson — minning
Fæddur 16. febrúar 1907
Dáinn 6. október 1988
í dag er til moldar borinn Sigurð-
ur Oskar Steindórsson, fyrrverandi
verksmiðrjustjóri hjá Sláturfélagi
Suðurlands.
Foreldrar hans voru Steindór
Ami Ólafsson trésmíðameistari,
Elífssonar og kvæntur Jóhönnu
Steindórsdóttur frá Tjaldbrekku á
Mýmm og Guðrún Sigurðardóttir
frá Tröðum á Mýrum.
Böm þeirra Steindórs og Guðrún-
ar voru átta. Elstur Sigurður; svo
Jóhanna (látin), hún var gift Njáli
Þórarinssyni, heildsala, þeirra son-
ur er Þórir Steindór; þá Sigurbjörg
gift Ólafi Sveinssyni loftskeyta-
manni, þeirra böm eru Steindór og
María; síðan er Arinbjöm kvæntur
Steinunni Jonsdóttur, þeirra sonur
er Kristján; Guðrún (látin) var gift
Leifi Ólafssyni, þau voru bamlaus;
Björgvin sem er látinn var kvæntur
Höllu Guðnadóttur. Sonur Björg-
vins er Gunnar; Friðrik ókvæntur,
dóttir hans Anna Karen; yngst var
svo María sem lést ung.
Sigurður byijaði snemma að iðka
allskyns íþróttir og var sund, glíma
og fimleikar hans eftirlætisíþóttir
framan af, þar sem hann vann til
rhargra verðlauna.
Þegar flug hófst á íslandi vakn-
aði áhugi hans fyrir því, svo brenn-
andi að það átti hug hans allan það
sem eftir var ævinnar. Hann lærði
svifflug og var einn af stofnendum
Svifflugfélags íslands, og síðar var
hann svifflugkennari og átti margar
góðar minningar frá þeim árum
þegar þeir brautryðjendur flugu af
miklum eldmóð við erfiðar aðstæð-
ur. 1984 urðu á vegi hans breskir
ofurhugar sem voru hér á ferð með
vélknúna svifdreka, og buðu þeir
honum að fljúga með sér. Þótt
heilsa hans væri léleg þáði hann
boðið með þökkum og kvaðst fara,
jafnvel þó það væri hans síðasta
verk. Hann flaug í klukkutíma yfir
höfuðborginni og dáðist af þessum
nýju farartækjum sem honum
fannst vera bylting.
Áttræður að aldri fór hann upp
á Sandskeið til að fýlgjast með
dóttursonum sínum, sem voru að
fara sín fyrstu svifflug. Hann stóðst
ekki mátið og lét skrifa sig inn á
flug og flaug með fýrrverandi nem-
anda sínum yfir Sandskeiðinu í
veðri eins og það gerist best. Þetta
voru honum ljúfustu minningar og
hann dreymdi um að komast aftur
á loft.
Tónlist var Sigurði í blóð borin
og hann lærði snemma að leika á
orgel. Hann var vinsæll undirleikari
hjá einsöngvurum og spilaði um
tíma með Erling Ólafssyni, söngv-
ara, bróður Sigurðar Ólafssonar
söngvara. Hann samdi sjálfur nokk-
ur lög og lét hljóðrita nokkur þeirra
Faðir okkar, + GESTUR HALLDÓRSSON
frá Garðsvfk,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að kvöldi mánudagsins
10. október. Oddný Gestsdóttlr, Jóhann Gautl Gestsson,
Inglbjörg Gestsdóttlr.
*
t
Maðurinn minn, sonur, stjúpfaðir og afi,
GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON
frá Arnarnúpi vlð Dýrafjörð,
Kleppsvagl 32, Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. október
kl. 13.30.
Blóm afbeðin en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknar-
stofnanir.
Asmunda Ólafsdóttlr,
Guðbjörg Guðjónsdóttlr,
Erna Elrfksdóttlr, Bragl Kristjánsson
og barnaböm.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HARALDUR K. GUÐJÓNSSON
fyrrverandi lelgubflstjóri,
Skjólbraut 9, Kópavogl,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. október
kl. 16.30. Blóm afþökkuð en þeim sem vilja minnast hins látna
er vinsamlegast bent á að láta SfBS eða Krabbameinsfélagið njóta
þess.
Fyrir hönd aðstandenda.
Guðný Frlðriksdóttlr.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi,
HÖRÐUR JÓHANNESSON,
Borgarhelðl 19,
Hveragerði,
er lóst aðfaranótt 7. þessa mánaðar verður jarðsunginn frá Hvera-
gerðiskirkju laugardaginn 15. október kl. 14.00.
FJóla Ólafsdóttlr,
Jóhannes Hörður Harðarson,
Hjördfs Harðardóttlr, Auðunn Sigurösson,
Hrönn Ásgeirsdóttlr, Sigurjón Ragnarsson
og barnabörn.
