Morgunblaðið - 13.10.1988, Side 53
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988
53
toómR
FOLK
■ PAUL Davis miðvallarleik-
maður Arsenal þarf að taka út níu
leikja bann sitt og greiða 240.000
króna sekt fyrir að slá Glenn Coc-
kerill leikmann Southampton í
leik liðanna í september. Arsenal
áfrýjaði dómnum sem var síðan
staðfestur af enska knattspymu-
sambandinu í gær. Devis tekur út
leikbannið frá og með 15. október.
■ BA YER Uerdingen hefur fest
kaup á danska landsliðsmanninum
Jan Bartram frá Bröndby fyrir
1,5 milljónir vestur-þýskra marka,
eða um 305 miiljónir íslenskra
króna. Bartram er 26 ára og hefur
leikið mjög vel með liði sínu og
danska landsliðinu og skoraði ein-
mitt sigurmark Dana gegn íslend-
ingum á dögunum.
■ ANDRE Agassi, bandaríski
tennisleikarinn, sigraði Svíann
Stefan Edberg, 6:3 og 6:4 í sýn-
ingarleik í Peking í gær. Þetta var
í fyrsta sinn á þessu ári sem Ag-
assi mætir Svíanum.
FRJALSAR IÞROTTIR
Aron
setti
stráka-
met
Aron Tómas Haraldsson, ung-
ur og efnilegur hlaupari úr
Kópavogi, setti glæsilegt stráka-
met í 2.000 metra hlaupi á innan-
félagsmóti KR fyrir skömmu. Ar-
on Tómas bætti eldra metið sem
Finnbogi Gylfason setti 1981 um
tæpar þrjár sekúndur, hljóp á
6:47.40 mínútum.
Aron Tómas Haraldsson bætti
strákametið í 2.000 metra hlaupi um
tæpar þijár sekúndur.
GOLF
Sigurður sigraði
Um síðustu helgi var haldið opið golfinót á Hvaleyrarholtsvelli til
styrktar A-sveit Golfklúbbs Keilis sem tekur þátt í Evrópukeppni.
Sigurður Héðinsson GK sigraði í keppni án forgjafar, lék 18 holur á
79 höggum. Tryggvi Traustason GK varð annar með sama höggaíjölda.
í keppni með forgjöf sigraði Þórður Geirsson GR á 65 höggum. Félag-
ar hans úr GR Viktor Sturlaugsson kom næstur á 66 höggum nettó.
Um næstu helgi verður haldið samskonar mót til styrktar A-sveit GK.
Keppt verður með og án forgjafar. Skráning er í síma 53360.
FÆREYJAR
HBtvö-
faldur
meistari
Egill Steindórsson
meðal marka-
hæstu leikmanna
Knattspymuvertíðin í Færeyjum
lauk í síðustu viku. HB varð
meistari bæði meistaraflokki karla
og kvenn.
HB hlaut samtals 25 stig úr 18
umferðum í meistaraflokki karla.
B68 var í öðru sæti með 24 stig
og B36 í þriðja með 21 stig. Egill
Steindórsson sem lék með VB í 1.
deild varð áttundi markahæsti leik-
maður 1. deildar, skoraði 6 mörk.
B71 sigraði í 2. deild og leikur í
1. deild að ári í fyrsta sinn. Liðið
vann B68 í síðasta leik sumarsins
með sex mörkum gegn engu. Jón
Pálmi Pétursson, sem lék með Skála
í 2. deild, var með markahæstu leik-
mönnum deildarinnar, skoraði 6
mörk.
GÍ sigraði í 3. deild og leikur í
2. deild að ári ásamt B36 sem varð
í öðru sæti. Vaidimar Grettisson lék
með Fram í 3. deild og skoraði 4
mörk á keppnistímabilinu.
