Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 53 toómR FOLK ■ PAUL Davis miðvallarleik- maður Arsenal þarf að taka út níu leikja bann sitt og greiða 240.000 króna sekt fyrir að slá Glenn Coc- kerill leikmann Southampton í leik liðanna í september. Arsenal áfrýjaði dómnum sem var síðan staðfestur af enska knattspymu- sambandinu í gær. Devis tekur út leikbannið frá og með 15. október. ■ BA YER Uerdingen hefur fest kaup á danska landsliðsmanninum Jan Bartram frá Bröndby fyrir 1,5 milljónir vestur-þýskra marka, eða um 305 miiljónir íslenskra króna. Bartram er 26 ára og hefur leikið mjög vel með liði sínu og danska landsliðinu og skoraði ein- mitt sigurmark Dana gegn íslend- ingum á dögunum. ■ ANDRE Agassi, bandaríski tennisleikarinn, sigraði Svíann Stefan Edberg, 6:3 og 6:4 í sýn- ingarleik í Peking í gær. Þetta var í fyrsta sinn á þessu ári sem Ag- assi mætir Svíanum. FRJALSAR IÞROTTIR Aron setti stráka- met Aron Tómas Haraldsson, ung- ur og efnilegur hlaupari úr Kópavogi, setti glæsilegt stráka- met í 2.000 metra hlaupi á innan- félagsmóti KR fyrir skömmu. Ar- on Tómas bætti eldra metið sem Finnbogi Gylfason setti 1981 um tæpar þrjár sekúndur, hljóp á 6:47.40 mínútum. Aron Tómas Haraldsson bætti strákametið í 2.000 metra hlaupi um tæpar þijár sekúndur. GOLF Sigurður sigraði Um síðustu helgi var haldið opið golfinót á Hvaleyrarholtsvelli til styrktar A-sveit Golfklúbbs Keilis sem tekur þátt í Evrópukeppni. Sigurður Héðinsson GK sigraði í keppni án forgjafar, lék 18 holur á 79 höggum. Tryggvi Traustason GK varð annar með sama höggaíjölda. í keppni með forgjöf sigraði Þórður Geirsson GR á 65 höggum. Félag- ar hans úr GR Viktor Sturlaugsson kom næstur á 66 höggum nettó. Um næstu helgi verður haldið samskonar mót til styrktar A-sveit GK. Keppt verður með og án forgjafar. Skráning er í síma 53360. FÆREYJAR HBtvö- faldur meistari Egill Steindórsson meðal marka- hæstu leikmanna Knattspymuvertíðin í Færeyjum lauk í síðustu viku. HB varð meistari bæði meistaraflokki karla og kvenn. HB hlaut samtals 25 stig úr 18 umferðum í meistaraflokki karla. B68 var í öðru sæti með 24 stig og B36 í þriðja með 21 stig. Egill Steindórsson sem lék með VB í 1. deild varð áttundi markahæsti leik- maður 1. deildar, skoraði 6 mörk. B71 sigraði í 2. deild og leikur í 1. deild að ári í fyrsta sinn. Liðið vann B68 í síðasta leik sumarsins með sex mörkum gegn engu. Jón Pálmi Pétursson, sem lék með Skála í 2. deild, var með markahæstu leik- mönnum deildarinnar, skoraði 6 mörk. GÍ sigraði í 3. deild og leikur í 2. deild að ári ásamt B36 sem varð í öðru sæti. Vaidimar Grettisson lék með Fram í 3. deild og skoraði 4 mörk á keppnistímabilinu. BLAK / HAUSTMÓT BLÍ Víkingur og Þióttur sigruðu í fyrsta mótinu Reynir Eiríksson skrífar fráAkureyrí Um helgina fór fram á Akur- eyri Haustmót BLÍ, en að þessu sinni annaðist KA fram- kvæmd mótsins. Keppt var í kvenna- og karla- flokki og mættu 10 lið í hvorum flokki til leiks. Sigurvegar- ar í kvennaflokki urðu Víkingar en Þróttur, Reylq'avík varð í 2. sæti. í karla- flokki sigraði Þróttur, Reykjavík eftir úrslitaleik við HK. Mótið tókst í alla staði mjög vel og voru blakmenn ánægðir með mótið sem var þeim mjög góð upphitun fyrir átök vetrarins sem hefjast 22. október. Hér að neðan er að finna lokastöð- una í mótinu. Konur: L U T UT Skor St Víkingur 5 5 0 10 0 150- 59 10 Þróttur R. 5 4 1 8 2 133-104 8 HK 5 4 1 8 3 150-104 8 UBK 5 3 2 6 5 141-116 6 ÞrótturN. 4 2 2 4 4 91- 84 4 Völsungur 4 2 2 4 5 111-110 4 ÍS 4 1 3 3 6 75.116 2 Óðinn 4 1 3 3 7 85-135 2 KA 4 1 3 2 8 113-142 2 Eik 4 0 4 0 8 41-120 0 Karlar: ÞrótturR. 5 5 0 10 0 150- 84 10 HK 5 4 1 8 2 144- 88 8 ÍS 5 4 1 8 4 165-116 8 KAA 5 3 2 7 4 148-115 6 Þróttur N. 4 2 2 4 4 93- 93 4 Óðinn 4 2 2 5 5 103-119 4 Fram 4 1 3 3 6 83-125 2 Skautar B 4 1 3 2 6 69-104 2 Skautar A 4 0 4 0 8 78-120 0 KAB 4 0 4 0 8 61-120 0 Frá iþróttaþingi ÍSÍ árið 1986, Sveinn Bjömsson forseti í ræðustól. íþróttaþing ÍSÍ á Egilsstöðum 9. íþróttaþing ÍSÍ verður hald- ið í Hótel Valaskjálf, Egilsstöð- um, 22. og 23. október nk. Þetta er í fyrsta sinn sem íþróttaþing er haldið á Austurlandi. Á þinginu leggur framkvæmda- stjóm ÍSI fram skýrslu og reikninga fyrir sl. tvö ár. Meðal mála sem liggja fyrir þinginu, er álit milli- þinganefndar í lagamálum og nefndarálit um skiptingu lottóhagn- aðar. Ýmis önnur málefni fær þing- ið til umíjöllunar. Rösklega 200 manns eiga rétt til setu á íþróttaþingi. Skotveiðimenn Við viljum minna á stóraukið úrval af byssum og skotfærum ásamt nánast öllu sem þarf til skotveiða. Tökum byssur i umboðssölu. Öll viðgerðarþjónusta. 1940 Hafnarstræti 5, símar 16760 og 14800 Opið til kl. 19 föstudaga og frá kl. 10-16 á laugardögum Hreint loft aukin vellíðan 5 gerðir borðvifta 20 - 25 - 30 - 35sm. Hagstætt verð. _____________iffll_____ Einar Farestveit&Co.hf. •OMOAKTUM *•. ■tatAMi («1) 1MM OO UttOO - KgO Gæðamerki sem veiði- menn eru öruggir með. Fyrirliggjandi í ýmsum stærðum. Kaupfélögin um land allt og sportvöruverslanir í Reykjavík Honda CMc 3ja dyra 16 ventia Verð frá 611 þúsund, miöað við staðgreiðslu á gengi 1. okt. 1988 NÝ AFBORGUNARKJÖR ÁN VAXTA OG VERÐBÓTA. Phonda VATNAGÖRÐUM 24, RVlK., SImI 689900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.