á plötu. Þegar heym hans fór að
gefa sig fækkaði stundum hans við
orgelið, en hann greip í það á góðri
stund og sérstaklega fýrir barna-
börnin, sem höfðu unun af því að
hlusta á afa sinn spila.
Sigurður kvæntist Andreu
Þórdísi Jónsdóttur árið 1944, sem
lést ári seinna vegna sjúkdóms.
5. júní 1948 kvæntist hann í
annað sinn og þá Elínu Ásu Guð-
mundsdóttur, fædd 31. janúar
1926, frá Efstu-Grund undir Eyja-
fjöllum.
Elín og Sigurður eignuðust dótt-
ur og son. Andreu Þórdísi, fædd
9. nóvember 1949, sem gift er und-
irrituðum. Hún á og rekur Fjöl-
skylduhúsið, gistiheimili á Flóka-
götu 5 í Reykjavík. Böm henanr
em Sigurður Óskar, sem er kafari
og vinnur á Orkneyjum, Jens Krist-
ján nú við nám í London, Elías og
Ágúst Þórgnýr búsettir í föður-
húsum. Sonur Sigurðar oskars
yngri er Aron Þór, móðir hans
Katrín Guðmundsdóttir frá Þing-
eyri; sonurinn Guðmundur Hró-
bjartur fæddur 9. ágúst 1953, er
búsettur í Holstebro í Danmörku
þar sem hann rekur fyrirtækið
Vestjydsk kontorservice. Hann er
kvæntur Susönnu Madum Sigurðs-
son. Þeirra böm em Thomas Guð-
mundur, Louise og Cathrine Þórdís.
Þau em öll í föðurhúsum.
Sigurður vann yfir 46 ár hjá Slát-
urfélagi Suðurlands fyrst sem kjöt-
iðnaðarmaður og síðar verksmiðju-
stjóri. Hann unni því fyrirtæki og
mat sína samstarfs- og yfirmenn
mikils. Eftir að hans starfsdegi lauk
hjá Sláturfélaginu fylgdist hann
gjaman með og var í sambandi við
sína nánustu samstarfsmenn sem
hafa sýnt honum mikinn vinskap
eftir að hann lét af störfum og vill
fjölskylda hans fsera þeim kæra
þökk fyrir.
Árið 1959 urðu þáttaskil í lífi
Sigurðar, er hann fékk hjartaáfall,
sem leiddi til langvarandi veikinda.
Hann tók þáttaskilum í lífi sínu
með karlmennsku og lærði að lifa
með sjúkdóminn. Starfsgeta hans
minnkaði smátt og smátt uns hann
lét af störfum alfarið 1982. Eftir
það hrakaði heilsu hans ört. Þá
naut hann umönnunar Elínar konu
sinnar sem annaðist hann af ein-
stakri umhyggju.
Sigurður og Elín fluttu 1982 á
Flókagötu 5, í sama hús og Andrea
dóttir þeirra. Þannig gat Elín unnið
við gistiheimilið og jafnframt ann-
ast Sigurð, sem naut jafnframt
samvistanna við dóttur sína og
bamaböm. Sigurður var alla tíð
bamgóður og böm hændust að hon-
um, hvort sem það voru hans eigin
eða annarra.
Sigurður var ákaflega bók-
hneigður og las allt á milli himins
og jarðar, þó einkum og sér í lagi
eftir að hann lét af störfum. Ævi-
minningar og sagnaþættir vom
honum hugleiknastir og leitaði þá
gjarnan eftir efni úr Borgarfírðin-
um, þaðan sem hann var ættaður
og dvaldi í sveit ungur.
Það er komið haust. Blómin í
garðinum eru tekin að fölna. Lauf
ttjánna að falla og vorboðamir ljúfu
æfa nú flugið til íjarlægari stranda.
Haustið var einnig komið hjá Sig-
urði tengdaföður mínum, sem nú
hefur lagt af stað í ferðina miklu.
Hann hefur lokið langri starfsævi
og skilur eftir sig sjóð minninga.
Minningar um mannúð, drengskap
og kærleika. Ég vil þakka honum
fyrir samverustundimar og kveð
þennan aldna heiðursmann með
trega. Megi algóður Guð varðveita
sálu hans.
Erlingur B. Thoroddsen
í dag fer fram frá Fríkirkjunni
í Reykjavík útför Sigurðars Óskars
Steindórssonar, verksmiðjustjóra,
sem lézt á 82. aldursári í Landspít-
alanum að kvöldi 6. þessa mánað-
ar. Þegar vinir og samstarfsmenn
kveðja þennan heim ryðjast minn-
ingamar fram í hugann.