BLAK / HAUSTMÓT BLÍ
Víkingur og
Þióttur sigruðu
í fyrsta mótinu
Reynir
Eiríksson
skrífar
fráAkureyrí
Um helgina fór fram á Akur-
eyri Haustmót BLÍ, en að
þessu sinni annaðist KA fram-
kvæmd mótsins. Keppt var í
kvenna- og karla-
flokki og mættu 10
lið í hvorum flokki
til leiks. Sigurvegar-
ar í kvennaflokki
urðu Víkingar en Þróttur,
Reylq'avík varð í 2. sæti. í karla-
flokki sigraði Þróttur, Reykjavík
eftir úrslitaleik við HK.
Mótið tókst í alla staði mjög vel og
voru blakmenn ánægðir með mótið
sem var þeim mjög góð upphitun
fyrir átök vetrarins sem hefjast 22.
október.
Hér að neðan er að finna lokastöð-
una í mótinu.
Konur: L U T UT Skor St
Víkingur 5 5 0 10 0 150- 59 10
Þróttur R. 5 4 1 8 2 133-104 8
HK 5 4 1 8 3 150-104 8
UBK 5 3 2 6 5 141-116 6
ÞrótturN. 4 2 2 4 4 91- 84 4
Völsungur 4 2 2 4 5 111-110 4
ÍS 4 1 3 3 6 75.116 2
Óðinn 4 1 3 3 7 85-135 2
KA 4 1 3 2 8 113-142 2
Eik 4 0 4 0 8 41-120 0
Karlar: ÞrótturR. 5 5 0 10 0 150- 84 10
HK 5 4 1 8 2 144- 88 8
ÍS 5 4 1 8 4 165-116 8
KAA 5 3 2 7 4 148-115 6
Þróttur N. 4 2 2 4 4 93- 93 4
Óðinn 4 2 2 5 5 103-119 4
Fram 4 1 3 3 6 83-125 2
Skautar B 4 1 3 2 6 69-104 2
Skautar A 4 0 4 0 8 78-120 0
KAB 4 0 4 0 8 61-120 0
Frá iþróttaþingi ÍSÍ árið 1986, Sveinn Bjömsson forseti í ræðustól.
íþróttaþing ÍSÍ
á Egilsstöðum
9. íþróttaþing ÍSÍ verður hald-
ið í Hótel Valaskjálf, Egilsstöð-
um, 22. og 23. október nk. Þetta er
í fyrsta sinn sem íþróttaþing er
haldið á Austurlandi.
Á þinginu leggur framkvæmda-
stjóm ÍSI fram skýrslu og reikninga
fyrir sl. tvö ár. Meðal mála sem
liggja fyrir þinginu, er álit milli-
þinganefndar í lagamálum og
nefndarálit um skiptingu lottóhagn-
aðar. Ýmis önnur málefni fær þing-
ið til umíjöllunar.
Rösklega 200 manns eiga rétt
til setu á íþróttaþingi.
Skotveiðimenn
Við viljum minna á stóraukið úrval af
byssum og skotfærum ásamt nánast
öllu sem þarf til skotveiða.
Tökum byssur i umboðssölu.
Öll viðgerðarþjónusta.
1940
Hafnarstræti 5, símar 16760 og 14800
Opið til kl. 19 föstudaga og frá kl. 10-16 á laugardögum
Hreint loft
aukin vellíðan
5 gerðir borðvifta
20 - 25 - 30 - 35sm.
Hagstætt verð.
_____________iffll_____
Einar Farestveit&Co.hf.
•OMOAKTUM *•. ■tatAMi («1) 1MM OO UttOO - KgO
Gæðamerki sem veiði-
menn eru öruggir með.
Fyrirliggjandi í ýmsum
stærðum.
Kaupfélögin um land allt
og sportvöruverslanir í
Reykjavík
Honda
CMc
3ja dyra
16 ventia
Verð frá 611 þúsund,
miöað við staðgreiðslu á gengi 1. okt. 1988
NÝ AFBORGUNARKJÖR
ÁN VAXTA OG VERÐBÓTA.
Phonda
VATNAGÖRÐUM 24, RVlK., SImI 689900