Sigurður Óskar var fæddur í
Reykjavík 16. febrúar 1907, sonur
hjónanna Guðrúnar Sigurðardóttur
og Steindórs Áma Ólafssonar,
trésmíðameistara. Sigurður bjó alla
ævina í Reykjavík, lengi á Freyju-
götu 5, síðar í Barmahlíð 5 og sein-
ast að Flókagötu 5. Það lítur því
út fyrir að talan fimm hafi verið
hans happatala.
Sigurður var verzlunarmenntað-
ur og hóf 1. júlí 1935 verzlunar-
störf fyrir Sláturfélag Suðurlands,
starfaði m.a. í verzlun sem fyrir-
tækið rak að Sólvallagötu 9 og síðar
í Kjötbúð Austurbæjar, en hugur
hans hneigðist snemma til kjötiðn-
aðarins og lærði hann kjötiðn hjá
dönskum meistara, Alf Peter Niel-
sen, sem á Qorða og fimmta ára-
tugnum veitti forstöðu Pylsugerð
Sláturfélagsins við Skúlagötuna í
Reykjavík. Helgi Bergs, forstjóri
Sláturfélagsins, hafði ráðið A.P.
Nielsen til starfa á íslandi hjá fyrir-
tækinu og vann hann því gott starf
um 12 ára skeið til dauðadags, en
þá var hann í eðli sínu orðinn Islend-
ingur. Alf P. Nielsen flutti með sér
til íslands frábæra sérþekkingu í
kjötiðnaði, sem margir starfsmenn
Sláturfélagsins, auk Sigurðar,
námu hjá honum og nýtur iðngrein-
in enn góðs af.
Auk kjötiðnaðarins átti Sigurður
á unga aldri mörg áhugamál. Hann
var góður íþróttamaður, lagði stund
á sund og frjálsar íþróttir, en eink-
um átti þó svifflugið hug hans.
Þegar Sigurður var milli tvítugs og
þrítugs var svifflugíþróttin að ryðja
sér til rúms hér á landi, m.a. fyrir
forgöngu Agnars Kofoed Hansen,
flugmálaráðunauts, lögreglustjóra
og síðar flugmálastjóra. Svifflugið
flýtti fyrir bættum flugsamgöngum
á íslandi og milli landa, því að
margir svifflugmenn urðu síðar at-
vinnuflugmenn. Sigurður Ó. stund-
aði flugið alltaf sem íþrótt og náði
svo góðum árangri, að hann öðlað-
ist réttindi til kennslu svifflugs.
Hann hafði til hinztu stundar brenn-
andi áhuga fyrir þessari grein, og
mun hann síðast hafa farið í svif-
flug frá Sandskeiðinu fyrir rúmum
tveimur árum, þá 79 ára gamall,
en þá fór þó heilsu hans mjög versn-
andi.
Árið 1947, nokkrum árum eftir
lát lærimeistarans A.P. Nielsen, tók
Sigurður Steindórsson við forstöðu
Pylsugerðar Sláturfélags Suður-
lands í Reykjavík. í kjötiðnaði á
íslandi voru mörg ljón í veginum
m.a. voru innflutningstakmarkanir
á vélum, tækjum og umbúðum til
kjötvinnslu, sem héldust með
dræmum innflutningsleyfisveiting-
um fram á árið 1960, en þá varð
innflutningurinn loksins frjáls.
+
Sonur okkar og bróðir,
HELGI JÓNSSON,
írabakka 6,
verður jarðsunginn föstudaginn 14. október frá Fossvogskirkju
kl. 10.30.
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna,
Guðný Gfsladóttlr,
Jón Gaorg Jónasaon.
t
Systir okkar,
JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Lómatjörn,
lóst í Landakotsspftala þriðjudaginn 11. október.
Jarðarför auglýst síðar.
Systklni hlnnar lótnu.
+
Útför mannsins míns, föður og tengdaföður,
JÓNS JÓNSSONAR,
áðurtll helmllls f Skaftahlfð 10,
fer fram fró Dómkirkjunni (Reykjavík föstudaginn 14. október kl. 15.
Blóm og kransar afbeðin, en þeim sem vildu minnast hins látna
er vinsamlegast bent ó Hrafnistu eða aðrar Ifknarstofnanir.
Laufey Jóhannsdóttlr,
Jóhann Jónsson, Sólvelg Gunnarsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
PÉTUR GRÉTAR STEINSSON,
Tunguvegi 96,
Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag fimmtudaginn 13.
október kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeir sem vilja
minnast hins lótna lótið líknarstarf njóta þess.
Fyrir hönd aðstandenda.
Oddný Guðmundsdóttlr.
+
Minningarathöfn um son okkar og bróður,
SÆVAR GUÐNASON,
fer fram fró Isafjarðarkapellu laugardaglnn 15. þessa mánaöar
klukkan 10.30.
Guðrún Veturllðadóttlr, Guðnl Inglbjartsson
og börn.